Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 10
I HREINSKILNI SAGT Þörf á endurmati. A Alþingi i fyrra kom fram frumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórn- valda. Þegar menn hófu lestur þess mun ýmsum hafa oröiö létt i huga. En brúnin þyngdist eftir þvi sem á leiö. Frumvarp- iö geröi nefnilega i upphafsgreinum ráö fyrir talsvert rikri upplýsingaskyldu, en siöar komu allskonar undantekningar, sem afturkölluöu i reynd þaö sem I fyrstu var heitið. Stundum hefur þetta blessaöa land veriö kallaö manna milli land kunnings- skaparins. Þetta er að verulegu leyti rétt. Kunningsskapur — að ekki sé talað um vináttu — milli manna, er góður hlutur, sem engin ástæöa er til að van- meta. En það er lika til annað, sem stundum hefur veriö réttiiega kallað siöleysi kunningsskaparins. Hversu margir eru þeir ekki, sem hafa rekið sig á, aö til þess aö geta komiö fram mál- um, virðast menn þurfa að þekkja mann, sem þekkir mann o.s.frv.? Þarflaust er að benda á i löngu máli, hvaö getur hlotizt og einatt hlýzt af alls- konar klikuhætti. Það eitt er vist, aö þjóðfélag, sem ástundar að ala slikan snák við barm sér, á skammt i að verða aö Uldnum forarpolli. Þetta býður heim allskonar spillingu og baktjaldamakki, sem enginn heiðarlegur maður getur annað en litið homauga. En þar sem þögnin rikir og engin eðlileg leið er til aðkomast að hinu rétta á almenningur á engan hátt hægt um vik. Fólk á litinn kost annars en að taka með fullri vara- semi, ef ekki tortryggni á viðbrögð ráðamanna, sem vegna ónógra upplýs- inga eru stundum æði torskilin. Það hefur löngum verið eðlislægt með okkur íslendingum, að vilja rekja til róta dagleg fyrirbæri. Hversu oft heyr- um við ekki athugasemdir um t.d. menn, sem leggja fram fjárhagslegan stuðning við þrifafyrirtæki, að sá hinn sami sé að „gefa fyrir sálu sinni”? Vissulega er slikt oft og einatt hreinasti sleggjudómur, eða a.m.k. þarf ekki að vera annað, en samt.... Af þessu má öllum ljóst vera, aö hvergi errikari þörf á en einmitt hér, aö fyrir hendi séu réttar upplýsingar um þaö sem er að gerast. 1 daglegu tali milli manna fer sannarlega ekki mikið fyrir virðingu, sem borin er fyrir t.d. Alþingi eða einstökum þingmönnum að ekki sé Opnið gluggana! talað um stjórnmálastarfsemi. En skyldi það nú ekki vera einmitt alls- konarleynd, sem látin er hvila yfir hlut- unum, sem nærir slikt hugarfar. Það er illa farið, ef það ræktast I huga almenn- ins, að öll pólitisk starfsemi sé eiginlegt skitverk og allir þeir, sem viö það fást séu bara ótindir skitmokarar, sem fyrst og fremst ástundi að skara eld aö sinni persónulegu köku. Hér er fullkomin þörf á fyrir ráðamenn, að endurmeta sína stöðu. Þvl meira af málum, sem unnt er að ræða fyrir opnum tjöldum, að fengn- um staðgóðum upplýsingum um hið rétta, þvi betra fyrir alla sem einn. Þáttaskil Þessar hugleiðingar hér að framan eru fyrst og fremst sprottnar af aug- ljósu, gefnu tilefni. Styrjöldin, sem viö stöndum nú I og vissulega er örlagarik, ætti að hafa opnað augu allra fyrir þvi hvert gildi upplýsingar hafa. Fullyrða má, að i fyrstu lotu urðum við aö þola það, að málstaður okkar i fiskveiðideil- EftirÖddA. Sigurjónsson unni við Breta var gersamlega fyrir borð borinn útifrá. Kerfiö okkar um fréttamiðlun var svo svifaseint, að trún- aðarmenn okkar I Bretlandi voru látnir standa eins og ótindir jólasveinar gagn- vart harðsoðnum fréttaáróðri Bretanna, sem löngu hafa skiliö gildi hinna fyrstu frétta. Loksins þegar stjórnvöld kveiktu á skaðsemi leyndarinnar og opnuðu bæði innlendum og erlendum frétta- mönnum möguleika á aö fylgjast með á vettvangi, snerist skákin við. Hvað hafði nú gerzt hér? Hafði málstaður okkar skyndilega stórbatnað? Sei, sei, nei. Hann var hvorki betri né verri en áður. Aðeins það sem gerzt hafði, var, að nú gátum við óhindrað rakið málin fyrir umheiminum á vegum fréttamanna, sem túlkuðu það sem fyrir augu bar. Og i annan stað. Eru nokkur sjáanleg merki um, að himinninn hafi hrunið yfir okkur, þó fréttamenn hafi fengið aðstöðu til að dvelja um stund á varðskipunum? Frá- leitt held ég það. Skipin hafa getað farið allra sinna ferða og með nauðsynlegri leynd þrátt fyrir þetta. Þetta augljósa dæmi ætti að sýna stjórnvöldum, svo ekki verði um villzt, gildi þess að sannar sögur fari af þvl sem gerist. Ef menn gera sér ljósa þýð- ingu þess, að aðrar þjóðir kunni glögg skil á okkar málum, hversu miklu þýð- ingarmeira og á allan hátt viðfelldnara er þö, að þjóöin sé ekki leynd þvi, sem gerist hér innanlands? fclk Skálað i mariunni Tia Maria, sem mun vera tegund sérris, bragöast engu að siður i Bláfjöllum á fslandi en á suðrænum sólarströndum, segja framleiðendur þessarar vintegundar, sem sent hafa fulltrúa sinn, Colin Huggett'. til allra Norður- landa til að ræða viö um- boðsmenn sina og for- stöðumenn áfengiseinka- salanna. Colin fór ásamt Jóni Guðjónssyni, hjá umboðinu I Reykjavik, I snjósleðaferð um Blá- fjöllin, og að sjálfsögðu með flösku af veigunum meðferðis, og að ferða- lokum var skálaö I marl- r' *>r\ \i$h vu;v V.ÍJtt Hil'' ’SHS [iftt 5 11 Sluppu með Skömmu fyrir leikslok I leik Danmerkur og Sviþjóð- ar I handbolta I Olleruphöllinni I Sviþjóð, hrundi hluti áhorfendapallanna. Um fjögur hundruð manns stóðu á pöllunum þegar atburðurinn gerðist, en að- eins tiu voru sendir á sjúkrahús, flestir þó vegna skelfingarinnar sem greip um sig. Óhappið olli þó ökkiabroti, rifbrotum og minni háttar skrámum hjá nokkrum. qgbin SUORNUBÍÓ «imi Allt fyrir elsku Pétur For Pete's sake tSLENZKUR TEXTI. Bráöskemmtileg ný amerisk kvikmynd I litum. Leikstjóri: Peter Yates. Aöalhlutverk: Barbra Strei- sand, Michael Sarrazin. Sýnd kl. 6, 8 og 10. TÓNABÍÓ Simi 31182 Borsalino og Co. Spennandi, ný frönsk glæpa- mynd meö ensku tali, sem gerist á bannárunum. Myndin er framhald af Borselino sem sýnd var i Háskólabió. Leikstjóri: Jacques Deray. Aöalhlutverk: Alain Delon, Riccardo Cuccioila, Catherlne Rouvel. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HÁSKÓLABÍÓ simi 22.40 Lady sings the blues Afburöa góö og áhrifamikil lit- mynd um frægöarferil og grimmileg örlög einnar fræg- ustu blues stjörnu Bandarikj- anna Billie Holliday. Leikstjóri: Sidney J. Furie. ISLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk: Diana Ross, Billy Dee YYilliams. Sýnd kl. 5 og 9. Allra siöasta sinn. yiýjA Bjö Slml 11546 Skólalíf í Harvard tSLENZKUR TEXTI Skemmtileg og mjög vel gerö verölaunamynd um skólalif ungmenna. Leikstjóri: James Bridges. Sýnd kl. 5, 7 og 9. hafnarbIí Simi 16444 Einhver alira skemmtilegasta og vinsælasta gamanmyndin sem meistari Chaplin hefur gert. ógleymanleg skemmtun fyrir unga sem gamla. Einnig hin skemmtilega gam- anmynd Hundallf Höfundur, leikstjóri, aöalleik- ari og þulur Charlie Chaplin. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. .AUGARASBÍÓ slm~ Mynd þessi hefur slegiö öll aö- sóknarmet I Bandarikjunum til þessa. Myndin er eftir sam- nefndri sögu eftir Peter Benchley, sem komin er út á islenzku. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aöalhlutverk: Roy Scheidcr, Robert Shaw, Richard Drey- fuss. Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Ath. Ekki svaraö I síma fyrst um sinn. Raggri rólcgri FJalla-Fúsri VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við jnúrop: ídæð;210 sm x breidd: 240 sm 240 - x - 270 sm AÖrat ðir. ímíOoðar eftif bclðnc QLud^AS MIDJAN Siöumúla 20. simi 38220 TRÓLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Alþýðublaðið á hvert heimili ) Alþýðublaöiö Föstudagur 16. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.