Alþýðublaðið - 26.11.1975, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1975, Síða 1
229. TBL. - 1975 - 56. flRG. Hvað var ríkisstjórnin raunverulega að semja um við Þjóðverja? Sjá leiðara MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER Ritstjórn Siðumúla II - Simi 81866 Fyrsta brezka herskipið Ríkisstjórnin mótmælir- 30 mílum undan landi í gær Sendráði Islands i London barst i gær yfirlýsing frá brezku rikisstjórninni og var hún flutt af Roy Hattersley. í yfirlýsingunni sagði m.a. „Freigátan Leopard er á leið á miðin og mun koma þangað seinna i dag. Freigátan tekur að sér yfirstjórn verndar- skipanna og mun skipuleggja að- gerðir á miðunum þannig að við- unandi herskipavernd verði veitt þegar tvær freigátur hafa bætzt á miðin þann 29. nóvember nk.meðan engin merki eru þess að islenzka rikisstjórnin vilji setjast að samningaborðun- um, á brezka rikisstjórnin engra annarra kosta völ en að skapa skilyrði fyrir brezka togara til að hagnýta sér lagalegan rétt til fiskveiða á alþjóðlegri siglinga- leið.” Er Hattesley hafði lesið þessa yfirlýsingu mótmælti Niels P. Sigurðsson henni harðlega fyrir hönd Islands. Sendiherrann lagði einnig áherzlu á, að samningavið- ræður væru útilokaðar meðan brezki flotinn væri innan islenskr- ar fiskveiðlögsögu. Siðar i dag mótmælti islenzka rikisstjórnin þessu hernaðarof- beldi bréflega. Stuttu eftir að Geir Hallgrims- son forsætisráðherra hafði mót- mælt þessu grimulausa ofbeldi, á fundi i dag, tókst að staðsetja brezka herskipið um 40 milur útaf austurströndinni. Ægir klippir þrátt fyrir herskipavernd I gærkvöldi barst Landhelgisgæzlunni svohljóð- andi skeyti frá varðskipinu Ægir: „Unnum kapphlaup við H.M.S. Leopard að togaraflot- anum. Attum gott með að komast framhjá Aquarius, en aðeins erfiðar með Loydsman. Komum kl. 19.25 að togaran- um William Wilberforce GY 140, sem Star Sirius veitti dyggilega vernd. Kl. 19.42 . klipptum við á báða vira togarans. Þá var hann staddur 27 sjómilur NA af Langanesi. Fjórir dráttarbátar og her- skipið Leopard gæta svæðis- ins. Erum á landleið með kon- unglegri fylgd.” Þegar kunnugt varð um að herskipa væri von, komst mikil hreyfing á brezku togarana og héldu nokkrir þeirra af stað vestur með norðurlandi og stefna þeir trúlega á miðin út af Vest- tjörðum. Siðla dags i gær var vit- að um einn Breta sem kominn var á miðin út af Vestfjörðum. Sölustofnunin endurskipulögð Krá vinstri: Eysteinn llelgason, Lárus Jónsson og Hörður Vil hjálmsson. — Ég vil taka það skýrt fram, að sú breyting, sem gerð var á framkvæmdastjórn Sölustofn- unar lagmetis stafaði ekki að neinu leyti af fjármálaóreiðu, heldur var um að ræða ágreining um vinnubrögð og stefnu stjórnarinnar. Kostnaður var t.d. of mikill og ný stjórn verður tekin upp á ýmsum svið- um. — Á þessa leið mælti Lárus Jónsson stjórnarformaður Sölu- tofnunar lagmetis á fundi með fréttamanni Alþýðublaðsins i gær. Fjárhagsstaða stofnunar- innar, er orðin mjög slæm vegna mikils rekstrarkostnað- ar, litilla sölutekna og óeðlilega mikils umbúðalagers. Vegna slæmra horfa i markaðsmálum hefur verið ákveðið að gripa til róttækra breytinga á starfaháttum og stefnu S.Lvm.a. verður starfs- mönnum fækkað um nær helm- ing eða niður i sjö og verksvið endurskipulagt. Annar rekstrarfiostnaður verður að likindum einnig lækkaður. í skýrslu þeirri er S.L. hefur lagt fram er greint nokkuð itar- lega frá stöðu fyrirtækisins, meginstefnu þess, markaðs- málum, innkaupa- og þróunar- málum. Lárus Jónsson tók fram, að ekki hefði þótt rétt að ræða þessi mál við fjölmiðla meðan að úttekt fór fram á stöðu S.L- og viðræður stóðu yfir við lánastofnanir, framleiðend- ur og aðra sem tengdir eru stofnuninni. Kvaðst Lárus ekki telja rétt að viðkomandi aðilar hefðu fyrst lesið um gang mála i blöðum áðuren þeim hefði verið gerð grein fyrir þeim. Hins veg- ar vildi S.L. eiga sem bezt sam- starf við fjölmiðla og leggja fram reikninga stofnunarinnar þegar þeir lægju fyrir. Á siðasta ári voru niu verk- smiðjur sem framleiddu fyrir S.L. og hélt stjórnin fund með fulltrúum þessara aðila fyrir skömmu og samþykktu þeir stefrni núverandi stjórnar. Jafn- framt lögðu fundarmenn sér- staka áherzlu á betri tengsl framleiðenda og S.L. og að tækniaðstoð við verksmiðjurnar yrði aukin og stofnunin beitti sér fyrir ráðningu tæknimanna, vélfræðings og matvælafræð- ings, til þess að aðstoða S.L. við áframhaldandi uppbyggingu verksmiöjanna. Hefur stjórn S.L. þegar gert tillögur um margvislegar úrbætur sem hún mun nú beita sér fyrir að nái fram að ganga. Hafa þegar far- ið fram athuganir um sölu á Bandarikjamarkaði og sam- vinnu við fyrri söluaðila verið slitið, en af þeim fékkst slæm reynsla. Árið 1974 nam útflutningur á lagmeti um 500 milljónum, en i ár er hann áætlaður um 650 millj. króna. Fram hefur komið gagnrýni á S.L. fyrir aö ráða ekki erlenda sérfræðinga til að vinna markaði fyrir lagmeti, en stjórnarmenn töldu slikt allt of dýrt. En segja má að það sé prófsteinn á framtið islenzks lagmetis hvort tekst að vinna markað i Bandarikjunum. Enn- fremur þarf að kanna markaðs- möguleika i EFTA löndum og i Afriku. Umbúðalager S.L. er mikill og i Noregi liggja umbúðir að verðmæti 15 millj. kr. Stefnt er að þvi að selja þennan lager ásamt öðrum birgðum eins fljótt og unnt er og verksmiðjur annist sjálfar kaup á umbúðum framvegis. Danskt fyrirtæki hefur i liðlega 'tvö ár hannað 43 upp- skriftir og lýkur starfi þeira nú um áramótin. Kostnaður nú nemur 15 milljónum. Lárus Jónsson sagði, að þótt ekki reyndist unnt að ná markaði nema fyrir tvær eða þrjár af þessum uppskriftum mundi kostnaðurinn margborga sig. Framleiðsla á nokkrum vöru- flokkum verður hafin á næsta ári. Núverandi framkvæmda- stjóri er Eysteinn Helgason, en Gylfi Þór Magnússon annast almenna framkvæmdastjórn. Sem fyrrsegir er Lárus Jónsson formaður stjórnarinnar en aðrir i stjórn eru Heimir Hannesson, Hörður Vilhjálmsson, Jón Árna- son og Tryggvi Jónsson. Rikisstjórn islands hefur sent brezku rfkisstjórninni harðorð mótmæii vegna ákvörðunar Breta að senda herskip á isiandsmið. Tekið er fram i orðsending- unni að ekki konii neinar samn- ingaviðræður milli þjóðanna til grcina meðan brezki flotinn sé innan islenzkrar landheigi. Iiins vegar hefur enn ekki verið uppiýst til hvaða ráða rikisstjórnin hvggst gripa, en i orðscndingunni scgir að islend- ingar muni eftir sem áöur ver-ja landheigina eftir mætti. SÍLD- VEIÐI- BANN FRÁ 1. DES. Frá og með 1. desember n.k. eru allar síldveiðar islenzkra skipa hér við land bannaðar, en áður hafði verið sett stopp á sild- veiðar islenzkra skipa i Norðursjó að sinni. I fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytinu segir m.a. þetta um bannið: „Þegar sildveiðar hófust sið- astliðið haust var ákveðið að leyfa veiðar á 7.500 tonnum af sild i hringnót, en gert ráð fyrir að reknetabátar veiddu um 2.500 tonn og að vertiðin stæði til 1. des- ember. Nú er svo komið, að hringnótabátar hafa veitt tölu- vert umfram 7,500 tonn og fyrir- sjáanlegt er, að reknetabátar munu ná 2.500 tonnum nú á næst- unni og hefur ráðuneytið þvi tekið þessa ákvörðun um algert bann við sildveiðum. Jafnframt skal á það bent, að þegar hefur verið saltað upp i alla sölusamninga og að sildin, sem nú veiðist, er ekki góð til söltunar vegna litils fitu- magns.” FRÉTT ALÞÝÐUBLAÐSINS ÝTIR UNDIR HÖRKU í VIÐSKIPTUM VIÐ BR0TAMENN Eins og Alþýðublaðið skýrði frá i gær, þá stóð til að setja lausan af Litla-Hrauni sibrota- mann, sem á yfir sér 2ja ára fangelsisdóm, en gat frestað framkvæmd hcgningarinnar með þvi að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Nú hefur Alþýðu- blaðið liins vegar fregnað að yfirvöld hafi gripið i taumana og úrskurðar mann þennan i gæzluvaröhald unz hæstiréttur hefur fjallað um mál hans, enda cr það ekki forsvaranlegt, eins og Alþýðublaðiö sagði i gær, að sleppa afbrotamönnum af þcssum tagi lausum á varnar- lausa borgarbúa, cn þessi maður gcrir t.d. mikið af þvi að brjótast inn i ibúðir. Alþýðublaðið fregnaði það siðla i gær, að maður þessi hefði ekki verið látinn laus, eins og til stóð, heldur verið úrskurðaður i gæzluvarðhald. Hafði blaðið þá samband við yfirsakadómara Haildór Þorbjörnsson, en vegna þess, hve seint blaðið fregnaði af úrskurðinum náðist fyrst i Halldór á heimli hans eftir vinnudag. Halldór vildi ekkert tjá sig um málið, og vildi hvorki játa né neita að viðkomandi maður væri laus eða ekkki. Kvaðst hann ekki vera til viðræðu um þetta mál, fyrr en aö morgni. Alþýðublaðið hefur þó sannfregnað, að maðurinn hafi verið úrskurðaður, og ef svo er þá hefur mikilvægum áfanga verið náð i baráttunni gegn þeim fáu mönnum, sem fremja meginhluta allra glæpa hérlendis, hinum svokölluðu sibrotamönnum. Er vonandi að hér sé um stefnumörkun að ræða hjá hinu opinbera og hér eftir geti siafbrotamenn af þessu tagi ekki fengið sig lausa og þar með tækifæri til lögbrota. aðeins með þvi að áfrýja dómum sinum. SAGA Sl- BR0TAMANNS J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.