Alþýðublaðið - 10.01.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1976, Síða 3
Frá Alþingi Við þriðju og siðustu umræðu fjárlaga rétt fyrir jólin fluttu þingmenn Alþýðu- flokksins ýmsar breytingatillögur við fjárlögin. Tillögur þessar voru ýmist um kjördæmismál eða landsmál, eða aukinn sparnað i rikisrekstrinum og nýjar tekju- öflunarleiðir. Allar þessar tillögur þing^ manna Alþýðuflokksins voru felldar. Tillögur þær, sem þingmenn Alþýðu- flokksins stóðu að, fara hér á eftir: Benedikt Gröndal og Jón Armann Héðinsson fluttu tillöguum, að 15 milljón- um króna yrði varið til sérstakrar frétta- og upplýsingaþjónustu i sambandi við Ut- færslu landhelginnar og baráttu við land- helgisbrjóta. Tillögu þessa rökstuddu þingmennirnir m.a. meðþvi, að allir væru orðnir sammála um, að mjög miklu skipti, að upplýsingar um atburði land- helgismálsins, þar sem fram kæmu okkar sjónarmið, bærust bæði fljótt og örugg- lega til innlendra og erlendra fjölmiðla. Rétt væri að veita sérstaka fjárveitingu I þessu skyni á meðan þorskastriðið stendur. Benedikt Gröndal og Sighvatur Björg- vinssonlögðu til að eftirtaldir liðir bættust við heimildarákvæði fjárlaga — 6. gr. fjárlaga, þar sem rikisstjórninni eru heimilaðar ákveðnar ráðstafanir: 1. Að lækka um allt að 10%, að fengu samþykki fjárveitinganefndar, liðina „önnurrekstrargjöld” hjá aðilum, sem fjárlög fjalla um. 2. Að ákveða hærra birtingargjald fyrir auglýsingar i sjónvarpi, ef þær hafa að meginstofni verið framleiddar er- lendis. 3. Að afla lánsfjár til þess að búa a.m.k. alla áætlunarflugvelli i landinu þeim tækjum, sem atvinnumenn telji nauðsynleg fyrir öryggi farþegaflugs. 4. Að greiða 1% af rekstrarhagnaði A.T.V.R. i sérstakan sjóð til að vinna gegn áfengisbölinu með nútima áróðurstækni, undir stjórn þriggja manna, er rikisstjórnin velur. 5. Að heimili Rikisútvarpinu að taka upp i f járöflunarskyni hljóðvarps- eða sjónvarpsbingó samkvæmt reglugerð, er Menntamálaráðuneytið setur. 6. Að sameina heimildir, fjárveitingar og styrki rikisstofnana til kvikmynda- gerðar undir eina stjórn til að tryggja sem hagkvæmasta notkun fjármuna, og vinni slik stjórn að tillögugerð um is- lenska kvikmyndastofnun. Frá Jóni Ármanni Héðinssyni ög Sighvati Björgvinssyni kom tillaga um, að 1 m illjón króna yrði varið til umferðar- fræðslu fyrir aldrað fólk. Bentu þing- mennirnir á, að tveimur aldursflokkum væri sérstaklega hætt i umferðinni — annars vegar börnum og hins vegar öldruðu fólki. Hið opinbera sæi börnum fyrir talsvert umfangsmikilli umferðar- fræðslu, til þess að draga úr slysahættu hjá þeim, en engar sambærilegar ráðstafanur væru gerðar fyrir hinn aldursflokkinn, sem væri i mestri hættu — þá öldruðu. Væri rétt að hefja sérstaka umferðarfræðslu fyrir þennan aldurs- flokk en til þess þyrfti að koma sérstakt fjárframlag. Sighvatur Björgvinsson og Benedikt Gröndal fluttu tillögu um, að framlög til eftirgreindra félaga ogstofnana, sem sjá um liknar- heilsugæzlu- og neytendamál, yrðu hækkuð, sem hér segir: 1. Við 02 Barnaheimilið Sólheimar I Grimsnesi. Fyrir ,,65” kemur 300 þús. kr. 2. Við 03 Fávitahælið i Skálatúni. Fyrir ,,65” kemur 300 þús. kr. 3. Við 05 Geðverndarfélag Islands. Fyrir ,,75” kemur 350 þús. kr. 4. Við 06 Tjaldanesheimilið. Fyrir ,,200” kemur 400 þús. kr. 5. Við 11 Sjálfsbjörg, landssamband fatiaðra. Fyrir „50" kemur 100 þús. kr. 6. Við 15 Styrktarfélag vangefinna. Fyrir ,,100” kemur 300 þús kr. 7. Við 16. Styrktarfélag vangefinna, dag- heimili. Fyrir „25” kemur 100 þús. kr. 8. Við 18 til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna sérnáms i stjórn og kennslu við leikskóla. Fyrir „50” kem- ur 250 þús. kr. 9. Við 21 Neytendasamtökin. Fyrir „450” kemur 740 þús. kr. 10. Við 28 Til umbúðasmiði vegna fatlaðra. Fyrir „80” kemur 200 þús. kr. 11. Við Foreidra- og styrktarfélag heyrnardaufra. Fyrir „200” kemur 500 þús. kr. 12. Við 37 Foreldrafélag fjölfatlaðra barna. Fyrir „300” kemur 400 þús. kr. Jón Armann Héðinsson flutti ásamt þingmönnunum Karveli Pálmasyni og Geir Gunnarssyniþessa tilögu um viðbót við heimildarákvæði fjárlaga: Að heimila Hafnabótasjóði að taka lán allt að 50 millj. kr. til að létta greiðslu- byrði hafnarsjóða af lánum samkvæmt reglum sjóðsins. Ráðherra skai gera tillögu til f járveitinganefndar um skiptingu fjárins, og skal við skiptinguna hafa hliðsjón af tekjum og gjöldum hafnarsjóðs, framlagi sveitarfélags til hafnarsjóðs, fólksfjölda og öðrum þeim atriðum, sem hafa áhrif á greiðslugetu hafnarsjóðsins. Þá flutti Gylfi Þ. Gislason ásamt þing- mönnunum Svövu Jakobsdóttur og Magnúsi Torfa ólafssynitillögu um það, aðframlag til Lánasjóðs islenzkra náms- manna yrði hækkað úr 897.500 þús. kr. I 1.050.000 þús. kr. Þingmennirnir Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason fluttu saman nokkrar tillögur um byggðamál Vest- fjarða. Þær voru þessar: 1. Að á fjárlög yrði tekið bygginga- framlag til Menntaskólans á ísafirði að upphæð 20m. kr., en skólinn hefur nú ekk- ert eigið kennsluhúsnæði og er i miklum húsnæðisvandræðum. 2. Að framlag tii sjúkraflugs yrði hækkað úr 2,5 miilj. kr. i 5 millj. kr. Tilgangurinn var sá að auka styrk við flugfélagið Ernirá fsafirði, sem átt hefur i miklum rekstrarörðugleikum og hefur nú neyðzt til þess að hætta starfrækslu, eins og fram hefur komið i blöðum, og hefur það i för með sér mikið öryggisleysi fyrir Vestfirðinga. 3. Að styrkur rikisins til flóabáta, fram- iagið til Djúpbátsins á ísafirði, yrði hækkað úr 17 milljónum i 21, en djúpbát- urinn er mikilvægasta samgöngutæki Djúpmanna, annast m.a. aila mjókur- flutninga frá Djúpbændum, en báturinn á i miklum erfiðleikum með áframhald- andi rekstur. 4. Að framlag rikissjóðs i ferjubryggjur yrði hækkað um 2 m. kr. og þeirri fjárhæð varið til þess að bæta aðstöðuna á bryggj- unni við Brjánslæk þar sem flóabáturinn Baldur leggur að. Þá flutti Sighvatur Björgvinsson ásamt Vestfjarðaþingm önnunum Karveli Pálmasyni, Steingrimi Hermannssyni og Sigurlaugu Bjarnadóttur tillögu um, að rikisstjórninni yrði heimilað að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af snjótroðara, sem Iþróttabandalag Is- firðinga hyggstkaupa til nota i skiðalandi tsfirðinga. Er fjársöfnun fyrir snjótroðaranum þegar hafin, en kaupin á honum byggjast á þvi, að aðflutningsgjöld og söluskattur fáist felld niður, en fyrir þvi munu vera fordæmi. Þá flutti Sighvatur Björgvinsson ásamt Helga Seljan tillögu um að rikissjóður styrkti starfsemi tslenska bindindis- félagsins, sem staðið hefur fyrir nám- skeiðum fyrir reykingafólk, sem vill hætta reykingum, um 1 milljón kr. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga, sem þessir sömu þingmenn eru flutningsmenn að á- samt fleirum um að samhæfa og efla að mun baráttu opinberra aöila og einstaklinga gegn tóbaksreykingum, og hefur sú tillaga fengið stuðning alls- herjarnefndar Sameinaðs Alþingis. Tillagan um fjárframlagið til Islenzka bindindisfélagsins var flutt þvi til staðfestu, að fjárveitingarvaldið vildi sitt af mörkum leggja til þessarar baráttu. Þá var Sighvatur Björgvinsson einnig meðflutningsmaður með þingmönnunum Helga Seljan og Karveli Pálmasvni að tiliögu um, að framlagið úr rikissjóði til jöfnunar á námskostnaði yrði hækkað úr 130 m. kr. i 180 m. kr., eða til vara i 150 m. k. Allar framangreindar breytingar- tillögur, sem þingmenn Alþýðuflokksins stóðu að við þriðju umræðu fjárlaga. voru felldar. «> $ f rettaþraðurinn Dagsími til kl. 20: 81856 Kvöldsími 81976 Breytingatillögur Alþýðuflokksþing- manna við fjárlög Eyjaferjaferjan með öllu tilheyrandi: 1.000 milljónir! „Verðið, sem ég hefi heyrt nefnt á væntanlegri Vestmanna- eyjaferju, er 750 milljónir,” sagði Guðjón Teitsson, fram- kvæmdastj. Skipaútgerðar rikis- ins, i samtali viðblaðið. „En þeg- ar búið er að koma á hafnarað- stöðu fyrir ferjuna og öðrum út- búnaði á báðum endastöðvum, má telja að kostnaðurinn verði ekki undir 1000 milljónum. Erfitt er að segja um liklegt rekstrartap á ári, en ekki er óeðlilegt að láta sér detta i hug 200 millj. i tap á ári. Nei, hún verður ekki rekin á vegum skipaútgerðarinnar.” Aðspurður um upphaf þessa ferjumáls, svaraði Guðjón Teits- son þessu til: „Samkvæmt þings- ályktun frá i febrúar 1972, vorum við fimm skipaðir i nefnd, til þess að fjalla um málið. Við skiluðum áliti i desember 1972, en þar mun hafa látið litt yfir athugasemd- um, sem ég gerði á nefndarfund- um bréflega i alls 11 liðum. Siðan gerist það, að Viðlagasjóður bauð út ferjusmiðina, eftir að hann kom á laggirnar, og fjármögnun var nokkuð óvenjuleg, þótt ekki sé frekar rætt hér. Þegar rætt var um byggingu Herjólfs á sinum tima, komst það mál fyrst á rek- spöl þegar það var tengt flutning- um til Hornaf jarðar. Siðar breyttust aðstæður og Horna- fjarðarsigling Herjólfs lagðist niður. Að minu mati er hér um að ræða mikið bruðl með almannafé i þessu ferjumáli. Það er eitt fyrir sig, að ef skipin sigldu með fullu vélarálagi kostaði önnur leið Herjólfs kr. 16914 og ferðin tæki röska 3 tima, en ferjan myndi kosta 35.240 á sömu leið og með fullu álagi, en vera 2 1/2 tima.” Aðspurður hvað yrði um Herjólf, þegar ferjan tæki við, svaraði Guðjón Teitsson þvi til að liklega yrði hann settur á sölu- lista, sem ekki hefði þó verið gert enn og engin tilraun gerð til að selja skipið enn sem komið væri. Yfirmenn Andrómedu í kennslu í sjómennsku Frá Sæmundi Guðvinssyni um borð i Ægi: Svo virtist sem freigátan Andromeda væri að reyna að verða sér úti um átyllu til að ráðast gegn Ægi i gærkvöldi. Andromeda kallað hvað eftir annað til brezks togara sem var á siglingu á 12 milna hraða ekki langt frá varðskipinu og spurði hvort hann væri ekki að toga. Skipstjóri neitaði þvi jafnan og kvaðst vera á siglingu, þrátt fyrir margitrekaðar spurningar frá Andromeda. Þröstur,, skipherra, kallaði þá freigátuna uppi og út- skýrði fyrir yfirmönnum hennar að togarar væru yfirleitt á 3—4 milna hraða þegar þeir væru að veiðum. Þetta vissu allir sjó- menn. Fátt varð um svör frá yfir- mönnum Andromeda, en brezki togaraskipstjórinn hló mikið og sagði öðrum skipsstjórum togara frá þessari kennslustund sem Andromeda fékk frá Ægi. Brezku skipstjórarnir veinuðu af hlátri þegar þeir fengu fréttirnar og fannst auðheyrilegt að hvitflibbamönnunum um borð i freigátunni veitti ekki af frekari tilsögn i sjómennsku. Sigldi á Þór og reyndi svo aftur! Kl. 14.21 sigldi F-109 með Stb. bógaftan til á bb. hlið varðskips- ins. Staður: 059 fjarl. 53 sjóm. frá Bjarnarey. Þá var herskipið búið að gera 13 grófar tilraunir til að sigla á varðskipið. Eftir ásiglinguna reyndi her- skipið 6 sinnum aftur að sigla á varðskipið en varðskipinu tókst alltaf að forðast árekstur. Félagsstarfið hafið mjög kröftugt félagsslarf var hjá Alþvðuflokksfélagi Reykjavikur á siðasta ári, en meðal nýjunga i þvl má nefna Fræðslufundi Alþýðu- flokksins, sem er nokkurs konar stjórnmáianámskeið. Var fjöimennt á fundunum og þóttu þeir takast meö afbrigðum vel. Auglýst hefur verið ný fundarseria og er fyrsti fundurinn 26. jan. nk. Er ailt Alþýðuflokks- fólk lvvatt til þess að hafa samband við skrifstofuna og láta skrá sig sem fyrst. önnur starfsemi, sem þótti takast mjög vel voru spilakvöldin, en þeim stjórnaði frú Emelia Samúelsdóttir. Er myndin tekin á siðasta spilakvöldinu fyrir jól, en þau voru haldin i Iðnó uppi. Alþýðublaðiö Laugardagur 10. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.