Alþýðublaðið - 26.11.1975, Page 12

Alþýðublaðið - 26.11.1975, Page 12
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Rits t jórn arfulltr úi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiösla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á mánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 laugaröaga til kl. 12 SENDlBiL ASTÖDIN Hf rVeörið------- Ekki er laust við að vetrarsvipur sé farinn að koma á veðrið. Á flestum stöðum mun vera orðið alhvitt niður að sjávar- linu og enn er gert ráð fyrir áframhaldandi snjó- komu. 1 dag mun verða norðan kaldi og ganga á með éljuní, en bjart veður mun verða þess á millh Frost verður 3—5 stig. Qátan vt /<■/<• £f r/R Srwft QE.T^- FÖV&i/Í L/TUR Vfífífí íjób'Ð 1 V JURTI R. /ÍIW7- /0 PoRS>K_ 5K£l b í 5 GilV L / V/? 2 SKYLD QSr/ Tf)Lfí POKft LiE'Tfí bPJL i r~ L/znuR <b*Ö,Gfí llirv SH'/rTi SfímHL / 7 3 \ í fPSr ue íiRfíuf) DROPu/n 9 D£Tr/ HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ MEGUM VIÐ KYNNA Þorsteinn Hannesson, tón- listarstjóri Rikisútvarps- ins er fæddurá Siglufirði árið 1917 og ólst þar upp að mestu leyti til 24 ára aldurs. Þorsteinn lauk sam- vinnuskólanámi og hóf að þvi loknu verzlunarstörf en stundaði jafnframt söngnám hjá Sigurði Birkis. Árið 1943 hélt hann til London og hóf söngnám i Royal Collega of Music. Stundaði hann þar söngnám og tónlistarnám al- mennt, en eftir fjögurra ára nám var hann ráðinn sem aðaltenór við Covent Garden óperuna i Lundúnum. Þar söng hann i 7 ár, en árið 1954 kom Þorsteinn al- kominn heim. Um heimkomuna frá Lundún- um segir Þorsteinn: „Ég hafði aldrei heimþrá þau 11 ár, sem eg var úti, en i hvert skipti, sem ég kom heim i stuttar heimsóknir, var erfitt að fara út aftur. Árið 1954 var mér boðið að koma til Is- lands og syngja i Þjóðleikhúsinu og eftir nokkra mánuði hér heima timdi ég hreinlega ekki að fara út aftur, það var svo mikið spenn- andi að ske i menningarlifi okkar Islendinga á þeim árum.” Eftir heimkomuna kenndi Þor- steinn i Tónlistarskólanum um nokkurra ára skeið, en hóf siðan störf hjá Áfengisverzlun rikissins og starfaði þar 11 ár, eða þar til hann hóf störf hjá Rikisútvarp- inu, fyrst sem aðstoðartónlistar- stjóri, en fyrr á þessu ári var hann ráðinn tónlistarstjóri Rikis- útvarpsins. Um áhugamál sfn hafði Þorsteinn Hannesson þetta að segja: ,,Ég hef yfir höfuð áhuga á mannlifinu. Tónlistin tengist öll- um hliðum mannlifs og ég tel hverjum manni það nauðsynlegt að hafa áhuga á öllum hliðum tilverunnar. 1 þvi sambandi má nefna að t.d. bæði pólitik og upp- eldismál vekja mjög áhuga minn,” sagði Þorsteinn að lokum. Heyrt: að Steingrimur Her- mannsson alþingismaður Vest- fjarðakjördæmis, noti all sér- stæða og árangursrika atkvæða- smölun i ferðum sinum á Vest- fjörðum. Er sagt að þegar hann rabbar við bændurna um lifsins gagn og nauðsynjar, t.d. heyleys- ið, júgurbólguna i Skrautu, og á- stand hlöðunnar, þá tekur hann öll þessi samtöl upp á segulband. Þegar hann svo fer i atkvæða- smölun árið eftir með segul- bandsupptökuna frá árinu áður, þá spyr hann bóndann um Skrautu og öll vandamál bónd- ans, sem að sjálfsögðu undrast þennan áhuga og minni alþingis- mannsins. 1 hrifningu sinni eru bændurnir ekki i vafa hvert þeir ráðstafa atkvæði sinu næsta ár, jafnvel þótt loforð um úrbætur dragist á langinn. SÉÐ: 1 Sjávartiðindum, að tveir stúdentar hafi stundað nám við Vélskóla Islands i fyrra, en verði nú átta. Hér sé um að ræða nokk- urt nýmæli sem þegar hafi gefið góöa raun. Stúdentarnir taka 1. og 2. stig saman. LESID: i ofangreindri grein Sveins, að i Rússlandi sé handafl mikið notað til að flytja tunnurn- ar til og sé vinnan þvi erfið. Yfir það heila sé hreinlæti og hrein- lætisaðbúnaður i algeru lágmarki og engum til fyrirmyndar. Laun óbreyttra sjómanna á verksmiðjutogurum þykja eftir- sóknarverð og eru þau 800 rúblur á mánuði (ekki hlutaskipti) eða um 176 þúsund krónur isl. Leið- sögumaðurhópsins hafði, svo við- miðun sé tekin, þrjár rúblur fyrir hvern unninn dag, eh það jafn- gildi um 660 krónum. Heyrt: Jón G. Sólnes Kröflufor- maður og alþingismaður sagði i reisugildinu austur við Kröflu á föstudaginn var að hann hafi gert það að skilyrði fyrir setu sinni i nefndinni að engir milliliðir yrðu i sambandi við innkaup til virkjun- arinnar nema hann og ráðherra. SÉÐ: í Sjávartiðindum: (um sjávarútvegssýninguna i Lenin- grad) „Eftirtektarvert var að yfirleitt allir sovézku togararnir á sýningunni voru mjög stórir, sjö til átta þúsund tonn, og hannaðir til Uthafsveiða sem sjálfstæð verksmiðjuskip og afkastageta þeirra allt að 100 tonh af frystum fiski á sólarhring. Gefur það ein- hverja hugmynd um afkastagetu þeirra til veiða, þvi óþarft væri að hafa svo stórvirkan úrvinnslu- búnað ef hann nýttist ekki að verulegu leyti.” Og ennfremur: „Ein athyglis- verðasta nýjungin sem Norð- menn sýndu er ný roðdráttarvél. Hún byggist upp á frosti leiddu á yfirborði tromlu. Roðið leggst að og festist strax við frosna tromlu- kápuna en sérstök skafa skilur svo fiskinn frá roðinu þannig að hámarksnýting fæst. í sömu grein segirhöfundurinn, Sveinn Guðmundsson úr Fisk- vinnsluskólanum, frá kynnisför á sýninguna: „Ekki urðu viðtökur i Murmansk frekar en i Len- ingrad, þar sem menn höfðu reiknað með, þvi MIR félagarnir (Menningarsamtök íslands og Ráðstjórnarrikjanna) sem áttu að taka á móti hópnum sáust hvergi. (Nemendum Fiskvinnslu- skólans var gert að ganga i MÍR fyrir ferðina.)” ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ Það er sagt að mörgum sjálfstæðismanninum hafi þótt það súrt i broti, er hægri stjórnin var mynduð fyrir rúmu ári siðan, að láta þyrfti Framsókn eftir ráðuneyti viðskiptamála. Bæði er það, að innan Sjálfstæðisflokksins er að finna meginþorra atvinnurekenda i verzlunarstétt, svo og að framsóknarmenn hafa ekki þótt hnjóta um við- skiptagreindina, a.m.k. ekki ráðherrar flokksins, og ekki var Halldóri E. treyst fyrir peningakass- anum öðru sinni. Reyndin er enda orðin sú, að Ólafur Jóhannes- son viðskiptaráðherra meðhöndlar málefni ráðuneytis sins einna likast þvi er óviti kemst i flókið stjórntæki. Hann fitlar við takka hér, togar i annan þar, og verður hverft við þegar eitthvað fer af stað. Með framsóknarhag- fræðina að vegarnesti Iikt og barnið óvitaskapinn er svo kórónað það, sem sérfróðir menn á sviði viðskiptamála óttast mest. Ráðherrann fer að fitla við sjálf lögmál við- skiptalifsins og ýtir að sjálfsögðu á vitlausa takka. Glöggt dæmi og nýtt er sú ákvörðun ráðherrans að stöðva allt i einu innflutning sjónvarps- tækja, sem tekið geta á móti þeim fáu lit- útsendingum sjónvarps- ins — af ótta við að gjald- eyrisvarasjóðir hverfi á svipstundu. Þetta álit byggir á þeirri kenningu fram- sóknarhagfræðinnar að það sé alltaf hægt að greiða út islenzka peninga og halda þeim i umferð innanlands án þess að erlendur gjald- eyrir sé til fyrir þeim, með þvi einu að setja á skömmtun. Og með fram- leiðslu landbúnaðar- afurða séum við að búa til innlendan gjaldeyri, sem fólkið muni siðan kaupa fyrir peningana sina. Þetta hljómar ef til vill sennilega og a.m.k. vel fyrst i stað, en stenzt ekki þegar það er hugsað lengur. Þvi aukin framleiðsla landbúnaðar- afurða kostar meiri erlendan gjaldeyri i véla- kaupum, áburðar- og fóðurkaupum, og þannig mætti lengi telja. Eins gerir ráðherrann sér ekki grein fyrir þvi, að meðan peningar eru tií i fórum fólksins þýðir ekki að stöðva innflutning einnar vörutegundar til að spara gjaldeyri. Þá eykst bara neyzla annara innfluttra vörutegunda að sama skapi. Þannig er aðeins einn árangur þessara gerða sá, að hamlað er eðlilegri endurnýjun sjónvarps- tækja i landinu án þess að skynsameg skýring sé gefin. Það mætti hins vegar benda ráðherranum á, vilji hann fitla eitthvað frekar við efnahags- apparatið, og það yrði vel þegið ef hann gerði einhverjar þær ráðstafanir af viti, sem stuðla að þvi að laun- þeginn i landinu fái verð- meiri krónur, en ekki peninga, sem brenna upp að mönnum ásjáandi. Það gæti haft i för með sér að eftirsóknarvert yrði á nýjan leik að spara — og þannig gætum við myndað okkar eigin innlenda gjaldeyri. En eflaust vantar ráðherrann ekki viljann. Það hefur bara gleymst að gefa honum leiðarvisi með ráðherraembættinu. fimm á förnum vegi s Eigum við að sem/a í landhelgismúlinu? Jóhann örn Guömundsson, verkstjóri: „Já, mér þykir það sjálfsagt. Ég er þó alls ekki ánægður með samningsdrögin við Þjóðverja og tel að viö þurf- um að komast að skárri samningum en þetta. Hins veg- ar höfum við ekki bolmagn til að sýna þessum þjóðum i fulla hnefana.” Jón Sveinsson, landshornaflæk- ingur: „Nei, alls ekki og mér lizt hreint bölvaniega á samningsdrögin við Þjóðverja. Ég tel að yfirleitt séu flestir á mrfti samningum i landhelgis málinu. Láta hart mæta hörðu og stöðva viðskipti við andstæð- inga okkar I málinu.” Jóhannes Jónsson, pipu- lagningamaður: „Sjálfsagt að semja, og það hefur dregizt of • mikið á langinn. Þó er ég alls ekki ánægður með samnings- drögin við Þjóðverja og tel að við gætum komizt að langtum betri samningum.” Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur: „Ég tel það vera skárra að semja um tak- markaðan þjófnað, heldur en að láta þá þurrausa miöin fyrir augunum á okkur. Við getum litið gert annað en að þæfast og biða átekta.” Páll Þorbjörnsson, fyrrum sjómaður: „Alls enga samninga. Ég er gamall sjómaður og veit að hægt er að verja landhelgina aðeins með þvi að fjölga um nokkur varð- skip. Ef send verða herskip, þá eigum við að sýna þessum svokölluðu bandamönnum okkar NATO i tvo heimana.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.