Alþýðublaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.10.1975, Blaðsíða 5
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri: F lugvöllurinn illa búinn Flugmálastjórn: Ástandið nokkuð gott Akureyrarflugvöllur er eins og kunnugt er varaflugvöllur fyrir vélar i millilandaflugi, og ætti þvi að vera út- búinn sem slikur að öllum öryggisbúnaði eftir þeim reglum sem settar hafa verið af Alþjóðaflugmála- stjórninni. „Ég hef fyrir all löngu vakið athygli á ástandi neyðarvarna á flugvallarsvæðinu” sagði Tómas BUi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri i gær. „Það eru tveir fastir bruna- verðir sem skipta sólarhringnum á milli sin þeir hafa einn slökkvi- bil til umráða á svæðinu og hefur hann að geyma 750 kiló af svo- kölluðu þurrdufti, sem sér- staklega er ætlað til að slökkva oliuelda. Einnig er þar staðsettur bill sem nota má sem sjúkrabil i neyðarti 1 fe 11 um . Annar útbúnaður er ekki á staðnum og allur tækjakostur slökkviliðsins á Akureyri er miðaður við hús- bruna, en ekki við „flugvallar- bruna”. Flugvöllurinn er sérstakt slökkvisvæði sem ekki heyrir undir okkur i slökkviliðinu hér á Akureyri, hinsvegar höfum við alltaf gert það sem i okkar valdi stendur ef óskað hefur verið aðstoðar okkar. Auk þess höfum við nær árlega sent menn til Keflavikurflugvallar til að læra af þeim, þeir hafa góða aðstöðu til æfinga þar sem við höfum átt greiðan aðgang að þeirri þekk- ingu sem þeir búa yfir. Við erum þeim þakklátir fyrir það. Á fundi Almannavarnarnefndar Akureyrar sem haldinn var fyrir skemmstu benti Guðjón Petersen, forstöðumaður Almannavarna m.a. á, að betur mætti fara um boðun slökkviliðs til flugvallarsvæðisiiss en verið hefur. Það mun hafa gerst, að flugvél hefur tilkynnt bilun og komið inn til lendingar en ekki hefur verið talin ástæða til að gera slökkvi- liðinu viðvart, og sem betur fer hefur það reynst rétt. A ofannefndum fundi kom það i ljós að samkvæmt áætlunum sem eru fyrirliggjandi, þá er ekki gert ráð fyrir, að bætt verði úr ástandi neyðarvarna á flugvellinm. Það barst þó í tal að nú er fyrirhugað að slökkviliðið á Keflavikurflug- velli endurnýi einhvern hluta af tækjakosti sfnum á næstunni, og var látinn i ljósi áhugi á þvi að við hér fyrir norðan reyndum að fá eitthvað af þeim tækjum keypt hingað, og myndi það bæta úr skák.” Að áliti starfsmanns Flugmála- stjórnar er talið að Akureyrar- flugvöllur sé nokkuð vel búinn undir stórslys eða bruna. Er þá miðað við aðra flugvelli hér á landi. Otbúnaðurinn er þó engan veginn i samræmi við þær leið- beiningar eða reglur sem Al- þjóðaflugmálastofnunin hefur gefið út. „Það hlýtur alltaf að vera álita- mál hvenær viðbúnaður er full- nægjandi og i landi þar sem jafn- litlu fjármagni er varið til flug- mála eins og gert er hér, þá hlýtur alltaf að vera metið fyrst, hvaða atriði það eru sem eiga að njóta forgangs. Til dæmis má bæta tækjabúnað til aðflugs og lendingar og draga þannig úr hættunni á þvi að flugslys verði við völlinn sjálfan. Auðvitað væri hægt að ausa fjármagni og mann- skap i þennan þátt, en við hljótum alltaf að spyrja hvaða atriði það eru sem „gefa mesti aðra hönd”, ef svo má segja. r Ofullkominn tækjakost- ur til fikniefnaleitar Alþýðublaðið hefur haft fregnir af þvi að Kristján Pétursson hjá tollinum á Keflavikurflugvelli muni framvegis starfa i sam- bandi við öryggismál allskonar, svo sem við sprengjuleit og i sambandi við vegábréf og fleira. Blaðið hafði samband við Kr.istján og spurði hann nánar út i þetta. Kristján sagði að mál þetta væri i undirbúningi, og ekkert væri endanlega ákveðið. Þar sem Kristján hefur töluvert starfað við fikniefnamál, á und- anförnum árum, þá spurðum við hann um þau tæki sem þeir hafa á vellinum til efnagrein- ingar á fikniefnum. Kristján sagði að þau tæki sem til eru, væru einföld litgreiningartæki, sem væru helst til of frumleg og óábyggileg. 1 þessu sambandi hefur verið stungið uppá efna- greiningarheila, sem leysir efn- ið upp og efnagreinir það siðan en það hefur þótt of dýrt, og hef- ur þvi ekki talist ástæða til að kaupa það SKEYTI FORSETI GYÐINGASAM- BANOSINS TIL RÚMENtU Dr. Nahum Goldmann forseti Alþjóðasambands Gyðinga, gekk I gær á fund Nicolae Ceausescu, forseta Rúmeniu. Ekki hefur verið greint frá efni viðræðnanna en talið er llklegt að Goldmann muni ræða sér- staklega um málefni og meðferð Gyðinga í landinu. WALLACE FERÐAST UM EVRÓPU George Wallace rikisstjóri Ala- bamafylkis I Bandarikjunum er nú á ferðalagi um Evrópu, þar sem hann mun ræða við helztu forystumenn ýmissa rikja, s.s. V-Þýskal., Bretlands, Frakklands og italiu. Talið er að þessi hálfsmánaðar ferð Wallace um Evrópu sé liður I undirbúningi hans fyrir forseta- kosningarnar i Bandarikjunum aö ári. NJÓSNARI HANDTEKINN Vestur-þýska iögreglan hefur handtekið flugmann I vest- ur-þýska fiughernum og konu hans og eru þau bæði ákærð fyr- ir njósnir fyrir Austur-Þýska- land. Talsmaður lögreglunnar sagði að sönnunargögn i máli þessu væru mjög góð, en talið er að þessi maður hafi njósnað fyr- ir Austur-Þýskaland I tiu ár. ! Amerasinghe verður forsetí S.Þ. 1976 I Ein áhrifamesta valdastaða hjá Sameinuðu þjóðunum er staða for- I seta Allsherjarþingsins, en hann er kjörinn til eins árs við upphaf hvers I þings. Kosningum er þannig háttað að kjörinn er forseti úr hópi fulltrúa 1 tiltekins heimshluta eitt árið, t.d. Suður-Ameriku, næsta ár er hann I kjörinn t.d. úr hópi Austur-Evrópuþjóða, o.s.frv. Arið 1976 verður forsetinn kjörinn úr hópi Asiurikja og hefur þegar , náðst samstaða um forseta fyrir næsta ár. Þessi maður er Islendingum I vel kunnum, m.a. sem forseti hafréttarráðstefnunnar en hann er full- • trúi Sri Lanka, ambassador Amerasinghe. BRETAR REYNA AÐ DRAGA ÚR BIFREIÐAINNFLUTNINGI Viðskiptaráðherra Breta, Peter Shore, greindi frá þvi i gær aö nauð- synlegt væri að draga úr innflutningi á bifreiðum. Innflutningur er- lendra bifreiða var meiri á siðastliðnu ári en nokkurn timan áður. Ráð- I herrann benti á aö bifreiðaframleiðendur i Bretlandi hefðu til þessa | verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að draga úr innflutningi bifreiða með óeðlilega háum innflutningstollum. Ráðherrann sagði: „Það er á- nægjulegt ef bifreiðaiðnaðurinn i landinu getur staðist samkeppnina I frá erlendum bifreiðaframleiðendum. Slik samkeppni stuðlar jafnan I að betri og vandaðri framleiðslu” En eins og málið stæði nú væri inn- flutningur bifreiða orðinn svo mikill að þjóðin hefði ekki efni á svo mik- illi gjaldeyriseyðslu. Þessa þróun yrði þvi að stöðva, sagði ráðherrann. I Samtök verksmiðjufólks i bifreiðaiðnaðinum hafa krafist þess að ■ lagðir verði auknir tollar á bifreiðainnflutning þannig að tryggt sé að næg atvinna verði i verksmiðjunum. Rikisstjórnin hefur haldið sig við ' þá stefnu að hækka ekki tollana á innfluttum bifreiðum. A hinn bóginn hefur rikisstjórnin reynt að hafa áhrif á bifreiðaframleiöendur i Japan og reynt að fá þá til að draga úr sölunni til Bretlands, af frjálsum vilja. Rödd jafnaðarstefnunnar að víkja Nú um helgina var send út skýrsla Hafrann- sóknarstofnunarinnar um ástand fiskistofna á tslandsmiðum svo og tillögur stofnunarinnar um, hvað gera eigi til þess að tryggja framtiðar- hámarksafrakstur þeirra. Álit Hafrannsóknar- stofnunarinnar á ástandinu er uggvænlegt. Ofveiðin á íslandsmiðum er miklu meiri en menn höfðu búizt við. Smáfiskadrápið er orðið svo yfirgengilegt, að fiskistofnunum á íslands- miðum er hætt við gereyðingu. Segir Haf- rannsóknarstofnunin orðrétt i áliti sinu, að það sé mjög þýðingarmikið, að útlendingar hætti fiskveiðum á islenzka landgrunninu og er stofnunin jafnframt þeirrar skoðunar, að fiski- skipastóll landsmanna sjálfra sé nú þegar orðinn of stór til þess að mestu arðsemi megi fá af þorskveiðum miðað við núverandi sóknar- þunga. í umræddri skýrslu greinir Hafrannsóknar- stofnunin nákvæmlega frá ástandi hvers fiski- stofns um sig og gerir jafnframt tillögur um hvert sé hámark þess afla, sem taka megi á íslandsmiðum næstu ár ef veita eigi fiski- stofnunum tækifæri til þess að ná eðlilegri og æskilegri stærð. í tillögum þessum er miðað við, að veiðar verði verulega skornar niður á ýmsum mikilvægustu tegundum nytjafiska — t.d. á þorski, ýsu og ufsa. Það, sem einkum er um- hugsunarvert fyrir okkur Islendinga i þessu sambandi er, að hvað þessar mikilvægustu fisk- tegundir varðar þá eru tillögur Hafrannsóknar- stofnunarinnar um aflahámark á næsta ári svo til alveg samhljóða þvi, sem íslendingar sjálfir hafa veitt af þessum fisktegundum að undan- förnu. Hafrannsóknarstofnunin er sem sé þeirrar skoðunar, að það sé hættulegt fyrir fiski- stofnana að veiða meira á árinu 1976, en íslendingar einir hafa gert að jafnaði á undan- förnum árum. Ástandið er sem sé orðið þannig á Islandsmiðum, að þar er ekki lengur pláss fyrir erlend veiðiskip. Stundi þau engu að siður veiðar þar, þá er allur sá afli, sem þau taka, fenginn með þvi að skerða sjálfan „höfuðstól- inn” með þeim afleiðingum, að algert hrun getur orðið i fiskveiðum á íslandsmiðum innan fárra ára. Þessar nýju upplýsingar gera það auðvitað að verkum, að íslendingar ættu enn siður að ljá máls á samningum við erlendar þjóðir um veiðar innan fiskveiðilögsögunnar. í umræðum utan dagskrár á Alþingi i fyrradag lýsti Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, þvi yfir, að Alþýðuflokkurinn væri þeirrar skoðunar, að alls ekki ætti að semja um neinar veiðiheimildir fyrir erlend fiskiskip innan 50 milnanna. Ef það leysti hins vegar einhvern vanda að gera takmarkaða samninga til mjög skamms tima á svæðinu milli 50 og 200 milna, þá væri hins vegar rétt að skoða það mál. Þetta er stefna Alþýðuflokksins og miðað við siðustu upplýsingar Hafrannsóknarstofnunar- innar um ástandið á Islandsmiðum þá er auð- sætt, að ekki má fyrir nokkurn mun vikja frá þessari stefnu. Það nær ekki nokkurri átt að hleypa erlendum fiskiskipum inn fyrir 50 milurnar þegar fyrir liggur það álit fiskifræð- inga, að það sé beinlinis hættulegt fyrir mikil- vægustu fiskistofnana að meira sé veitt en Islendingar einir veiða nú þegar. Frammi fyrir slikum staðreyndum verða menn einfaldlega að taka einarða afstöðu. alþýðu n RTiTTil AAiðvikudagur 22. október Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.