Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.02.1976, Blaðsíða 5
Það verður stöðugt óæskilegra og minna spennandi að aka bii. Það getur lika verið gott, að minnsta kosti frá vissu sjónarmiði. Og enn er þó miðstöðvartölvan ekki tekin i notkun i þjónustu umferðareftirlitsins, jafn- vel þótt þess verði ef til vill ekki svo ýkja langt að biða. " ■ ' ■: VERÐUR MIÓLKURKð RÍKISKASS- ANS - OKUMANNINUM - FÖRNAÐ A ALTARI RAFEINDATÆKNINNAR? Þú ekur bilnum þinum á heimleið eftir langan og strang- an vinnudag. Þú ert þreyttur, það er orðið áliðið dags og skammdegismyrkrið eins og það er, og slyddurigning gerir ömurlegra og lokar öllu útsýni. Allt hefur þetta samvirk áhrif á þig þú verður að heyja harða baráttu við syfjuna, sem sækir á þig úr öllum áttum. Og nú gerist það. Þú heyrir einhvern dumban dyk, og eitthvað svart ber fyrir rúðuna brot úr andrá. Þá skynjar þú allt skyndilega greinilega. — Guð hjálpi mér.... ég hef ekið á mann. Þreyttur heili þinn tekur allt i einu ákvörðun. — Aktu á brott sem skjótast. Það er ekkert sjónarvitni að atburðinum. Þú hagar þér samkvæmt þeirri óviturlegu hugdettu, og ekur heim. Morguninn eftir lestu um slysið i blöðunum. Og þar stendur meðal annars að likið hafi fundizt aðeins nokkrum minútum eftir að slys- ið átti sér stað. Seinna um daginn kemur svo lögreglan i heimsókn til þin. Þú neitar, i trausti þess að ekkert sjónarvitni hafi verið að slysinu. — Það hlýtur að vera um ein- hvern misskilning að ræða. A þeim tima sem þið segið að þetta hafi gerzt, sat ég inni i stofunni heima og horfði á sjónvarpið. En þér hefur gleymzt eitt mikilvægt atriði. Miðstöðvar- tölvan. Hún hefur stöðugt sam- band við bilinn þinn með at- beina senditækjanna, sem kom- ið er fyrir i akbrautinni. úr fór- um hennar hefur lögreglan þær heimildir og staðreyndir, sem þýða það að vita gagnslaust er fyrir þgi að neita. Með rólegri sannfæringu vekja lögreglu- þjónarnir athygli þina á að þú hafir nálgazt staðinn þar sem slysið varð nokkrum minútum áður en það gerðist, og aukið hraðanna að mun i sömu svif- um. Þar með er þýðingarlaust fyrir þig að neita lengur. Með miðstöðvartölvunni fær lögreglan og umferðargæzlan möguleika til að fylgjast með ferðum sérhvers bils, um leið og stjórnmálamennirnir veita samþykki sitt til þess að raf- eindatæknin verði tekin i þágu umferðareftirlitsins. Fyrir atbeina litils stokks, hann er viðlika á stærð og hálfs kg smjörpakki, sem komið er fyrir i bifreiðinni, fyrir atbeina senditækja i akbrautinni og miðstöðvartölvurnar, getur um- ferðarlögreglan fylgzt stöðugt með ferðum þinum i bilnum. Tölvan hefur á hraðbergi upplýsingar um hvar þú ekur og á hvaða hraða, hvar þú leggur bilnum og hve lengi. Og svo verður skatturinn af bilnum þinum reiknaður út að öllu leyti samkvæmt þeim upplýsingum sem tölvan lumar á i fórum sinum og útgjöld þin i sambandi við rekstur bilsins, aukast að miklum mun og þar er tekið með i reikninginn, ef þú hefur fariðyfir löglegan hraða eða lagt binum skakkt. — Það hlýtur að vera hægur nærri að laga kassaskrattann smávegis til, hugsarðu ef til vill. Þarf ekki annað en lemja dug- lega i hann svo hann verði óstarfhæfur. Jú, ef til vill er það hægt, en vafasamt hvort það borgar sig. Þvi að ef þú snertir stokkinn mótmælir hann þvi kröftuglega og á þann hétt meðal annars, að tölvan bætir hárri sekt við önnur útgjöld þin um leið og kemur þvi á framfæri við eftirlitið, að hún hafi tekið bilinn þinn úr umferð. Framtiðarsýnir? Nei, siður en svo. Þegar i dag hafa menn náð svo langt, að þetta er allt fram- kvæmanlegt. Allt, sem á hefur verið minnzt að framan, og meira til. Frá og með þeim degi, sem stjórnmálamennirnir leyfa að þetta fyrirkomulag verði tekið i notkun, getur þú aldrei framar litið svo á að þú sért einn og óséður i bilnum þinum. Það verður haft vakandi auga á þér hverja sekúndu eftir að þú snýrð ráslyklinum. Meira að segja fær eftirlitið nákvæmar upplýsingar um hvenær þú ekur bilnum inn i þinn eigin bilskúr og stöðvar hreyfilinn. Aðgæzlunni verður ekki áfátt i neinu. Slysið sem við minntumst á i upphafi, er að sjálfsögðu ein- göngu hugsað sem dæmi, en litli stokkurinn i bilnum.senditækin i akbrautinni og tölvan geta fylgzt með svo ótal mörgu meiru, skrásett það og varð- vei ;t. Sértu einn af þeim sem aka bilnum sinum daglega á vinnu- staði miðbænum, getur það orð- ið þér dýrt spaug. Það eru sumsé uppi áætl- anir um að það verði dýrara að aka innan takmarka slikra þéttbýliskjarna, heldur en i út- hverfum, eða á vegum úti. Með þvi að hækka þannig gjaldið, kemur af sjálfu sér, að þar dregur nokkuð úr umferðinni. Erlendis að minnsta kosti verður útkoman sú, að bilunum verður lagt i útjörðum þéttbýl- ustu og umferðarmestu hverf- anna, og siðan taka menn sér far með strætisvagni eða neðan- jarðarlest inn i mið hverfin. Hefurðu ánægju af að aka hratt? Það eykur hjá þér skattinn af bilnum. Mikill hraði eyðir meira slitþekju vegarins, þess vegna verður skráð hvers hratt þú ekur og þér gert að greiða meira. Og farir þú yfir löglegan hraða, færðu refsiálag að auki. Stöðumælar inni i borgum verða úr sögunni, þvi að stokkurinn og tölvan gæta þess og skrá hversu hátt stöðugjald þér ber að greiða. Látir þú bilinn standa á við- komandi stað lengur en leyfilegt er verður stöðugjaldið miklum mun hærra, en þó fyrst kastar tólfunum hvað gjaldhækkunina snertir, ef þú leggur bilnum þar sem það er ekki leyfilegt. Ef þú ekur vöruflutningabil, kemur það fram á afgjaldinu þinu hve þungum farmi þú ekur hverju sinni. Þvi þyngri sem farmurinn er þvi meira bitnar það á slitlagi vegarins — og þvi hærra verður sumsé afgjaldið. Sé farmurinn þyngri en leyfilegt er, kemur refsihækkun þar fyrir. Um alllangt skeið hefur bill- inn verið ýmsum afbrotamönn- um þarft tæki. Með tilkomu raf- eindatæknilega eftirlitsins verður loku fyrir það skotið. Ef manni byði svo við að horfa, mætti telja þær breyting- ar sem það mundi valda á ótal sviðum, yrði þvi seint lokið. Og það skal fram tekið, að þetta er ekki nein tæknileg imynduriar- saga eða framtiðarsýnir, heldur tæknilegar staðreyndir. Meðal Englendinga hefur ver- ið um það rætt að undanförnu að taka upp þá tæknilegu aðgæzlu, sem með þarf til þess að við- komandi yfirvöld geti fylgzt með þvi á hverri stundu hvar, hver sérstakur bíll heldur sig. En það finnst brezkum allt of langt gengið á réttindi einkalifs- ins, og i bili að minnsta kosti hefur þessum ráðagerðum verið frestað. f Sviþjóð hefur þetta mál einnig verið mjög til umræðu, þar eð talið og er, þá telja verkfræðingar þar að raf- eindaeftirlitið mundi ekki svara kostnaði. Og jafnvel þótt þess sé full þörf að hækkað gjald verði inn- heimt fyrir akstur i miðbæjum og borgum, telja stjórnmála- menn að reyna beri að fá þvi framgengt á annan hátt. Raf- eindaeftirlitið yrði of mikil skerðin á einkalifi og einstaklingsfrelsi. En sú afstaða þeirra kann að breytast. Svarti kassinn — bilritinn — er enn ekki til i fjöldaframleiðslu, en þannig mun hann lita út þegar þar að kemur. Hann mun geyma allar upplýsingar um bilinn og akstur hans, og það mun ekki gagna að reyna að skjóta sér undan umferðaróhappi eða slysi. Takmark kassans er að draga úr slysum — og veita nánari upplýsingar um hvernig slys hafa borið að höndum þegar enginn er til frásagnar. Föstudagur 6. febrúar 1976. Alþýðublað.'ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.