Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 13
Leiksigur ársins 1975:
INÚK-leikflokkurinn
Leiksigur ársins 1975 hlýtur að
teljast árangur Inúk leikflokksins,
sem segja má að hafi farið samfellda
sigurför um lönd og álfur — og allt
útlit er fyrir að ferðalögum þessa
hóps linni ekki i bili, þvi að hópnum
hafa borizt fjölmörg tilboð og er nú i
ráði að sýna Inúk á leiklistarhátið i
Caracas i Venuzuela i aprilmánuði
næstkomandi.
Sem stendur verður Inúk sýnt á Litla
sviðinu i Þjóðleikhúsinu. Leikritið
fjallar um eskimóa á Grænlandi og
viðar. Þar er brugðið upp myndum af
menningu þeirra og lifsháttum og
jafnframt sýnd atriði, sem snerta
upplausn samfélags vegna utanað-
komandi áhrifa. Höfundar verksins
eru Haraldur Ólafsson og leikararnir
i hópnum en þeir eru: Kristbjörg
Kjeld, Helga Jónsdóttir, Ketill
Larsen, Þórhallur Sigurðsson og
Brynja Benediktsdóttir, sem er leik-
stjóri. Tónlistin i verkinu er græn-
lenzk en Atli Heimir Sveinsson var
hópnum til fulltingis við flutning
hennar. Sýningarstjóri og tæknistjóri
er Þorlákur Þórðarson.
Hér að neðan birtum við nokkrar
umsagnir úr hollenzkum blöðum eftir
frumsýninguna i Amsterdam.
Barnslegt, einfalt, heiðarlegt
- og laust við tilbúin áhrif
Umsögn leikhússtjóra
Mickery-leikhússins i
Amsterdam
Leikhúshópur frá Islandi. Það
er gaman að sjá viðbrögð fólks.
Menn lyfta brúnum, horfa
undrandi og verða stundum
óráðnir á svipinn. Rétt svo sem
tsland sé ekki til, hvað þá heldur
leikhús. Þegar menn vita ekki
mjög mikið um eitthvert tiltekið
land — nema t.d. um fiskveiða-
deiluna við Englendinga — þá
kemur það svo sem heim og
saman, að það sé eiginlega ekki
til fyrir þá. Hvað sem þvi liður,
þá verður hægt að bæta úr þvi
núna.
Hópurinn, sem nú verður
kynntur, upprunalega hluti af
Þjóðleikhúsinu i Reykjavik,
vann lengi á eigin spytur að
verkefni, þar sem lögð var
stund á ymislegt varðandi
Grænland. Það átti sér stað i
hæfilegri einangrun, einangr-
unarfyrirbærið hefur áhrif i
tvær áttir, þegar öllu er á botn-
innhvolft. Mikil utanaðkomandi
áhrif i framsetningunni er þvi
tæpast að finna i þessu verki.
Það gerir þessa leiklist svo
furðulega hreina og heiðarlega.
Þetta varð næstum þvi endur-
uppgötvun leiklistarinnar.
Barnslegt, einfalt, heiðarlegt,
laust við tilbúin áhrif (effekta-
laust) og þess vegna svo sann-
færandi áhrifarikt.
1 leikfélagi með öllu kald-
hæðnislegri viðhorf finnst
mönnum þá, að ekki sé gerandi
að gefa svo höggstað á sér. Þvi
þrátt fyrir það, að þeir
þekki ekki aðeins táknin, sem
valin hafa verið, heldur lika viti
að þau eru orðin gatslitin, þá fá
þessi tákn nýtt gildi i meðferð
þessa hóps. Eða kannski öllu
heldur gildi, sem enn hefur ekki
glatazt. Það er ósvikið, hrein-
skilið og engum brögðum beitt.
Þannig stöndum við and-
spænis sakleysi, sem við höfum
löngu glatað, andspænis
kunnuglegum vandamálum,
sem menn eru hættir að velta
fyrir sér (hvort sem um er að
ræða Grænland, ísland eða eitt-
hvert annað hinna fjarlægu,
þöglu landa). Við fyrstu sýn
mætti kannski búast við, að
fiskveiðideilan gæti verið
viðfangsefni fyrir hóp, sem
finnur tengsl sin við land sitt og
umhverfi. En svona er það
betra, þetta nær miklu lengra,
það liefði alveg eins getað verið
verk um afrek hollenzkrar
menningar.Hvers vegna höfum
við eiginlega aldrei gert neitt
svona lagað? Sennilega af þvi
að við erum búnir að gleyma, aö
hægt var að lita svona á málin,
og þess vegna bara sleppt þvi.
Hvað sem þvi liður þá gerir
ísland þetta fyrir okkur núna.
RtC
Ritsart Ten Catc
Eftirtektarvert leikhús
i Mickery
tslenzkur leikflokkur með
verk um niðurrif Eskimóa-
menningar.
Amsterdam — I Mickery
(Rozengracht) leikur i næstu
vikur, Þjóðleikhúsið: nokkrir
leikarar úr Þjóðleikhúsinu i
Reykjavik. Flutt er verkið Inúk,
sem fjallar um hvernig
upprunalegt Eskimóasamfélag
á Grænlandi er rifið niður með
tilkomu vestrænnar
(ameriskrar) menningar, sem
hefur teygt krumlur sinar
þangað.
Þessi leikflokkur notar af
mikilli tilfinningu og ábyrgð
mjög tæra leikhúsferð.
Sýningin hefst á að sýndir eru
eskimóar við veiðar. Fimm
leikarar i hvitum anórökum
sýna með lágmarks notkun á
leikmyndum, og með mjög
músikölskum rythma, hið dag-
lega lif eskimóanna. Maður sér
stórhriðina , mávana, hrein-
dýrin, selina, kajakkana og
snjóhúsið. Maður heyrir veiði-
sögur, gömul lög, undir stöðugri
vinnu við hannyrðir og glaðlega,
mjög erótiska samfaradansa
(ástardansa), þar sem hreyf-
ingarnar likjast hreyfingum
selsins.
Leikararnir hafa kynnt sér
niður i kjölinn athafnir, breyf-
ingar og mimik Eskimóanna.
Þau hafa dvalist i 3 mán. á
Grænlandi með mannfræðing
(ethnólóg). Þessi leikflokkur
hefur nýtt sér þá vitneskju, sem
þar var fengin á snjallan hátt.
Þvi fer fjarri, að hér sé um að
ræða folklor (alþýðulist).
Heldur er hér sýnd listræn
lýsing á lifiEskimóa, þar sem I
ljós kemur innilegt samband
milli náttúru og menningar. An
þess að skilja orð i islcnzku,
skilur maður allt verkið.
Einingin meðal eskimóanna
kemur dramatiskt i ljo's, jafn-
skjótt og byssuskotið truflar
þessa hvitu veröld. Hegðunin
gjörbreytist. Eftir fátkenndan
dialóg fara Eskimóarnir til
„bæjarins”. Þá er einu leik-
myndinni (decor) ramma, sem
á er strekkt húð, snúið við og við
blasir bakhliðin, sem hangir full
af slæðum, plastik-hlutum,
niðursuðudósum, hermanna-
jakka, fullum af sigarettum og
áfengi. Á svipstundu er niður-
rifið hafið. Mjög effektift leik-
húsaugnablik. I sömu andrá
hljómar vélaskrölt, flugvéla-
dynur, raddir ferðafólks og á
hollenzku má heyra rödd tala
um framfarir I lifi Eskimóa.
Þessi texti virkar fyrst á mann
sem iróniskur, en fær fljótlega
meiri þunga, þegar sagt er i
gegnum ys og þys á bandinu að
stórveldin hafi áhuga á Græn-
landi vegna hernaðarlegrar
legu þess.
í lokasenunni sér maður
hvernigGrænlendingargera sér
grein fyrir, að þeir þurfi sjálfif
að taka sin mál i eigin hendur.
Ekki er mér alveg ljóst hvort
leikararnir hafi gert sér grein
fyrir pólitiskum afleiðingum af
þessu verki. Eftir sýningunni að
dæma hafa þeir ekki gert það,
a.m.k. enduðu þeir ekki
sýninguna á að syngja
„Internationalen”. En mér
finnst þetta vera gott skref i
áttina að samfélagsgagnrýni. A
þessu stigi málsins eru þau
áhrif, sem tnúk hefur á okkur
útlendinga, aðallega til orðin
vegna aðgerðalausrar reiði
okkar, sem myndast þegar við
sjáum að eitthvað, sem er
hreint og fallegt er eyðilagt.
Þessi islenzki leikflokkur
hefur einnig áhrif á þróun leik-
húss almennt. Þjóðleikhúsið,
sem er venjulegt „repertoire”-
leikfélag, fæst aðallega við —
alveg eins og hérna — flutning á
ameriskum og enskum verkum.
1 Reykjavlk er núna verið að
sýna „Sporvagninn Girnd” eftir
Tennessee Williams. Ein af
leikkonum Inúks hóf feril sinn
fyrir c,.a. 20 árum með þvi að
leika hlutverk Onnu Frank i
ameriska verkinu „Bakhúsið”.
Hjá okkur eru það yfirleitt
eldri leikarar, sem vinna' við
sömu skilyrði: hjá Globe og
Centrum. Sá, sem þekkir vinnu-
aðferðir svona leikhúsa, veit
hversu erfitt uppdráttar
leikarar eiga við að fá sam-
þykktar nýjar leiðir og ný verk-
efni.
Sýning eins og ínúk er mjög
góð fyrirmynd um nýja vinnu-
aðferð, sem gefur leikurunum
tækifæri á að vinna sjálfstætt og
I sterku sambandi við ákveðinn
áhorfendahóp.Hér i Hollandi er
þetta aðeins gert hjá yngri leik-
félögunum: Werkteater, Pro-
loog, Nieuwe Komedie og öðrum
leikflokkum, sem aðallega
vinna fyrir ungt fólk.
Leikflokkurinn, sem leikur
lnúk var alþjóðlega uppgötv-
aður á leikhúsfestivalinu i
Nancy. Þá höfðu þau leikið Inúk
I Danmörku m.a. fyrir græn-
lenzka námsmenn. Eftir Nantes
hafa þeir ferðazt um Frakkland
og Þýzkaland. Eftir að þeir hafa
sýnt i 3 vikur i Hollandi fara þeir
i sýningarferðalög til Spánar,
Póllands og ef til vill til Græn-
lands.
Það er ekkert undarlegt þótt
Inúk sé alls staðar vel tekið,
þrátt fyrir þá takmörkun, að
nærri þvi enginn skuli skilja
isienzku. Formið á verkinu og
leikur ieikaranna vinnur glæsi-
legan bug á tungumálahindrun-
inni. Þetta byggist mjög greini-
lega á leikurunum. Einn þeirra
sagði við mig: „Mér finnst
islenzkan svo fallegt mál, að ég
vil að allir geti heyrt hana. Og
einmitt vegna þess að við erum
að leika fyrir útlendinga, legg
ég áherzlu áað láta hana hljóma
sem bezt”:
Og þetta tekst þessum leik-
flokki vegna þess að þetta eru
góðir leikarar. Það geislar eitt-
hvað svo frisklegt og heilbrigt út
frá þessum leikflokki, að þeir
hafa I öllu falli heillað mig
Áhrifamikill og inni-
legur harmleikur um
eskimóa
Amsterdam 10. sept.
Yfirleitt þarf strið, árekstra á
milli meginlanda eða byltingar
til að fjarlæg lönd verði að
fréttaefni hjá okkur. Áhugi
okkar vaknar, aðeins þegar
„eitthvaðer að gerast” — ef svo
er ekki, þá bætum við vitneskj-
unni inn i yfirborðskennda
landafræðikunnáttu okkar.
Tökum Island til dæmis. Helzt
er minnzt á þetta lýðræði i
blöðum, vegna deilu þess við
England um veiðirétt, eða að
Islendingar séu allt i einu
komnir með fótboltalið. Að öðru
leyti kviknar i bezta tilfelli á
perunni hjá okkur, þegar við
heyrum orðið Edda, eða þegar
við rifjum upp gamlan skóla-
lærdóm um brunna, sem sagðir
eru sprauta úr sér heitu vatni og
kallaðir Geysir eins og hita-
tækin i baðherbergjum okkar.
Eitthvað sams konar væri
hægt að segja um Grænland,
þar semEskimóar búa og kallað
er stærsta eyja veraldar.
Að taka þessi tvö dæmi er ekki
að ástæðulausu. Samt er ekki
um neinar óeirðir að ræða:
ástæðan er miklu friðsamlegri.
1 Mickery (hvaða annað leikhús
hefði getað gert þetta mögulegt)
er kominn islenzkur leikflokkur,
sem boðið var hingað á lista-
hátiðinni i Nantes með verk,er
fjallar um Grænland eða öllu
heldur um Eskimóa-menningu,
sem vestræn menning hefur
smám saman verið að drepa.
Fimm leikarar frá Þjóðleik-
húsinu i Reykjavik hafa kynnt
sér menningu Eskimóa niður i
kjölinn undanfarin ár. Sú
sýning, sem af þessu sprettur er
aðdáunarlega einföld.
Með sama og engum leik-
myndum er saga og hnignun
þessarar menningar sýnd á
mjög áhrifamikinn og skýran
hátt. Fyrst er sýnt hvernig eski-
móar lifðu upphaflega, þegar
þeir voru algjörlega háðir sela-
veiðinni. Sýnd er baráttan við
náttúruöflin og jafnframt
hvernig verkaskiptingin átti sér
stað i þessum einangraða fjöl-
skyldubúskap. Barnið er sýnt,
stúlkan sem vex upp og verður
að konu — allt þetta býður upp á
erótik i sinni hreinustu mynd.
Þá kemur riffillinn, fyrsta
táknið um afskipti umheimsins
af þessu samfélagi. Þegar
fyrsta undrunin hefur breytzt i
forvitni, verður samfléttun við
Vestrið og átroðningur vest-
rænnar menningar óaftur-
kræfur og augljós.
Eskimóarnir hætta fljótlega
að verða manneskjur með eigin
tilvist, heldur likjast þeir öpum,
sem annað slagið leika sjálfa sig
fyrir ferðamenn. „Wunderfull”
og „Exciting” eru launin, sem
þeir mega eftirleiðis una við.
Þó að nærri enginn skilji
málið, sem leikið er á, skilst
syningin algjörlega frá uppliafi
til enda. Áhorfandinn þarf
aðeins að setja sig inn i annað
umhverfi og þá er islenzkan,
sem töluð er ekki bara „hljóma-
skraut” heldur er hún þekkjan-
leg sem uppspretta þess, sem
leikið er og gerir verkið áhrifa-
meira og innilegra.
Hin hljóðláta tragik, sem á
mjög sterkan hátt er sýnd i
lokasenunni, leiðir i ljós, að
þrátt fyrir andúð á nýju
menningunni, er ekki hægt að
losna undan henni aftur.
Hollenzki textinn hefði ekki
átt að vera i sýningunni, heldur
hefði verið betra að notast við
eitthvert gervimál. Það hefði
verið alveg jafn auðvelt að
skilja það og hefði fallið betur
inn i sýninguna.
©
Alþýðublaðið
Fimmtudagur 22. janúar 1976.