Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 12
LÍFSHÆTTIR OG VIÐHORF 14 ÁRA REVKVÍKINGA KÖNNUÐ OG KRUFIN Dagana 4. og 5. f ebrúar fór fram i gagnfræða- skólum Reykjavíkur um- fangsmikil félags- og sál- fræðileg könnun. Tók hún til allra nemenda 8. bekkjar (14 ára), sem voru í skólunum þessa daga, en í þeim árgangi eru 1559 nemendur. Könnun þessi er mjög víðtæk að efni til og mið- ar að því að afla upp- lýsinga um daglegt at- ferli og lífshætti ungling- anna, viðhorf þeirra, lífs- skoðanir og framtíðar- áform. Hér er um að ræða hluta af samnorrænni samanburðar- rannsókn, sem verið er að gera i Vestur-Noregi, Silkiborg i Dan- mörku og i Reykjavik undir for- ystu dr. Edvard Befring, en hann er prófessor i uppeldis- sálarfræði við Árósaháskóla og jafnframt kunnur fræðimaður á Norðurlöndum. Að fslenzka hluta rannsóknarinnar vinna, auk dr. Befrings, sjö íslenzkir sálfræðinemar við háskólann i Arósum. Þeir eru: Andrés Hagnarsson, Asgeir Sigurgests- son, Brynjólfur G. Brynjólfsson, Einar Hjörleifsson, Hugo bóris- son, Jónas Gústafsson og Pétur Jónasson. Hefur undirbúningur staðið yfir frá þvi s.l. vor og mikil vinna verið lögð að mörk- um svo könnunin megi gefa sem beztan árangur, bæði i fræðilegu og hagnýtu tilliti. Hluti af undirbúningi var for- könnun, sem gerð var á Selfossi i nóvember s.l. og tók til 70 nemenda gagnfræðaskólans þar. Framkvæmd könnunarinnar var i formi spurningalista og veittu sálfræðinemar, þjóð- félagsfræðinemar og uppeldis- fræðinemar við Háskóla Is- lands, auk nema við Kennara- háskólann, aðstoð við að leggja hann fyrir i skólunum. Til þess að gefa frekari visbendingu um viðfangsefni könnunarinnar verða raktir hér helztu efnis- þættir spurningalistans. 1 upphafi eru spurningar um félagslegan bakgrunn ungling- anna, atvinnu og menntun for- eldra, húsnæðisaöstöðu o.þ.u.l. Þá er leitað upplýsinga um samveru og tengsl innan fjöl- skyldunnar, uppeldishætti, svo og samband unglinganna við jafnaldra sina. Kafli er um skólann, bæði hvað snertir við- horf til skólagöngu almennt, einstakra námsgreina og fram- haldsmenntunar. Fristundir og tómstundastörf unglinga hafa verið ofarlega á baugi undan- farin ár og er sá þáttur kannað- ur all ýtarlega, bæði með tilliti til skipulagðra tómstunda- starfa, svo sem þátttöku i iþróttafélögum og starfi Æskulýðsráðs, sem og annarrar nýtingar fristunda. 1 framhaldi af þvi eru spurningar um not unglinganna af fjölmiðlum, lestur dagblaða og bóka, notkun útvarps og sjónvarps o.s.frv. Þá er spurt um viðhorf til óknytta og afbrota og hugsanlega þátt- töku i sliku, um tóbaks-, áfengis- og fikniefnaneyslu og viðhorf unglinganna til þessara efna. Einnig eru spurningar um kyn- þroska og kynferðismál, svo sem um gelgjuskeiðseinkenni, viðhorf til kynferðisfræðslu og hugsaniega reynslu á kynferðis- sviðinu. Af þessu má sjá, að könnun þessi tekur til margra þátta i lifi unglinga og mun þetta vera i fyrsta skipti, sem svo viðtæk könnun af þessu tagi er gerð á heilum árgangi höfuðborgar, enda óhægt um vik annars stað- ar en á fslandi. Það er óhjákvæmilegt i könn- un sem þessari, eigi að rann- saka að nokkru gagni þá efnis- þætti er könnunin tekur til, að spyrja ýmissa persónulegra spurninga. t þvf sambandi er þess að geta, að ekki er spurt um nafn, heimilisfang né fæðingardag þeirra er spurningunum svara og með þvi er tryggt, að engin leið er að komast að þvi hvcr hefur svar- að einstökum spurningalistum. Þessi tilhögun hefur að visu þann ókost i för með sér, að ekki er hægt að fylgja eftir með rannsóknum siöar meir þeim, sem könnunin tekur til, en ákvörðunin um nafnleynd var m.a. tekin með hliðsjón af smæð hins islenzka þjóðfélags og eðli spurninganna, sem áður er get- ið. bess má geta, að i hinum danska hluta rannsóknarinnar vah spurt að nafni og heimilis- fangi, með frekari rannsóknir i huga. Sem vænta má, hafa margir aðilar komið við sögu við undir- búning og framkvæmd könnunarinnar, en auk þeirra sem áður eru nefndir, má þar sérstaklega nefna prófessorana Sigurjón Björnsson og Andra ísaksson, sem aðstoðuðu við staðfærslu spurningalistans að islenzkum aðstæðum. Þorbjörn Broddason, lektor, veitti einnig aðstoð við gerð listans. Mennta- málaráðuneytið og fræðslu- stjórinn i Reykjavik voru þvi fylgjandi, að könnunin yrði gerð og veittu heimild til þess, að spurningalistarnir væru lagðir fyrir i skólum borgarinnar. Æskulýðsráð mælti einnig með þvi, að könnunin yrði gerð og skólastjórum viðkomandi gagn- fræðaskóla var kynnt efni hennar og veittu þeir góðfúslega alla nauðsynlega fyrirgreiðslu. Til að standa straum af kostn- aði hefur Norræni menningar- málasjóðurinn veitt 40.000 D.kr. (u.þ.b. 1.1 milljón Isl. kr.). Sáttmálasjóður veitti 150 þús. kr. ferðastyrk og Reykjavikur- borg fyrirgreiðslu varðandi prentun. Vinna sálfræðinem- anna sjö, svo og þeirra nema við Háskóla tslands og Kennara- háskólann, sem aðstoðuðu við framkvæmd könnunarinnar, er hins vegar látin endurgjalds- laust i té. Úrvinnsla þeirra upplýsinga sem svör unglinganna i Reykja- vik veita, fer fram i Árósum. Hefst það starf nú i febrúar og verður til þess notuð tölva Árósaháskóla. Er fyrstu niður- staðna að vænta seint á þessu ári, og verða allar niðurstöður að sjálfsögðu sendar hingað heim, enda má ætla, að þær hafi verulegt hagnýtt gildi fyrir fræðsluyfirvöld, Æskulýðsráð, heilbrigðisyfirvöld og aðra þá aðila er vinna að æskulýðs-, mennta; og skipulagsmálum. Prófessor Sigurjón Björnsson, sagði á blaðamannafundi sem boðað var til i gær, að það væri mikilsvert og ánægjuefni að til þessarar könnunar væri stofnað hér á íslandi..Við sem höfum verið að kenna sálarfræði og uppeldisfræði i Háskólanum höfum rekið okkur á það að i raun og veru vitum við næsta litið um islenzka þjóðfélags- þegna,. lifsviðhorf þeirra, liðan ogeinkenni. Hér á landi hafa fá- ar athuganir verið gerðar, og þær, sem gerðar hafa verið, bundnar við takmörkuð svið og náð til litils fjölda einstaklinga. Við framkvæmd könnunar sem þessarar koma upp marg- visleg vandamál. T.d. að þarna er um að ræða i sumum tilfell um, spurningar sem eru mjög persónulegs eðlis, þvi verður að gæta þagnarskyldu og að könn- Alþýðublaðið Föstudagur 6. febrúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.