Alþýðublaðið - 22.10.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 22.10.1975, Qupperneq 3
Stefnuljós Helgi Skúli Kjartansson skrifar Lög um fjár- mál flokkanna Okkur vantar lög um stjórnmálaflokka. Við þá lagasmið þarf að hugsa út i ótal álitamál. A stjórnmálaflokkur að uppfylla einhver viss skilyrði um lýðræðislegt skipulag (jafnvel prófkjör) til að eiga rétt á uppbótarþingsætum og opinberum stuðningi? Eiga stjórnmálaflokkar sem ekki eiga mann á þingi (t.d. nýir flokkar) að fá einhver réttindi, svo sem blaða- styrk? Þannig má lengi spyrja. En aðal- atriðið er tvimælalaust að sett verði lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna. 1 fyrsta lagi er nauðsynlegt að skylda flokkana til að gera þar til kvöddum embættismanni fulla grein fyrir öllum tekjum sinumog gjöldum, þar með taldar tekjur og gjöld kosningasjóða og fyrir- tækja á vegum flokkanna. Þetta er nauö- synlegt, þó ekki væri vegna annars en skatteftirlits, það er opinbert leyndarmál að framlög fyrirtækja og atvinnurekenda til flokksþarfa eru iðulega dulbúin sem rekstrarútgjöld. Einnig myndi slikt eftir- lit auðvelda mjög aðhald i mútu- og fyrir- greiðslumálum, og það ætti að geta tryggt að hreinar linur séu milli fjármála flokk- anna og einkafjárhags flokksmanna. Þetta bókhald getur ekki verið neitt trúnaðarmál, heldur verður það að vera opið fjölmiðlum. öðrum kosti er engin trygging fyrir þvi að viðkomandi embætti ræki eftirlitið af tilhlýðilegum strangleik. Jafnvel er hætt við að samtrygging flokk- anna drægi nokkuð bitið úr eftirliti fjöl- miðlanna, en það væri þó miklu betra en ekkert. En ef menn vilja pukrast með gjafir sinar til stjórnmálastarfsemi? Hverjir þyrftu á slikri leynd að halda? Ekki al- menningur, þvi venjulegt fólk fer varla að gefa til annarra flokka en þeirra sem það er skráð i eða hefur önnur opinber tengsl við (t.d. með þátttöku i prófkjöri). Ekki þeir einstaklingar sem borga að staðaldri hluta launa sinna til flokksþarfa (a.m.k. i Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu), þvi að þeir eru opinberir framámenn i flokkunum. Nei, það væru ekki aðrir en atvinnurekendur og fésýslumenn, sem greiða umtalsverðar upphæðir til flokk- anna i þvi skyni að hafa áhrif, eða til þess að firra sig vanþóknun valdhafanna i stjórnarráði, bæjarstjórn, banka o.s.frv. Slíkar greiðslur eru sjálfsagt óað- skiljanlegur hluti okkar stjórnmálalifs, meðan fjárhagur ræður miklu um gengi stjórnmálaflokkanna og fjárráðum þegn- anna er stórkostlega misskipt. En lýðræði á helzt að felast i þvi að telja atkvæði, ekki krónur, og þvi verður að telja þessar fjár- gjafir peningamanna ólýðræðislega meinsemd i stjórnmálalifi okkar, mein- semd sem kannski er ólæknandi að svo stöddu, en samt ástæðulaust að ýta undir hana að nauðsynjalausu. Það er lág- markskrafa almennings að fá að vita um þessar gjafir, þvi að þær eru stjórnmála- athafnir sem koma öllum við, og þær veita lika gagnlegar upplýsingar um eðli flokkanna sem þær þiggja. i öðru lagiþarf að setja lög um f járöflun stjórnmálaflokkanna. Eðlilegt er að áskilja að gjafir til flokk- anna og tengdrar starfsemi séu frá ein- staklingum, þ.e.a.s. að eigendur fyrir- tækja leggi ekki fram fé i þeirra nafni heldur sinu eigin. Pólitisk framlög eru þeirra einkamál á sama hátt og hver önn- ur heimilisútgjöld. En er rétt að örva og verðlauna framlög til flokkanna með þvi að gera þau skatt- frjáls? (Setja þau þannig i sama flokk og gjafir til liknarmála.) Vissulega er ástæða til að flokkarnir hafi tök á að afla f jár til starfsemi sinnar. A hinn bóginn má ekki magna að óþörfu þá meinsemd sem fyrr er lýst, að fylgi fárra peningamahna ráði miklu um gengi flokkanna. Þvi er eðlilegt að framlög til stjórnmálastarfsemi (þar með talin ár- gjöld flokksfélaga) séu frádráttarbær til skatts að einhverju lágu marki, tvenn daglaun verkamanns eða svo, en það sé skattskylt sem umfram er. Slikt skatt- frelsi myndi engu breyta fyrir stórfisk- ana, en muna nokkru fyrir almenning. Með þessu væri nokkuð gengið á hlut liknarfélaganna, en það mætti bæta þeim með þvi að láta þau sitja ein að happ- drættisleyfunum. Happdrætti stjórnmála- flokkanna eru hvort sem er fyrst og fremst leið til að gera gjafir nafnlausar. Vandamál i þessu sambandi eru dulin framlög, t.d. óeðlilega lág húsaleiga, sjálfboðavinna sem menn fá leyfi til að leggja fram i vinnutimanum o.s.frv. Það verður aldrei einfalt að setja undir öll göt, en einhver hluti slikra brota ætti að kom- ast upp og vera þá miskunnarlaust refsi- verður eins og hvert annað bókhalds- svindl. í þriðja lagi þarf að móta stefnu um opinberan stuðning við stjórnmálastarf- semina, en það ræði ég ekki frekar að sinni. • • f re tt aþraðu rinn Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Afpantar þú ekki? Ert þú einn þeirra, sem afpant- ar ekki flugfar, ef þú af einhverj- um ástæðum verður að fresta ferðalagi? Þá kemur þú öðrum i mikinn vanda, — þvi það er að sögn flugfélaganna algengt, þeg- ar fullbókað er i tilteknar flug- ferðir að margir séu á biðlista, sem gætu notfært sér það, ef sá afpantar timanlega, sem hættir við að fara. Þetta veldur að sjálfsögðu tekjutapi hjá flugfélögunum og ó- mældum vandræðum fyrir þá, sem ella hefðu komizt með, og af þvi tilefni vilja Flugleiðir itreka það, og hafa reyndar gefið út sér- stakt áminningarkort af þvi til- efni, að menn afpanti timanlega, ef þeir forfallast. Söfnunar- náttúran í allsherjarfélag Það eru vart til þeir hlutir i heiminum, sem menn safna ekki — og i nægtarþjóðfélagi nútimans er söfnunarnáttúra fólks orðin tómstundastarf i rikum mæli. Safnarar stofna siðan með sér fé- lög, félögin sambönd og sam- böndin taka þátt i alþjóðasam- starfi, svo sem okkur eru kunn dæmi um hérlendis, — þ.e. fri- merkjasafnarar, myntsafnarar o.s.frv. Nú hafa ýmsir safnarar ákveð- ið að stofna eitt allsherjarfélag safnara á Islandi, og hefur stofn- fundur þessa nýja félags verið á- kveðinn 1. nóvember nk. i kaffi- teriunni i Glæsibæ kl. 20:30. Auk þess verða upplýsingar um þetta fyrirhugaða félag veittar i simum 85270 hjá Andrési Valberg, og 83200 hjá Sverri Sch. Thorsteins- son. Dagsbrún segir upp samningum A félagsfundi i Verkamannafé- laginu Dagsbrún sl. sunnudag var ákveðið að verða við tilmælum miðstjórnar ASt og segja upp öll- um gildandi kjarasamningum fé- lagsins við atvinnurekendur með tilskildum fyrirvara. Frummynd Sigurjóns olatsson- ar af minnisvarða um Inga T. Lárusson, tónskáld. Minnisvarði um Inga T. Samþykkt hefur verið að reisa minnisvarða um Inga T. Lárus- son, sem er ástkærasta tónskáld Austfirðinga, og eins hugljúfasta tónskáld, sem Islendingar hafa eignast. Samþykkt hefur verið að setja minnisvarðann upp á Seyðisfirði, heimabæ Inga T. Lárussonar, og mun minnisvarð- anum ætlaður staður á lóð Út- vegsbankans eða Seyðisfjarðar- kirkju, þar sem umhverfis þessar tvær byggingar eru fagrir skrúð- garðar, og er i ráði að gera þá að útivistarsvæði Seyðfirðinga i framtiðinni. Eru það átthagafé- lög Austfirðinga viðs vegar um landið, sem hafa hrundið þessari hugmynd i framkvæmd. Sigur- jóni Ólafssyni, myndhöggvara, var falið að gera myndhluta varð- ans og þess jafnframt oskað að hann yrði fremur táknrænn, en að gerð yrði myndastytta af Inga T. Lárussyni, og samþykkti nefnd átthagafélaganna, að óska eftir þvi við listamanninn, að leggja til grundvallar við gerð myndarinn- ar kvæði Þorsteins Valdimars- sonar frá Teigi um Inga Lár. Listamaðurinn hefur gert frummynd þá úr tré, sem myndin sýnir, og hefur nefndin samþykkt hana, og vinnur myndhöggvarinn nú að stækkun myndarinnar, en hún á að vera um þrir metrar á hæð og gerð úr járni. Slðan verður myndinni komið fyrir á tveggja metra háum steinstöpli, og á hon- um verður komið fyrir plötu með nafni Inga, ljóði Þorsteins og hverjir eru gefendur varðans. Áætlað er að varðinn verði full- gerðurd næsta ári, en þá eru liðin 30 ár frá dauða tónskáldsins. Töluvert fé hefur safnast upp i kostnað við gerð myndarinnar, en til að endar nái saman, vantar þó enn töluvert, og i þvi sambandi taka nefndarmenn við fjárfram- lögum frá þeim, sem vilja heiðra minningu hins mikla tónskálds. Nefndarmenn þeir, sem við fram- lögunum taka, eru þessir: Anton Nikulásson, Sörlaskjóli 88, frá Vopnfirðingafélaginu, s. 12701, Brynjólfur Ingólfsson, Smáraílöt 13, frá Austfirð- ingafél. s. 40204, Elisabet Sveins- dóttir, Grenigrund 10, frá Borg- firðingafél. s. 42419, Eyþór Ein- arsson, Bólstaðarhlið 66, frá Norðfirðingafél. s. 30557, Guð- mundur Magnússon, Heiðargerði 59, frá Fél. Eskfirðinga og Reyð- firðinga s. 32752, Halldóra Sigfús- dóttir, Flókagötu 27, frd Fél. austf. kvenna s. 13737, Þórarinn Þórarinsson, Skaftahlið 10, frá Atthagasamt. Héraðsm. s. 21391. Stuðningur við kvenna- fríið og hópferðir á útifundinn Mikill áhugi er á kvennafriinu svo kallaða um allt land, og viðast hvar er búið að skipuleggja að- gerðir til stuðnings þessu bar- áttumáli kvenna. Alþýðublaðinu bárust þær fregnir frá kvennafrisnefnd á Akranesi, að búið sé að skipu- leggja hópferð með Akraborg, frá Akranesi kl. 11.00 á föstudags- morgun og munu konur ætla að fjölmenna á útifundinn i Reykja- vik. Verða flutt ávörp um borð i ferjunni á leiðinni frá Akranesi og jafnframt fyrirhugaður fjölda- söngur. Heimleiðis verður svo haldið klukkan 19.00 að kvöldi dags, og verður opið hús i félagsheimilinu Röst á Akranesi, en það hús er i eigu Alþýðuflokksfélaganna á Akranesi.Þarverður boðið upp á kaffi og meðlæti, sem að sjálf- sögðu verður framreitt af karl- mönnum á staðnum. Einnig verð- ur þar kvöldvaka með gamanefni og ávörpum. Hansina Stefánsdóttir á Selfossi hafði samband við Alþýðublaðið og tjáði okkur, að búið væri að skipuleggja hjá þeim fund i sam- bandi við kvennafriið. Boðað er til fundar i Selfossbiói og hefst fundurinn kl. 11.30 fyrir hádegi. A fundinum verða flutt á- vörp og leikþættir. Að fundinum loknum verða skipulagðar sæta- ferðir til Reykjavikur, til þátttöku i útifundinum, sem haldinn verð- ur i sambandi við kvennafridag- inn. Er heim kemur að kvöldi, verð- ur opið hús i Tryggvaskála, þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði, sem verða i umsjá karlmanna, eins og vera ber á þessum degi. Hansina tjáði okkur, að mjög almenn þátttaka yrði i þessum aðgerðum. Til dæmis mundi öll vinna leggjast niður hjá Mjólkur- búi Flóamanna, Landsimanum, Kaupfélaginu Höfn og fleirum. A Kjördæmisþingi Alþýðu- flokksins, sem haldið var i Reykjavik 11. og 12. október sl. fluttu þær Helga Einarsdóttir, Kristin Guðmundsdóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Þórunn Valdimarsdóttir eftirfarandi til- lögu, sem samþykkt var sam- hl jóða: Annað Kjördæmisþing Alþýðu- flokksins i Reykjavik lýsir ánægju sinni með framkomna hugmynd Sameinuðu þjóðanna um kvennafri og styður eindregið samþykkt kvennaársráðstefn- unnar á Loftleiðum i vor um al- mennan fridag islenzkra kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október nk. Haidinn var félagsfundur i fé- lagi hárgreiðslu- og hárskera- nema, þriðjudaginn 14. október 1975. Eitt aðalefni fundarins voru umræður um kvennafri þann 24. október 1975. Komust fundar- menn að þeirri niðurstöðu að skora á kvenþjóðina að mæta ekki til vinnu né notfæra sér þá þjón- ustu aö hárgreiðslustofur skulu vera opnar þann dag. Stjórn og trúnaðarmannaráð Flugfreyjufélags tslands lýsir yf- ir fullum stuðningi við baráttuað- gerðir islenzkra kvenna á degi Sameinuðu þjóðanna, kvennafri- daginn 24. október 1975. Hvetjum við alla félagsmenn vora, sem heima eru, að sýna stuðning sinn i verki, og fjöl- menna á útifundinn á Lækjartorgi þann dag. Eftirfarandi ályktun var gerð á stjórnarfundi Sambands ungra Sjálfstæðismanna mánudaginn 13. október. Stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna styður kvennafrfið 24.október nk. á grundvelii þeirra jafnréttishugmynda, sem að baki liggja. Stjórn sambandsins hvet- ur islenzkar konur eindregið til að sýna samstöðu og leggja niður störf á degi Sameinuðu þjóðanna, hvort sem þær starfa i atvinnulif- inu eða á heimilunum. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi i jafnréttisnefnd Kópavogs 18. okt. Jafnréttisnefnd Kópavogs lýsir yfirfullum stuðningi við aðgerðir kvenna i kjarabaráttu þeirra 24. okt. nk. og tekur um leið undir kjörorð kvennaársins s.þ. jafn- rétti, þróun og frið. Konur úr öllum stéttum standa saman þennan dag og leggja nið- ur vinnu til að vekja athygli á þvi misrétti, sem þær eiga við að búa og til að krefjast úrbóta. Augljósaster misréttið á hinum almenna vinnumarkaði. Þar er vinna karla metin til hærri launa en vinna kvenna, enda eru konur fjölmennasti láglaunahópur landsins. Nefndin fagnar samstöðu kvenna og hvetur Kópavogsbúa til að leggja baráttu þeirra leið, konur með þvi að taka sér fri og fjölmenna á útifundinn á Lækjar- torgi og karla með þvi að sjá um börn og bú þennan dag. o Alþýðublaðið Miðvikudagur 22. október

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.