Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 3
„Oddviti ríkisstjórnar- innar lýsir ekki” Þó að Ægir ýti brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja undan slá eða lægja falda Þannig kvað örn Arnarson, sjómannaskáldið hafnfirska. Margir ráðamenn þjóðarinnar mættu hafa þessa stöku Arnar i huga nú um þessar mundir, þegar þeir hugleiða ræningja- hátt og ribbaldaskap breta gagnvart islendingum á ís- landsmiðum. Ólafur Jóhannesson ráölagði eitt sinn þjóð sinni að lesa stjórnarsáttmála kvölds og morgna og miöjan dag. Þangaö ætlaði hann þjóðinni að sæka merginn, sem ætti að gera henni fært að standa upprétt i lifs- baráttunni. Ég held nú helst að öll þjóðin hafi hlegið hátt ogi hljóði, eftir þvi hversu miklir framsóknarmenn áttu i hlut, þegar þessiboðskapur gekk fram af vörum ráð- herrans. En þetta var nú að visu i „vinstri stjórninni” sálugu. Þann merg sótti Ólafur i vinstristjórn- arsáttmálann, að hann haföi bæöi geð og getu til að mynda nýja stjórn Ihaldsstjórn, og réði Geir Hallgrimsson, sem kapteinn á þjóðarskútuna. Og þá varð auövitað að malla nýjan stjórnarsáttmála. Og hann þurfti að brasa og krydda upp á nýtt til þess að eyöa kommabragðinu og gleðja bragðlauka ihaldsins. Að visu man ég ekki til þess, að ölafur hafi hvatt þjóðina sérstaklega til að lesa siðari stjórnarsátt- málann sinn. En þó er ekki aö efa, að nán- ustu vildarvinum sinum og samherjum I rikisstjórninni hefur Ólafur ráölagt að taka inn stjórnarsáttmálann hinn nýja eins og lýsi og vitamin, kvölds og morgna og miðjan dag. Og það mikiö tillit taka hjásvæfur ólafs I rikisstjóminni til hans að þeir spara áreiðanlega ekki inntökurn- ará stjórnarsáttmálanum enda kosta þær ekki mikið. En þvi miður get ég ekki séð að sálufé- lagar Ólafs I rikisstjórninni i dag hafi sótt mikinn merg i þetta veganesti. Það er engu likara en þeir hafi orðiö sjóveikir af þvi, a.m.k. virðast þeir helteknir slikri sjósótt að þeirhafi hvorki vit né ráð. Og i samræmi við það er reisnin i viðskiptum þeirra við breska ofbeldis- og nýlendu- stefnu. Við skulum ekki rasa um ráð fram og hugsa okkur vel og mikið um, sagði for- sætisráðherrann, þegar Loydsman sigldi á varðskipið Þór i islenzkri auölindalög- sögu. Og utanrikisráðherrann okkar, hann Einar, sem þá var staddur i „vinahópi” okkar i Nató, sagði „vinunum” þar, að það væri ljótt af bretum að gera þetta. Og svo hélt hann áfram að leika sér með bretum og öðrum „Natóvinum” sinum og gladdi sig viö skálaræður og veisluföng. Slik var reisnin hjá Islenskum ráðherrum ~i reynd og raun. En réttlætistilfinningin, skömmin á að reyna að beita ofbeldi og hernaðarstyrk til að kúga smáþjóð til hlýðni við nýlendu sjónarmið afturgenginnar heimsvalda- stefnu, vakti andstyggð og reiðiöldur i brjósti flestra islendinga ogmargir þeirra lustu upp herópi og sögöu: „Lokum her- stöðvunum, burt með herinn. Þegar á reynir læra menn að þekkja vini sina. Og Natóvinirnir” hafa brugðist okkur á ör- lagastundu.” En rikisstjórnin var öll daufdumb og dofin og deplaði ekki einu sinni auga. Og forsætisráðherrann okkar birtist með jarðarfararyfirbragði og með magapinu- svip á andlitinu sinu og sagði: „Við verzlum ekki með öryggismálin.” Svo sagði hann ekkert meira þann daginn. Og dagar liðu og herskipin bresku ógnuðu enn sem fyrr Islenskum nannslifum. Svo bárust þær fréttir einn daginn á öld- um ljósvakans, að bresku freigátunni Le- ander hefði tekist að sigla á varðskipið Þór eftir margitrekaðar tilraunir og mikil mildi að ekki skyldi verða stórtjón á skipi og mönnum. Og enn birtistforsætisráðherrann okkar á sjónvarpsskjánum með sorg I augum og ábyrgðarfulla alvörudrætti á andlitinu slnu og sagði að nú þyrftu menn að hugsa sig velog vandlega um, en hann liti alvar- legum augum á málið. Þá var hann minntur á, að daginn áður hafði hann látið þau boð út ganga, að ef bretar létu ekki af ásiglingum, þá myndi stjórnmálasam- bandi við þá verða slitið og sendiherra Is- lands i London kallaðir heim. En það voru vist einhver vanhugsuö orö og i fljótfærni sögð. Þess vegna sagði for- sætisráðherrann, að enn hefði hann ekk- ert um málið heyrt nema frá landhelgis- gæziunni og henni væri varlegt að trúa. Þaö þyrfti að sannreyna máliö fyrir sjó- rétti. Og að vanda gekk rikisstjórnin okk- ar til náða að kvöldi þessa dags og svaf vel, eins og þeir sem hafa góða samvisku. Ensjómönnum og islenskri alþýðu var ekki rótt. Þeim varð ekki svefnsamt fyrir þessum málum. Og á Suðurnesjum og á Homafirði hópuöust menn saman og lok- uðu herstöðvunum þar um tima i mót- mælaskyni. Og dómur féll i sjórétti. Þar þótti það sannaö aö vigdrekinn Leander hefði meö grdfum hætti siglt á Þór eftir marg itrek- aðar tilraunir. Nú héldu menn að ekki þyrfti frekar vitnanna við. En viti menn. Enn var rikisstjórnin og forsætisráðherr- ann þungt hugsi og ætlaöi nú aldeilis ekki að rasa um ráö fram. Þvi skyldi sjóréttin um ekki geta skjátlast? Það var settur þriggja manna rannsóknardómur til að leita sannleikans i málinu. Og enn er beð- iö viö litla sæmd. Sumum dettur helst i hug, að rikisstjórnin muni ekki sannfær- ast fyrr en breska herforingjaráðið i London staðfesti ásiglinguna!!! Kunningi minn einn hitti mig á götu i gær og sagði: „Nú hafa málin þróast á þann veg i þorskastriðinu, að mér finnst að Slysavarnafélag tslands verði að láta málin til sin taka. Það gæti þá sent frá sér auglýsingu á þennan veg: „Sjófarendur i islenskri fiskveiöilög- sögu athugið. Oddviti rikisstjórnarinnar lýsir ekki. Fariö varlega um tslandsála uns viðgerð hefur farið fram. Slysavarna- félagið.” Svo mörg voru þau orö. Umferðarmál mið- borgarinnar bíða aðalskipulags „Það er ekkert stórt á döfinni i umferðarmálum miðborgarinn- ar,” sagði Guttormur Þormar fulltrúi gatnamálastjóra I samtali viö blaðiö fyrir skömmu. „Við eigum við sömu gömlu vanda- málin aö striöa, erfiðlega gengur að liðka fyrir umferð strætis- vagnanna og umferöarhraði i miöborginni er i lágmarki.” Guttormur sagði þó að meö til- komu hins nýja aðaiskipulags, sem nú væri i endurskoðun hjá Þróunarstofnun Reykjavikur, yrðu ýmsar breytingar á gatna- kerfi miöborgarinnar. Sem dæmi mætti nefna það, að Hverfisgatan væri hugsuð sem tvistefnugata i aðalskipulaginu, hvað sem úr yrði, að endurskoðun lokinni. Ef af breytingu Hverfisgötunnar i Hjartaáföll flugmanna orsök margra flugslysa? Hjartaáfall meðal flugmanna i starfi er talið koma fyrir um það bil 50-100 sinnum á ári yfir allan heiminn. Þessi tilfelii eru sjaldn- ast skráð i bækur, en vitaö er um tvö slik tiivik, þar sem mikil flugsiys urðu og fjöidi manns létu lifið. Bæði tilvikin urðu árið 1972. t öðru þeirra fórst Braathen þota við Fornebu flugvöll við Osló — og sama ár fórst BEA þota við Heathorw völl við London, og meö henni 118 manns. Rannsóknarnefndir flugslysanna hafi komizt að þeirri niðurst. að hjartaáfall annars flugmannsins hafi i báðum tilvikunum verið orsök slyssins. Brezka rannsóknarnefndin taldi að hjartaáfall brezka flug- mannsins hafi komið smám saman, og hinir áhafnarmeðlimir ekki tekið eftir þvi, en vegna hjartabilunarinnar sljóvgaðist dóm- greind flugmannsins, sem stýrði vélinni til lendingar. tvistefnugötu yrði þá þyrfti aö rifa meginhluta húsa þeirra sem standa við noröurhlið götunnar, en ætlast væri til að breidd göt- unnar yrði sambærileg þvi sem hún er nú framan við Lögreglu- stöðina við Hverfisgötu. Sagði Guttormur að Tryggvagatan væri hugsuð sem sú gata sem tæki við og flytti umferð að Hverfisgöt- unni að vestan. Brennuvargurinn játaði í USA og verður dæmdur þa Eins og komið hefur fram i fréttum hefur maöur sá, er valdur var aö stórbrununum tveimur sem uröu á Keflavikur- flugvelli fyrir skömmu veriö handtekinn. Var þar um að ræða bandariskan varnarliðsmann, lögreglumann I þokkabót, og hefur hann nú játað báðar Ikveikjurnar. Blaðiö haföi samband við Þorgeir Þorgeirsson lögreglu- stjóra á Keflavikurflugvelli og spurði hann hver hefði lögsögu yfir manninum og afbrotum hans. Þorgeir sagði aö maöurinn hefi reyndar verið kominn til Banda- rikjanna þegar játning hans hefði fengizt. Hefði hann ekki gefið neinar skýringar á tiltæki sinu og væri þvi augljóslega um brennu- sýki að ræða, þ.e. maðurinn væri dæmigeröur brennuvargur. Hvað varðaði lögsöguna, þá væri ljóst aö maöurinn hefði valdiö tjóni á eignum bandariska rikisins ein- göngu og það væri tekiö fram i varnarsamningnum að Banda- rikin hefðu forréttindi til lögsögu þegar viðkomandi afbrotamaður væri að uppfylla starfsskyldu eða ef verknaðurinn striddi gegn bandariskum aðilum og eignum þeirra. Væri augljóst aö hér væri al- gjörlega um bandariskt brot að ræða um myndi þvi bandariskur herréttur dæma I máli mannsins. Um tjóniö af þessum Ikveikjum var Þorgeir ekki fullviss, en kvaöst hafa heyrt töluna 70 þús- und dollara nefnda, en það sam- svarar tæpum 12 milljónum islenzkra króna. Þorgeir sagði aðspuröur, að það kæmi vart fyrir, að upp kæmu deilur milli islenzkra og banda- riskra aðila hvor heföi lögsögu i einstökum sakamálum. Það hefði að minnsta kosti ekki veriö deilt þau atriði nú siðustu ár. Reyndar kæmi þaö oft fyrir að Bandarikjamenn færu fram á það viö islenzk yfirvöld aö fá lögsögu yfir sínum mönnum þegar þeir hafa gerzt brotlegir við islenzk lög. Væriþeim stundum veitt lög- saga i þeim tilfellum og kæmi slikt t.d. oft fyrir þegar um væri að ræða fikniefnamisferlismál. GAS. „Annars gæti þetta skipulag allt riðlast i meðförum Þróunar- stofnunar og tekið breytingum. Svo ég haldi mig t.d. við Hverfis- götuna, þá er tvistefnuakstur á henni ennþá langt undan, þvi þar er um aö ræða langtíma fram- tiöarmarkmið. Hins vegar er næsta skrefiö varöandi liðkun umferðar á Hverfisgötu að rifa þau fjögur hús sem skaga út i göt- una að sunnan, og standa i vegi fyrir þvi aö gatan geti oröið tvær akreinar,” sagði Guttormur að lokum. „Baráttusamtök sjálfstæðismanna”: Bandarískir flotaforingjar á miðin um Hin dularfullu „Baráttusamtök sjálfstæðismanna I Reykjavik” halda áfram að senda frá sér á- lyktanir. t áiyktun er Alþýðublað- inu barst i gær segir m.a.: „Baráttusamtök sjálfstæðis- manna i Reykjavik lýsa þvf yfir, að þau telji eðlilegt að Alþingi veröi kallað saman nú þegar til að fjalla um fiskveiðideiluna fyrir opnum tjöldum og þau mál sem henni hafa tengzt. Með þvi gefst almenningi kostur á þvi að meta skoðanir, kjark og hugsjónir bvers einstaks þingmanns. Baráttusanitökin telja enn- fremur rétt, að nú þegar verði leit að eftir jákvæðum stuðningi Bandarikjamanna. Farið verði fram á, að þeir láti I té flotafor- ingja, sem verði um borö i öllum brezkum „verndarskipum”, sem og islenzkum varðskipum. Með þessu má væntanlega hindra stórhættulegar siglingar herskipa og dráttarbáta brezku vinstri stjórnarinnar og leiða hið sanna I ijós varðandi fréttafalsanir sömu stjórnar.” o Föstudagur 16. janúar 1976. Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.