Alþýðublaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 12
Veóri* Þeir sem hafa gert sér hugmyndir um að vorið sé að nálgast með sinni þiðu, geta lagt þær hugmyndir sinar á hilluna, þvi spáð er vestan eða norðvestan átt með éljum, og vægu frosti. Samfara éljarhrinunum, er gert ráð fyrir að vindur verði hvass, eða um átta vindstig, þannig að vissara er að klæða sig vel fyrir útgöngu. Siðan mun vindurinn verða norölægari og kólnandi, en á sunnudaginn verður sennilega þurrt veður. Gátan Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Itekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritítjóri: Sighvatur Björg^ vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverð: Kr.: 40.- FoíT T/EPT '/ R£rr — S/zv/v/ *■ Eytf'NQ Qf. //</« firofixu 5 ‘j 3 UNVII 'Alb'il HjfíRK GfíL/N t TÓH/V L£U< VUG UGUR l rúk' DRYKK m/ELlR ' ' 'OL/K/R fíjfiNfi 9 flDfíLG FRO 7 Kotfft / mpvuR STfifNft BRyTj fiR /0 6 /i TR£ /.yUfLDRFX P£HNvnTftP KOPAVOGS APÓTEK Opið 511 kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 MEGUM VIÐ KYNNA Eðvald Hinriksson, sjúkraþjálfari, er fæddur i há- skólabænum Dardu i Eistlandi, sem er ekki langt frá Tallin, höfuðborg landsins. Foreldrar Eðvalds ráku veitingahús i Dardu, en þau eru nú bæði látin. Koma Eðvalds til Islands bar að með nokkuð óvenjulegum hætti, en hann var skipsverji á sænska flutningaskipinu Rosita, sem strandaði fyrir utan Keflavík 25. nóvember árið 1946. Er Eðvald kom i land, kynntist hann finnska iþróttakennaranum Juru Nora, sem þá kenndi hjá Ármenni. Juri Nora varð Eðvaldi mikil hjálparhella til að byrja með. I Eistlandi hafði Eðvald lært nudd, ásamt iþróttakennslu af ýmsu tagi, og fór hann til Akur- eyrar 1. mari 1947 og gerðist þar knattspyrnuþjálfari hjá Iþrótta- bandalagi Akureyrar, og einnig sjúkraþjálfari. Ekki var vera Eðvalds þar löng þvi til Vest- mannaeyja fór hann 30. septem- ber sama ár. I Eyjum kenndi hann knattspyrnu, ásamt frjáls- um iþróttum allt til i mái 1948 en þá fór hann aftur til Akureýrar, þar sem hann gerðist knatt- spyrnuþjálfari hjá KA. Til Rvikur fluttist hann 1. jan. 1950 og gerðist þjálfari hjá 1R, bæði i frjálsum iþróttum og kröfuknattleik og er hann fyrsti körfuknattleikskennari hér á landi. 30. marz 1962, fékk Eðvald leyfi til að starfærkja nuddstofu i Reykjavik, sem hann hefur svo unnið við siðan. Þar áður var hann i verksmiðjuvinu á daginn, en vann á nuddstofu á Mela- vellinum ásamt Úlfari Þórðasyni og Jóni Eirikssyni. Þegar Eðvald - * - dvaldist á Akureyri i siðasta skiptið, kynntist hann núverandi eiginkonu sinni, Sigriði Bjarna- dóttur, sem var mikil iþróttakona á sinni tið. Þau hjónin eiga þrjú börn saman, Jóhannes er elzt þeirra, en hann var einmitt kosinn iþróttamaður ársins i gær, og óskum við þeim til hamingju með soninn. I miðjunni er Alti, en hann er einnig mikill knatt- spyrnumaður eins og Jóhannes, en yngst þeirra er Anna, sem er 17 ára gömul,og einnig Islands- meistari með Val eins og bræður hennar. 0KKAR Á MILLI SAGT Flogið hefur fyrir, að skammt sé að vænta nýrrar benzinhækkunar og það muni eiga að hækka um 1—2 kr. litrann. o o o Guðna Þórðarsyni hefur verið heimilað að halda áfram rekstri ferða- skrifstofunnar SUNNU, og einnig er talið öruggt, að Air Viking muni halda áfram starfrækslu. Guðni virðist þvi ætla að koma út úr málinu með pálmann i höndunum. Fyrst svo hefur orðið, hver verður þá fram- vinda Alþýðubankamálsins? Var ekki forsenda þess sú, að ekki væri allt i lagi hjá Guðna og að til stöðvunar myndi koma hjá fyrirtækjum hans? o o o Einhver mestu ótiðindi, sem borizt hafa á nýbyrjuðu ári, eru fregn- irnar um óleyfilegan umbúnað veiðarfæra togarans Ingólfs Arnarson- ar. Mönnum er enn i fersku minni hvellurinn, sem varð, þegar eitt af varðskipunum náði upp netadruslu, sem það hafði skorið aftan úr brezkum togara skömmu fyrir áramótin og i ljós kom, að pokinn hafði verið fóðraður. Allir landsmenn hneyksluðust og uppi voru ráðagerðir um að fara meö vörpuna utan til þess að sýna hana brezkum frétta- mönnum. Nú hefur sami atburður orðið um borð i islenzkum togara. Þessi atburður er blettur á heiðri okkar. o o o Herskip hinna fornu Rómverja voru þannig útbúin, að neðan sjólinu á framstafni var griðarmikil járnslegin trjóna, sem braut gat á siðu ó- vinaskips við ásiglingu. Vel gæti verið, að islenzku varðskipin þyrftu að taka upp þetta gamla herbragð Rómverjanna. Freigáturnar myndu þá ekki reyna ásiglingar nema einu sinni. o o o Ný ferðaskrifstofa hefur verið sett á stofn á vegum Sambands is- lenzkra samvinnufélaga. Gárungarnir hafa gefið henni nafniö SAM- farir. o o o Eysteinn Jónsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, hefur smátt og smátt verið að draga sig i hlé frá þeim viðamiklu störfum, sem hann hefur haftum hönd. Hann er þó i fullu fjöri og hvergi bilbugur á honum að finna.Hann skyldi þó ekki ætla að nota timann til þess að rita endur- minningar sinar? Vafalaust yrði mikill fengur að slikri bók frá hans hendi — einkum og sér i lagi ef hann yrði ekki allt of orðvar. ÖRVAR HEFUR 0RDID t Fréttir fréttastoíu Reuters og annarra svo- kallaðra alþjóðlegra fréttastofnana af Islands- miðum hafa vakið mikla furðu Islendinga. Okkur er það öllum mætavel ljóst, að fréttir þessar eru mjög hlutdrægar okkur i óhag og að þeir frétta- menn, sem fréttirnar semja og senda, fara vis- vitandi með rangt mál. Þvi hefur verið, haldið fram, að hægt sé að villa þeim sýn t.d. um það, hvaða aðili raunverulega valdi árekstrum — her- skip eða varðskip. Það getur þó vart verið rétt. Fréttamenn eru ekki þeir bjánar að hægt sé að fela það fyrir þeim, þegar brezkt herskip leggur islenzkt varðskip i einelti i þeim tilgangi að sigla á það og brýtur við það verk allar siglingareglur. Slikt framferði dylst ekki. Þegar fréttamaður um borð i brezku herskipi, sem siglt hefur á islenzkt varðskip, ber þær fregnir að varðskipið hafi valdið árekstrinum, þá hefur ekki verið villt um fyrir honum. Þvert á móti er hann visvitandi að reyna að villa um fyrir öðrum. Hinn rangi frétta- flutningur hinna al- þjóðlegu fréttastofnana af atburðunum á Islands- miðum hefur orðið til þess, að tslendingar eru i fullri alvöru farnir að leiða hugann að þvi, hvort svo sé ekki um fleiri fregnir þessara virtu fréttastofnana,sem menn hafa talið, að reyndu að skýra hlutdrægnislaust frá atburðum. Hvað t.d. um fregnir þær, sem þessar fréttastofur flytja um önnurátök viðs vegar um heim? Er fréttaþjón- usta Reuters um at- burðina á Irlandi óhlut- dræg og byggð á raun- sönnu mati, svo dæmi sé nefnt? Eða allt frétta- flóðið frá Vietnamstyrj- öldinni, frá ástandinu i ýmsum rikjum Afriku og Suður-Amerlku? Skyldu þeir fréttamenn, sem gera sig bera að ósannindum á lslands- miðum, söðla um og gerast sagnarandar sannleikans þegar þeir eru komnir á aðrar slóðir? Hætt er við, að svo sé ekki. Hætt er við þvi, að sú heimsmynd, sem þessar „virtu” og „viður- kenndu” fréttastofnanir gefa t.d. okkur lslending- um sé meira en litið horn- skökk. Kannski höfum við Islendingar lært það af þessari reynslu að taka ekki öllu þvi sem heilögum sannleika, er erlendar fréttastofur fræða okkur á mörgum .cinniim á Hafl FIMM á förnum vegi Egill Gunnsteinsson, bifreiöa- smiður: Já/ég reikna fastlega með þvi, en þegar mér verður kalt, þá er það helzt á höndum og fótum. Ég álit annars að við tslendingar klæðum okkur al- veg nógu vel. Filippus Jóhannsson, vöruaf- greiðslumaður: Já, það held ég alveg örugglega, en stundum kemur þó fyrir að ég finni fyrir kulda á fótunum, en við tslend- ingar ættum alveg að kunna að klæða af okkur kuldann. Guðni Stefánsson, nemi: Já, ég er alveg nógu vel klæddur, en ef mér verður kalt, þá er það helzt á tánum. Mér er ekkert kalt þó að ég sé bara á peysunni núna enda fæ ég aldrei kvef. Klæðir þú þig nógu vel? Ilaukur Þór Þorgrlmsson, nemi: Ég klæði mig yfírleitt nógu vel, en stundum kemur þó fyrir að mér sé kalt þegar það er frost úti, og fæ ég þá einstaka sinnum kvef. Mér verður helzt kalt, þegar ég fer á skauta, og þá á tánum. Steinunn Jóhannesdóttir, sima- mær með meiru: Nefekki get ég sagt það, mér er yfirleitt alltaf skitkalt, og þarf ég á talsvert meiri varma að halda, þar sem „föðurlandið” dugir ekki til i þessum miklu vetrarkuldum. Birt aftur vegna rangra mynda í gær

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.