Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 4
Reykingar eru ekki lengur einkamál þeirra sem reykja — framh. af 5. síðu Þaö verBur að vera fullkom- lega ljóst, að við berjumst gegn tóbaki og tóbaksreyk, en ekki reykingafólkinu. Það á þvert á móti samúð okkar. Við viljum tryggja þvi heilbrigði, velliðan og gott lif, með þvi að útrýma tóbaksreyknum úr lifi þess. Tóbak er alltof smánarlegt til að vera samboðið mönnum. Ég held að aldrei hafi verið til kvik- indi, sem hefur fengist til að reykja* að þvi leyti eru þau mönnum fremri. Tóbakspipan á ekki lengur að vera annað en safngripur frá liðnum timum. Vindillinn, sem á timabili var skoðaður sem einkenni mann- borleika karlmannsins, er á góðri leið með að verða aðals- tákn kvenna. Þeim finnst þær upphefja sig með þvi að skapa karlmannsþef i kringum sig og vera einfærar um það. Og sigarettan, þessi örlitli en ótrú- lega voldugi böðull, sem lækna- visindin hafa löngu fordæmt, verður með öllum tiltækum ráð- um að mótast þannig inn i með- vitund fólks, að engin vitiborin eða vel gerð manneskja vilji eða geti framar lagt hana sér til munns, án þess að finna til ógeðs og niðurlægingar. Við verðum að viðurkenna, þó óskemmtilegt sé að hingað til hefur misheppnast að valda slikum hughvörfum að nokkru verulegu leyti, þrátt fyrir hinn dýra og umfangsmikla áróður sem viða er rekinn. Og þrátt fyrir það, að i mörgum löndum hefur allur fjöldi lækna lagt niður reykingar og ætla mætti að væri fordæmi sem ætti að duga, þvi það segir sina sögu svo ótvirætt, að maður skyldi halda, að hver sem þekkir hana mundi staldra við og hugsa sig um, áður en hann byrjaði reyk- ingar eða héldi þeim áfram. Læknareru ekkert frábrugðn- ir öðru fólki. Þeir hafa smekk fyrir gæöum og lystisemdum lifsins rétt eins og aðrir, i mis- munandi mæli, upp og ofan, eins og gerist og gengur meðal ann- arra stétta. Og það hefur meira að segja viljað brenna við, að þeim hafi orðið óþarflega tiðgripið til sigarettunnar i öllu arginu, áhuggjunum og ábyrgð- inni, sem á þeim hvilir. Þess vegna lýsir venjubreyting þeirra —afneitun sigarettunnar — kannski skýrar og eftirminni- legar en nokkuð annað hversu geigvænlegar hætturnar eru, sem sigarettureykingar hafa i för með sér. Mér er sagt, að á læknaráðstefnum i Bandarikj- unum, sérstakiega um krabba- mein og krabbameinsvarnir, séu reykingar á mjög hröðu undanhaldi og á sumum fundum þeirra sjáist varla reykt nú orð- ið. Fólk fari þar hjá sér ef þvi verður gripið til sigarettu og flestir, sem ekki geta staðist freistinguna, hverfi úr fundar- salnum til að reykja i felum. Þetta er óneitanlega spor i rétta átt. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að árið 1975 skyldi helgað kon- um — vera kvennaár —. Lögð er áhersla á, að i öllum löndum skuli leitast við að gera sér grein fyrir stöðu konunnar i þjóðfél., hvert og hversu við tækt starfssvið hennar sé i hverju landi og að tryggja beri rétt konunnar til jafns við karl- menn, en á kvennaárinu skal ennfremur stuðla að jafnvægi og friði i heiminum. Með þessu er konunni lagðar miklar skyldur á herðar. Hún þarf að sýna hvað i henni býr og hvers hún er megnug. Islenskar konur eru jafnan að koma einhverju góðu til leiðar. 1 þeim efnum standa þær karl- mönnum að mörgu leyti fram- ar, með þvi að eiga frumkvæði aðog hrinda af stað aðgerðum i þágu liknar, mannúðar- og menningarmála. Framtak kvenfélaganria i þeim efnum er viða ómetanlegt. Ég nefni sem eitt dæmi af ótal mörgum, að stofnun krabbameinsfélaga um allt land hefði orðið erfið og sennilega látið standa á sér lengur en raun varð á, hefði að- stoðar kvenfélaganna ekki notið við. Nú stendur islenskum konum opið tækifæri til að vinna stór- virki með samtakamætti sinum. Þær eiga að taka varnir gegn reykingum i sinar hendur og láta það ekki dragast. Baráttan hefst með þvi að þær leggja sjálfar niður allar reykingar. Þannig eru þær orðnar hlut- gengar i starfinu og börnum sin- um og öllum karlmönnum ómetanleg fyrirmynd. Með þessu einu ynnu þær stórvirki, sem bjargaði mörgum þeirra frá veikindum og dauða langt um aldur fram, auk þess sköp- uðu þær sér aðdáun og frægð, sem yrði i minnum höfð um ár og aldir. Siðan þurfa þær að bindast allsherjar samtökum og sameinast i markvissri baráttu gegn reykingum. Hingað til hefur vorið mest á karlmönnum i baráttu gegn reykingum hér á landi. Við verðum að viðurkenna, að okk- ur hefur mistekist meira en góðu hófi gegnir, þó dettur okk- ur ekki i hug að leggja árar i bát. Tvimælalaust væri ástand- iö ennþá verra en það er, ef ekk- ert hefði verið gert, en árangur- inn er ekki viðunandi. En ef konurnar leggðust á eitt mundi sannast að þær næðu glæsileg- um árangri. En hvers vegna ætti þeim að takast betur en okkur? Til þess liggja ýmsar ástæður, en sú veigamesta er sú, að allur þorri karlmanna lætur stjórnast af konum og hlýðir þeim, en þær láta karlmennina ekki stjórna sér nema rétt eins og þeim sýn- ist og þykir gott. Svo mikil er kænska þeirra margra og stjórnviska, aö þær leika sér að þvi, að láta karl- mennina halda, að það séu þeir, sem öllu stjórni og hafi þræðina i hendi sér, þó þeir séu ekkert annað en leikbrúður i höndum kvenna sinna og jafnvel ann- arra, sem láta þá sprella að vild, eftir þvihvernig þær taka i þræðina hverju sinni. Eitt stórbrotnasta dæmið um kænsku, snilld og sefjunarmátt konu, er þegar Jeanne d’Arc dáleiddi konunginn, stjórnina og herinn, snéri öllum lýðnum um fingur sér lét krýna Karl 7. og bjargaði Frakklandi úr klóm englendinga. Hún var alein kona, sem kom þessu öllu til leiðar. Viö þurfum enga islenska Jeanne d’Arc til að dáleiða okk- ar karlmenn frá reykingum. Hundrað og sex þúsund konum ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi. Þannig yrði kvennaárið þeim til ævarandi lofs og dýrðar. En timinn liður, þvi er eins gott að bregða skjótt og drengi- lega við. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn aila daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans i Gyllta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mímisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. —Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR - - SKEMMTANIR Rennismiðir Óskum eftir að ráða 2-3 rennismiði nú þeg- ar. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar, Arnarvogi, Garðabæ. Simi 5-28-50. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.' Skipholti 25 Simaí 19099 og 20988. I ngólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Alþýðublaöið Föstudagur 16. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.