Alþýðublaðið - 26.11.1975, Síða 5
MINNING
Guð-
mundur
Kristjáns-
son
Við upphaf fundar i bæjarstjórn
Isafjarðar fimmtudaginn 6.
nóvember sl. minntist forsetinn,
Jón Baldvin Hannibalsson,
Guðmundar Kristjánssonar,
fyrrv. bæjarfulltrúa og skrif-
stofustjóra Rafveitu tsafjarðar,
með eftirfarandi orðum:
Þann 4. þ.m. lézt i Reykjavik,
eftir langa sjúkdómslegu,'
Guðmundur Kristjánsson, fyrrv.
bæjarfulltrúi og starfsmaður ísa-
fjarðarbæjar og Rafveitu tsa-
fjarðar. Hann var 82 ára að aldri.
Guðmundur fæddist 23. jan.
1893. Foreldrar hans voru Sigrið-
ur Þórðardóttir og Kristján Július
Ólafsson skipstjóri að Meirigarði
i Dýrafirði.
Guðmundur stundaði nám við
Núpsskóla árið 1908—1909 undir
handleiðslu séra Sigtryggs Guð-
laugssonar. Búfræðiprófi frá
Hvanneyri lauk hann árið 1913.
Hann gerðist kennari i Þingeyr-
arhreppi og Súðavik á árunum
1914—1917 og siðar stundakennslu
við Barnaskóla ísafjarðar
1922—25.
Hann gekk i þjónustu Isafjarð-
arbæjar sem verkstjóri árið 1924
og gegndi þvi starfi til 1936 en þá
tók hann við skrifstofustjórastárfi
hjá Rafveitu Isafjarðar.
Guðmundur gegndi margvis-
legum öðrum félags- og trúnaðar-
störfum i þjónustu samborgara
sinna. Hann var erindreki Stór-
stúku Islands 1924—27, form.
Byggingarfélags verkam.
1934—46, formaður verkalýðsfé-
lagsins Baldurs 1949—55, form.
Félags opinberra starfsmanna á
tsafirði 1954—63 svo að nokkuð sé
nefnt.
Hann gat sér hið bezta orð i um-
deildu og erilsömu starfi bæjar-
verkstjóra, sérstaklega fyrir frá-
bæra reglusemi og snyrti-
mennsku. Málefnum R.l. sýndi
hann mikinn áhuga frá upphafi,
svo sem bezt má marka af þvi að
hann hefur ritað sögu hennar, og
þannig borgið frá gleymsku
merkum kafla i framkvæmdar-
sögu Isafjarðar.
Guðmundur var eindreginn
jafnaðarmaður að lifsskoðun.
Hann var einn úr þeim vaska hópi
forvigismanna Alþýðuflokksins,
sem á millistriðsárunum gerðu
garðinn frægan, og skópu Isafirði
nafnið „Rauði bærinn” i vitund
samtimamanna. Þeirra manna
er jafnan gott að minnast.
Guðmundur var varabæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins 1934—1938 og
bæjarfulltrúi 1950—1954 og bæjar-
ráðsmaður um skeið.
Arið 1915 kvæntist Guðmundur
eftiriifandi konu sinni, Láru Ingi-
björgu Magnúsdóttur og varð
þeim 8 barna auðið. Af þeim eru 5
nú á lifi.
Við þökkum Guðmundi störf
hans i þágu okkar byggðarlags og
sendum ekkju hans og aðstand-
endum okkar einlægustu sam-
úðarkveðjur.
Hver vegna er engin
verðbólga í KÍNA?
Kínversk blöð og tíma-
rit hafa skrifað í vaxandi
mæli um verðbólgu í
Vesturlöndum og bent um
leið á yfirburði kommún-
ismans. Lönd kapítalism-
ans búa nú við mestu
verðbólgu frá því heim-
styrjöldinni síðari lauk,
en hagvöxtur Kína vex
stöðugt og kaupmáttur
gjaldmiðilsins eykst.
Verðlag hefur verið stöð-
ugt í landinu í tuttugu ár.
Sumar vörur og þjónusta
hafa lækkað s.s. tækni-
vélar, lyf og ferðalög.
Verð lyf ja er nú 1/5 þess,
sem það var 1950. Kostn-
aður við vatn, rafmagn,
póst og opinbera þjónustu
hef ur verið lágur og stöð-
ugur. Húsaleiga er t.d.
aðeins 3—5% af tekjum
verkamanns.
Hvernig hefur kinverskum
yfirvöldum tekizt að halda verð-
laginu stöðugu? Þeir segja
sjálfir, að „sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarréttur séu þau bylt-
ingarlegu grundvallareinkenni,
sem kinverski gjaldmiðillinn
hvili á” og að þessi stjórnmála-
stefna hafi orðið til á byltingar-
árunum um 1930. Hvað er átt við
með þessu?
Eftir 1949 voru öll forréttindi
erlendra fjárfestinga afnumin i
Kina og allt „skriffinnskubákn
hins kapitaliska peningaveldis”
gert upptækt. Eftir þann tima
hefur Alþýðulýðveldið haft fljót-
andi gengi. Þannig hefur gengið
i London og New York engin
áhrif haft á gengi kinversks
gjaldmiðils. Eftir 1960 fór traust
manns á þessum gjaldmiðli
vaxandi og nú eru rúmlega 80
riki, sem hafa ákveðið gengi á
kinverskri mynt i viðskiptum.
SKIPULAGÐUR
SÓSIALISKUR EFNAHAGUR
Strangt rikiseftirlit var tekið
upp i marz 1950 á þjóðártekjum
og -útgjöldum, bankastarfsemi
og vöruafhendingu. Þannig
komst jafnvægi á tekjur og út-
gjöld rikisins og fjármagn
bankanna o.s.frv. Þá hófst
einnigsmám saman sú atburða-
rás, að allar eignir urðu rikis-
eign. Með þvi komst bæði land-
búnaður og iðnaður undir eina
stjórn — rikisins. Markmið
efnahagsþróunarinnar var „að
þróa efnahaginn og tryggja
birgðir” og um leið að hafa
„landbúnað sem undirstöðu en
iðnaðinn sem framþróun”. Með
þetta markmið i huga hefur
kornuppskeran aukizt 'úr 110
milljónum tonna fyrir bylting-
una i 250 milljón tonn nú. Fram-
leiðsla baðmullar, sykurs, tes,
tóbaks, kjöts, fisks, grænmetis,
pappirs, lyfja, hjóla, saumavéla
o.s.frv. hefur aukizt um 1200%.
Kinverjarnir telja, að þetta sé
efnahagslega undirstaðan undir
langvarandi stöðuleika gengis
kinverskrar myntar.
Verð iðnvarnings og land-
búnaðarafurða er ákveðið og
með þvi fylgzt af rikinu og þar.
gilda ekki „lögin” um framboð
og eftirspurn. Þannig hefur ver-’
ið komið i veg fyrir verðbreyt-
ingar, með fallandi verði, þegar
offramboð er og hækkandi
verði, þegar skortur er á ein-
hverju.
Framleiðsluaukningin hefur
leitt til vaxandi birgðasöfnunar
og hefur hún fjórfaldazt frá 1965
til 1974. Hvert Yuan (kinverska
myntin), sem fer i umferð hefur
þvi fjórfalt vörugildi skv. kin-
verskum stjórnvöldum. Þetta er
lykillinn að tryggum efnahag
auk skipulagðrar vörudreifing-
ar.
JAFNVÆGI MILLI
TEKNA OG GJALDA
Annað, sem er mikilvægt til
að halda tryggu gengi er að
halda jafnvægi milli tekna og
gjalda rikisins, þegar um er að
ræða alþjóðlegar greiðslur.
Halli á efnahag rikisins hefur
bein áhrif á kaupkraft og pen-
ingaveltu. 90% rikisteknanna i
Kina er fjármagnsmyndun hjá
rikisreknum fyrirtækjum. Út-
gjöldin fara aðallega til fram-
þróunar Alþýðulýðveldisins.
Skipting og notkun fjármagns
rikissjóðs er byggð á nákvæm-
um könnunum og samtimis hug-
myndarikum aðferðum til að
nota öll gæði landsins. Hluti út-
gjaldanna fer lika til kauphækk-
ana.
Þannig er einnig jafnvægi i al-
þjóðlegum útgjöldum og tekjum
Alþýðulýðveldisins. Með þvi er
sagt, að áætlanir um útflutning
og innflutning auk efnahagsað-
stoðar til fátækari landa eru
byggðar á hagvexti landsins,
hvað það þarfnast og hvað það
getur boðið. Þetta hefur það i
för með sér, að greiðslugeta
Kina er óhagganleg.
ÞJÓÐIN SPARAR
önnur staðreynd, sem eykur
öryggi kaupmáttar og vaxandi
fjárfestingargetu er vaxandi
áhugi kinversku þjóðarinnar á
að leggja peninga fyrir. Svo til
allir Kinverjar leggja peninga i
banka og sú upphæð eykst ár frá
ári eftir þvi, sem lifskjörin
verða betri. Og það þó að vextir
hafi farið silækkandi (nú ca
3%). Það er mikilvægt að leggja
áherzlu á það, að margir nota
bankann i trausti þess, að þeir
séu með þvi að hjálpa til að
byggja upp landið. Það iiggur i
augum uppi, að þegar þjóðin
sparar svona safnast saman
veruleg upphæð, sem bankar og
riki geta notað til aukinna
framkVæmda.
Ef rætt er við eldri Kinverja
tala þeir stundum biturlega um
verðbólguna i gamla þjóðfélag-
inu, þegar peningaseðlarnir
voru loksins ekki virði pappirs-
ins, sem þeir voru prentaðir á.
Þetta fólk litur á hrisgrjóna-
óeirðirnar og baráttuna gegn
spillingunni sem „martröð, sem
aldrei má gieymast”, heldur
ber að skýra ungu kynslóðinni
frá.
GETUM VIÐ GLEYMT ?
Rannsóknir á eðli minnisins og
starfsemi þess hluta heilans er
mjög flókið viðfangsefni og
mörgum undirstöðuatriðum alls
ekki svarað enn. Menn hafa t.d.
ekki minnstu hugmynd um það,
hvernig heilinn man vissa at-
burði, virðist hafa gleymt þeim,
en getur við viss tækifæri og þeg-
ar þörf krefur grafið upp löngu
gleymda atburði.
Við munum oft ómerkilegustu
atvik vel, en jafnvel mikilvægir
hlutir geta gleymzt frá degi til
dagsog við vitum afar vel, að við
vitum þetta, þó að viðmunum það
ekki i bili.
Læknar og sálfræðingar, sem
fylgjast með minnisatriðum
manna hafa heldur fátt að halda
sig við, en gert er ráð fyrir, að at-
burðir þeir sem fólk man eftir,
skilji eftir sig breytingar í heilan-
um, „minnisrák”.
Menn hafa einnig neyðst til að
viðurkenna svokallaða minnis-
örvun, sem geymir i sér þær upp-
lýsingar i meðvitund einstakl-
ingsins, sem er orsök þess, að
vissar upplýsingar koma skyndi-
lega fram i huga manns. Því er
það sem kannanir á minni
mannsins eru grundvallaðar á
þeirri staðhæfingu, að við munum
atburð ef samtimis kemur minn-
isrák i heilann og minnisörvun, en
rannsóknirnar sjálfar beinast
annað hvort að eðli minnisrákar-
innar eða vixlverkunar milli
minnisrákar og minnisörvunar.
I einstaka tilfelli hefur reynzt
unnt að sýna hreinlega tilvist
minnisrásar með þvi að flytja
efni úr heilanum og þar með vit-
neskju milli dýra.
Hafi ormar t.d. lært að skriða
inn i bjartar holur er unnt að
flytja þessa vitneskju til orms,
sem étur hinn orminn I sam-
þjappaðri mynd og það hefur
komið i ljós, að minnisefnið i
þessu tilfelli er ákveðin gerð af
RNA-sameindum (litil litninga-
sameind), sem breyta liferni
ormanna eftir að þeir hafa fengið
efnið.
Þær rannsóknir og aðferðirnar,
sem notaðar eru, þegar heili
mannsins og minni hans er kann-
að, eru þó ekki sliks eðlis og bein-
astyfirleitt að gleymsku, skorti á
þeim hæfileika að muna atburði,
sem fólk mundi áður fyrr. Þetta
getur átt sér tvennskonar orsakir,
annað hvort hefur minnisrákin
breytztog upplýsingarnar eru þvi
ekki lengur fyrir hendi eða minn-
isrákin er enn fyrir hendi, en
meðvitaðar aðstæður einstakl-
ingsins hafa breytzt svo mjög, að
einstaklingurinn hefur ekki leng-
ur aðgang að minningunni.
Við vissar tilraunir eru full-
orðnir, venjulega gefnir menn
beðnir um að leggja á minnið viss
orð. Ekkert orðanna i sjálfu sér er
orð, sem mennirnir hafa ekki
heyrt áður, en notkun ákveðins
orðs i tilraunaskyni skapar engu
að siður nýtt fyrirbæri, atburð,
sem er ekki á minnissviði til-
raunamannsins og þannig er auð-
velt að skera úr um það, að hve
miklu leyti menn geta lagt hluti á
minnið.
Endel Tulving og Michael
Watkins sýndu t.d. fólki þvi, sem
þeir gerðu rannsóknir sinar á
orðalista, sem annað hvort voru
tengdir (gelt-hundur) eða rim-
aðir (mynd-synd) og báðu fólkið
um leið að leggja siðasta orðið á
minnið. Þegar minnisprófunin
var siðar gerð fengu tilraunaper-
sónurnar ábendingu svo sem
„gelta á við....” eða „mynd rimar
við...”. Það kom i ljós, að fólkið
mundi 74% af orðatengslunum en
54% af orðunum, sem rimuðu. 1
siðari hluta rannsóknanna fengu
tilraunapersónurnar ábendingar,
sem ekki höfðu verið með i fyrri
hlutanum... og það furðulega
gerðist, að þeir mundu um 30% af
þeim orðum, sem þeir höfðu
gleymt.
I.L. Light veitti sama fyrirbæri
athygli, þegarhann gerði tilraun-
ir með að láta fólk muna ákveðin
orð, sem annað hvort voru borin
fram ein sér eða sem hluti setn-
ingar. Án allra ábendinga mundi
fólkið um 32% sérstæðu orðanna
og 18% orðanna, sem skorti i
setningarnar, en við ábendingar
um samnefni og annað slikt varð
minnið allt að 90%.
Það eru aðallega tilraunir af
þessari tegúnd, sem hafa orðið til
þess, að sálfræðingar hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, aðgleymska
orsakist ekki svo mjög af eyði-
leggingu minnisrákarinnar held-
ur af breytingum á ytri aðstæðum
einstaklingsins.
Það er þannig mjög erfitt að út-
skýra, hvernig unnt er að bæta
minni manna, ef svo væri, að
minnisrákin hyrfi gjörsamlega,
en það er aftur á móti auðskilið að
breytingar á umhverfi einstakl-
ingsins eru frumástæða þess, að
unnt sé að „lesa” minnisrákina.
Aðeins á grundvelli ábendinga-
fyrirkomulagsins sést, að það er
mögulegt að útskýra allskonar
minnisfyrirbrigði, sem áður voru
skýrð með flóknum fræðikenn-
ingum og þvi er það aðalkenning-
in i dag.
Við tilraunir þar sem manni
var sýndur langur orðalisti kom i
ljós, að hann mundi alltaf fyrst
siðasta orðið, en sjaldnast allan
listann og til að útskýra þetta
komu sálfræðingar með kenningu
sem kallast „tveggja-deilda”
kenningin.
Menn imynduðu sér, að orðið
færi fyrst inn i litla deild, sem
hefði takmarkað geymsluþol og
þaðan annað hvort i aðra deild,
sem væri stærri og varanlegri eða
það týndist blátt áfram eftir þvi
sem fleiri orð streymdu að og
samkvæmt þessari kenningu er
orsökin sú, að orðin komust ekki
inn á hinn varanlega geymslustað
fyrir of hraðri sendingu nýrra
orða. Það er þó ekki i samræmi
við þessa kenningu, að tilrauna-
persónan man „gleymdu” orðin,
ef hún fær ábendingu og þess
vegna hafa margir hætt við
„tveggja-deilda” kenninguna og
hallast heldur að „ábending-
ar-kenningunni”.
Hún er þess efnis, að minnis-
rákin sé mjög fljót að myndast,
en að aðgangurinn að henni fari
eftir upplýsingamöguleikum um-
hverfisins og þá mjög eftir ddlj-
anleika orðsins. Við tilraunirnar
var umhverfinu breytt i sifellu og
skv. „ábendingakenningunni”
gleymdust orðin i hlutfalli við
það.
Rannsóknir á hæfileikum
manna til að þekkja aftur orð
hafa orðió til þess, að margir sál-
fræðingar lita á minnið, sem tvi-
þættan feril.
I einkennandi rannsóknum á
minnisgetu er tilraunapersónan
látin sjá, lesa eða hlusta á orða-
lista og siðan beðin um að benda á
sömu orð i enn lengri oröalista.
Hér þekkti hún oft fleiri orð, en
hún mundi eftir og sálfræðingarn-
ir telja þvi, að það sé auðveldara
að rifja upp en muna. Það er þvi
gert ráð fyrir, að endurþekking sé
fyrst og fremst að taka afstöðu til
einhvers, en upprifjun orðalista
sé að muna möguleg listaorð eftir
minnisrákum og skv. þessari
kenningu hefur umhverfi til-
raunapersónunnar engin áhrif á
getu hans til upprifjunar.
Tulving og Thomson hafa hins
vegar kollvarpað þessari kenn-
ingu með tilraunum þar, sem til-
raunapersónan fékk 24 orðapör og
var beðin um að muna siðasta
orðið i hverju orðapari. Næst fékk
hún orðalista með 24 orðum, sem
minntu mjög á siðasta orðið i
orðapörunum og af hverjum
þessara 24 orða tókst honum að
Framhald á bls. 11.
Alþýðublaðið
Miðvikudagur 26. nóvember 1975.