Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.01.1976, Blaðsíða 11
DÆMI UM FÉLAGSLEGA AÐSTOÐ Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1976 AB — Eirikur Baldursson Mikið var um það rætt þegar f óstureyðingar- frumvarpið, svonefnda, var á dagskrá Alþingis fyrir tæpu ári liðnu, að fóstureyðinga væri ekki þörf hér á landi, því að skilningur samfélags okkar á aðstöðu ein- stæðra mæðra væri svo mikill og félagsleg aðstoð við þær væri það góð. Þessi röksemd var ein af þeim sem notuð var til að stórskemma það frum- varpsem fram var komið og aff lytja það þannig að lítið varð til umbóta á þeim vettvangi af endan- legri gerð frumvarpsins er Alþingi loks sam- þykkti.Þessi orð eiga þó við um hina félagslegu hlið málsins. Þó er gert ráð fyrir því að fóstur- eyðing sé fáanleg i þeim tilfellum að fyrirsjáan- legt er, að barnið verði vangef ið eða vanskapað. Samfélagið ákvað að losa sig við þá einstaklinga sem vitað var að yrðu því til mestrar byrði. Það kristilega hugarfar kirkjunnar réði nokkru um endalok fóstureyð- ingaf rumvarpsins. Við skulum reyna að kynnast lítillega hvernig félagslegri aðstoð, af hálfu tryggingarlaganna er háttað. Setjum upp dæmi og gerum i þvi ráð fyrir að kona hafi getið af sér vangefið barn. Ef barnið er það mikið vangefið að það er tekið til vistunar á Kópavogs- hæli, þá fær hælið 2.400 krónur á dag til að greiða kostnað af dvöl barnsins þar. Vilji móðir barnsins heldur vista það heima og ala sjálf önn fyrir þvi þá er styrkur hins opinbera til þess um 12 þiis. kr. á mánuði. Með þvi að nefna þetta er ekki verið að óskapast yfir þvi hve hælinu er reiknaður mikið meiri kostn- aður vegna vistunar barna og vaxinna sem þar dvelja, það er sizt ofreiknað, heldur er hitt blettur á sómanum hve naumt er klipið vegna barnanna sem vistuð eru i heimahúsum. 1 þvi tilviki aö móðirin er ein- stæð þá er lifibrauð hennar áð- urnefnd 12 þúsund, meðlagið sem nú er um átta þúsund á mánuði og mæðralaun sem nú eru kr. 1.416.00 á mánuði hvorki meira né minna. Hvilik rausn þegar félagsleg aðstoð er ann- arsvegar. Það er algengt þegar fjölfötluð börn eiga i hlut, að læknir úrskurðar að barninu sé lifsnauðsynlegt aö vera i sam- vistum viö móður sina daglangt, hvernig er henni þá ætlað að lifa af þessum 21 þúsundi sem til hennar er kastað, og framfleyta barni sinu með, að ekki sé nú talað um ef fleiri börn eru á hennar framfæri? Þegar svona háttar hefur það litið að segja að starfrækt eru heimili íyrir svona börn, eins og Bjarkarás og Lyngás, þó þau séu góð og gegn þeim sem njóta. Þess má geta, i framhjá- hlaupi, að úti um land er sliku ekki að heilsa. En ekki er bitið úr nálinni þó þessi hneisa hafi verið nefnd. Kjósi kona að ala barn sitt heima þá er fæðingarstyrkur til hennar frá Tryggingastofnun kr. 19.835,00, en þá á hún eftir að greiða ljósmóður fyrir henn- ar þjónustu. Ef sængurkonunni heilsast illa, þarf hún að fá að- Móðir sem elur barn sitt heima fær 20 þús. kr. — en spítalinn fengi 50 þúsund - og ekki lítur dæmið betur út fyrir einstæða móður sem ætlar að ala önn fyrir þroskahömluðu barni sínu keypta heimilishjálp og greiða hana sjálf. Það er álit þeirra sem til þekkja að þessi upphæð sem konan fær, dugi að einum fjórða eða etv. einum þriðja til þess sem þarf. Slik er hin fé- lagslega aöstoð á tslandi i dag. En ef konan elur barn sitt á stofnun, þá fær stofnunin milli 45 og 50 þúsund krónur, og er þá miðað við 7 daga legu á fæðing- ardeild, eða heimili, og er það trúlega ekki ofreiknað. Island er það land i Evrópu sem hefur hvað hæst hlutfall ó- skilgetinna barna, þó ekki sé al- veg að marka þá skráningu, þvi óskilgetin eru öll þau börn sem fædd eru utan hjónabands. Engu að siöur er það algengt að börn séu óskilgetin hér á landi og enginn skyldi bera neinn kinnroða vegna þess. Þvi væri ekki úr vegi að skoða hver hin félagslega aðstoð er einstæðum mæðrum, i þessu skilningsrika þjóðfélagi okkar. Við skulum búa til dæmi. Stúlka utan af landi sækir vinnu til Reykjavikur og verður ófrisk. Hún er heilbrigð allan meðgöngutimann og getur unn- ið fram á siðasta mánuð. Hún vinnur ekki hjá þvi opin- bera og á þvi ekki rétt á 3. mán. barnsfararleyfi, heldur aðeins 14 dögum eins og tiðkast á hin- um almenna vinnumarkaði. Hún elur sitt barn og er frá vinnu sem svarar 3 mánuðum. Neiti barnsfaðirinn þvi að hafa nokkurt samneyti haft við stúlk- una þarf að fara fram rannsókn. Hana er i fyrsta lagi hægt að framkvæma þegar barnið er orðið sex mánaða gamalt, vegna þess að blóðrannsóknir eru ekki marktækar fyrr. Siðan kemur málið fyrir dóm og tefst af ýmsum völdum vegna réttar- farslaga og seinagangs i kerfinu. Venjulegur timi sem þarf til þess að meðlagsúrskurður kom- ist til framkvæmda og farið sé að greiða i samræmi við hann er eitt og hálft ár. Meðan kerfið þjónar lund sinni og fer að flóknum formsatriðum, fær hin einstæða móðir ekki grænan eyri frá Tryggingastofnuninni, enda er henni ekki heimilt að greiða neitt fyrr en meðlagsúr- skurður liggur fyrir og þar við situr. Konan á rétt á þvi að barnsfaðir hennar greiði henni 8233 kr. á mánuði i 3 mánuði i kringum barnsburðinn hafi hún misst vinnu þess vegna, en hún fær þær ekki greiddar fyrr en meðlagsúrskurður liggur fyrir. A Norðurlöndunum er þessum málum þannig háttað að stofn- anirnar sem eru hliðstæðar Tryggingastofnuninni, greiða konunni strax, en innheimtan geymd þar til úrskurðurinn um faðernið liggur fyrir. Þarna er- um við langt á eftir þeim þjóð- um sem við kjósum helzt að bera okkur saman við. Hlaupi maður að heiman frá konu og börnum kemur svip- aður seinagangur upp á tening- inn. Það er ekki fyrr en eftir tvö ár að konan fær skilnað að borði og sæng við mann sinn, hafi ekki náðst til hans til að ganga frá skilnaði að borði og sæng. Og þá loksins að skilnaðarleyfið liggur fyrir og þar með meðlagsúr- skurðurinn þá getur Trygginga- stofnunin farið að greiða kon- unni meðlag, en fyrr ekki, og vel að merkja, meðlag er ekki greitt fyrr en frá þeim degi að skilnaðurinn átti sér stað, þ.e. að skilnaðarleyfið er dagsett. Það gildir einu þó ekki hafi til fyrirvinnunnar spurzt i tvö ár, þvi islenzk kona er gift hvar sem tautar og raular þar til að skilnaðarleyfi liggur fyrir. Sjálf skal hún svo annars framfærsl- una meðan allt stendur i járn- um. Sama gildir um einstæða móður með óskilgetið barn ef barnsfaðirinn neitar að greiða meðlag. Þetta er það sem heitir félagsleg aðstoð við einstæðar mæður á islenzku máli i dag. Það skal nefnt að hér eru dekkstu hliðar málanna dregn- ar i dag^ljósið, og sem betur fer er þetta ekki ófrávikjanleg regla. 1 mörgum tilfellum með- gengur faðirinn strax, eða auð- velt er að ná til brotthlaupins eiginmanns, og þá eru málin mun auðveldari viðfangs. Þess- ar gloppur eru þó til i löggjöfinni og meðan svo er getur enginn sagt hvenær hinn eða þessi verður fórnarlamb ófull- kominnar löggjafar. Það eina sem fórnarlömbin geta ef ekki nýtur foreldrahúsa er að fara á bæinn eða hér i Reykjavik að snúa sér til Félagsmálastofnun- ar, en þeir eru ekki margir sem þangaö leita fyrr en fokið er i öll skjól og þá nauðugir viljugir. Við skulum ljúka þessu raunalega hjali með þvi að benda á eitt atriði tilviðbótar.og enn búum við til dæmi. Kona sem á nokkur börn missir mann sinn. Hún nýtur meðlags- greiðslna með þeim til 17 ára aldurs, en naut þeirra til skamms tima aðeins til sextán ára aldurs. Ef börnin eru á framfærihennareftir þann tíma þá verður hún sjálf að sjá um það. Það vita þeir sem þekkja að ef börnin eru i skóla, er fram- færslukostnaður þeirra meiri en hann hefur nokkru sinni verið áður, en meðlagsgreiðslur eru niðurfallnar. Frændur okkar Danir hafa fyrir löngu lögfest að ef barn einstæðrar móður er i námi þá fær hún greitt meðlag allt til 24 ára aldurs sé barnið i námi og á hennar framfæri. Fimmtudagur 22. janúar 1976. Alþýöublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.