Alþýðublaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 4
Nýr innlendur iðnaður - og hráefnið óþrjótandi? VERÐA ÞILPLÖTUR FRAMLEIDDAR ÚR SKÝRSLUFARGANI? /Þar sem skýrslugerð allskon- ar er nú orðin einn stærsti iðn- aður tslendinga um þessar mundir, og er hann stundaður allt frá rikisstjórn og niður i sorphreinsun út um land allt, þá hljóta að koma upp allskonar vandamál i sambandi við iðnað þennan. Eitt helsta vandamálið er skortur á geymslurými fyrir allar þessar fáránlegu skýrslur sem alltaf er verið að framleiða. Ekki er hægt að ætlast til aö al- menningur lesi þessar skýrslur, þar sem vitað er að efni þessara skýrslna eru eintómar þurrar tölur, og óskiljanlegar formúl- ur, sem þekja mörg hundruð blaðsiður, og eru skýrslur þess- ar ýmist prentaðar eða fjölrit- aðar i stóru upplagi, og er svo komið að allt er að kafna i skýrslum. Kostnaður við þessar skýrslugerðir er oft á tiðum gif- urlegur, og kostaði gerð lands- hlutaáætlunarinnar einnar, ein- ar tuttugu milljónir, og er inni- hald hennar allt sett fram i óskiljanlegum tölum og linurit- um, t.d. um mismun á fjölda kvenna og karla á Austurlandi. Nú er svo komið að kjallari Arnahvols er alveg stútfullur, og svo er einnig um allar geymslur annarra rikisstofn- ana. Reynt hefur verið að grynna á þessu vandamáli með þvi að koma þessum skýrslum i bðkabúðir, en náttúrlega fæst enginn til að kaupa þessar lang- lokur. Nú er sem sagt svo komið að mörg hundruð tonn af gagns- lausum pappir er orðinn hús- næðislaus, eins og svo margir aðrir. Einn velunnari blaðsins hafði samband við okkur, og kvaðst hafa hrist lausnina á þessu vandamáli framúr erminni, þannig að landinn getur nýtt þessa plágu til gagnlegra hluta hér eftir. Lausnin er sett fram i upp- skrift, sem svipar nokkuð til mataruppskrift i kokkabókum. Uppskriftin er sem hér segir: 1/4 hluti Perlusteinn 2/4 hluti Portland sement frá Akranesi 1/4 hluti Skýrslur úr geymslum rikisins. Perlusteinninn er malaður i duft, með öllum tiltækum ráð- um, sementið þarf ekki að mala, en skýrslurnar þarf að tæta nið- ur staf fyrir staf, Siðan er þessu öllu blandað saman, og bleytt i vatni. Hentugast væri að blanda þessa kvoðu i steypu- hrærivéloghræra vel i.Kvoðuna skal láta á bökunarplötu og pressa hana vel út i rúllupylsu- pressu. Kvoðuna skal láta malla i einn sólarhring, og út úr þessu koma hinar prýöilegustu þil- plötur, og er það mjög ánægju- legt að allar þessar skýrslur séu til einhvers nýtar, þar sem þil- plötur i hús eru alltaf jafn heppi- legar. Er þarna komin ágætis aðferð til framleiðslu, sem mun örugglega gefa góðan arð af sér. Bretar hagnast á ferðamönnum Svava Thordarsen, skrif- stofustúlka — kveðja Að morgni hins 14. okt.'s.l. var okkur samstarfsfólki Svövu Thordersen tilkynnt andlát hennar. Við urðum felmtri slegin, við þessu hafði enginn búizt, en dauðinn spyr ekki að sliku. Svava Thordersen tileinkaði kaupfélögunum i llafnarfirði starfskrafta sina i 38 ár samfellt. Arið 1937 hóf hún störf hjá Pöntunarfélagi Hlifar, siðan hjá Kron-deildinni hér i Hafnarfirði, þar til Kaupfélag Hafnfirðinga var stofnað, árið 1945, en þar hefur hún starfað siðan og var sá starfsmaður, sem lengst hefur unnið hjá þvi fyrirtæki. Svava hefur þvi bæði fylgzt með og verið mjög svo virkur þátttakandi i hafnfirzku samvinnustarfi, tekið þátt i þróun, er fáa eða jafnvel engan hefur órað fyrir á þeim tíma, er Svava réðst til starfa hjá gamla Hlífarfélaginu. Starfsvettvangur Svövu hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga var á skrifstofu þess, og þar vann hún sin störf af það mikilli alúð og áhuga, að til fyrirmyndar er okkur, sem yngri erum, og þrátt fyrir mikla vinnusemi gaf hún sér ávallt tima til þess að liðsinna og sýna hlýlegt viðmót, hvort sem um var að ræða vinnufclaga hennar eða viðskiptavini fyrir- tækisins. Með þessum fáu linum viljum við láta i ljós virðingu okkar og þakkiæti til handa Svövu Thordersen, og jafnframt votta skyldfólki hennar dýpstu hlut- tekningu. Starfsfólk KFH. Minningarorð. Svava Thordersen í dag er gerð frá Frikirkjunni i Hafnarfirði útför Svövu Thordersen, sem andaðist að- faranótt 14. þ.m. eftir skamma sjúkdómslegu, ekki 65 ára að aldri. Svava var fædd i Hafnarfirði 30. janúar 1911. Hér ólst hún upp og hér vann hún allt sitt ævistarf. 1 full 38 ár nutu verzlunarsamtök hafnfirzkrar alþýðu starfskrafta hennar. Foreldrar Svövu voru hjónin Ölafur og Vigdis Thordersen, sem fluttust til Hafnarfjarðar 1908 og áttu þar heima siðan. Ólafur var , söölasmiður að lærdómi, en vann einnig aðra vinnu á sjó og landi eftir þvi sem til féll. Faðir hans Alþýöublaðiö var séra Stefán Thordersen i Kálfholti og siðar i Vestmanna- eyjum, en hann var sonur Helga Thordersens biskups. — Systir ólafs var Ragnheiður kona Hannesar Hafsteins skálds og ráðherra. Vigdis var einkabarn Stefáns Guðmundssonar, sem bjó i Bakkárholtsparti i Ölfusi og drukknaði 32 ára gamall niður um is á ölfusá, og konu hans, Helgu Brynjólfsdóttur, sem lifði mann sinn i rúm 70 ár, enda varð hún elzt allra Islendinga að þvi er vitað er, 106 ára og hálfu ári betur. Er þetta ein grein Vikings- lækjarættar. Þau Ölafur og Vigdis voru merkishjón bæði að gerð og i störfum, travjst og eljusöm og trú hverjum þeim manni og málstað, sem þau bundu tryggð við. Svava var yngst af fjórum börnum þeirra. Og Svava tók marga góða kosti i arf frá foreldrum sinum og ætt. Hún var prýðilega greind, yfir- lætislaus i framkomu, nokkuð dul i skapi, þægileg i viðmóti, lipur i skiptum og frábærlega traust og samvizkusöm i hverju starfi. Skömmu eftir að Pöntunarfélag verkamannafélagsins Hlifar tók að verzla með vefnaðarvöru að Gunnarssundi 5, en það var i árs- lok 1936, gekk Svava Thordersen i þjónustu þess og vann við afgreiðslu i búðinni. Þegar svo Pöntunarfélagið keypti hús Valdimars Long við Strandgötu, hóf hún störf i hinu nýja verzlunarhúsi félagsins, og þar vann hún áfram, þegar Kron var stofnað (1937) og Pöntunarfélagið breyttist i deild innan þeirra samtaka. Enn hélt hún áfram störfum hjá fyrirtækinu, þegar deildin varö sjálfstætt kaupfélag 1945. Arið 1947 skipti hún um starfssvið og fluttist i skrifstofu félagsins frá afgreiðslu i búðinni, en hafði raunar áður gripið i skrifstofustörfin við og við, þegar þess þurfti við. 1 skrifstofunni vann hún siðan þar til hálfum mánuði fyrir andlát sitt. Ekki verður störfum Svövu hjá Pöntunarfélagi Hlifar, Hafnar- fjarðardeild Kron og Kaupfélagi Hafnfirðinga betur eða réttar lýst en með þvi að taka hér upp ummæli kaupfélagsstjórans, Ragnars Péturssonar, á stjórnar fundi félagsins fyrir fáum dögum, en honum fórust þannig orð: „Svava Thordersen var frábær starfsmaður, prúð i framgöngu, alúðleg i umgengni og hlý i viðmóti, samvizkusöm i störfum og fyrirmynd annarra i stundvisi og reglusemi á vinnustað.” — Og þetta, sem hér hefur verið sagt um framkomu Svövu og störf, átti rætur sinar að rekja til skapgerðar hennar og lifsviðhorfs og var i samræmi við það hvort tveggja. Hún var svona. Og svona vildi hún vera. Sömu eiginleikar komu fram i störfum hennar i góðtemplara- reglunni. Hún gekk ung i barna- stúkuna hér, en þar var móðir hennar lengi gæzlumaður. Er hún hafði aldur til, gerðist hún félagi i stúkunni Danielsher og var það til æviloka. Hún hafði sig aldrei mikið i frammi þar, en var málstaðnum jafnan trygg og vann af trúmennsku öll þau störf, sem henni voru falin. Og vist er um þaö, að félagssystkin hennar þar sakna hennar sáran, þegar hún nú er horfin úr hópnum. Það'géra einnig samstarfsmenn hennar i Kaupfélaginu og hinir mörgu, sem til hennar leituðu I starfi hennar þar. Og það gera allir, sem höfðu af henni nokkur kynni, og þvi sárari er söknuður- inn sem þau kynni voru meiri. En er ekki einmitt slikur sökn- uður sannasti votturinn um að vel hai'i verið lifað. ólafur Þ. Kristjánsson. Á siðustu árum hefur ferða- mannastraumurinn i Evrópu far- ið vaxandi ár frá ári og hagnaður- inn af ferðamönnum hefur aukizt að sama skapi. Að visu hefur verðbólgan verið það mikil i sum- um löndum að ferðamenn hafa forðastþau, nema þá af einhverj- um alveg sérstökum ástæðum. ís- land er tvimælalaust eitt þeirra landa, sem orðið hefur fyrir barð- inu á þessari þróun. Hagnaður Breta á ferðamönn- um á þessu ári mun nema sem svarar 430 milljörðum isl. króna og er það um 5% aukning frá fyrra ári, þ.e.a.s. i krónutölu. Fjöldi ferðamanna jókst um 3% frá þvi i fyrra en þá voru ferða- menn i Bretlandi um 8 milljónir talsins. Bændur auka baggabindingu Vaxandi tilhneigingar gætir nú hjá bændum til að færa heyhirð- inguna aftur til baggabindingar, að sögn Sambandsfrétta. Rétt er að taka fram, að bændur eru ekki að byrja baggabindingar uppá gamla móðinn heldur er hér um að ræða vélbindingu. Eins og kunnugt er hafa margir bændur tekið heybindivélar i notkun á liðnum árum, og i sumar virðast margir hafa aukið véla- kost sinn á þessu sviði. Þannig seldi Búvörudeild Sambandsins nú i ár 96 baggafæribönd, 40 baggasleða og 60 baggakastara, sem er mun meira en verið hefur siðustu árin. Háskólinn 1 aðilar Sambands islenzkra náms- manna erlendis (StNE), sem staddir eru hér á landi. A fundin- um flytja fulltrúar i Kjarabar- áttunefnd framhaldsskólanema ávörp og trúlega verður samþykkt ályktun i anda fundar- ins, sem verður afhent rikisstjórn og Alþingismönnum. Starf Stúdentaráðs á næstunni mun að miklu leyti mótast af þvi hvernig viðbrögð stjórnvalda við þessum aðgerðum verða, en útséð er um það að umræðum verður haldið vakandi meðan ekki hefur verið endanlega gengið frá fjár- lagafrum varpinu, og höfuð- áherzlan verður lögð á það að reyna að snúa rikisstjórninni frá villu sins vegar. Bretar hafa lagt mjög mikið á sig við að efla ferðamannaþjón- ustu i landinu enda er nú svo komið að þessi starfsgrein skilar þjóðarbúi Bretaveldis hagnaði sem nægir til þess að greiða þriðj- ung allra innfluttra matvæla eða oliu á hverju ári. Erling Blöndal á tónleikum I kvöld munu þeir Arni Kristjánsson, pianóleikari og Erling Blöndal Bengtsson, selló- leikari, halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Verða tónleikarnir haldnir i Borgarbiói og hefjast kl. 7. Á efnisskránni eru verk eftir Schumann, Bach, Beethoven og Chopin. Erling Blöndal Bengtsson er okkur Islendingum að góðu kunn- ur og hefur oft komið til hljóm- leikahalds hingað til lands. Ástandið___________________1 hafi verið framkvæmd og önnur hafa bókstaflega enga afgreiðslu hlotið. Hefur t.d. engin heildar- könnun á dagvistunarþörf verið gerð og mikið vantar á, að fram- lög til dagvistunarstofnana séu þau, sem lögin gera ráð fyrir. I ræðu sinni með fyrirspurninni benti Benedikt Gröndal á, að við- horfin til dagvistunar hefðu tekið miklum stakkaskiptum að undan- förnu. Nú væri ekki lengur litið á dagvistun sem neyðarráðstöfun, heldur sem eðlilegan og sjálf- sagðan þáttt til þess að tryggja það, að bæði foreldri gætu notið fulls frelsis til þess að velja sér starf utan heimilis. Hér væri þvi ekki lengur um að ræða að full- nægja þyrfti brýnustu þörfum einstæðra foreldra eða námsfólks fyrir dagvistun barna, heldur væri hér um að ræða jafnréttis- og mannréttindamál. Sagði Bene- dikt, að lög þau um stuðning rikisins við dagvistunarstofnanir, sem sett voru árið 1973, hefðu veriö mjög þörf og tímabær, en þótt nú væru liðin tvö ár frá setn- ingu þeirra, skorti enn verulea á um að þeim væri framfylgt i verki. Auk þeirra Benedikts Gröndals og menntamálaráðherra tóku þær Svava Jakobsdóttir, Sigur- laug Bjarnadóttir og Vilborg Harðardóttir til máls um þennan dagskrárlið. Miðvikudagur 22. október

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.