Alþýðublaðið - 26.11.1975, Side 9
Hjá sumum liðunum rúlla peningarnir hraðar en boltinn
ERU STÓRU FÉLÖGIN AD
KAUPA SÉR VELGENGNI?
Flest hinna t)2. félagsliða i hinum fjórum deildum
i Englandi i dag eru rekin með tapi. Ástæðan fyrir
þvi er tviþætt. í fyrsta lagi hefur enska landsliðinu
gengið illa að undanförnu. Knattpyrnuáhangend-
urnir i Englandi hafa verið vanir góðum árangri, en
þegar landsliðið bregst, þá er það segin saga að fé-
lagsliðunum gengur erfiðar að trekkja áhorfendur
Eins og gefur að skilja þá hafa
þessi stóru félagslið mun meiri
peninga úr að spila, enda öll rek-
in, eins og hvert annað viðskipta-
fyrirtæki. Þessi félög eyða gifur-
lega háum peningaupphæðum i
kaup á leikmönnum. Það er að-
eins um það bil eitt ár siðan að
leikmenn voru keyptir fyrir
geysilegar fjárfúlgur i Englandi,
en nú siðasta árið hafa 1. deild-
arfélögin dregið aðeins úr kaup-
um á leikmönnum, sem kosta
mikið, og þótti sumum tími til
kominn. Það er álitið t.d. aö
ensku 1. deildarfélögin hafi verzl-
að með leikmenn frá vorinu 1970
Kaup og sölur frá 1970
Félög Kaup Sala
ARSENAL V 700.000 905.000
ASTON VILLA 635.000 405.000
BIRMINGHAM 940.000 595.000
BURNLEY 110.000 1225.000
COVENTRY 915.000 810.000
DERBY 970.000 310.000
EVERTON 1655.000 1180.000
IPSWICH 270.000 515.000
LEEDS 440.000 320.000
LEICESTER 968.000 660.000
LIVERPOOL 905.000 365.000
MANCHESTER C 1230.000 740.000
MANCHESTER U 1995.000 790.000
MIDDLESBROUGH 210.000 70.000
NEWCASTLE 1360.000 475.000
NORWICH 1005.000 545.000
QUEENS P R 910.000 615.000
SHEFFIELD U 405.000 360.000
STOKE 960.000 70.000
TOTTENHAM 480.000 438.000
WEST HAM 888.000 615.000
WOLVES 360.000 380.000
Allar upphæöir eru i sterlingspundum.
Hvað kosta liðin í dag?
1. Manchester C. .................. £ 1.415.000
2. Evert-on ...................... » 1.275.000
3. Derby........................... » 1.190.000
4. Newcastle .................... » 1.185.000
5. Leicester ...................... » 1.082.000
6. Stoke .......................... » 1.005.000
7. Birmingham ..................... » 985.000
8. Liverpool ...................... » 950.000
9. Manchester U ................... » 920.000
10. QPR .......................... » 810.000
11. Tottenham ........v............. » 782.000
12. Coventry ................... ... » 705.000
13. Norwich ........................ » 690.000
14. West Ham........................ » 683.000
15. Aston Villa .................. » 625.000
16. Leeds........................... » 565.000
17. Sheftield U .................... » 565.000
18. Arsenal ....................... » 530.000
19. Wolves ....................... » 495.000
20. Burnley ...................... » 327.000
21. Middlesbrough .................. » 270.000
22. Ipswich ........................ » 220.000
Þetta kostuðu ensku 1. deildarliðin við
upphaf þessa keppnistímabils.
aö leikjum liðanna, einkum þó í lægri deildunum.
Og i öðru lagi eru stóru félögin i 1. deildinni farin að
taka meira frá hinum liðunum i deildunum. lÞað
eru aðeins þessi stóru félög, sem eru rekin með
hagnaði. Þau geta keypt beztu leikmenn hinna
smærri liða, og þar með áhorfendur frá þeim.
til vorsins i vor fyrir upphæð,
sem svarar til 10.7 milljarða is-
lenzkra króna. Þar af hefur verið
varið um 6.4 milljörðum i kaup á
leikmönnum, en aðeins 4.3
milljörðum f sölu. Þegar þessar
tölur voru reiknaðar út, voru að-
eins teknir með i dæmið þeir leik-
menn, sem kostuðu yfir 20.000
ensk pund, eða um 6.8 milljónir
islenzkar krónur.
Það undrar kannski fáa að
stóru félögin hafa eytt mestu af
þessum peningum, og er
Manchester United stærst af
þeim öllum. Félagið frá Old
Trafford notaði þannig næstum
200 millj. pund —680. milljónir is-
lenzkra króna — á timabilinu frá
1970—1975, en aðeins selt leik-
menn fyrir 800 þúsund pund — eða
um 275 milljónir islenzkra
króna—. Onnur félög, sem hafa
keypt fyrir yfir eina milljón
punda á þessu timabili eru
Everton, Manchester City, New-
castle og Norwich.
Hver er svo ástæðan fyrir þvi
að félag eins og Manchester
United, hefur svo oft þurft að
kaupa ieikmenn? An nokkurs
vafa er hún sú að Old Trafford
félagið hefur yfir að státa einum
bezta árangri allra féiagsliða á
Englandi frá striðslokum. Þeir
t.d. unnu Evrópukeppni
meistaraliða árið 1968, þegar þeir
unnu pórtúgalska liðið Benfica
4:1 i úrslitaleik á Wembley.
En eftir þann árangur fór að bera
á þvi að liðið væri að ganga i
gegnum öldudal, og það var
enginn hægðarleikur að finna
leikmenn, eins og Nobby Stiles,
Bobby Charlton og fl., án þess að
borga peninga. En peningar geta
ekki alltaf keypt árangur. Arið
1972 til 1973 notaði félagið t.d 900
þúsund pund (380 millj. isl. kr.) til
þess að styrkja liðið, en samt kom
sú peningaupphæð ekki i i veg
fyrir að liðið hans Tommy
Docherty féll niður i 2. deild vorið
1974.
En þá má einnig kannski segja
að félagið hafi eitthvað haft fyrir
snúð sinn. Þannig var félagið t.d.
aðeins eitt ár i 2. deild, og er það
sjaldgæft að félag stanzi svo
stuttan tima þar, og nú eru
„rauðu djöflarnir” i fyrstu sætum
ensku 1. deilarinnar. Það er ekki
aðeins Manchester United, sem
hefur notað mikið af peningum án
þess að hljóta neinn umtalsverð-
an árangur.
Gott dæmi um það nú siðustu
árin eru t.d. félög, eins og
Everton og Newcastle. Bæði hafa
keypt leikmenn á siðustu árum
fyrir yfir eina miiljón punda, en
samt hafaþau engan titil hlotið á
siðustu fjórum árum, og ekki
hefur það gengið betur hjá
nágrannafélagi Manchester
United, City. Norwich er siðasta
félagið, sem er i flokknum yfir
milljón pund. Ekki er hægt að
segja að það hafi gengið mjög illa
hjá þeim, þvi þeir unnu sig fljót-
lega upp i 1. deild aftur. Er sá
árangur kannski of dýru verði
keyptur?
Leeds hefur ekki
eytt miklu
A hinn bóginn hafa mörg af
þeim félögum, sem beztum
árangri hafa náð á siðustu árum,
alls ekki eytt miklu i að kaupa
nýja leikmenn. Leeds hefur t.d.
ekki keypt leikmenn fyrir nema
440 þúsund pund, og af þeim hefur
einn leikmaður verið keyptur
fyrir 250.000 pund, en það er
Duncan McKenzie. Liverpool
hefur heldur ekki eytt neinum
stórkostlegum upphæðum. Þeir
hafa aðeins keypt fjóra leikmenn
á þessum árum, sem kostað hafa
100.000 pund og þar yfir, Ray
Kennedy, John Toshack, Terry
McDermott og Peter Cormack.
En nú siðast hefur Joey Jones
bætzt við.
Leicester með flesta
leikmenu yfir
100.000 pund
Þegar við litum áfram yfir
kaup og sölur á Englandi siðustu
árin, þá hafa 74 leikmenn verið
seldir fyrir 100.000- pund og þar
yfir. Leicester City hefur keypt
flesta af þessumileikmönnum alls
8. Það eru Chris Garlano, Jeff
Blockley, Steve Earle, Dennis
Rofe, John Sammels, Alan
Birchenall, Keith Weller, og Bri-
an Alderson. Þrjá hefur félagið
keypt, sem kostuðu 80.000 pund.
Len Glover, Steve Kember og
.Frank Worthington.
Derby County fylgir fast á eftir
Leicester. Þeir hafa keypt alls 7
leikmenn i dýrari flokknum, en
þá er miðað við 100.000 pund og
þar yfir. David Nish (250.000
pund), Bruce Rioch (200.000
pund) og Colin Todd (170.000
pund), eru þeir dýrustu.
Manchester City er einnig með
mjög dýra leikmenn. T.d. Asa
Hartford, Rodney Marsh, Joe
Royle, Dennis Stuart og Dave
Watson.
Everton hefur þó þá allra dýr-
ustu. Bob Latchford er þannig
dýrasti leikmaður á Englandi i
dag. Hann kostaði félagið 350.000
pund. Martin Dobson kostaði
„Super Mac" — Ted MacDougall
— er cinn dýrasti leikmaður á
Knglandi i dag. Hann kostaði yfir
500.000 pund á 27 mánuðum.
Bornmouth til Man. United, West
llam og Norwich.
Bobby Robson framkvæmda-
stjóri Ipswich. Lið hans er eitt
það ódýrasta i 1. deildinni.
heldur enga smá upphæð, eða
300.000pund. Þess má þó geta, að
Everton greiddi ekki alla
upphæðina i reiðufé fyrir Latch-
ford heldur létu Howard Kendall
og Archie Styjes ganga upp i eitt-
hvað af upphæðinni. Þess má geta
til gamans, að þessir tveir leik-
menn, þ.e.a.s. Latchford og
Dobson kosta nær þrefalda
upphæð og allt Ipswich iiöið i dag.
Ipswich, Middlesbrough og Burn-
ley eru nefnilega lang ódýrustu
félögin á Englandi.
Burnley lifir á
að seija leikmenn
Burnley, þveröfugt við flest
önnur 1. deildar félög i Englandi,
verður að selja leikmenn árlega
til þess að bjarga liðinu frá að
verða gjaldþrota. Þannig hafa
þeir á siðustu árum þurft að selja
leikmenn fyrir allt að 1 1/4
milljón punda, Ralph Coates,
Steve Kindon, Dave Thomas,
Alan West, Martin Dobson, Geoff
Nulty. En þess má þó lika geta, að
félagið er þekkt fyrir góða þjálfun
á unglingum, og lifir á þvi.
Jón Karlsson í stað
Einars Magnússonar
Nú er útséð um það að Einar
Magnússon hinn kunni handknatt-
leiksmaður sem leikur um þessar
mundir hjá Hamburg Sport
Verein, geti ekki tekið þátt i hinu
siranga landsleikjaprógrammi
tslendinga á næstunni. Hann
tvibrotnaði á fingri i siðustu viku-
og verður frá keppni i að mitinsta
kosti 2 mánuði. Búið var að velja
hann i landsleik tslands gegn
Luxemburg á sunnudaginn eins og
fram kom i blaðinu i gær. Jón
Karlsson Val mun taka stöðu
Einars i liðinu á sunnudaginn.
Strax á þriðjudag og miðviku-
dag eftir leikinn mun islenzka
landsliðið leika tvo leiki við Noreg
eins og fram hefur komið. Sunnu-
daginn 7. desember mun siðan
landsliðshópurinn halda til
Danmerkur, þar sem æfingar
munu fara fram að fullum krafti
með landsleikinn við Júgóslava i
undankepppni Ólympiuleikanna i
huga. Sú ferð hefur nú verið skipu
lögð af Handknattleikssambandi
tslands og danska handknattleiks-
sambandinu. Og verður hún
þannig.
Sunnudaginn 7. desember
verður lagt af stað til Danmerkur.
Mánudaginn 8. verður æfing.
Þriðjudaginn 9. des. mun svo
landsliðið væntanlega leika
æfingaleik við sjálenzkt úrvalslið.
Miðvikudaginn 10. verður æfing.
Fimmtudaginn 11. des. mun svo
landsliðið liklega leika landsleik
við Dani. Föstudaginn 12. des. og
tvo næstu daga á eftir mun liðið
væntanlega taka þátt i fjögurra
liða keppni. Mánudaginn 15. des.
er svo áætlað að liðið komi heim.
Er það von allra handknatt-
leiksunnenda að landslið okkar
öðlist góða æfingu og reynslu með
þessari ferð og verði þvi vel undir-
búið fyrir landsleikinn við
Júgóslava 18. des.
©
Miðvikudagur 26. nóvember 1975.
Alþýðublaðið