Alþýðublaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.10.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Hit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 sendibhastoðim Hf wamm — Veðrið------- Enn mun haustveður verða rikjandi i nokkra daga, þó nokkuð fari kólnandi. Búastmá við að fjallahringurinn um- hverfis Reykjavik fari að grána fljótlega. I dag má reikna með hægri austan- átt. úrkomulaust mun verða að mestu, en al- skýjað. Hiti verður 2-4 stig. Gátan L/7L/ /SOF//M 71 //E/Ð/ASSV/ i □ tflftbf) f/LLl /noroe Ztmsr KÓLNft ■ ‘mlT/ UNGD'O mURlNN WTR' N/v'/r/ Y 1* dÖáCr 1-ftR KYl.ru * S>/£ KoNUn Úr V'éJW + TUNNft Sfí/b Bómn- £FN, / . LOFfí Num 'GRCim V£KU /NNFt r!L L/mUR r/tur -rTND □ rúRUft MEGUM VIÐ KYNNA Einar Karl Haraldsson fréttastjóri Þjóöviljans. Hann er 27 ára gamall, fæddur 17. desember árið 1947 á Akureyri og ólst þar upp. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1967 og ferð- aðist þá til Frakklands og hugðist hefja þar nám. Af námi i Frakklandi varð ekki i það skiptið og til íslands kom Einar árið 1968 og hóf störf á Timanum sem blaðamaöur, þar sem hann starf- aði um eins árs skeið. Til Stokkhólms lá siðan leið Einars, þar sem hann stundaði nám í stjórnmálafræði og hagsögu. Frá námi kom hann siðan alkominn árið 1972, og hóf þá störf á frétta- stofu Útvarpsins, en Einar hafði sent Rikisútvarpinu fréttir frá Sviþjóð endrum og eins á meðan á námi stóð þar i landi. A Útvarp- inu starfaði Einar Karl Haralds- son i 2 ár eða til haustsins 1974 er hann hóf störf sem fréttastjóri á Þjóðviljanum, þar sem hann starfar i dag. Einar er kvæntur Steinunni Jóhannesdóttur leikara hjá Þjóð- leikhúsinu, og eiga þau eina dótt- ur sem er 7 ára gömul, Um áhugamál utan hefðbund- innar vinnu, sagði Elinar Karl: ,,Min áhugamál snúa nær ein- vörðungu að félags- og stjórnmál- um, og flestar minar tómstundir fara i slika starfssemi. Ég er t.d. i stjórn Blaðamannafélagsins og Amnesty International, og fer mikill timi i störf i slikum félags- samtökum. Þá hef ég mikinn áhuga á leikhúsmálum og hvað að þeim snýr.” Við spurðum Einar, hvort hans pólitisku skoðanir og hugsjónir h- efðu tekið einhverjum breyting- um á umliðnum árum. ,,Ég get ekki neitaö þvi að ég hef vitkast með árunum. Ég var hér áður fyrr meðlimum i Félagi ungra framsóknarmanna, en eftir að ég kom heim frá námi, þá þótti mér Alþýðubandalagið starfsvett- vangur vinstri manna á Islandi og- Þegar ég var að komast til vits iog ára á minum menntaskólaár- |um þá tileinkaði maður sér rót- tækar skoðanir sem smám saman hafa þróast upp i sósialiskar lifs- skoðanir. Ég hef eins og ég sagði áður valið mér annan starfsvett- vang i pólitikinni en áður, og ég er sannfærður um það að sú ákvörð- un min var rétt. 0KKAR Á MILLI SAGT Eins og menn minnast beittu Almannavarnir sér fyrir þvi i beinu framhaldi af þeim hörmungum, sem yfir Neskaupstað gengu vegna snjóflóðanna þar, að fenginn yrði sérfræðingur á sviði snjóflóðarann- sókna og snjóflóðavarna til að gefa ráð um þau mál. Fyrir valinu varð yfirmaður snjóflóðarannsóknarstöðvarinnar i Davos i Sviss, dr. M. de Quervain. Sérfræðingur þessi hefur nú sent frá sér ýtarlega skýrslu með myndum, linuritum og teikningum, sem send hefur verið sveitar- stjórnarmönnum og formönnum Almannavarna i héruðum, þar sem snjóflóðahætta er talin mest Slysum i umferðinni fer stöðugt fjölgandi og hefur nú orðið enn eitt dauðaslysið. Spurning hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að láta fara fram álika viðtækar rannsóknir á tildrögum umferðarslysa og viðhafðar eru varðandi slys á hafi úti. Niðurstöður slikra rannsókna verði siðan notaöar sem viðmiðun varðandi aðgerðir til úrbóta — hvort heldur sem þær felsast i fræðslu um umferðaröryggismál og hver helzta hættan sé i þvi sambandi eða i setningu laga eða reglugerða um aukið umferðaröryggi. Gallup-stofnunin i Noregi hefur gert skoðanakönnun, sem leiðir i ljós, að meirihluti Norðmanna myndi sætta sig við að rauntekjur fólks yrðu minnkaðar og neyzlustig þess lækkað Það eru samtök, sem nefnast „Framtiðin i okkar höndum”, sem báru kostnaðinn af skoðanakönn- uninni, en þau berjast m.a. fyrir þvi, að Norðmenn sleppi tveimur kjöt- máltiðum i viku en borði þess i stað korn, karfötlur og grænmeti. 'Tilgangurinn er annars vegar sá að spara fé, hins vegar sá að verja hluta af þvi sem sparast til þess að kaupa mat handa börnum i þróunarlöndunum. Hjálparsveit skáta i Reykjavik annast ýmsa aðra þjónustu við borgarana en leitarstörf. A s.l. ári efndisveitin m.a. til námskeiöa fyrir almenning i kortalestri og notkun áttavita, aðstoðaði félaga i Sjálfs- björg við leikhúsferð annaðist um flugeldasýningu á þjóðhátiðinni i Reykjavik, fór i melskurðarferð og tók manntal i Breiðholti fyrir borgarráð. t blaðinu „tSLENDINGI”, sem út er gefið á Akureyri, er frá þvi skýrt, að slökkvibúnaður á Akureyrarflugvelli miðist við 50 farþega vélar. A vellinum lenda hins vegar stundum þotur, sem taka 120 far- þega og telur blaðið þvi ljóst vera, að öryggisútbúnaðurinn sé allsendis óviðunandi. 5ÖRVAR HEFUR ORÐIÐÍ^l Allar þjóðir eiga sér menn, sem skyndilega hafa risið til auðs og valda og þykjast vera stórir kallar, þótt þeir kunni ekki nema svo með að fara. t grannlöndum okkar, og raunar hérlendis lika, risu slikir menn upp i tugatali á eftirstríðsárunum. Sumir voru barnslega einfaldir i sakleysi sinu, aðrir ekki, en allir leituðust þeir við að setja á sig heims- borgarablæ með þvi að kaupa á sig kaupstaða- lykt. Samnefnari fyrir þennan hóp manna er Bör Börsson, júnior — sem búinn var til i anda fjöl- margra fyrirmynda. þegar norska rithöfund- inum Johan Falkberget var nóg boðið. Menn skyldu halda, að Börsons-timabilið væri löngu liðið, en þvi fer fjarri — a.m.k. hér á voru landi. Það er a.m.k. margt furðanlega likt með ákveðnum heiðurs- manni norðan af Akur- eyri, sem kennir sig við sólina, sjálfa uppsprettu lifsins, og Bör Börssyni, júniór. Menn þurfa ekki annað en að loka augunum og sjá annana fyrir sér i hlutverki hins til þess að komast að raun um, að manngerðirnar falla jafn nákvæmlega saman og hönd i hanzka. Það fer nefnilega alveg jafn vel á þvi, að hinn norðlenzki heiðursmaður gangi i hlutverk Bör Börssonar, júniórs, og að Bör Börsson, júniór, taki við hlutverki heiðurs- og sómamannsins að norðan. Bör gæti alveg eins og norðlenzki heiðursmaðurinn hafa tekið upp á þvi að skreppa með konu og son til Japan til þess að kaupa á sig kaupstaðarlykt og senda annan son sinn i leiðinni til Honolúlú, Timbúktú eða Tonga-Tonga til þess að kynna sér lögfræðileg spursmál vegna gufu- virkjana, eins og heiðurs- maðurinn að norðan gæti tekið upp á þvi að dragnast i kompanii við mótorhjól á ljósmynda- stofu til þess að láta taka af sér mynd og kaupslaga við Sól og Mána um farm i sokknu skipi. Ef nokkuð er, þá er fyrra atriðið miklu Börslegra, en hið siðara — eins og raun- veruleikinn er alltaf lygi- legri en skáldsagan. A.m.k. kæmi örvari ekki mikið á óvart, þótt heiðursmanninum að norðan yrði heilsað á uppdagelsisreisunni um Japan, Honolúlú Timbúktú og Tonga- Tonga með þessum fleygu orðum Stanleys, er hann mætti Livingstone, örlitið breyttum: „Bör Börsson, júniór, I presume?” FIMM á förnum vegi Ætlar þú að fá þér litasjónvarp? V llelga Þóröardóttir, fulltrúi: „Ég hef nú ekki hugsað út i það, þar sem ég á ágætis sjón- varp. Það er þó alveg sjálfsagt að hér verði teknar upp útsend- ingar i lit mjög fljótlega.” Sigurbjörg Svcrrisdóttir. „Nei, ég hef ekki áhuga á þvi, þar sem ég horfi yfirleitt ekki á sjónvarp. Mér er einnig nákvæmlega sama, hvort hafn- ar verði litaútsendingar hérlendis eða ekki.” Bérgþóra Kristjánsdóttir starfar á skrifstofu Borgar- fógeta. f „Nei, eg hef ekki efni á þvi, i það minnsta ekki á næstunni. Mér virðist það sjálfsagt að hefja útsendingar i lit, þar sem það ku ekki kosta neitt.” Rafn Jónsson, með skjalatösku. „Nei, ég hef ekki efni á þvi og auk þess freistar sjónvarp min ekki mjög mikið. Sjónvarpið er nefnilega mikill timaþjófur og stendur oftsinnis á milli meðlima fjölskyldna.” Guðbjörg Gunnarsdóttir, skrif- stofustúlka: „Ég veit varla, verðið vex mér i augum. Ég hef séð lita- sjónvarp og mér finnst ósköp litið varið i litina sem þar sjást. En tilbreytingin er einhver og við eigum þvi að stefna að lita- útsendingu hérlendis von bráð- ar.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.