Alþýðublaðið - 29.10.1975, Page 3

Alþýðublaðið - 29.10.1975, Page 3
Steffnuliós Helgi Skúli Kjartansson skrifar A ríkið að styrkja stjórnmálastarfsemi? Hugsum okkur"að eftir nokkur ár sitji Guðjörn Stefánmundarson, formaður Veslingaflokksins, og lesi eftirfarandi bréf frá forsætisráðherra og formanni Ágætaflokksins, Bryngisli Styrbjörnssyni (skrifað með bleki sem gufar upp jafn- óðum og hann les): Heiðraði kollega. Eins og þú manst höfum við undanfarin ár komið saman nokkrir einhvern tima snemma þings og samið um fáein mál sem miður fer á að fari hátt i þingsöl- unum viðkvæm utanrikismál, fáein embætti, vissar fjárveitingar o.s.frv. Siðastliðin 2 ár hefur þú i þessum mein- lausu viðræðum lagt höfuðkapp á eitt mál, nefnilega það að þingmeirihluti stjórnar- flokkanna samþ. verulegar hækkanir á styrknum til flokkanna. Auðvitað hefur Ágætaflokknum komið hækkunin allvel, en myndi þó skrimta eitt ár eða tvö á hinu og þessu sem stjórnarsetunni fylgir, ef rikissjóður mætti illa við þvi að greiða styrkinn. Mér skilst að Veslingaflokkur- inn sé um þessar mundir háðari styrknum vegna þess hvernig stendur á um skuldir hans og fleira: vonandi er það þó bara misskilningur. En svo ég komi mér nú að efninu. Rikis- stjórnin þarf að leggja fyrir þingið ýms óvinsæl mál á næstu vikum, og svo hefur hún lent i óverðskuldaðri klipu út af smá- munum i einum bankanum, og þvi hef ég ekki fundið timá til að gangast fyrir fundinum okkar litla á venjulegum tima. Mér skilst þú og þinir menn hafi lika verið uppteknir við sömu mál, þótt á annan hátt sé. Þess vegna legg ég til að við hættum að eyða tima i þetta bankamál og hættum við vantraustaumræðurnar sem mér skilst þið hafið verið að hugsa um. Þá getum við hitzt, og vafalaust komið okkur saman eins og venjulega, a.m.k. ef Veslingaflokkurinn er tilbúinn að áýna vissa ábyrgð gagnvart samningunum við Viðskiptabandalagið. Ef samkomulag okkar verður ekki endur- nýjað i haust, neyðist rikisstjórnin til að fallast á tillögur sparnaðarnefndarinnar um að fella niður af fjárlögum styrkinn til flokkanna fyrir næsta ár. Virðingarfyllst Brg. Styrbjss. (sign.) Svona lagað gerist að visu ekki hér. Það er engin hætta á að Geir Hallgrimsson skrifi Benedikt Gröndal svona bréf á morgun og hóti að fella niður blaða- styrkinn i eitt ár (sem nægði liklega til að drepa Alþýðublaðið, þótt blöð Sjálfstæðis- flokksins gætu skrimt) ef Alþýðuflokkur- inn makkar ekki rétt. En þótt þvi fylgi engar kúgunarkröfur, þá er það samt stjórnarmeirihlutinn sem ákveður hvort blaðastyrkurinn hækkar á næastu fjárlög- um til jafns við verðbólguna eða meira eða minna, og Alþýðuflokkurinn hlýtur að biða spenntur eftir náðarsamlegri á- kvörðun stjórnarherranna. Þannig er viss hætta tengd öllum opin- berum styrkjum til stjórnmálastarfs- eminnar, þvi þeir eru i eðli sinu samtryggingarmál, mál þar sem hags- munir flokkanna tvinnast saman og er svo bezt borgið að allt fari fram i sátt og sam lyndi þeirra á meðal. Mál sem flokkarnir koma sér saman um og gera aldrei að opinberu deilumáli, og þess vegna ómögulegt fyrir kjósendur að hafa áhrif á það. En að láta flokkana sigla sinn sjó og bjarga sér upp á eigin spýtur? Þá er það samkeppnin sem gildir, en vel að merkja samkeppnin um hylli hinna fáu riku sem geta blætt myndarlega i kosningasjóði. Með öðrum orðum samkeppnin um hylli atvinnurekenda fyrst og fremst. Vont er að flokkarnir séu um of háðir rikisstyrk, en verra er að þeir eigi allt sitt undir náð peningavaldsins. Þvi get ég ekki lagzt gegn opinberum stuðningi við stjórnmálastarfið, aðeins hvatt til varúðar þegar aðstoðinni er valið form. Beinir styrkir sem ákveðnir eru með fjárlögum hverju sinni, eins og blaða- styrkurinn núna, eru kannski ómissandi, en heldur ógeðfelldir og um sumt var- hugaverðir, svo fara ber varlega i að hækka þá. t stað beinna styrkja getur rikið tekið vissan þátt i kostnaði við stjórnmála- starfið. Það er nú gert með þvi að fella niður pappirstoll og söluskatt af blöð- unum, og með þvi að Alþingi greiðir vissan reksturskostnað þingmanna og þingflokka. Svona styrkir eru ekki jafn- háðir breytingum frá ári til árs og hin beinu fjárframlög, og það getur verið kostur. Á hinn bóginn eru kostnaðar- greiðslurnar til þingmanna þannig i framkvæmd að mjög auðvelt er að breyta þeim i dulbúna skattfrjálsa launabót: má mikið vera ef það er ekki gert i stórum stil og samstaða allra flokka um að þegja ósómann i hel. Ef rfkið fer að greiða fleiri kostnaðarliði flokkannaen nú, þá þarf að vera vel á verði gagnvart svona misfell- um. Langheppilegasti stuðningur rikisins við stjórnmálastarfið er sá, að rikisfjöl- miðlarnir, útvarp og sjónvarp, gefi bæði flokkum og einstaklingum rikuleg tæki- færi til að koma sjónarmiðum sinum á framfæri. Þannig má gera flokkana minna háða blöðunum (og þar með fjármagninu) en nú er og tryggja þeim kostnaðarlaus lágmarkstengsl við almenning. Útvarpið hefur á seinni árum (ég held sérstaklega á tima vinstri stjórnarinnar) verið að fikra sig i þessa átt, sjónvarpið kannski lika (þó ég þekki það verr). Þó held ég enn megi stórauka þennan þátt i starfi útvarps og sjónvarps. ® €> f re tt aþrað Dagsími til kl. 20: 81866 UrÍtl r> Kvöldsimi 81976 Ragnar Guðleifsson sjötugur Slíkir menn eru þjóð- inni ómetanlegir... Þjóðverjar á stöðugum flótta — Dagurinn i dag er eiginlega fyrsti dagurinn sem við höfum ekki þurft að stugga þýzkum tog- urum út fyrir. Þeir hafa gert tals- vert af þvi að stelast inn fyrir jafnt á nóttu sem degi en verið reknir út fyrir jafnharðan, sagði Henry Hálfdánarson hjá Land- helgisgæzlunni i samtali við Al- þýðublaðið i gær. Henry sagði að þýzku skipstjór- arnir fengju ekki einu sinni tæki- færi til þess að væta vörpuna inn- an 200 milna og kvörtuðu þeir sár- an. Einn sagðist vera búinn að sigla 800 milur án þess að fá tæki- færi til að kasta og bar sig illa undan árvekni varðskipanna. Það eru 14—16 v-þýzkir togarar sem halda sig við mörkin og reyna að stelast inn fyrir, en aðrir hafa leitað á önnur mið meðal annars við Færeyjar. Um 50 brezkir togarar eru að veiðum samkvæmt heimild á ákveðnum svæðum og gæta þess vel að fara ekki út fyrir þau. Auk þess eru sjö belgiskir togarar við landið og nokkrir færeyskir. Ráðherrarnir krafðir svara Stúdentar hafa kvartað mjög undan þvi að ráðherrarnir Vil- hjálmur Hjálmarsson og Matthias Á. Mathiesen hafi verið tregir til að tjá sig um það öng- þveiti sem lánamál framhalds- skólanema eru komin i. En nú verður ekki lengur undan þvi komist fyrir ráðherrana að gera hreint fyrir sinum dyrum. Kjarabaráttunefnd náms- manna efnir til fundar að Hót.el Sögu klukkan átta annað kvöld. A fundinum er ætlunin að fjalla um lánamálin og „niðurskurðar- stefnu rikisstjórnarinnar gagn- vart lifeyri námsmanna”, eins og einn úr nefndinni komst að orði i samtali við blaðið i gær. Þar munu Matthias og Vilhjálmur gera grein fyrir afstöðu sinni og þá væntanlega einnig svara fyrir- spurnum námsmanna. öllum er heimilt að taka þátt i þessum fundi. Námsmenn telja að enn hafi ekki verið bætt úr fjárþörf þeirra þrátt fyrir að úthlutun haustlána er hafin mánuði á eftir áætlun og eru svartsýnir á framtiðina. Munu þeir þvi krefjast skýrra svara af hálfu ráðherranna. Byggð á Skaga í hættu Gifurlegur búsetusamdráttur hefur orðið i flestum hreppum á Skagasvæðinu undanfarin ár. Má nefna sem dæmi, að meðalbú i Skagahreppi er nú aðeins 58% af visitölubúi. Af þessum sökum hefur Fjórðungssamband Norð- lendinga lagt til að gerð verði sérstök landbúnaðaráætlun fyrir Skagasvæðið. i framhaldi af þessari tillögu var haldinn fundur hrepps- nefndarmanna á Skagasvæðinu fyrir skömmu og komu á fundinn þeir Árni Jónsson landnámsstjóri og Guðmundur Sigþórsson deildarstjóri i landbúnaðar- ráðuneytinu. Landnámsstjóri upplýsti að i Vindhælishreppi væru taldir 18 bændur og meðalbústærð 362 ærgildi, i Skagahreppi 25 bændur og meðalbústærð 253 ærgildi, i Skefilsstaðahreppi 16 bændur, meðalbústærð 262 ærgildi og i Skarðshreppi 23 bændur, meðalbústærð 304 ærgildi. Þessi bústærð er undir landsmeðaltali, þar sem visitölubúið er talið 420- 530 ærgildi. Samkvæmt þessu er meðalbú fyrrnefndra hreppa 58- 84% af visitölubúi. Guðmundur Sigþórsson skýrði frá þvi á fundinum, að land- búnaðarráðherra hefði skipað nefnd til að annast tillögugerð um áætlunargerð i landbúnaði. 1 samræmi við þetta var lögð áherzla á, að áætlanagerð fyrir einstök svæði fari fram i samráði við landshlutasamtök sveitar- félaga og búnaðarsamtökin á svæðinu. I samtali við Alþýðublaðið sagði Áskell Einarsson framvk.stj., Fjórðungssam- bandsins, að leggja yrði áherzlu á að blanda ekki saman strjálbýlis- áætlunum fyrir einstök sérsvæði við heilstæðar landbúnaðaráætl- anir, sem næði til landbúnaðarins i heild. En staðreyndin væri sú að tilhneiging virtist vera til að hræra þessu saman. Það væri bráðnauðsynlegt að gera ráðstaf- anir til að forða þvi, að Skaginn færi i eyði eða þá að hlunnindin yrðu aðeins nýtt af burtfluttum ábúendum jarðanna. Þær ráð- stafanir þyrftu ekki að ganga i berhögg við það heildarmarkmið i framleiðslumálum landbúnað- arins að sporna gegn framleiðslu- aukningu. 5% hækkun byggi n gavfsitöl u Likur benda til þess, eftir þvi sem blaðið hefur fregnað, að byggingarvisitala muni hækka um allt að 5% frá siðustu útreikn- ingum 1. júli. Fari svo, mun hún verða 1975 stig. Leiðréttir hafa nú verið rangir taxtar byggingar- manna og virðist það muna 16 stigum, sem visitalan verður lægri þar við, en hún hefði ella orðið. Þessi lækkun nemur tæpu 1% á húskostnaði, eftir þvi sem fróðir menn telja. Aldraður maður hvarf í Reykjavík - fannst látinn í Keflavík Um klukkan 23 i fyrrakvöld fann lögreglan i Keflavik 74 ára gamlan mann látinn I Keflavikur- höfn. Maður þessi hét Ragnar Guðjónsson og var til heimilis að Hverfisgötu 16 í Reykjavik. Ekki er vitað, hvernig stóð á ferðum Ragnars i Keflavík, en siðast sást til hans, þegar hann fór frá heim- ili sinu milli klukkan 14 og 15 i fyrradag. Ragnar var heilsuveill og gerði það að venju sinni að fara i stutta gönguferð daglega á þessum tima. Er Ragnar skilaði sér ekki heim á réttum tima, var hafin leit að honum, en eins og fyrr sagði fann siðan Keflavikur- lögreglan manninn látinn nálægt miðnætti sama dag. Rannsóknarlögreglan biður alla þá, er sáu til ferða Ragnars Guðjónssonar eftir klukkan 15 i fyrradag, að gefa sig fram til lög- reglunnar til upplýsingamiðlun- ar. Þegar rituð verður saga is- lenzkrar alþýðuhreyfingar frá byrjun og fram eftir þessari öld, mun verða tekið eftir hópi for- ystumanna, sem hafa mjög svipaðan feril, hver á sinum stað. Þeir hafa allir gáfur og námsþrá og afla sér kennara- menntunar, sem á þeim árum stóð helzt til boða. Jafnframt námi og kennslu vinna þeir sér þegnrétt i verkalýðsfélögum með hvers konar þátttöku i störfum vinnandi alþýðu, og þeirrisa til forystu i félögunum. Þeir eru valdir til forráða i hér- aðsmálum, undir merkjum jafnaðarstefnu, og komast þar til æðstu trúnaðarstarfa. Og loks liggur leið þeirra meira eða minna inn á brautir landsmála, þeir setjast á bekki Alþingis. Þeir, sem lengi hafa starfað i Alþýðuflokknum eða verkalýðs- hreyfingunni, þekkja marga sllka menn. Einn þeirra, Ragn- ar Guðleifsson i Keflavik, varð sjötugur sl. mánudag, og sýndu Keflvikingar honum sæmd og virðingu með geysifjölmennu samsæti, svo og gerðu þeir hann ab fyrsta heiðursborgara kaup- staðarins. Æviferill Ragnars hefur fallið að þeirri mynd, sem að ofan var lýst, nema hvað hann hefur komið viðar við sögu og lagt fleiri málum og mönnum lið, en þar var talið. Hann er miklum gáfum gæddur, og sem kennari hefur hann kynnztog haft farsæl áhrif á margra árganga barna i Keflavik. Leiðin til jafnaðar- stefnu og verkalýðshreyfingar var honum sjálfsögð, þvi að hann var sem kallaður til hvers konar félagsstarfa. Var hann um langt árabil formaður verkalýðsfélagsins og tiður fuli- trúi þess á landsþingum, þar sem hlýtt var á rödd hans, þvi félagar hans lærðu fljótt að meta það vit, sem ávallt ein- kenndi hóflegan málflutning hans. Það yrði langur listi að telja öll þau trúnaðarstörf, sem Ragnar hefur gegnt fyrir verka- lýðshreyfinguna og Alþýðu- flokkinn. Hann var formaður Alþýðuflokksfélagsins, fulltrúi á flokksþingum, sat i flokks- stjórn. Hann hefur verið i fram- boði fyrir flokkinn og sat um skeið á Alþingi. Hann hafði for- ystu i málefnum flokksins i Keflavik og hlaut þar verulegt fylgi, svo að á hann hlóðust einnig þar margvíslegar á- byrgðarstöður. Varðhann fyrsti bæjarstjóri Keflavikur eftir að hann hlaut kaupstaðarréttindi, og spor hans má viða sjá i bæn- um eftir hið einstæða vaxtar- skeið, sem siðustu áratugir hafa verið þar syðra. Mörgum öðrum málum veitti Ragnar gott lið, til dæmis i sóknarnefnd.enda kirkjurækinn og mikill reglumaður i hvi- vetna. Um þessar mundir virðist þjóðin ekki hafa mikið álit á stjórnmálamönnum og eru þeir tiðum sakaðir um flesta þá mannlegu galla, sem slikir menn geta haft. 1 þeirri orrahrið er gott að geta hugsað til manna eins og Ragnars, sem svo miklu hafa fórnað i áratugi án þess að spyrja eða hugsa um, hvað hann fengi að launum, sem hafa starfað á sviði stjórnmálanna af viðurkenndum drengskap og borið sættir milli manna, þegar sundrung blossaði upp. Slikir menn eru ekki aðeins flokki og hreyfingu, heldur þjóð- inni allri ómetanlegir, og þeim verður aldrei fullþakkað. Vin- átta þeirra er gulls igildi. Benedikt Gröndal Miðvikudagur 29. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.