Alþýðublaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1975, Blaðsíða 4
'Flokksþing sænskra jafnaðarmanna: ÞRlR AFANGAR A LEJÐ JAFNAÐARSTEFNUNNAR frá RADI@NETTE Sterkur stereo-magnari 2x20 wött (2x35 wött musik). Útvarpstæki með lang- bylgju, 2 miðbylgjum og FM bylgju. Cassettu upptöku og afspil- unartæki með sjálfvirku stoppi. Fyrir bæði Chrome casettur og venjulegar STD teljari. Stórglæsilegt stereo-tæki með innbyggðu útvarpi og cassettu segulbandstæki. Hver vill ekki njóta eilifra unaðsstunda með Svörtu Mariu fyrir aðeins \ Góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A Simi 1-69-95 Reykjavik kr. 124.205.- Alþýðublaðið 26. flokksþing sænskra jafnaðarmanna fór fram i Stokkhólmi dagana 27. september til 9. október, og var þar samþykkt ný stefnuskrá fyrir flokk- inn, sem leggur meginá- herslu á lýðræði i efna- hagslífi og áhrif vinn- andi manna á vinnustaði sina og þau fyrirtæki eða stofnanir, sem þeir starfa fyrir. Af öðrum málum bar hvað hæst á- ætlun um stórfellda aukningu dagvistunar- heimila i Sviþjóð, en það er nú talið til mannrétt- inda — sem snertir ekki sizt konur — að öll hjón eigi þess kost að starfa utan heimilis, ef þau geta og vilja. Þetta frelsi er ekki fyrir hendi, ef skortur á dagvist- unarheimilum neyðir þúsundir foreldra (oft- ast konurnar) til að sitja heima. Alls áttu 350 fulltrúar sæti á flokksþinginu, en af þeim tóku 249 nú þátt i sliku þingi i fyrsta sinn, og sýnir það mikla endurnýjún og yngingu frá fyrri þingum. Meðal- aldur fulltrúa var 44 ár, það er 45 ár fyrir karlmenn en 42 ár fyrir konur. Þá var hlutur kvenna á þinginu mun meiri en nokkru sinni fyrr og þátttaka þeirra i umræðum mikil. Arið 1972 sátu 54 konur (15%) sið- asta þing sænskra jafnaðar- manna, en nú áttu sæti á þinginu 110 konur (31%) eða tvöföld fyrri talan. Sænskir jafnaðarmenn leggja rika áherzlu á að halda lifandi lýðræði i flokknum með þvi að láta fram fara i flokksfélögum og samböndum um allt landið um- ræður um helztu málefni þingsins fyrirfram. Gera félögin og sam- böndin ályktanir og tillögur, sem sendar eru til flokksstjórnar. Þar er unnið úr þeim og flokksstjórnin gerir tillögur til þingsins um sam- þykkt eða synjun þeirra. Þingið starfar litið i nefndum, en greiðir atkvæði um málin — og veltur þá á ýmsu hvort fylgt er meðmælum flokksstjórnar eða ekki. Að þessu sinni voru lagðar fyrir flokksþingið átta skýrslur um málaflokka, og bárust samtals um 1200 tillögur varðandi þá frá flokksfélögunum. Þar af voru yfir 500 tillögur varðandi hina nýju stefnuskrá. Sænskir jafnaðarmenn hafa endurnýjað stefnuskrá flokks sins á rúmlega 15 ára fresti um langt skeið til þess að aðhæfa grund- vallar hugsjónir sinar breyttum timum, áframhaldandi þróun þjóðfélagsins og nýjum verkefn- um. Flokksþingið 1972 kaus nefnd til þess að hefja eina slika endur- skoðun. Skilaði nefndin fyrstu drögum, sem prentuð voru og dreift til allra flokksfélaga og sambanda. Var gefinn frestur til siðustu áramóta til að fjalla um málið og senda breytingatillögur. Samtals fékk stefnuskrárnefndin álitsgerðir frá 175 félögum og 579 félög sendu breytingatillögur. Tók nefndin þá aftur til starfa, kannaði allt þetta efni, gerði all- miklar breytingar á fyrstu drög- um sinum og gaf út endurskoðaða útgáfu, sem lögð var fyrir flokks- þingið. Þar var málíð rætt itar- lega og afgreitt. Olof Palme forsætisráöherra og formaður flokksins, sem mjög hefur styrkt stöðu sina i sænskum stjórnmálum I seinni tið, fylgdi málinu úr hlaði á flokksþmginu. Hann sagði meðal annars, að hinn gamli foringi sænskra jafnaðar- manna, Per Albin Hansen, hefði skilgreint baráttu þeirra svo, að fyrsta takmarkið hafi verið póli- tiskt lýðræði (jafn kosningaréttur og margvisleg önnur mannrétt- indi), en annað takmarkið hefði verið félagslegt lýðræði (velferð- arrikið, þ.e. tryggingar, sjúkra- samlög o.s.frv.). Nú sagði Palme, að komið væri að þriðja takmark- inu, en það væri efnahagslegt lýð- ræði, sem ætti að veita vinnandi fólki hlutdeild i stjórn þeirra fyrirtækja, er það starfar hjá, til þess að tryggja mannsæmandi vinnustaði og heilbrigða starfs- hætti og einnig að fólkið hljóti hlutdeild i arði fyrirtækjanna. Þannig hefði sjálfsvirðing, lifs- kjör og öryggi launþega verið byggt upp i Sviþjóð undir forustu jafnaðarmanna — þrep fyrir þrep. Ýms mál komu fram á þinginu, og i tillögum flokksfélaganna, sem ekki er fullt samkomulag um i sænska jafnaðarmannaflokkn- um. Var á þinginu gerð ályktun um stóraukið áhrifavald rikisins á lyfjaframleiðslu, en meirihluti reyndist ekki vera fyrir hug- myndum um þjóðnýtingu alls bankakerfisins eða frekari þjóð- nýtingu. Hins vegar er bent á, að hinir voldugu og sameinuðu lif- eyrissjóðir, sem sænska verka- lýðshreyfingin ræður yfir, séu orðin ein mesta fjármagnsupp- spretta i landinu, og lána þeir stórupphæðir til ibúðabygginga, til atvinnufyrirtækja og fleiri að- ila. Mikið var fjallað um heilbrigð- is- og tryggingamál á flokksþing- inu, en flokkurinn leggur áherzlu á áframhaldandi þróun á þeim sviðum. Þá var fjallað um að- stöðu fatlaðra og lamaðra, svo og annarra öryrkja, og þess krafizt, að mun meira yrði fyrir slikt fólk gert i sambandi við opinberar byggingar og til þess að jafna að- stöðu þess á vinnumarkaði. Loks var rætt um dagvistunarheimilin, sem nú eru tengd við jafnréttis- baráttu kvenna, og var ákveðið að reisa á 5 árum stofnanir fyrir að minnsta kosti 150.000 börn á dagsgrundvelli, sem dygðu mun fleirum, þar sem börnin dveljast oft ekki nema nokkrar klukku- stundir á dag á þessum stöðum. Er lögð rik áherzla á góðan út- búnað dagvistunarstofnana og góða þjálfun starfsliðs þeirra, en meginatriði er, að með þessu kerfi er alls ekki ráðizt gegn fjöl- skyldunni, heldur er reynt að að- laga hana nútima aðstæðum og fullu frelsi foreldra til starfa utan heimilis eftir menntun, þjálfun eða tekjuþörf. Utanrikismál komu mjög við sögu á flokksþinginu, ekki i sam- bandi við staðfestingu á utan- rikisstefnu Svia, heldur vegna hins djúpa áhuga þingfulltrúa á atburðum með öðrum þjóðum og örlögum þeirra. Aftökurnar á Spáni fóru fram setningardag þingsins, og siðar var gert þing- hlé svo að þingfulltrúar allir, þar á meðal forysta og ráðherrar, færu út á götur Stokkhólms til að safna fé til andstöðuhreyfingar fasistastjórnarinnar á Spáni. Haldin var samkoma til að styrkja alþjóðlega samstöðu i óperunni i Stokkhólmi, en þar töl- uðu m.a. fulltrúar jafnaðar- mannaflokka I Chile, Portúgal og á Spáni, og fulltrúi andstöðu- hreyfingar i Angola. Flokksþing þetta bar vott um mikinn styrk sænskra jafnaðar- manna, enda hefur þeim tekizt að halda við sameiningu allra krafta verkalýðshreyfingar, samvinnu- hreyfingar og hins pólitiska flokks, en saman eiga þessar al- þýðuhreyfingar mikil fræðslu- fyrirtæki og útgáfufyrirtæki. Er jafnvel svo komið, að andstæð- ingum þessarar hreyfingar finnst nóg um, og saka þeir alþýðusam- tökin um að vera lýðræðinu hættuleg i Sviþjóð. Jafnaðarmenn eru þó á annarri skoðun og telja, að einmitt þessi viðtæka eining geri mögulega þá stöðugu þróun i átt til lýðræðislegs sósialisma, sem hefur áttsér stað i Sviþjóð og gert Svia að fyrirmyndarríki með einum beztu lifskjörum heims. III Ú t b o ð Tilboð óskast I framkvæmdir við lagningu 3. áfanga nýrr- ar aðalæðar Vatnsveitu Reykjavikur frá vatnsbólum i Heiðmörk til Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 10.000.— kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 12. nóv- ember 1975, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirkjuvegi 3 — Sími 25800 Þriðjudagur 21. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.