Alþýðublaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 3
Stefnuljós Kjartan Jóhannsson skrifar O Kvennafrí ( þessari viku, nánar til tekið á föstudaginn ætla konurnar að sýna okkur mátt sinn og megin, með því að taka sér f rí f rá störf- um. Hvernig til tekst verður e.t.v. fyrst og f remst mælikvarði á samtakamátt þeirra. Hitt er Ijóst, að konurnar gegna svo þýð- ingarmiklum störfum í þjóðfé- laginu bæði í atvinnulífi og á heimilum, að það er þakkar vert, að f rfið skuli einungis vera í einn dag. En það er sjálfsagt hæfileg ábending til okkar allra, karla jafntog kvenna, um hversu mik- ilvægt vinnuframlag kvenna er, að fá þessa eins dags áminningu. Að mörgu leyti er það liðin tið, að lýsa verkaskiptingu kynjanna eins og gert er i gömlum húsgangi, en að öðru leyti á það þó enn við: Mikinn mat til reiddi maður einn sem bjó kerlingin eyddi en karlinn að dró. Svo mikið er vist, að okkur er tamt að nefna karlinn fyrirvinnu heimilisins og enn mun það vera svo i flestum hjóna- böndum, að eiginkonan sér að mestu um innkaup til daglegra þarfa heimilisins. Konurnar eru þá einskonar sérfræðingar i útgjöldunum, en karlinum er mun tamara að sinna eingöngu tekjuöflun. Nú færist það að visu mjög i vöxt, að konur stundi atvinnu utan heimilisins og sú tið er liðin, þegar það þótti eiginlega til marks um fá- tækt, að konan yrði að vinna úti, eins og það var gjarnan orðað. Konurnar hafa þannig i vaxandi mæli tekið að afla tekna til heimilisins jafnhliða karlmönnunum. A föstudaginn munum við væntanlega sjá það svart á hvitu hve mikill þáttur kon- unnar er orðinn i atvinnulifinu. A hinn bóginn trúi ég að verkajöfnuðurinn innan heimilanna hafi náð tiltölulega mjög skammt og þrátt fyrir vinnu kvenna utan heimilanna, sjái þær ekki einasta að lang- stærstum hluta um innkaupin heldur lika um heimilishaldið að öðru leyti. Enda þótt þátttaka kvenna i atvinnulif- inu hafi aukizt mjög á seinni árum er það samt svo, að margar konur, sem gjarnan vildu stunda atvinnu geta það ekki af heimilisástæðum. Dagvistunarrými barna eru fá og alls ekki við það miðuð við að veita konum almennt frelsið til þess að stunda atvinnu, ef þær óska. Aðrar konur eiga beinlinis ekki kost á störfum við sitt hæfi. A þetta munu konurnar minna með frii sinu. En þær vilja væntanlega minna á fleira. Þaðeru t.d. mörg dæmi um það, að konur fái ekki sambærileg laun á við karla fyrir störf sin, hvað sem öllum lög- um um launajafnrétti liður. Það er lika deginum ljósara, að konur gegna yfirleitt verst launuðu störfunum i þjóðfélagi okk- ar. Og þótt allir eigi að vera og séu jafnir fyrir lögum, blasir misréttið viða við. Konur eru t.d. fáséðar i trúnaðar- og nefndastörfum. Ef við ætlum að leiðrétta þetta misrétti og þessa misjöfnu i stöðu kynjanna, þurfa að likindum að koma til aðgerðir, sem fela i sér forgjöf til handa konunum, eig- inlega forréttindi i bili. Það mætti t.d. setja i lög, að i sérhverja nefnd, sem skipuð er á vegum opinberra aðila ætti að tilnefna a.m.k. eina konu. Það mætti lika setja i lög, að til þeirra starfa, sem karlar gegna I yfirgnæfandi mæli, skuli ráða konur en ekki karla, ef umsækjendur standa að öðru leyti jafn- fætis. A sama hátt ætti þá miðað við sömu hæfni, að ráða karlmann en ekki konu til starfa, sem konur gegna i rikara mæli en karlar. Ekki bara setning löggjafar af þessu tagi, heldur og framkvæmd hennar mundi að miklu léyti vera i höndum opin- berra aðila. Þegar jafnréttinu er náð, verða sérá- kvæði af þessu tagi óþörf, en til þess að ná jafnréttinu i reynd kunna „sérréttindi” sem þessi að eiga rétt á sér. Verkalýðsfélög og önnur launþegasam- tök gætu beitt sér fyrir stöðugu launajafn- réttiseftirliti og komið á fót sérstökum nefndum til þess að hafa eftirlit með þvi, að bókstafurinn sé ekki sniðgenginn i þessum málum, og að matið á störfum sé sanngjarnt og ekki litað af gömlum for- dómum. Framkvæmdir i dagheimilismálum verður svo að hætta að miða við að vistun- arrýmið þar sé eingöngu til þess að mæta sérstökum þörfum foreldra eða foreldris, sem „neyðist” til þess að vinna úti, eins og það er orðað, heldur hitt að tilvist nægilegs dagvistunarrýmis er forsenda þess, að konan hafi frelsið til þess að stunda atvinnu utan heimilisins, eins og málum er nú háttað i okkar þjóðfélagi og við rikjandi launamismun milli starfa og kynja. Um öll þessi mál tel ég að fridagurinn á föstudaginn sé áminning til okkar allra. En fyrst og siðast mun friið vekja athygli á mikilvægi þeirra starfa, sem konur gegna innan heimilis sem utan, og fram- kvæmdin öll verður til marks um sam- takamátt þeirra. — Smám saman munu svo hverfa leifar þeirrar verkaskiptingar og mismunar, sem i húsganginum felst. Lík í vörpuna Fyrir helgina kom lik i vörpu togarans Júni frá Hafnarfirði, er hann var að veiðum um 40 milur út af Látrabjargi. Likið mun vera af Guðmundi H. Gislasyni til heimilis að Aðalstræti 15 á Isa- firði, en hann tók út af Guðbjörgu frá Isafirði þann 29. nóvember i fyrra. Guðmundur var 39 ára er hann fórst. Skemmdarverk hjá nunnunum Um helgina voru unnin mikil skemmdarverk á húsum þeim sem nunnurnar eru að reisa i Garðahreppi. Kaplar og leiðslur voru slitnar frá ljósastæðum og eldavélum. Rafmagnstöflur voru eýðilagðar eins og skemmdarvórgunum frekast var unnt, leiðslur sem bú- ið var að draga i voru skomar uppi við rörstútana og I sem stytztu máli allt eyðilagt sem hægt var að eyðileggja og þarf að endurnýja allar raflagnir hús- anna. Augljóslega hefur andlegur sjúkleiki ráðið gerðum þeirra sem þarna voru að verki, þvi eng- inn annar tilgangur virðist hafa verið með innbrotinu en sá að fá útrás fyrir sjúklegar hvatir. ófróður myndi ætla að nunnurnar sem um áratugaskeið hafa unnið dag og nótt við aðhlynningu sjúkra, ættu betra skilið af okkur. Húsin sem skemmdarverkin voru unnin á eru ætluð sem athvarf fyrir nunnur sem hafa lokið langri starfsævi og hyggjast eyða ævikvöldinu á friðsælum stað. Stuðningur við kvennaverkfall 1 ályktun aðalfundar Kjördæm- isráðs Alþýðuflokksins, sem hald- inn var i Borgarnesi 12. október sl„ var samþykkt tillaga um ein- róma stuðning við jafnréttisbar- áttu kvenna og kvennafriið 24. október nk. Alyktunin hljóðar svo: „Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi, haldinn í Borgarnesi, 12,október • . f re ttaþraðurinn. Rekstrarráðgjöf við iðnfyrirtæki Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 1975, styður einhuga yfirstand- andi jafnréttisbaráttu kvenna og skorar á alla atvinnurekendur landsins að gefa konum þeim, sem starfa við fyrirtæki þeirra, fri á fullum launum föstudaginn 24. október nk.” Bandalag kvenna i Hafnarfirði hefur stofnað starfshóp um kvennafri og dreift bréfi þar um i hvert hús i bænum og ennfremur á flesta vinnustaði. Bandalagið gengst fyrir fundi, sem hefjast á kl. 12.45 á Thors- plani. Þar munu þrjár konur flytja ræður, Dagbjört Sigurjóns- dóttir, Guðrún Helgadóttir og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Fjöldasöngur verður. Strætis- vagnar flytja svo konur, sem þess óska á útifundinn i Rvik. Stúlkur í mörgum framhalds- skólum borgarinnar hafa bundizt samtökum um að mæta i fyrstu kennslustundir þann 24. október og vilja með þvi styðja aðrar kon- ur, sem starfa við skólana. Hyggjast nemendur siðan halda fundi i skólum sinum og ganga þá á eftir fylktu liði á úti- fundinn. Aðalfundur Meinatæknafélags islands lýsir eindregnum stuðn- ingi við kvennafri þann 24. októ- ber nk. og hvetur þá félaga sina sem ekki þurfa að sinna neyðar- . þjónustu, til þess að leggja niður vinnu þann dag og fjölmenna á útifundinn á Lækjartorgi. „Þar sem við stöndum frammi fyrir silækkandi innflutningstoll- um eða niðurfalli þeirra”, sagði Davið Scheving Thorsteinsson form. Félags islenzkra iðnrek- enda, við blaðamann i fyrri viku, „hefur það orðið okkar fangaráð, að freista þess að bæta stöðu iðn- fyrirtækjanna með þvi að athuga rekstur þeirra gagngert, til- að auka við framleiðni ef mögulegt er. í tilefni af þvi höfum við ráðið tvo starfsmenn, Bergþór Konráðsson, rekstrarhagfræðing og Guðmund S. Guðmundsson tæknifræðing, til þess að starfa við rekstrarráðgjöf við fram- leiðslufyrirtæki og til þess höfum við fengið nokkurn styrk frá Iðn- þróunarsjóði. Störf þeirra eru fólgin i að gera heildarúttekt á stöðu fyrirtækj- anna og aðstoða siðan við þá þætti, sem helzt þykir ábótavant i hjá hverju fyrir sig. Einn þáttur- inn er m.a., að aðstoða við hag- nýtingu bókhaldsins við upplýs- ingar um, hvernig einstakir þætt- ir ganga rekstrarlega séð. Akveð- ið er að gangast fyrir námskeiði, sem haldið verður á Hótel Loft- leiðum 3. 4. og 5. nóvember nk. þar sem þekktir leiðbeinendur verða til staðar. Starfsmenn okkar, sem við köllum „vekjara” okkar á milli, hafa hinsvegar á sinni könnu skil- greiningu vandamálanna og á- bendingar til úrbóta. Siðan þarf svo oft rekstrarhagfræðinga á hverju sviði, til að vinna að endurskipulagningu. Það getur tekið sinn tima. En á skilgrein- ingunni þarf að byrja.” Aðspurð- ur taldi hann að ýmsir hefðu þeg- ar vaknað. Fundarboðendur bentu á þann hátt, sem væri tiðk- aður i þessum efnum. „Atvinnu- rekendur kvörtuðu og krefðust eins og annars, en þessi starfsemi væri fyrst og fremst til að fá menn til að lita i eigin barm og skoða, hvað þeir gætu gert sjálfir. Það er sjálfsbjargarviðleitni fyrst og fremst. Allskonar sveifl- ur og skyndiráðstafanir stjórn- valda væru iðnaðinum þungar i skauti og voru ýmis dæmi nefnd, t.d. 12% álagið i sumar. Ef iðnað- urinn á að valda þvi hlutverki, sem honum er ætlað, verður hann að vera samkeppnishæfur. Þetta er liður i, að svo megi verða, en allskonar skipulagslausar ráð- stafanir geta auðveldlega gert viðleitniokkaraðengu,kom þeim saman um. Svo má ekki gleyma þvi, að sé okkur Iþyngt óeðlilega bregður það auðvitað fæti fyrir það, sem þegar er unnið,” sögðu þeir að lokum. Pað er sitthvað sjúkra- bíll eða ráðherrabíll! „Við sem störfum að liknar- málum, þurfum að fara gegnum þröngt hlið eftir þröngum vegi, þegar við fáum höfðingjalegar gjafir frá kollegum okkar erlend- is, eins og með sjúkrabíl þann sem Hjálparstofnun sænsku Hvftasunnukirkjunnar gaf okkur til starfa i þágu liknarmála. Það er annað en hinn breiði vegur og hið viða hlið, sem ráðherrarnir fara í sambandi við sin bíla- kaup”. Þetta sagði Einar Gislason, safnaðarstjóri Hvitasunnusafn- aðarins, er blm. Alþýðublaðsins hafði samband við hann um tolla þá sem þeir þurfa að borga af umræddum sjúkrabfl. Sjúkrabill þessi kom til landsins sjöunda á- gúst siðastliðinn, og borgaði söfn- uðurinn 80 þúsund krónur I fragt og sex þúsund i uppskipun, siðan var billinn tollafgreiddur eftir mati, og varð sú upphæð sem söfnuðurinn þurfti að greiða 453 þúsund krónur. Einar spurði toll- inn þá að þvi, undir hvaða tegund bfllinn hafi verið flokkaður, og var honum sagt það, að hann hafi verið metinn sem venjulegur fólksbill, þar sem hann hafi hvorki leyfi til að eiga né reka sjúkrabil.” Eftir þessisvör fór ég niður i heilbrigðismálaráðuneyti og fór fram á lækkun, og fékkst hún niður i 251 þúsund krónur, og var þeirri tölu ekki hnikað. Fór ég þá til Gunnars Thoroddsen sem Gifurleg aðsókn hefur verið að fjöllistarsýningum kínverska flokksins Tientsin i Laugardals- höllinni, og urðu listamennirnir frá þcssari mestu þjóð heims að bæta við sýningu, sem verður á morgun. Má búast við að uppselt verði einnig á þá sýningu þegar þessi orð birtast á prenti. Sýning- ar kinversku listamannanna hafa vakið mikla hrifningu áhorfenda, svo lófataki linnir vart þá tæpu þrjá tima, em hver sýning stend- ur yfir. lagði þetta mál fyrir rikisstjórn- ina, en þar var Matthias A. þröskuldur sem til þurfti, til að fá undanþágu. Siöan hefur bfllinn legið niðri á afgreiðslu Hafskip. En nú skeður það að Hafskip býðst til að flytja bilinn aftur út fyrir þrjátiu þúsund krónur, en þá hljóp hjálparstofnun kirkjunnar undir bagga, og bauðst til að , leysa bflinn fit, og býst ég fastlega við að við tökum þessu kostaboði. Bilinn hyggjumst við nota I sambandi við þau tvö heimili sem við rekum fyrir börn drykkju- sjúklinga, og þau börn sem ekki geta búið heima hjá sér vegna heim ilisástæðna. Höfum við alltaf þurft að fá bíla að láni til þessara starfa,” sagði Einar að lokum. Friðrikog Björn töpuðu báðir Fyrstu umferð á svæða- mótinu lauk I gærkvöldi og urðu úrslit, sem hér segir: Poutiainen (Finnlandi) vann Van ( B e I g i u ) (Englandi) ( G u r s e y ) (Danmörku) der Broeck Hartston vann Laine H a m m a n vann Björn Þorsteinsson) islandi) Parma (Júgóslaviu) vann Friðrik ólafsson (tslandi) Zwaig (Noregi) vann Jansa (Tékkóslóvakiu) Timman (Hollandi) vann Ostermeyer (V-Þýskalandi). Skák Liberson (israel) og Murray (irlandi) var frestað. Alþýðublaðiö o Þriðjudagur 21. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.