Alþýðublaðið - 22.10.1975, Qupperneq 10
í HREINSKILNI SAGT
óreiða
Stórmikla athygli vakti það um dag-
inn, þegar fulltrúar simamanna gerðu
þá ályktun, að hækka bæri gjaldskrá
þess fyrirtækis. Þessi ályktun skaut svo
mjög skökku við allar ályktanir annarra
stéttarfélaga launþega, að mönnum
fannst undrum sæta. Skýring hefur sið-
ar verið gefin á þessari furðu. Og þessi
skýring er, að fjárþröng Pósts og sima
sé slik, að stofnunin burðist með óbæri-
legan skuldahala, sem hamli eðlilegum
vexti og viðgangi. Um þetta mál eru þó
ekki allir á eitt sáttir. Yfirmenn stofn-
unarinnar með ráðherra i fylkingar-
brjósti hafa ekki viljað við þessa kvört-
un simamanna kannast sem réttmæta.
Að vanda hefur verið þulinn upp talna-
grautur, til að styðja málstaðinn. betta
er háttur hinna „heilögu kúa”
embættiskerfisins, ef einhverjum skyldi
detta i hug að syngja i öðrum dúr en
hinu tilhlýðilega hallelúja. Eigi að siður
kemur fram, að stofnunin sé fremur illa
á vegi stödd fjárhagslega. A þessum sið-
ustu og verstu timum þykja það vistekki
neinar stórfréttir, þó að rikisstofnunum
sé og verði féskylft. En rétt i sömu
andrá og deila yfir- og undirmanna um
fjárhag stofnunarinnar er i efra marki,
berast aðrar og óskemmtilegri fregnir.
Orðið hefur uppskátt um mikilsháttar ó-
reiðu á tveim stöðvum þessa fyrirtækis,
Hvolsvelli og Reyðarfirði. Menn mættu
nú gera sér i hugarlund, að fjárhagslega
illa stödd stofnun gerði það sem i hennar
valdi stendur, til að halda utan um þá
fjármuni, sem hún hefur með höndum.
bess er alltaf þörf, en aldrei meiri nauð-
syn en þegar illa árar. bvi er ekki að
neita, að það er harkalegt, þegar menn,
sem trúað er fyrir verðmætum, niðast á
þeim trúnaði. En þvi miður eru slik
dæmi hér á voru landi orðin svo mörg,
að afsökunin að þeir, sem eftir eiga að
lita, hafi „verið i góðri trú” um að allt
væri i lagi, er ekki lengur góð og gild.
Löngum hefur þvi verið fram haldið, og
sennilega með réttu, að starfsemi Pósts
og sima væri nokkuð þung i vöfum, en
umfram allt væri hún örugg i reynd. Við
þetta bætist svo, að hér mun eiga að
gefa skýrslur mánaðarlega til réttra yf-
irvalda. bað mun ekki vera neitt áhorfs-
mál, að frumskylda æðstu embættis-
A Jalangurs-
heiði
manna hverrar stofnunar er, að hafa
glöggt eftirlit með þvi, að ekki þróist
óreiða innan stofnanannai>að vareinnig
athyglisvert, þegar starfsmat var gert
hér um árið, að þeir, sem með fjármuni
áttu að fara og þeirra að gæta, voru
metnir drjúgum hætta i launum yfir-
leitt, en hinir, sem báru önnur starfs-
heiti. í þessu liggur auðvitað sá skiln-
ingur rikisvaldsins, að ábyrgðin á fjár-
munum almennings eigi að vera rik, og
sé mikils metandi. Vitað er, að um
hendur póstmanna fer stórfé, þó mis-
jafnlega mikið sé eftir stöðum. Má þar
nefna sem dæmi bæði sparimerki og fri-
merki, auk annars, s.s. póstkrafna.
bessvegnaer þvi ekki til að dreifa, að
veltan sé svo smáskitleg, að ekki taki
þvi að veita fullkomið eftirlit og aðhald.
Ekki dettur mér sú fásinna i hug, að
Eftir Odd A. Sigurjónsson
embættismönnum fyndist sér sýnd á
einn eða neinn hatt ótilhlýðileg tor-
tryggni, þótt eftirliti sé beitt. bar væri
yfirstjórnin aðeins að framkvæma sina
frumskyldu, og það getur engan meitt.
Að öllu þessu athuguðu hlýtur almenn-
ingur að spyrja. Hvernig er eiginlega
háttað eftirliti i stofnun þar sem
milljónaóreiða getur þróazt? Fólk á rétt
á þvi, að þessu verði svarað vifilengju-
laust og i heyranda hljóði. Hér með er
lýst eftir þessum svörum.
Til er forn sögn, að gullhringur lá um
langa hrið á Jalangursheiði, og vissi
enginn hver átti. En svo gerhugulir voru
vegfarendur um þá heiði, að engum •
kom til hugar, að snerta við hringnum.
bað hefði aðeins verið gert með ófrjálsri
hendi. betta metur hinn forni sagnarit-
ari sem sönnun á heiðarleika fólks á
þeim tima. Að visu er mikið vatn til
sjavar runnið siðan og margt hefur
breytzt um hugarfar og æði mannfólks-
ins. Vel má og vera, að hér sé á ferðinni
þjóðsaga. En allt um það liggur i eðli-
legum skilningi þeirrar þjóðsögu, eins
og svo margra annarra, hvertvarálit
ritarans á eftirsóttum mannkostum, þó
svo aðrar beri með sér skoðun á þvi,
sem varast beri.
Enginn veit vist með fullri vissu, hvar
Jalangursheiði liggur og má það liggja
milli hluta. En af þessum hörmulegu
fregnum að dæma , sem hér hafa verið
raktar,liggur hún vist ekki á millihöfuð-
stöðva Pósts og sima annarsvegar og
Hvolsvallar og Reyðarfjarðar hins-
vegar.
fclk
Kona sem nýlega gaf frá
sér þá yfirlýsingu, aðhennar
heitasta ósk væri að lifa
fjarri heimsins glaumi og i
friði fyrir blaðamönnum og
ljósmyndurum, fær ekki
stundlegan frið. Enda segja
margir að hún sé langt frá
þvi að haga sér þannig að
einhver von sé til þess að
blaðamenn missi áhuga á
henni.
Um þessar mundir vekur
þessi umtalaða kvinna, sem
er eins og marga eflaust
grunar, engin önnur en
Jackie Onassis, helzt á sér
athygli fyrir samband sitt
við moldrikan demants-
höndlara, Maurice Tempels-
man. bau eru sögð saman
öllum stundum og þegar þau
skreppa út I næturklúbba
saman, segja menn að þau
velji sér dimmu hornin, rétt
eins og ungir elskendur gera
jafnan.
En hvað meðlimir fjöl-
skyldna þeirra segja yfir
þessu nýja ástarsambandi,
fylgir ekki sögunni, en lik-
lega verður ekki langt þar til
við getum sagt einhverjar
fréttir af þvi.
*
Nýlega var sett' nýtt
heimsmet isturtubaði! betta
er alveg hreint dagsatt. Sá
sem metið setti er náungi að
nafni Bernard Beatty og stóð
hann samtals 200 klukkutima
undirsturtunni. Fyrra metið
i þessari „grein” var 175
klukkustundir og 7 minútur.
Haft er eftir þeim sem á
horfðu að kappinn hafi sann-
arlega verið tandurhreinn,
en um leið alveg dauð-
þreyttur að loknu afreki.
Fulltrúi islenzku kvenþjóðarinnar á fegurðarsýningunni
Miss International I Tokyo i ár verður Sigrún Sævarsdóttir,
sem var ein af fimm þátttakendum i Islenzku fegurðarsam-
keppninni, að þvi er segir i fréttatilkynningu frá brezku
fyrirtæki, hvenær sem sú samkeppni annars hefur veriö
háð. En Sigrún var á ferð i London á dögunum, og skoðaöi
þar Yardley snyrtivörufirmað ásamt snyrtisérfræöingi
Yardiey á isiandi, Heiöari Jónssyni —en Sigrún nemur að
sögn snyrtifræði á Henlow Grange i Gloucestershire.
Bíóðn
HASKÓLABÍO srmi 22mo
Sér grefur gröf þótt
grafi
The internecine project
Ný, brezk litmynd, er fjallar
um njósnir og gagnnjósnir og
kaldrifjaöa moröáætlun.
Leikstjóri: Ken Hughes.
Aöalhlutverk: James Coburn,
Lee Grant.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuö börnum.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hljómleikar kl. 7.
LAUGARASBlÓ s<m. ,2075
Harðjaxlinn
HÁRDNEGL
TOMAS MILIAN " *
CATHERINE SPAAK
ERNEST BORGNINE
NERVEPIRRENDE SKILDRING
AF DE HARDE DRENGES OPEBR,
DERSLÁR PUBLIKUM
KNOCK-OUT!
Ný spennandi itölsk-amerísk
sakamálamynd, er fjallar um
hefndir og afleiöingar hnefa-
leikara nokkurs. Myndin er i
litum og meö islenzkum texta.
Aöalhlutverk: Robert Blake,
Ernest Borgnine, Catherine
Spaak og Tomas Milian.
Bönnuö innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
STJORHUBIÖ Simi 18936
^ví^íg^auslæt^™
f TRIPLE AWARO MflNNER )
V- —Now 'ibrk Film Critica j
BESTPICTURE OFTHEUERR
BESTBIRECTDR Bob fíifilson
BESTSUPPDRTING RETRESS
Afar skemmtileg og vel leikin
amerisk úrvalskvikmynd I'lit-
um meö Jack Nicholson og
Karen Black.
Bönnuö innan 14 ára.
Endursýnd kl. 6, 8 og 10.
Kaupið bílmerki
.andverndar
Hreint |
f^iand 1
fagurt 1
land
LANDVERND
Tll sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreiöslum og skrifstofu
Landverndar Skólavöróustig 25
HAFHARBIl
Sími 16444
Brjálæðingurinn
Spennandi og hrollvekjandi ný
bandarlsk litmynd um óhugn-
anlega verknaöi brjálaös
moröingja.
Roberts Blossom, Cosette Lee.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuö innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og ll.
TÓNABÍÓ Simi 31182
TOMMY
Ný, brezk kvikmynd, gerö af
leikstjóranum Ken Russell
eftir rokkóperunni Tommy,
sem samin er af Peter Towns-
hend og The Who.
Kvikmynd þessi var frumýnd i
London i lok marz s.l. og hefur
siöan veriö sýnd þar viö gifur-
lega aösókn. Þessi kvikmynd
hefur allstaöar hlotiö frábær-
ar viötökur og góöa gagnrýni,
þar sem hún hefur veriö sýnd.
Myndin er sýnd i stereo og
meö segultón.
Framleiðendur: Robert Stig-
wood og Ken Russell.
Leikendur: Oliver Reed, Ann
Margret, Roger Daltrey, El-
ton John, Eric Clapton, Paul
Nicholas, Jack Nicholson,
Keit Moon, Tina Turner og
The Who.
Sýnd kl. 5, 7,10, 9,15 og 11,30.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuö börnum yngri en 12
ára.
Hækkaö verö.
jiÝJA ÖÍÓ Slmi 11546:
Sambönd i Salzburg
“THE SALZBURGH
tslenzkur texti
Spennandi ný bandarisk
njósnamynd byggö á sam-
nefndri metsölubók eftir
Helen Mclnnes, sem komiö
hefur út i islenzkri þýöingu.
A öa 1 h1utverk: Barry
Newman, Anna Karina.
Bönnuö innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuö börnum
■taggi rólegri
Alþýðublaðið
Vinsamlegast leið-
réttið í símaskránni
VIÐ HOFUM
FENGIÐ NÝTT
SÍMANÚMER
81866
Beinir simar og eftir lokun skiptiborðs eru
Afgreiðsla 14900
Auglýsingar 14906
'IiilRitstiórn er
lalþýðu
flutt í Slðumúla 11
Prentsmiðja 81976
AAiðvikudagur 22. október