Alþýðublaðið - 26.11.1975, Side 3
Steffnuliós
Helgi Skúli Kjartansson skrifar
Að vökva akra
listarinnar
Fyrir nokkru las ég skel-
egga blaðagrein um málefni
Listasafns rikisins, sem höf-
undur taldi komin i óvænt efni,
bæði vegna rangrar stjórnar
og þó sér i lagi fjárskorts.
Meðal annarra úrræða bendir
hann á tvær athyglisverðar
fjáraflaleiðir: Að fella niður
listamannalaun til myndlist-
armanna og auka að þvi skapi
fjárveitingu til listasafnsins,
og að selja verulegan hluta af
málverkum safnsins,
abstr aktmy ndir og
expressjóniskar.
Tillagan um málverkasöluna mun að
vtsu stafa af andúð greinarhöfundar á
þeim listastefnum, er safnið hefur mesta
rækt lagt við. Honum finnst safnið eiga að
leiörétta mistök sin við val verka til
kaups. Um þetta skal ég engan dóm fella.
En ég hygg að annað sjönarmið geti einn-
ig réttlættþaðaðverk séu seid úr safninu.
A tslandi er talsvert liflegur markaður
fyrir myndlist. Markaður, sem veitir
nokkrum fjölda listamanna viðunandi at-
vinnu. (Galli er það kannski, hve mjög
þessi markaður er bundinn við málverk,
og væri þörf aðgerða til að koma öðrum
greinum myndlistar til vegs, heimildin til
listskreytingar opinberra bygginga er
gott skref i áttina, en látum þetta liggja á
milli hluta að sinni.) En eftirspurnin eftir
listaverkum stýristmeira en litiðaf tizku,
jafnvel svolitlu snobbi, og ekki sizt af fjár-
festingarsjónarmiðum, sem taka
meiramark á góðunafni(og hæfilegri tölu
litborinna fersentimetra) en einstaklings-
smekk f járfestandans. Þess vegna er það
talsvert undir hælinn lagt, jafnvel fyrir
ágætan málara, sem ekki á i neinum
vandræðum með að hafa upp úr list sinni
þokkalegar ævitekjur, hve mörg ár hann
þarf að biða þess að markaðurinn viður-
kenni hann og myndir hans fari að renna
út. Eina bótin er sú, að stöku fjárfestend-
ur hafa sjálfstraust til að giska á, hvaða
ungir menn muni siðar stiga i verði, og
kaupa þvi af þeim. Nú væri ekki svo vit-
laust að Listasafn rikisins bættist i þenn-
an gagnlega hóp spekúlanta og keypti dug
lega af ungum listamönnum, sem þættu
vænlegir til afreka — og þá væntanlega til
frama á hinum almenna markaöi. Þetta
gæti orðið listamönnunum verulegur
stuðningur á þeim tima, sem þá munaði
mest um hann, og ekki má ætla annað en
forráðamenn listasafnsins séu jafnan
manna hæfastir til að meta hvar sann-
gjarnt sé og skynsamlegt að slikur stuðn-
ingur komi niður.
Nú á listasafnið ekki aðeins skyldum að
gegna við listamenninga, heldur einnig —
og það framar öllu — við eigendur sfna,
þjóðina, og þær skyldur felast ekki sizt i
þvi að safnmunirnir sýni sem gleggstan
þverskurð af þróun islenzkrar myndlist-
ar. Það hæfir ekki þessu markmiði að
safnið eigi fyrst og fremst æskuverk frá
hendi hvers listamanns. Þvi yrði safnið,
ef það færi að kaupa i stórum stil af ung-
um listamönnum og upprennandi, að selja
aftur hluta þeirra verka til að geta einnig
keypt nauðsynlega sýnisgripi af list hinna
eldri.
Fjárhagslega kæmi þetta þannig út, að
safnið þyrfti jafnmikla peninga eftir sem
áður til að sinna safnhlutverki sinu, eign-
ast til frambúðar valin dæmi um islenzk
listaverk, en til að gegna nýja hlutverk-
inu, að kaupa umframmagn af verkum
ungra listamanna (sumra — ungur aldur
einn sér gæfi mönnum engan rétt til aö
pranga hverju sem er inn á safnið), þyrfti
að útvega i eitt skipti f jármagn, sem siðan
myndi ávaxtast i listaverkunum og von-
andi vaxa með timanum.
Hin tillagan, sem ég gat um áðan, að
veita frekar fé til íistasafnsins en til lista-
mannalauna, er eiginlega sjálfsagðari en
svo að um hana sé mörgum oröum eyð-
andi. Fyrir listamann, sem erfitt á með að
selja verk sin, eru kaup listasafns á engan
hátt verri stuðningur en listamannalaun,
en hinir, sem farnir eru að seljast svo vel
að þeim sé litill akkur i nýjum kaupanda,
þurfa ekki stuðnings við.
Reyndar má segja hið sama eða svipað
um flestar listgreinar: Með listamanna-
laununum er kannski verið að gera eitt-
hvert gagn, en þá örugglega gagn, sem
miklu betur væri hægt að gera á annan
hátt. Það má efla myndlist með þvi að
kaupa listaverk, leiklist með þvi að
styrkja leikhilsin og leikflokkana, danslist
með þvi að veita fé til dansflokksins, tón-
list með þvi að kaupa verk til flutnings i
útvarpi eða á tónieikum, og þannig mætti
áfram telja. Þar við bætist rekstur lista-
skólanna, námsaðstoð erlendis, og það
mikilvægasta af öllu, uppeldi væntan-
legra listnjótenda i skólum landsins. Allt
eru þetta miklu verðugri verkefni en út-
hlutun listamannalauna og annarra
áþekkra styrkja. Ef styrkjakerfiö á sina
réttlætingu á einstökum sviðum (starfs-
styrkir rithöfunda?) þá má halda eítir ein
hverjum öngum af þvi, en umfram allt
ekki núverandi fyrirkomulagi, þar sem
metnaöur og viðurkenningarsjónarmið
verða svo rik að litið verður hugsað um,
hvernig peningarnir komi raunverulega
aö gagni.
# «
f rettaþraðurinn
Dagsími til kl. 20: 81866
Kvöldsími 81976
Þessi mynd var tekin i sumarbyrjun þar sem nú stendur hiö
mikla mannvirki Kröfiu virkjunar.
Áætlanir um Kröflu standast
Sl. föstudag var fréttamönnum
boöið að skoða framkvæmdir við
Kröflu,en nú er lokið viö að gera
stöðvarhúsiö fokhelt. Þetta hús er
er um 30 þús. rúmmetrar eða
fimmtungi minna en Hótel Saga.
Við þetta tækifæri flutti Jón G.
Sólnes ávarp þar sem hann
þakkaöi starfsmönnum vel unnin
störf og kvaðst vera bjartsýnn á
að áætlanir um að hefja raf-
magnsframleiöslu i árslok 1976
stæðust. Samkvæmt áætlun sem
ráögjafafyrirtæki Kröflunefndar
skiluðu I april siðastliönum var
talið að þetta yrði unnt ef stöövar-
húsiö yrði fokhelt fyrir veturinn
1975/76, svo aö vinna innanhúss
gæti farið fram um veturinn.
Ráögjafaverkfræðingarnir
skiluðu áliti til nefndarinnar um
val verktaka þann 17. mai sl. og
var samdægurs gengið til sam-
ninga við Miðfell hf. Aðalákvæði
samninganna var aö stöðvarhúsið
yrði steypt upp og gert fokhelt
fyrir októberlok, en það hefur
dregizt þennan tima vegna
ýmissa atvika.
Stöðvarhúsið er nú uppsteypt
og þak komið á. Húsið er eins og
áður sagði um 30 þúsund
rúmmetrar. Verður nú unnt aö
vinna af fullum krafti innanhúss i
vetur og hefst niðursetning vél-
búnaðar og raftækja i febr. á
næsta ári. Verkið hefur að sögn,
gengið mjög vel og er það ekki
sizt þakkað þvi að verktakar i S-
Þingeyjarsýslu og frá Húsavik
hafa unnið að verkinu og séð um
ýmsa veigamikla þætti þess.
Langmestur hluti mannafla sem
hefur verið við vinnu I sumar og i
haust eru menn úr héraði og frá
Húsavik.
Vegagerð rikisins hefur annazt
vegaframkvæmdir i Námaskarði
svo og lagningu Kröfluvegar upp
að virkjunarstað. Vega-
framkvæmdir i Námaskarði svo
og lagningu Kröfluvegar upp að
virkjunarstað. Vegafram-
kvæmdir i Námaskarði hafa
kostað Kröflunefnd um 54
milljónir króna.
Kostnaðaráætlun sú sem gerð
var i april sl., hljóðaði upp á
4.350 millj. Virðist hún ætla að
standast i öllum meginatriðum.
Búið er að gera bindandi kaup-
samninga um 94% af öllum
tækjabúnaði virkjunarinnar og er
verðið 1.850 millj. innan þeirra
marka sem áætlunin gerir ráð
fyrir. Þá bendir allt til að
byggingarframkvæmdirnar
sjálfar muni standast áætlun, en
höfuðlinur þeirra eru nú óðum að
skýrast.
Takið ykkur frí
og komið á fund
Samstarfsnefndin um verndun
landhelginnar, en aðilar að henni
eru Alþýðusamband Islands, Sjó-
mannasamband íslands, Verka-
mannasamband Islands, Far-
manna- og fiskimannasamband
íslands og Félag áhugamanna
um sjávarútvegsmál, ásamt full-
trúum frá þingflokkum Alþýðu-
bandalagsins, Alþýðuflokksins og
Samtakanna, beinir þeim ein-
dregnu tilmælum og áskorun til
landsmanna allra á sjó og landi,
að þeir taki sér fri frá störfum
n.k. fimmtudag og leggi með þvi
áherzlu á andstöðu sina gegn
hverskonar samningum við er-
lendar þjóðir um stórfelldar
veiðiheimildir innan fiskveiði-
landhelginnar.
Þá mun nefndin boða til úti-
fundar á Lækjartorgi i Reykjavik
kl. 2 e.h. á fimmtudag.
Útför Gunnars
gerð á morgun
Rikisstjórnin hefur ákveðið
með samþykki vandamanna
Gunnars Gunnarssonar, rithöf-
undar, sem lézt að morgni 22.
þ.m., að jarðarför hans fari fram
á vegum rikisins. Utförin verður
gerð á morgun frá Dómkirkjunni.
Athöfninni verður útvarpað.
Að ósk hins látna verður hann
jarðsettur i kirkjugarðinum i
Viöey.
Samstarf Rúnu
og
Bing & Gröndal
í gær bauð umboðsmaður
postulinsverksmiðjunnar Bing &
Gröndal, Karl K. Karlsson,
fréttamönnum að lita á fjölbreytt
sýnishorn af framleiðslu fyrir-
tækisins. Astæðan til þess var
meðal annars sú að islenzk lista-
kona, Sigrún Guðjónsdóttir.
RÚNA, hefur nýlega gert samn-
ing við fyrirtækið, sem mun
framleiða verk hennar, sem eru
m.a. veggskildir og keramiskar
veggmvndir. Sigrún hlaut fyrstu
verðlaun fyrir veggskildi sem hún
gerði i tilefni þjóðhátiðarársins.
en þjóðhátiðarnefnd '74 stóð fyrir
þeirri samkeppni, sem kunnugt
er.
Hið frábæra og mjög sérstaka
handbragð RÚNU leynir sér ekki
i verkum hennar. Ekki verður þó
sagt að listakonan sæki mikið af
fyrirmyndum i islenzkt þjóðlif.
Myndirnar eru fyrst og fremst
lýriskar en jafnframt klassiskar i
formi sinu. Hér er á ferö listakona
sem hefur tileinkað sér liststil,
sem virðist hafinn yíir þjóðleg
einkenni. Það sem öllu ræður er
lögmál listarinnar sjálfrar. Það
ætti þvi sizt að koma mönnum á
óvart þótt hið þekkta fyrirtæki B
& G hafi áhuga á að framleiða
verk þessarar listakonu.
Forráðamenn Bing & Gröndal
hafa lýst þvi yfir að islenzku þjóð-
hátiðarplattarnir væru upphaf að
framleiðslu á nýrri gerö vegg-
skjalda á vegum fyrirtækisins.
Var ekki einn af
fimm á förnum
Þau mistök urðu i blaðinu s.l.
laugardag að rangt var farið með
nafn og röng mynd birt af einum
þeirra, sem spurðir voru álits i
þættinum Fimm á förnum vegi.
Nafn Baldurs Dagbjartssonar
og mynd af honum birtist þar með
svari, þar sem þaö átti ekki að
vera, og er hann og lesendur
beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
Alþýðublaðið
0
Miðvikudagur 26. nóvember 1975.