Alþýðublaðið - 22.10.1975, Síða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1975, Síða 6
Sporvagn á eftir áætlun Það er vonum seinna að Þjóðleikhúsið tekur til meðferðar Sporvagn girndar- innareftir Tennessee Williams, sem um langt skeið var eitt helzta leikskáld Bandarikjamanna, en hefur i umróti formbyltingar leikhússins þokast aftur i söguna og er nú nánast kafli frá liðinni tið. En það eiga verk Williams sammerkt, að skyggnast inn i heim, sem kvikmynd- ir þess tima sýndu sjaldan. Viðfangsefn- in eru gjarnan það sem ekki sést á yfir- borðinu, og meðferöin er raunsæi. Þess vegna er það sem að manni hvarflar að leikrit hans séu titt betur til þess fallin að vera kvikmyndahandrit, þar sem ná- lægð myndavélarinnar gerir allar ýktar leiksviðishreyfingar óþarfar, — og timalengd og klippingar hjálpa til við að skapa andrúmsloft. Það er einmitt þessi hætta, sem gætir i sýningunni hér, og aðeins einn leikari kemst meira en klakklaust hjá henni, allir aðrir eru, i misjafnlega rik- um mæli þó, fórnarlömb hlutverka sem leyfa hvergi sterkan leik eða yfirdrifnar hreyfingar. Meðferð Róberts Arnfinnssonar á hlutverki Mitch er máske of góð, of raunveruleg og leikur hans of sannur til að aðrir leikarar fái að njóta sannmælis. Róbert hefur fyrir löngu skipað sér sess sem beztur okkar leikara svo það má orðið segja að hvert nýtt hlutverk hans sé vitnisburður og staðfesting á þvi. En þar með stelur hann senunni,— og þótt leikur Þóru Friðriksdóttur I aðalhlut- verkinu, Blanche, sé á hinn almenna mælikvarða góður, þá er hann misgóö- ur, og sömu sögu er raunar að segja um Erling Gislason.sem Stanley Kowalski, hinn ameriskfæddi sonur pólska inn- flytjandans. Ef ekki væri fyrir hinn jafnfrábæra leik Róberts, þá bæri ef- laust minna á þvi hve kaflaskipti eru mikil hjá öðrum leikurum. Reyndar segir það okkur aðeins það, að samvinnan hefuf tekizt vel og leik- stjórnin er á góðum vegi — þvi smá- hnökrar á fyrstu sýningum hverfa jafn- an þegar frá líður, þvi þar iýkur sam- likingu sviðsverks og kvikmyndar, að leikritið heldur áfram að æfast og hlut verkin að formast eftir þvi sem verkið er oftar sýnt — og þess vegna er fylli- lega óhætt að komast að þeirri níður- stöðu að þessi sýning sé i heild vel heppnuð. Það er svo annað mál, að hversu for- vitnilegt sem það nú annars er að kynn- ast verkum Tennessee Williams, þá má velja öllum leikritum sinn tima — og hafi það verið ásetningur Þjóðleikhúss- ins að kynna okkur þennan höfund, þá mátti það gerast löngu fyrr — en hafi það vakað fyrir ráðamönnum leikhúss- ins að kynna okkur bandariskt „atóms- feruleikrit”, — þá er margt annað forvitnilegt nýrra að gerast i banda- riskri leikritun. B.S. Samvizkubitið nær vart til buddunnar Utvarp Útvarp í kvöld klukkan 19:35 Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn ,,A kvöldmálum”, sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld klukkan 19:35. í þættinum er fjallað um sérstöðu útvarps og sjónvarps út á landsbyggð- inni, og þá aðallega fyrir austan. Tekin voru sýnishorn af útsendingum, og kom þá i ljós, að oft sézt og heyrist mjög illa. Einnig mun Hrafn Baldursson fjalla um þetta vandamál, og gagnrýna það. Gisli Helgason tjáði blaðinu það, að grunur léki á, að raflagnir trufli útsendingar út- varps og sjónvarps, en það er hlutur sem alls ekki á að geta komið fyrir. Einnig mun verða kynning á Amnesty, tilgangi samtakanna, og þeim mál- efnum sem þau eru að berjast fyrir. I þættinum verður rætt við Jónu Lisu Þor- steinsdóttir, ritara samtakanna, og Gisla J. Astþórsson. Alþýðublaðið hafði samband við Inga Karl Haraldsson, gjaldkera samtakanna og spuröi hann um árangur söfnunarvikunnar, sem gekk undir nafninu „Samvizkuvika”. Samvizkuvikan var ágætur timi til kynningar á samtökunum út af fyrir sig, og hafa sjálfsagt til kynningar á sam- tökunum út af fyrir sig, og hafa sjálfsagt margir kynnst starfi samtakanna á þessum tima, en aftur á móti var fjár- söfnunin mjög treg, og var ég fyrir miklum vonbrigðum með hina dræmu þátttöku sem i henni varð.” „Orsakir fyrir þessari dræmu þátt- töku, tel ég vera margar, en þó tel ég helztu ástæðuna vera þá, að fólk telji baráttumál samtakanna vera sér of fjarlæg, og þvi finnst þeirra framlög vera eins og dropi i hafið, það vantar sem sagt alla samkennd i Islendinga i málum sem þessum”. „íslandsdeild Amnesty er skammt á veg komin, en ég vonast til þess að fólk skilji þörfina á samtökum sem þessum’, sagði Ingi Kari að lokum Huglækningaþátt- urinn endursýndur SJónvarp Sjónvarp í kvöld klukkan 21:50 Endursýndur verður þáttur úr myndaflokknum „Sjötta skilninga- vitið”, og nefnist þessi þáttur „Hug- lækningar”, og mun hann verða á dag- skrá sjónvarpsins i kvöld klukkan 21:50. Þátturinn fjallar um lækningar Einars Jónssonar bónda á Einars- stöðum i Reykjadal. Rætt er við Einar og Hrafnkel Helgason, yfirlækni á Vifilsstöðum, og fyrrverandi sjúkling þeirra beggja sem heitir Baldur Sig- urðsson bónda i Reykjahlið. Einnig mun séra Sigurður Haukur Guðjónsson taka þátt i umræðunum, og fjalla þær. um hvort það hafi verið fyrir tilverknað Einars, eða Hrafnkels, sem að Baldur hlaut bata. Þáttur þessi var frumfluttur 3. ágúst siðastliðinn, en umsjónarmenn hans eru Rúnar Gunnarsson og Jökull Jakobsson. Vtvarp MIÐVIKUDAGUR 22.október 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clausen.Þor- steinn Matthiasson les (7). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. 17.30 Smásaga: „Sakramenti” eftir Þóri Bergsson. Jóhanna Hjaltalin leikkona les. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálum.Gisli Helga- son og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Einleikur I útvarpssal. 20.20 Sumarvaka. a. Elsti rithöf- undur Rangæinga. Helgi Hannesson flytur erindi sitt, fyrri hluti. b. Unnið hörðum höndum. Guðrún Guðlaugs- dóttir talar við Ólaf Gunnars- son bónda á Baugsstöðum. c. Tvær sumarferöir á hestum. Baldur Pálmason les frásögn Þorsteins Björnssonar frá Miklabæ af ferðum úr Blöndu- hlið norður I öxnadal og fram i Goðdali. d. Kórsöngur. Karla- kór Akureyrar syngur undir stjórn Askeis Jónssonar. Guð- mundur Jóhannsson leikur á pianó. 21.35 Otvarpssagan: „Fóstbræð- ur” eftir Gunnar Gunnarsson. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vil- hjáimsson. Höfundur les (5). 22.35 Skákfréttir. 22.40 Orð og tónlist. Elinborg Stefánsdóttir og Gerard Chin- otti kynna franskan visnasöng. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. SJónvarp Miðvikudagur 22. október 18.00 Mynd án orða Fylgst með tveimur litlum, japönskum stúlkum i skólanum og að leik. 18.20 Höfuðpaurinn Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.45 KaplaskjólBreskur mynda- flokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Afmælisveisla I Kapiaskjóli. Þýðandi Jóh. Jóhannsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og vísindi. Of hár blóðþrýstingur. Sam- ræming björgunaraðgerða á sjó. Hættulegt ryk. Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.05 Farþeginn. Breskt saka- málaieikrit. 2. þáttur. Aðal- hlutverk Peter Barkworth og Paul Grist. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.50 Huglækningar. End- ursýndur þáttur úr mynda- flokknum Sjötta skilningar- vitið. Fjlalað um lækningar Einars Jónssonar bónda á Einarsstöðum i Reykjadal. Rætt er við hann og Hrafnkel Helgason, yfirlækni, og fyrr- verandi sjúkling þeirra beggja, Baldur Sigurðsson bónda i Reykjahlið. Einnig tekur séra Sigurður Haukur Guðjónsson þátt i umræðunum. Umsjónar- menn Jökull Jakobsson og Rúnar Gunnarsson. Þessi þáttur var frumfluttur 3. ágúst 1975. 22.40 Dagskrárlok. BSRB segir fulltrúa sína úr gerðardómum A Iþýðublaðið — verkalýðsmál ST0FNUÐ VERKFALLS- NEFND A vegum Bandalags starfs- manna rikis og bæja var haldinn fundur 16. október til að ræða að- stæður I kjaramálum og samn- ingsréttarmálum. Sátu hann stjórn bandalagsins, samninga- nefnd og verkfallsréttarnefnd. Eftirfarandi samþykktir voru geröar með 44 samhljóða atkvæð- um: Afsögn gerðardóm sfu Iltrúa BSRB „Sameiginlegur fundur stjórn- ar BSRB, samninganefndar og verkfallsréttarnefndar banda- lagsins ályktar, að tilnefndir fulltrúar BSRB i Kjaradómi og Kjaranefnd segi sig nú þegar úr þessum tveimur lögskipuðum gerðardómum. í þessari ákvörðun felst, að BSRB ætlar ekki að una af- greiðslu þessara gerðardóma framvegis.” Stofnun verkfallsnefndar BSRB „Fundurinn beinir þvi til stjórnar BSRB að skipuð verði nú þegar verkfallsnefnd bandalags- ins. Hlutverk hennar er að undirbúa og stjóma eftir nánari ákvörðun samninganefndar og stjórnar BSRB aðgerðum til að knýja fram kröfur samtakanna. Einnig annist nefndin upplýsingastarfsemi, kynningu og öflun stuðnings við máiið.” Greinargerð: Samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna er það hlutverk Kjaradóms og Kjaranefndar að dæma um ágreining samningsaðila, ef ekki takast samningar um kjaramál rikis- og bæjarstarfsmanna. 1 báða þessa gerðardóma tilnefn- ir Hæstiréttur þrjá dómara, en fjármálaráðherra og BSRB einn fulltrúa hvor aðili. Takist ekki samningar fyrir 1. nóv. n.k. ætti kjaradeila rikis- starfsmanna að fara sjálfkrafa fyrir Kjaradóm skv. kjara- samningalögunum. BSRB hefur sett fram þá kröfu við rikisstjórn, að bandalaginu og aðildarfélögum þess verði veittur verkfallsréttur þegar á þessu ári, og þannig verði gerðardómur af- numinn sem lokastig i kjaradeil- um opinberra starfsmanna. Mál þetta var einnig sett fram i kröfugerð og megintillögum BSRB I yfirstandandi samnings- gerð bæði við rikið og bæjar- stjórnir. A samningafundi 15. okt. s.l. var krafan um verkfallsrétt snið- gengin af samninganefnd ríkisins jafnframt þvi, sem réttmætum kröfum um leiðréttingu launa- kjara var svarað með algjörlega óviðunandi launatilboði. Virðist þvi augljóst, að rikis- valdið áformar ekki að bæta Ur réttleysi samtakanna i samningamálum og leitast við i skjóli þess að viðhalda þvi mis- rétti I launamálum, sem þegar ér orðið milii opinberra starfs- manna og annarra. I skoðanakönnun á fjölsóttum fundum á vegum BSRB um land allt kom fram ótvirætt sá vilji að leggja kjaramál opinberra starfsmanna ekki fyrir Kjara- dóm, sem margoft hefur brugðizt þvi hlutverki sinu að vera hlut- laus úrskurðaraðili i kjaradeil- um. BSRB vill áfram leitast við að ná samningum við rikisstjórnina um kjaramál og afgreiðslu verk- fallsréttarmálsins. Bandalagið hefur margoft ðaur sýnt og sannað, að það er reiðu- búið til að gera ábyrga kjara- samninga. Má i þvi sambandi minna á samninga BSRB i desember 1973, sem mörkuðu þá stefnu i kjaramálum, sem siðar var illu heilli hvikað frá af öðrum. Bandalagið er reiðubúið að tak- ast á við verðbólguvandann i samvinnu við rikisvaldið og önn- ur hagsmunasamtök, en forsenda fyrir áhrifum samtakanna á þau þýöingarmiklu mál fyrir þjóðina er jafnrétti við aðra i samninga- málum. Stjórn BSRB hefur kjörið verk- fallsnefnd bandalagsins i sam- ræmi við samþykkt fundarins og skipa hana þessir: Bergmundur Guðlaugsson, Tollvarðafélagi Islands, Þórhall- ur Halldórsson, Starfsm. fél. Reykjavikurborgar, Agúst Geirs- son, Fél. Isl. simamanna, Albert Kristinsson, Starfsm. fél. Hafnar- fjarðar, Einar ólafsson, Starfsm. fél. rikisstofnana, Gisli Guð- mundsson, Lögreglufél. Reykja- vikur, Hilmar Ingólfsson, Lands- sambandi framhaldskólakenn- ara, Kristin Tryggvadóttir, Sam- bandi fsl. barnakennara, Sigur- veig Sigurðardóttir, Hjúkrunar- félagi íslands, Vilhjálmur Grims- son, Starfsm. fél. Keflavikur. Þá munu formaður BSRB og báðir varaformenn þess starfa með verkfallsnefndinni. Vol ks wagene i gendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. ASV Pétur Sigurðsson. Dagana 10. og 11. þ.m. var þing Alþýðusambands Vest- fjarða haldið á Isafirði. Félagssvæði ASV er Vestfjarða- kjördæmi. 1 sambandinu eru 14 stéttarfélög. Meðlimatala þeirra er um 1700. Þingið sátu 22 fulltrúar auk stjórnar- manna. Gestur þingsins var Þórir Danfelsson.framkv.stj. Verkamannasambandsins. Forseti ASV, Pétur Sigurðsson, setti þingið. 1 upphafi máls sins minntist hann látinna félaga. Þingforsetar voru kjörnir Björgvin Sighvatssonog Karvel Pálmason.Ritar- ar þingsins voru Guðmundur Friðgeir Magnússon og Halldór Jónsson. Bjarni L. Gestsson gjaldkeri ASV, gerði grein fyrir reikningum sambandsins fyrir árin 1973 og ’74 og voru þeir samþykktir. Frá þinginu. Pétur Sigurðssonflutti skýrslu stjórnarinnar. Þar gerði hann grein fyrir störfum ASV og margþættum afskiptum þess af kaupgjalds- og kjaramálum vestfirðinga siðustu tvö árin, en um langt árabil hefir ASV verið burðarásinn i kjarabaráttu og samningsmálum vestfirðinga. Hendrik Tausen, formaður orlofsnefndar ASV, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og áformum og aðgerð- um varðandi byggingaframkvæmdir. Einnig skýrði hann frá þeirri tilraun, sem nefndin gerði á sl. sumri til að tryggja verkafólki aðstöðu til orlofsdvaiar, en nefndin gerði samning við eigendur Flókalundar um leigu nokk- urra gistiherbergja i 10 vikur. Nýting leiguherbergjanna var mun minni en ráð var fyrir gert og nemur beint tap verkalýðssamtakanna af tilraun þessari 400—500 þús. kr. Miklar málefnalegar umræður urðu um skýrsluna, svo og um álit þingnefnda og kaupgjalds- og kjaramálin al- mennt. Þingið sendi frá sér ákveönar tillögur i kjaramálum, einnig i ýmsum mikilsverðum héraðsmálum vestfirðinga. I stjórn ASV til tv eggja ára voru kjörnir: Forseti Pétur Sigurðsson, tsafirði. Varaforseti Karvel Pálmason, Bolungarvik. Ritari Guðmundur Friðgeir Magnússon, Þingeyri. Gjaldkeri Bjarni L. Gestsson, Isafirði. Meðstj. Hörður Snorrason, Bolungarvik. 1 varastjórn ASV voru kosnir: Jónas Helgason, Isafirði, Hendrik Tausen, Flateyri og Guðmundur Einarsson, Isafirði. Ályktanir þings Alþýðusambands Vestfjarða Verkalýðs- og kjaramál: Með sivaxandi verðbólgu, er nú svo komið að allur sá ávinningur, sem náðist i siðustu kjarasamn- ingum er brunninn i verðbólgu- báli og ekki verður séð að stjórn- völd geri minnstu tilraun til þess að stöðva þá þróun, sem orðið hefur i efnahagsmálum þjóðar- innar. Þingið telur, að með ó- breyttri stefnu sé gjaldþrot al- þýðuheimila fyrir dyrum, þar sem meðalrýrnun kauptaxta verkafólks nemur 11-12% frá ár- inu 1974, ef miðað er við visitölu, vöru og þjónustu tvo fyrstu árs- fjórðunga 1975. Vegna sam- dráttar á vinnumarkaði hafa ráð- stöfunartekjur rýrnað mun meira. Þingið lýsir fullum stuðningi við tilmæli Alþýðusambands Is- lands um uppsögn kjarasamn- inga landverkafólks fyrir 1. des. n.k. og hvetur öll aðildarfélög sambandsins til að sýna órofa samstöðu i væntanlegri kjarabar- áttu, sem fyrst og fremst þarf að miðast við að auka kaupmátt þeirra lægstlaunuðu. 22. þing Alþýðusambands Vest- fjaröa bendir á þá óheillaþróun, sem á sér stað i sambandi við hlutaskipti sjómanna, þar sem að nær helmingur raunverulegs fisk- verðs rennur beint til útgerðar- innar og sjóða hennar og kemur ekki til skipta. Það hlýtur þvi að vera krafa sjómanna, að i kom- andi samningagerðum fáist full- komin leiðrétting á skiptafyrir- komulagi sjómanna. Þingið skorar á fulltrúa sjó- manna i Verðlagsráði sjávarút- vegsins að hvetja frekar en nú er til öflunar gæðafisks, með þvi að beita sér fyrir sérstakri hækkun á linu og handfærafiski. Með tilliti til þess hvað stein- bitur er þýðingarmikiö hráefni við útgerð vestfirskra linubáta mótmælir þingið vinnubrögðum Verðlagsráðs sjávarútvegsins á siðast liðnum vetri og krefst þess að við næstu verðákvörðun á steinbit verði fulltrúi sjómanna i Verðlagsráði valinn af félags- svæði Alþýðusambands Vest- fjarða. Jafnframt krefst þingið þess, að eftir hverja fiskverðsá- kvörðun birti Verðlagsráð þá út- reikninga sem eru lagðir til grundvallar við ákvörðun fisk- verðs. 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða litur svo á, að þrátt fyrir allar þær beinu kjaraskerðingar sem orðið hafa á hinum almenna vinnumarkaði, hafi stjórnvöld þó gert sig sek um jafnvel mun al- varlegri kjaraskerðingu úti á landsbyggðinni með tilfærslu á fjármagni til suðvesturhorns landsins upp á miljarða króna, á meðan að landshlutar eins og Vestfirðir eru vanræktir á flest- um, ef ekki öllum sviðum, félags- legra þarfa. Þingið bendir á þá staðreynd, aö á siðastliðnu ári voru Vest- firðir eini Iandshlutinn sem fólks- fækkun varð i og ef heldur sem horfir er fyrirsjáanlegur fólks- flótti i enn rikari mæli, en nokkru sinni fyrr. Þingið telur þetta á- stand svo alvarlegt, að það skorar á alþingi og stjórnvöld að gera allar þær ráðstafanir er tiltækar eru, til þess að forða enn frekari byggðaröskun en orðið hefur og hvetur þingmenn Vestfjarða sér- staklega til aukinnar sóknar i uppbyggingu alls atvinnu- og fé- lagslifs i Vestfirðingafjórðungi. 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða hvetur þingmenn Vest- f jarða til þeS~s að vera enn betur á verði, að sú atvinnuuppbygging sem átt hefur sér stað að undan- förnu á Vestfjörðum fái eðlilega fjármagnsfyrirgreiðlu til þess að geta veitt fjölbreytta og stöðuga atvinnu. 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða skorar á stjórnir lifeyris- sjóðanna á Vestfjörðum að taka reglugerðir sjóðanna til ræki- legrar endurskoðunar, með það sjónarmið i huga að tryggja sem best að aldrað fólk njóti sem mestra réttinda við töku lifeyris, þá skorar þingiö á þ'ingmenn og stjórnvöld, að vinna að verðtrygg ingu lifeyrissjóða verkalýðs- hreyfingarinnar á sama hátt og lifeyrissjóðs opinberra starfs- manna. Heilbrigðismál 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða fagnar þeim áföngum sem náðst hafa i bættri heilbrigðis- þjónustu á Vestfjörðum. Þingið minnir þó á að hraða þurfi, svo sem kostur er, byggingu sjúkra- húss og heilsugæslustöðvar á Isa- firði, og byggingu heilsugæslu- stöðva á Patreksfirði, Súðavik og Bolungavik. Þingið bendir þó á að svo best verði leyst til frambúðar heilbrigðismál Vestfirðinga, að jafnframt verði sinnt úrbótum i samgöngumálum innan fjórð- ungsins, sem varanlegum vetrar- samgöngum yfir Breiðadalsheiði og Botnsheiði, og brúargerðum yfir önundarfjörð og Dýrafjörð, svo dæmi séu nefnd. Einnig vill þingið minna á það ófremdará- stand, sem rikir á Vestfjörðum i aðbúnaði aldraðra og skorar þingið þvi á forsvarsmenn bæjar- og sveitarstjórna og rikisvald að hraða byggingu dvalarheimila og hagvkæmra ibúða fyrir aldraða i fjórðungnum. Samgöngumál 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða bendir á að enn eru mörg brýn verkefni I samgöngumálum óleyst, svo sem að ljúka gerð Djúpvegar.Einnig;minnirþingið á_ að vöruflutningar og samgöngur* á sjó hljóta að vera snar þáttur i samgöngumálum Vestfirð- inga.Þingið skorar þvi á þing- menn kjördæmisins og Alþingi að vinda að þvi bráðan bug að þjón- usta skipaútgerðár rikisins við Vestfirði verði bætt, annað hvort með sérstöku Vestfjarðaskipi eða fjölgun skipa hjá skipaútgerðinni. Þingið skorar á nefnd þá sem starfandier á vegum Alþingis um jöfnun flutningskostnaðar að hún ljúki störfum hið allra fyrsta. Þingið fagnar þeim áföngum, sem nú eru að nást með gerð flug- valla á Tálknafirði og Súganda- firði. 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða minnir á að uppbygging hafnarmannvirkja á Vestfjörðum til þjónustu við hinn nýja skuttog- araflota er brýnt og aðkallandi verkefni. Þingið mótmælir þvi harðlega þeirri niðurskurðar- stefnu stjórnvalda á fjárveiting- um til fiskihafna á Vestfjörðum, á sama tima og tekin er upp sérstök fyrirgreiðsia til Reykjavikur- hafnar. Landhelgismál 22. þing Alþýðusambands Vest- fjarða bendir á hve fiskveiðar eiga mikinn þátt i efnahagslegu sjálfstæði okkar og mælir þvi ein- dregið gegn þvi að samningar verði gerðir við aðrar þjóðir um veiðiheimildir innan 50 sjómilna fiskveiðilögsögunnar i skiptum fyrir tollfriðindi, sem væru skammvinn bót i efnahagserfið- leikum okkar. Þingið telur það brýnt að við getum sem fyrst nýtt þennan hluta lands okkar til Frh. á bls. 2. angarnir X7 MfHPlKlUST í Þessi MOIO- 1 v5£.PU5/r&L NíisLimi lif PLASTPOKAVERKSMIOJA Sfmar 82639-82655 Vefnagör6um 6 Bo* 4064 — Raykjevlk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn I heimahúsum og fy rirtæk jum. Éruin mcft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 trtvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — simi 11740. Nylon-húðun Húðun á malmum með RILSAN-NYL0N II Nælonhúðun h.f. Vesturvör 26 Kópavogi — sími 43070 T-ÞÉ TTILISTINN i « // Kasettuiftnaftur og áspilun. 'v\ ( I fyrir útgefcndur hljómsveitir, j l [ kóra og fl. Leitiö tilboöa. 1 \\ Mifa-tónbönd Akureyri JJ \V Pósth. 631. Simi (96)22136 Dúnn í GlflEJIBflE /ími 84900 T-LISTINN ER lc*, inngreyptur og þclir alla veðráttu. ^ T LISTINN A : j “ úl ihurðir s va la liu rðir hjaraglugga og ' veltiglugga p&i Oluo9AsmiO|an L u . _J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.