Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 3
ffitfrQtflHfljOS Sigurður E. Guðmundsson skrifar
Smáþjóð fer úr
Á liðnu hausti gerðust mikil
tiðindi á eynni Timor, norður
af Ástraliu. Bárust þau seint
um viða vegu,enþókomfram,
að þar höfðu válegir atburðir
gerzt: smáþjóð sú, er býr á
austurhluta eyjunnar, varð
ósátt innbyrðis og bræður tóku
að berjast. Það, sem siðan
gerðist, má næstum segja að
sé skóladæmi um það, sem
smáþjóðir eiga helzt að var-
ast.
I fréttum þaðan að sunnan kom fram,
að vesturhluti eyjunnar er undir stjórn
Indónesa, sem að sjálfsögðu er eitt helzta
stórveldið á þessum slóðum. Austurhluti
eyjunnar var hins vegar nýlenda undir
stjórn Portúgala. Undir þeirra stjórn
munu hafa búið þar um 1.4 milljónir
manna. Þegar losnaði um einræðisstjórn-
ina, sællar minningar, I Portúgal tóku að
sjálfsögðu þegnar þess, viða um heim, að
ókyrrast, m.a. á Austur-Timor. Fyrstu
fréttir, sem hingað bárust frá þessu fjar-
læga eylandi, greindu frá þvi, að þar hefði
verið gerð uppreisn gegn veldi Portúgala,
sem fljótlega tókst að yfirbuga, en þá tók
annað verra við: Austur-Timor-búar
sjálfir voru ekki sáttir innbyrðis og tóku
nú að snúa vopnum sinum hver gegn öðr-
um.
Hófst þá upp óöld mikil með miklum
hryðjuverkum á alla bóga. Að sjálfsögðu
beið stórveldið Indónesia i færi, handan
landamæranna, og þegar þvi þótti, sem
óeirðirnar og bardagarnir á austurhluta
eyjunnar hefðu náð hámarki sinu, gerði
það vopnaða innrás frá vesturhluta henn-
ar og tókst á örskömmum tíma að bæla
niður alla mótspyrnuna þar. Þótt Indó-
nesia sé undir hægrisinnaðri herforingja-
stjórn og einn tilgangurinn hafi verið að
brjóta á bak aftur vopnað lið vinstri-
manna á Austur-Timor, var innrásin
framkvæmd nákvæmlega eftir kommún-
iskri og naziskri fyrirmynd: leppstjórn
var sett á laggirnar fyrir Austur-Timor og
hún siðan látin „óska” eftir þvi við rikis-
stjórn Indónesiu, aö hún sendi hersveitir
til Austur-Timor „til þess að koma á röð
og reglu”. Varla getur verið, að neinn eigi
bágt með að muna hvenær þessu bragði
öskunni
/
var einna siðast beitt: það var þegar
Rússar settu leppstjórn Kadars á laggirn-
ar I Ungverjalandi, er Ungverjalandsupp-
reisnin stóð sem hæst, og létu hana siðan
„óska” náðarsamlegast eftir þvi, að
sovézkir skriðdrekar og hersveitir yrðu
sendar inn i Ungverjaland til að kyrkja i
fæðingu upprennandi frelsi og lýðræði.
Þannig eru vinnubrögð kommúnista og
fasista löngum hin sömu.
í eldinn
Það er ihugunarefni, að engar fréttir
hafa borizt frá Austur-Timor frá þvi að
Indónesar komu þar á „röð og reglu”.
Heimurinn, sem um stund varð fyrir
ónæði af fréttum um hin vopnuðu átök þar
eystra, er nú „lukkulegur” með það, að
átökin eru að baki og hann þarf ekki að
hafa frekari áhyggjur af þvi, sem þar
kanna að gerast. Hann er fljótur að
gleyma, m.a. örlögum smáþjóða, sem
berjast fyrir frelsi og lýðræði eða beinlinis
fyrir lifi sinu. Hér verður að sjálfsögðu
enginn dómur lagður á það, hvort frelsis-
sinnar á Austur-Timor hafi farið rétt að
eða rangt, i öllu falli er þó óhætt að segja,
að hin vopnuðu átök innbyrðis boðuðu
ekkert gott. En svo mikið er þó vist, að at-
burðirnír á Austur-Timor eru öllum smá-
þjóðum (hvað sem öðrum liður) boðskap-
ur um einn grundvallarsannleik, öðrum
fremur.
Hann er i þvi einu fólginn, að allir
þegnar hverrar þeirra verða að standa
saman um allt það, er mestu skiptir. Þeg-
ar menn taka að snúast hver gegn öðrum
og beita hvern annan vopnum, i eiginleg-
um og óeiginlegum skilningi, nr voðinn vis
og stutt i siðasta skrefið. Þvi að ætið er
„stórveldi” á næsta leiti, sem hugsar sér
að eiga næsta leik, „koma á röð og reglu”.
Þetta verðum við Islendingar að hafa
hugfast, eigi siður en aðrar (smá)þjóðir,
sjálfstæði okkar er ungt að árum og
stendur enn ekki föstum fótum, einkum
ekki á sviðum efnahags-og fjármála. Má i
þvi sambandi minna m.a. á það, hve oft
hefur verið haft á orði i vetur, af mörgum
mikilsmetnum mönnum i öllum flokkum,
að væri eigi sveigt i átt til lands á úthafi
efnahags- og fjármála, kynnum við að'
glata sjálfstæði okkar. Sannast sagna
minnist ég þess ekki, að hafa heyrt þetta
haft á orði jafnoft og jafnviða eins og I
vetur, allt frá þvi að lýðveldið var stofnað.
Engu er þó að kviða ef okkur lánast að
standa saman og forystusveitir þjóðar-
innar, á Alþingi, i rikisstjórn og i laun-
þegasamtökunum, fara með forystuna af
ábyrgðartilfinningu og festu. Lif islenzku
þjóðarinnar —smáþjóðará útskeri i norð-
urhöfum — er sannarlega „eilift krafta-
verk”, sem fáum jafningjum okkar hefur
hlotnazt.
Þvi verður hún lika ætiö að gæta
þess sem sjáaldurs auga sins.
I HREINSKILNI SAGT
Nytsamur fróðleikur
Við höfum löngum stært okkur
af þvi að vera fróðleiksfús, og
þvi tökum við auðvitað með
mestu þökkum, þegar rösk-
lega er gengið að hagnýtri
fræðslu. Sjónvarpið okkar
verður oft fyrir ýmiss konar
hnotabiti og vissulega er
-margt, sem birtist á skjánum,
léttmeti. Eigi að siður ber þar
margt fyrir augu, sem veru-
legur fengur er i, og má þar
einkum til nefna þætti, sem
fjalla um málefni ofarlega á
baugi. í fyrrakvöld birtist einn
slikur, sem eflaust hefur verið
vel þeginn af flestum rýnend-
um.
Náttúra landsins hefur nú minnt okkur
á það þriðja árið i röð, að við sitjum hér
ekki á æfinlegum friðstóli, og það er vel
þess vert að gaumgæfa hvernig við bú-
umst til áð mæta villegum atburðum. Eng-
inn efast um, að okkar fámennu þjóð er
meira virði en annað, að forða frá mann-
tjóni, og í næstu röð kemur svo að búa
þannig um hnúta, að eignatjón verði sem
léttbærast ef ekki reynist kleift að afstýra
þvi. Atburðirnir við Leirhnjúk, I Keldu-
hverfi og Axarfirði, sem I þetta sinn voru
umræðuefni ásamt viðbrögðum við þeim,
geta verið dæmigerðir um hvers má allt
eins vænta viðar um land.
Kröfluvirkjun hefur vissulega verið
umræðuefni um hrið, þótt á öðru sviði hafi
Náttúruöflin gera vart við sig: Frá snjóflóðunum á Neskaup-
stað.
Vá og viðbrögð
verið um þá fjallað, og skal það ekki orðað
hér mikið frekar. Allt um það má ekki
gleyma þvi, að þegar við af litlum efnum,
leggjum I fjárfrekar framkvæmdir, er
okkur full nauðsyn að búa svo um hnúta,
að fjárfestingin verði okkur til fram-
dráttar en ekki til hins gagnstæða.
Upplýsingar visindamanna okkar um
aukna jarðskjálftavirkni á Kröflusvæðinu
á siðari timum, benda vissulega á, að hér
hafi verið farið meira fram af kappi en
forsjá. Ráðamenn virkjunarinnar eiga þó
eflaust sinar málsbætur I þörfinni á raf-
orkuaukningu. Samt er bezt að gera sér
ljóst, að eldsumbrot eru ekki neinn barna-
leikur, og maðurinn æði vanmáttugur
frammi fyrir þeim býsnum. Það er hins-
vegar til of mikils mælzt, að visindamenn
okkar, þótt ágætlega færir séu, geti spáð
eða sagt fyrir um með öruggri vissu,
hvernig framvinda málanna verði i þessu
efni. Stundum kann að vera afsakanlegt
að tefla á tæpt vað. Og oft heppnast það,
eða slampast af. En svo virðist sem ekki
hafi verið fariö hér að öllu með nauðsyn-
legri gát. En vikjum nú að viðbúnaði, til
þess að standa frammi fyrir hugsanlegri''-
'vá. Almannavarnir eru nú óðum að skipa
sér varanlegan sess i þjóðlifinu. Þar
skiptir auðvitað mestu máli, að hvert
hérað, eða byggðarlag þar sem likur
mætti leiða að hættuástandi, sé vak-
andi um að bregðast réttilega við
þegar á dynur. Við getum ekki treyst
á, að aðstæður verði ætið jafn hag-
stæðar og þegar eldsumbrotin hófust i
Heimaey og floti Vestmannaeyinga var i
höfn, tilbúinn til að flytja fólkið af hættu-
svæðinu. Hlutverk almannavarna rikisins
hlýtur fyrst og fremst að vera að skipu-
leggja, ef þörf krefur, varnir heima-
manna og vera þar til ráðgjafar. Fyrstu
viðbrögðin verða að koma frá þeim, sem
eru á vettvangi. Þessi staðreynd var
rækilega áréttuð i sjónvarpsþættinum.
Samtrygging landsmanna um bætur fyrir
eignatjón af völdum náttúruhamfara er
merkilegt skref, svo sem hér hefur áður
verið minnzt á i þessum þáttum. Það er
hinsvegar nauðsynlegt, að menn geri sér
grein fyrir grundvelli viðlagatryggingar-
innar.
Brunatryggingar fasteigna eru orðnar
nægilega þekktarhér, til þess að mönnum
ætti að vera ljós gagnsemi þeirra. Samt er
það ekki óvenjulegt að heyra, þegar elds-
voða ber að höndum, að vátrygging húsa
og þó einkum innbús hafi verið lág og
meira að segja engin, þegar um ræðir úti-
hús i sveitum landsins. Það var rækilega
upplýst, að þvi aðeins næði viðlagatrygg-
ingin til slikra hluta, að brunatrygging
væri fyrir hendi, þá kæmi hún á sem
skylda og veitti auðvitað tilskilin réttindi.
Efamál er, að fólk hafi almennt gert sér
þetta nægilega ljóst áður, enda er löggjöf-
in tiltölulega ný af nalinni. Hér var þvi
rækilega áréttað, hvernig ber að snúast
við hugsanlegri hættu af eignatjóni. Þessi
mál öll hafa örugglega orðið ljósari en áð-
ur þeim, sem á horfðu og hlýddu. Það ber
að þakka.
Eftir Odd A. Sigurjónsson
Fimmtudagur 22. janúar 1976.
Alþýöublaðiö