Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 11
Al HORNID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Sfðumúla U, Reykjavík Háífáttræður — og viíl Ííf og fjör í sjónvarpið Friðrik hringdi Hvernig er með þetta blessaða sjónvarp okkar, er ekki ætlazt til þess að það skemmti landanum með einhverju afþreyingarefni? Innlendir skemmtiþættir á móts við „Kvöldstund i sjónvarpssal” og spurningaþáttinn hans Jónas- ar frá þvi i fyrra, sjást ekki núna. Jú og þó. Það sást einn slikur nú i haust og kallaðist hann „Anna i Hlið” og var bara þolanlegur. Hvers konar linkind er þetta hjá sjónvarpinu að hafa ekki dug i sér að ýta undir gerð innlendra skemmtiþátta? Er ætlazt til þess að „Aramótaskaupið” dugi land- anum veturinn, eða hvað? Þá er útvarpið, eða hljóðvarpið eins og það heitir vist réttu nafni, ekki skárra. Þættir sem „Matt- hildur”sem yljaði hjörtum lands- manna og kitlaði hláturstaugar þeirra fyrir tveimur árum siðan, hafa ekki heyrzt. Þó var gerð til- raun með svipaðan skemmtiþátt og Matthildingar voru með, og voru það kaffibrúsakarlarnir við- frægu sem sáu um gerð þeirra. Það var i fyrravetur að mig minnir og siðan hefur rikt alger lognmolla i gerð slikra skemmti- þátta. Hver er ástæðan? Ég er nú hálfáttræður að aldri, fyrrum fiskikarl, og kann alltaf vel við það að hafa lif og fjör i kringum mig. Ég bý einn og hlusta þvi mikið á útvarp og sjón- varp, þá sérstaklega á virkum dögum, þvi um helgar koma börnin og barnabörnin oft i heim- sókn og lifga upp á tilveruna. En ég er sem sagt sáróánægður með frammistöðu rikisfjölmiðla okkar varðandi framboð á innlendu skemmtiefni, þvi fátt er okkur jökulköldum tslendingum nauð- synlegra i vetrarkuldum, land- helgisdeilunni og hörmungum þeim sem dynja nú yfir norðan- lands, en að fá tækifæri til að slappa af fyrir framan útvarp og sjónvarp og geta hlegið hressi- legá, þótt ekki væri nema svona einu sinni i hálfum mánuði. Fulltrúaráð Alþýðuflokks- félaganna i Reykjavík heldur framhaldsaðalfund næst- komandi þriðjudag, 20. janúar, kl. 20.30, i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um samninga Alþýðu- blaðsins við Reykjaprent. Fram- sögumaður Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins. 3. önnur mál. Fulltrúar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Ráðstefna um stefnuskrána verður haldin á Hótel Loftleiðum, sunnudaginn 25. janúar og hefst kl. 10 árdegis. Nánari upplýsing- ar verða veittar á skrifstofunni, Hverfisgötu 6—8, simi 1-50-20. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Kvenfélag Alþýðuflokksins, Rvk. Félag ungra jafnaðarmanna, Rvk. Blaðamenn - fulltrúar almennings Jón Magnússon hringdi til blaðsins: Nú verða allir að standa saman i landhelgismálinu, og þegar yfir- völd bregðast eða sýna linkind, þá eiga allir aðrir, sem tök hafa á, að reyna að bæta þar úr. Ef Geir hefur ekki manndóm i sér til að segja Luns hvert er álit alls þorra þjóðarinnar á verunni i Nató, þá vil ég biðja blaðamenn, sem ræða við Luns að koma þvi á framfæri við hann. Þessi hái Nató-herra hittir vist ekki marga fulltrúa almúgans svo ég treysti á ykkur blaðamenn að láta hann vita hvernig meiri- hluti þjóðarinnar hugsar. Við högnumst meira á þvi að sýna að við erum ákveðin þjóð, sem stendur saman, heldur en að vera bara með kurteisi og undirlægju og þora ekki að segja annað en að við litum málið mjög alvarlegum augum. Ég skora þvi á blaða- menn að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar i þessu máli og tala tæpitungulaust við Jósep Luns á blaðamannafundinum, sem hann heldur. Sambandsstjórnarfund- ur SUJ verður haldinn i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði laugardaginn 17. janúar og hefst klukkan 10 árdeg- is. Dagskrá: Skýrsla framkvæmdastjórnar. Stjórnmálaviðhorfið. Innri mál SUJ og Alþýðuflokksins. önnur mál. Sigurður Blöndal, form. Harpa Agústsdóttir, ritari Fundur sveitar- stjórnarmanna og varamanna þeirra i Reykja- neskjördæmi verður haldinn i fé- lagsheimili Seltjarnarness laug- ardaginn 17. janúar, klukkan 14.00. Gestur fundarins: Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambans islenzkra sveitarfélaga. Leikhúsin áSÍLElKFÉLÍG^ aQSEYKjAVÍKnBB SKJALDHAMRAR i kvöld. — Uppselt. EQUUS laugardg kl. 20,30. — 7. sýning. Græn kort gilda. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. EQUUS miðvikudag kl. 20,30. SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. í&ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ CARMEN i kvöld kl. 20 sunnudag kl. 20 GÓÐA SALIN 1 SESÚAN laugardag kl. 20 Litla sviðið: MILLI HIMINS OG JARÐAR sunnudag kl. 11 f.h. og kl. 15 Siðustu sýningar. INUK þriðjudag kl. 20.30 Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. MUNIÐ að senda HORNINU nokkrar linur. Utanáskrift: HORNID, ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðuinúla 11, Reykjavik. Föstudagur 16. janúar 1976. Út í tunglsljósið Útivist ráðgerir að fara i kvöld- ferð nk. laugardagskvöld i ná- grenni Lækjarbotna. Gengið verður með blys nokk- urn hluta leiðarinnar og sungnir álfasöngvar. Stjörnuspekingur sýnir og skýrir stjörnur og stjörnumerki. Tunglið er fullt þetta kvöld og • tækifærið valið til að gefa fólki kostáaðkomaút fyrir borgina og njóta töfra vetrarnæturinnar undir fullu tungli, tindrandi stjömum og brakandi norðurljós- um. Handhæg blys verða seld i bil- unum og kosta þau 150 kr. Börn i fylgd með fullorðnum fá fritt. Þeir sem vilja geta farið á skauta eða skiði ef þeir hafa þau með. Einnig verður farið i leiki. Verið vel búin i frostinu og hafið sjónauka með, til stjörnuskoðun- ar. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni að vestanverðu kl. 8 og komið aftur um miðnætti. Allir velkomnir út i tunglsljósið með Útivist. Útivist UTIVISTARFERÐIR Laugard. 17/1 kl. 20. Tunglskinsferð við Lækjar- botna, blysför, leikir, stjörnuskoðun. Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Brottför frá B.S.I. (vestanverðu). Verð 500 kr. (fritt fyrir börn i fylgd með fullorðnum). Sunnud. 18/1 kl. 13 Fjöruganga á Alftanesi. Fararstjóri Gisli Sigurðsson. Brottför frá B.S.l. vestan- verðu. Verð 500 kr., fritt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Útivist. Alþýðuflokksfélögin i Reykjavik boða til ráðstefnu um stefnuskrá flokksins á grundvelli þeirra samþykkta, sem gerðar voru á flokksþinginu i haust. Ráðstefnan verður haldin sunnudaginn 25. janúar n.k. á Hótel Loftleiðum og hefur dagskráin verið ákveðin sem hér segir: kl. 10.00 Ráðstefnan sett, Sigurður Guðmundsson. kl. 10.10 Ræða. Benedikt Gröndal. kl. 10.30 Starfshópar vinna. kl. 12.00 Hádegisverður. kl. 13.00 Framhald starfshópa. kl. 15.00 Hlé. kl. 15.30 Framsögumenn starfshópa gefa skýrslu. kl. 16.30 Umræður. kl. 17.30 Ráðstefnunni slitið. Þátttakendur ráðstefnunnar hafi samband við flokksskrifstofuna, Hverfisgötu 8-10 og greiði þátttökugjald, kr. 500. Þarliggja einnig frammidrög stefnuskrárnefndar, sem þátttakendur geta fengið i hendur. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur, Kvenfélag Alþýðuflokksins, Rvk., Félag ungra jafnaðarmanna, Rvk. RAÐSTEFNA UM STEFNUSKRÁNA Starfsmaður óskast til að vinna að félagsfræðilegum rann- sóknum fyrir nefnd þá sem rikisstjórnin skipaði i tilefni hins alþjóðlega kvennaárs. Umsóknir sendist fyrir 1. febrúar 1976, til Guðrúnar Erlendsdóttur, hrl. Barónsstig 21, Reykjavik. Útsalan byrjar i dag — stendur alla næstu viku. Barnafatnaður, garn o.fl. —10% afsláttur af öðrum vörum. Verslunin Karfan, Hofsvallagötu 16. angarnlr $k£0<í6V'e /C /9’° t//)/l/U0&/'/. WJ/' tá 4&P0/, £/K pob/é^\ I---- ðé Afýjt/sw b0*F/?m0//9o - \l Fsecv/v/r/ /?& _ /I /Ttf 6/-y/V0//£V/* &9W/W oa/Hy/9ie> SA/WC/ /reí rf/fí?. CV9/S/CSU9. CdOf/rfAV/Mij £0/9 //í//9jb ? % DRAWN BV DENNIS COLLINS WRITTEN BY MAURICE DODD ’ 4s í?, ////. £//////'*& , . /n/r/// Atfr/zw- ] U-&£/? e/tr f/TA'/9/U90. *//i'exy/s////*/, / /?/*}.. ‘ /90/7X0/'*> - ~A.il. o Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.