Alþýðublaðið - 26.11.1975, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.11.1975, Qupperneq 4
Barnafata- verzlunin Rauðhetta Látið ekki verðbólguúlf- inn gleypa peningana ykkar, í dýrtíðinni. Vör- ur seldar með miklum afslætti, allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Litið inn og gerið góð kaup. Opið laugardaga kl. 10 til 12. Barnafataverzlunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1 — Simi 28480. /wm\ Hús til niðurrifs Digranesvegur 4 Tilboð óskast i húseignina Digranesveg 4, Kópavogi, sem á að brjóta niður og fjar- lægja fyrir 1. febrúar 1976. Húsið verður til sýnis kl. 2-4 e.h. fimmtu- dag 27. og föstudag 28. nóvember n.k. og verða tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, mið- vikudaginn3. desember n.k. kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 frá Sambandi ungra jafnaðarmanna C| Umsjón: O vJ f ^ Lárus Guðjónsson Til ungra jafnaðarmanna Sökum mikilla anna hefur SUJ-siðan ekki getað hafið göngu sina fyrr en nú. Það er miður þvi sjaldan hafa ungir jafnaðarmenn þurft jafn mikið á siðunni að halda, sem pólitisk- um tengilið og pólitisku gjallar- homi útávið. í þeirri stjórnar- farslegu rotþró sem núverandi rikisstjórn veður i, virðast all- ar aðgerðir stefna markvisst að þvi að gera brauðstrit verka- fólks enn erfiðara. Upp á slikt geta ungir jafnaðarmenn ekki horft. Slika rikisstjórn vilja ungir jafnaðarmenn feiga. Ung- um jafnaðarmönnum er þvi nauðsyn að styrkja baráttu sina með öllum tiltækum ráðum. SUJ-siðan vill þvi hvetja unga jafnaðarmenn til pólitiskrar baráttu með það markmið, að rétta úrkúguðum bökum verka- fólks. Og að lokum legg ég svo til að rikisstjórn Geirs Hall- grímssonar verði lögð i rússt. U tanríkismálanef nd SU J stof nuð Á siðasta þingi SUJ sem hald- ið var á Akranesi, samþykkti þingið nýja lagagrein um stofn- un utanrikismálanefndar SUJ. Nefndina skipa fimm menn sem kjörnir eu á reglulegu þingi SUJ. I nefndinni eiga nú sæti: Gunnlaugur Stefánsson, Hafn- arfirði, sem er for- formaður nefndarinnar. Guð- mundur Bjarnason, Reykjavik, Guðmundur Árni Stefánsson, Hafnarfirð.i, Tryggvi Jónsson, Reykjavik og Harpa Agústs- dóttir, Akranesi. Aðalverkefni nefndarinnar er að framfylgja stefnu SUJ i utan- rikismálum, og undirbúa og á- kveða fulltrúa á ráðstefnur er- lendis. Auk þess á nefndin aðild að eflingu alþjóðasamstarfs SUJ og hafa með höndum sam- starf SUJ við þær hreyfingar innanlands er starfa að utan- rikismálum. Utanrikismálanefndin hefur þegar tekið til starfa og vinnur að fjölmörgum verkefnum. Eftirfarandi ráðstefnur erlendis hefur SUJ tekið þátt i siðan SUJ þing var haldið, en utan- rikismálanefndin undirbjó þátt- töku Sambandsins i þeim. Þing, FNSU, Sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlönd- um, haldið i Hangö i Finnlandi. Frá SUJ tóku þátt i þinginu þeir Garðar Sveinn Arnason, Gunn- laugur Stefánsson, Guðmundur Bjamason, Árni Hjörleifsson og Tryggvi Jónsson. Ráðstefna IUSY, alþjóðlegt samband ungra jafnaðar- manna, sem haldin var i European youth Centre i Strass- bourg dagana 2.-8. nóvember. Ráðstefnan fjallaði um út- gáfumál og fjölmiðla. Frá SUJ tóku þátt i ráðstefnunni þeir Jónas Guðmundsson og Guð- mundur Björgvinsson. Ráðstefna sem ungpólitisku samböndini Finnlandi héldu, og fjallaði um jafnréttismál kynj- anna með sérstöku tilliti til stöðu karlmannsins i þjóðfélag- inu. Ráðstefnan fór fram i Hel- sinkidagana 15,—17. nóvember. Frá SUJ tók Harpa Ágústsdóttir þátt í ráðstefnunni. Gunnlaugur Stefánsson: Á FNSU þingi í Finnlandi Annað hvert ár koma ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum saman til aðalþings FNSU. FNSU eða Samband ungra Jafnaðarmanna á Norðurlönd- um hélt að þessu sinni sitt 7. þing dagana 30. okt.—2. nóv. i Hangö i Finnlandi. Þingið sóttu 135 fulltrúar, þar af fimm ís- lendingar. höfum >pnað í nýju húsnæði Mikið gólfteppaúrval Akveðið hafði verið áður en þingið hófst, að þingið einbeitti kröftum sinum sérstaklega að fimm málaflokkum, þ.e. jafn- rétti kynjanna, orkumálum, viðskiptum þróaðra- og þróunarlanda, fjölþjóðafyrir- fyrirtækjum og starfsmálum FNSU næstu tvö árin. Þing- ið fór að mjög miklu leyti fram i nefndarstörfum þar sem f jallað var um ofangreinda málaflokka. Þau grundvallar- sjónarmið er allar tillögur þingsins mótuðust af voru, að við lifum í þjóðfélagi er stjóm- ast af auðvaldi og yfirstétt, þar sem allir launþegar verða að heyja harðvitugt strið við yfir- stéttina, til að geta notið sjálf- sagðra lifsréttinda. Það var þvi álit þingsins að jafnaðarmönn- um sé það nauðsynlegt að tengj- ast enn sterkari böndum, og hefja nýja sókn i þágu alþýð- unnar gegn auðvaldi kúgun og misrétti.— Um þessi grundvall- aratriði rikti algjör eining. Þingið samþykkti i einu hljóði sterkorðaða stuðningsyfirlýs- ingu við okkur Islendinga I land- helgismálinu, og fagnaði út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Þá fordæmdi þingið pólitiskar ofsóknir spænskra stjórnvalda gegn saklausu alþýðufólki á Spáni. Krafðist þingið þess, að allir pólitiskir fangar á Spáni verði látnir lausir þegar i stað, og að pólitiskum ofsóknum verði hætt. Þingið samþykkti mjög ýtarlega starfsskýrslu fyrir nýkjörna stjórn FNSU og ætlar stjórnin sér að leggja áherzlu á pólitiska eflingu FNSU á öllum sviðum stjórn- mála. Núverandi fulltrúar SUJ i stjórn FNSU eru þeir Gunnlaug- ur Stefánsson og Sigurður Blöndal. Þetta þing FNSU sannfærði islenzku fulltrúana um það, að SUJ verður að leggja á það á- herzlu að efla alla starfsemi sina innan samtakanna. Ýmsar ástæður hafa legið þvi til grund- vallar, að þátttaka okkar I starfi FNSU hefur verið ónóg. Utan- rikismálanefnd SUJ hefur á- kveðið sem eitt af sínum megin- verkefnum að styrkja og efla þátttöku SUJ innan FNSU. I þvi sambandi skal þess getið, að FNSU þingið veitti SUJ það verkefni að undirbúa og gera tillögur að samstarfsskipulagi fyrir hreyfingar ungra jafnað- armanna I Færeyjum og Græn- landi. Að því verkefni vinnur ut- anrikismálanefnd SUJ og mun kynna tillögur sinar stjórn FNSU svo fljótt semmögulegt verður. TEPPABtJÐIN Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði Til leigu er geymsluhúsnæði á jarðhæð i Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Upplýsingar á Hafnarskrifstofunni. Hafnarstjórinn i Reykjavik liW Alþýöublaðiö Miövikudagur 26. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.