Alþýðublaðið - 16.10.1975, Side 10
FYRSTA TILRAUN AF ÞESSU TAGI I HEIMINUM
ÍSLENZKAR KONUR RÍÐA Á
Ásthildur Ólafsdóttir
Kvennafriiö hinn 24. október
nk. hefur verið mjög til umræðu
manna á milli undanfarið og vak-
ið mikla ahygli. Framkvæmda-
nefnd um kvennafri er skipuð 10
konum. sem gegna ýmsum störf-
um i þjóðfélaginu og hafa ólikar
pólitiskar skoðanir. En þrátt fyrir
það hafa þær tekið höndum sam-
an um að hvetja allar konur á Is-
landi til þess að taka sér fri frá
störfum á afmælisdegi Samein-
uðu þjóðanna á yfirstandandi
kvennaári. Ein þessara kvenna i
framkvæmdanefnd er Asthildur
ólafsdóttir úr Hafnarfirði og hef-
ur hún góðfúslega fallist á að
svara nokkrum spurningum
kvennasiðunnar um þessi mál.
Fara spurningarnar og svörin hér
á eftir.
1. Hver er tilgangurinn með þessu
kvennafrii?
Hann er i fyrsta lagi að sýna
fram á mikilvægi þeirra starfa
sem konur inna af hendi i þjóðfé-
laginu i dag. 1 öðru lagi sá að
vekja athygli á þvi mikla misrétti
kynjanna sem enn rikir bæði hér
og erlendis. Og hann er i þriðja
lagi sá að efla sjálfsvirðingu
kvenna á sér og störfum sinum,
jafnframt þvi að vekja þær til vit-
undar um samtakamátt sinn og
manngildi.
2. Hvernig er hugmyndin tilkom-
in?
Upphaflega var þetta erlend
hugmynd og gekk út á það að all-
ar konur i heiminum leggðu niður
vinnu samtimis til að sýna fram á
vinnuframlag sitt, en sennilega er
það nú óframkvæmanlegt. En á
kvennaráðstefnunni, sem haldin
var á Loftleiðum dagana 20. og 21.
júni i sumar var samþykkt að
skora á konur að taka sér fri frá
störfum á degi S.þ. hinn 24. októ-
ber i haust, til þess að vekja at-
hygli á vinnuframlagi kvenna.
Þetta mun vera fyrsta tilraunin
með allsherjar fri kvenna til þess
að vekja athygli á réttindum sin-
um og kjörum og mun þess vegna
Fylgist
með verðlagi
Verðsýnishorn úr HAGKAUP
\
HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B
Niðursoðnir, blandaðir
ávextir 1/1 dós 270,-
Niðursoðnar freskjur
1/1 dós 223,-
Hrisgrjón, RiverRice
1 f ik 92,-
Haframjöl 1 k >g 172,-
C-ll þvottaefni 3 b ■g 575,- -
Coco Puffs 1 f )k 216,-
IVIaggi súpur 1 )k 89,-
Egg 1 íg 350,-
Fiskibollur 1/1 d ós 170,-
Tropicana 0,94 1 133,-
Rasp, Paxo 1 pk 54,-
Ef þér verslið annars staðar, þá hafið
þér hér eyðublað til að gera
verðsamanburð.
SIMI 86566
vekja verðskuldaða athygli bæði
innan lands og utan. Annars má
geta þess hér að á landsfundi Al-
þýðuflokkskvenna i fyrra stakk
Guðrún Helga Jónsdóttir upp á
þvi i ræðu, sem hún flutti um
stöðu kvenna i atvinnulifinu, að
konur tækju sér fri einn dag á
kvennaárinu til að sýna fram á
mikilvægi vinnu sinnar.
3. Hverjir hafa beitt sér fyrir
framkvæmd hugmyndarinnar um
kvennafri?
Konurnar sem fluttu tillöguna á
ráðstefnunni i sumar mynduðu
starfshóp. Þær skrifuðu siðan
fjölmörgum félögum i Reykjavik
og nágrenni, sem siðan tilnefndu
fulltrúa á fund, sem siðan hinn 15.
sept. sl. kaus 10 manna fram-
kvæmdanefnd. Þar voru einnig
myndaðir fimm starfshópar, en
tvær konur úr framkvæmda-
nefndinni eru oddamenn i hverj-
um starfshópi. Hver hópur hefur
sitt ákveðna verkefni. Einn hóp-
urinn hefur það verkefni að koma
á framfæri upplýsingum og aug-
lýsa kvennafriið. Annar hópur fer
vinnustaði og i félög til þess að
kynna hugmyndina og svara
fyrirspurnum. Þriðji hópurinn
sér um að undirbúa dagskrána á
fyrirhuguðum útifundi i Reykja-
vik þennan dag. Fjórði hópurinn
sér um kynningu kvennafrisins
úti á landsbyggðinni. Og fimmti
hópurinn sér um fjáröflun, dreif-
ingu plakats og merki dagsins.
4. Hvernig hefur verið staðið að
undirbúningi kvennafrísins?
Starfshóparnir sem ég nefndi
áðan hafa skilað mjög góðu starfi
sem einkennst hefur af áhuga og
baráttugleði. Þær ásamt fram-
kvæmdanefndinni hafa undirbúið
kvennafriið, auk þess sem áhuga-
samar konur hafa myndað sér-
staka starfshópa viðs vegar um
Iandið til þess að vinna að góðri
framkvæmd kvennafrisins.
5. Nær það til allra kvenna?
Já, það á að geta náð til svo til
allra kvenna, þvi að okkur er öll-
um skylt að sýna i verki vilja okk-
ar til þess að minnka og helst út-
rýma misrétti kynjanna. Sumar
konur hafa spurt, hvort þær eigi
að taka sér fri, þar sem þær séu
svo lánsamar að búa við jafnrétti
i hjónabandi, heimilishaldi og á
vinnumarkaði. Þessu er þvi að
svara, að auðvitað eiga þær að
taka sér fri. Með þvi eru þær að
leggja áherslu á, að konur al-
mennt vinni þýðingarmikil störf i
Krefjast
menn virðast vera ákveðnir i þvi
að ná fram þessum sjálfsögðu
réttindum núna, og þeir virðast
vera ákveðnir i þvi að sýna
stjórnvöldum, að hér fylgir hugur
máli.
Rik ástæða er til þess að hvetja
opinbera starfsmenn til að gjalda
fullan varhug við þeim skoðunum
sem birtust i leiðaranum i ,,blaði
allra landsmanna” fyrir réttri
viku sfðan.
Samningafundinum i gær lauk án
þess að annar væri boðaður.
Herinn
koma fengist. Jón Óskarsson fór á
fund yfirmanna hersins i gær og
fór fram á, að Flugleiðir hefðu
þessa afgreiðslu með höndum
fram til 1. desember. Þessari
málamiðlun var hafnaö og varð
félagið þvi að segja þessum 10
starfsmönnum upp.
Jón Óskarsson sagði, að þetta
væri leiðindamál og Flugleiðir
teldu sig hafa orðið fyrir svikum
auk þess sem félagið verður fyrir
fjárútlátum vegna þessa máls.
Segja má, að með þessu hafi
herinn svikið samkomulag, sem
búið var að gera, en átti aðeins
eftir að undirrita. íslendingum
sem búið var að ráða til ákveð-
inna starfa, verður að segja upp
störfum, og er þetta sannarlega
ekki i anda samkomulagsins um
að tslendingar taki að sér störf i
„íl. „ ™ >rv1i »4 U nfloiri’lMirflnrtTTolli
þjóðfélaginu og eigi að njóta jafn-
réttis til að neyta gáfna sinna og
hæfileika, en alls ekki að hennar
persónulegu kjör og staða séu ó-
viðunandi. Hún getur að visu ver-
ið það, en það þarf ekki að vera.
Það géta fleiri komið til liðs við
réttindabaráttu en þeir, sem fyrir
óréttinum verða.
(>. Hvernig hafa undirtektirnar
verið?
Undirtektirnar hafa verið afar
góðar og kannski betri en nokkur
okkar þorði að vona i upphafi.
Það er ört vaxandi skilningur
meðal kvenna á þvi, hvers vegna
konur eiga að taka sér fri þennan
dag og sé skilningurinn fyrir
hendi kemur framkvæmdin af
sjálfu sér. Ýmis félög og félaga-
samtök hafa lagt fram fé til að
stuðla að framkvæmd kvenna-
frisins, svo sem Sókn, Starfs-
mannafélag Reykjavikur, Starfs-
mannafélag Hafnarfjarðar, Fé-
lag starfsstúlkna i mjólkur- og
brauðbúðum og fleiri. Á ráðstefnu
ASÍ og BSRB i Munaðarnesi fyrir
nokkru var lýst yfir eindregnum
stuðningi við friið og um helgina
var samþykkt á fundi i kjördæm-
isráði Alþýðuflokksins i Reykja-
vik aö )vsa yfir stuðningi við friið,
og svipaða sögu má segja um
fleiri félagasamtök.
7. Hvað segja atvinnurekendur?
Flestir atvinnurekendur hafa
sýnt þessu máli skilning og
velvilja þótthinir séu líka til, sem
eru steinblindir á þessi réttinda-
mál okkar kvennanna og hafi
jafnvel sýnt tilburði til atvinnu-
kúgunar með þvi að hóta
uppsögnum þeim konum, sem
taki sér fri. Þetta eru algerar
undantekningar, sem betur fer,
og er ekki hægt að svara á annan
hátt, en með þvi að sýna algjöra
samstöðu og taka sér frl. Þá
menn, sem siðan hyggjast standa
við hótanir sinar þarf að auglýsa
meðal alþjóðar, svo að skömm
þeirra sé ævarandi uppi.
8. Er þetta ekki verkfall, þótt það
sé kallað fri?
Nei, það er ekki verkfall heldur
fri. Það er enginn skyldugur að
taka þátt i þessu, eins og félagar I
stéttarfélagi eru skyldir til að
gera, ef um verkfall er að ræða.
Þar af leiðandi er heldur hvergi
nein verkfallsvarsla né annað
eftirlit með því að konur vinni
ekki þennan dag. En ég geri ráð
fyrir þvi að konur að minnsta
kosti, versli ekki við þær
verslanir, þar sem konur verða
við afgreiðslu þennan dag.
9. Ef heimavinnandi húsmæður
takasér fri, hvað á þá að gera við
börnin?
Já, það er von að spurt sé!
Hvað á þá að gera við börnin?
Mér finnst það nú enginn helgi-
spjöll þótt feðurnir hugsuðu um
börnin sin einn virkan dag um
ævina. Ég held að bæði börnin og
þeir hefðu gott af þvi. Eflaust
taka líka ýmsir þeirra börnin með
sér I vinnuna. Það er sjaldan
talað um þá breytingu, sem varð i
þjóðfélaginu, þegar atvinnuhættir
breyttust svo, að feðurnir hættu
að hafa börnin sin með sér við
vinnuna og hættu þar með að
sinna mikilvægum uppeldisþætti
barna sinna, sem þau höfðu og
hafa enn mikla þörf fyrir. Hann
þarf að fá aukin tækifæri til að
sinna uppeldi barna sinna. Það er
I senn réttur hans og barnsins.
Þetta væri hægt að gera með þvi
að auka hlutdeild konunnar á hin-
um almenna vinnumarkaði og
Óánægja
að við að greitt yrði úr verðjöfn-
unarsjóði 98 krónur á hvert kg af
frystri rækju og má af þvi sjá, að
sjóðurinn verður að taka á sig gif-
urlegar greiðslur.
1 þessu sambandi er rétt að
taka fram, að verðjöfnunarsjóður
greiðir ekki út þessar bætur fyrr
en rækjan hefur verið veidd, fryst
og seld og þvi fyrirsjáanlegir
miklir rekstrarörðugleikar hjá
rækjuvinnslunum, nema bank-
arnir hlaupi undir bagga.
0 Alþýðublaöið
Fimmtudagur 16. október 1975.