Alþýðublaðið - 10.03.1976, Page 4

Alþýðublaðið - 10.03.1976, Page 4
4 (ÞRðTTIR/UTILÍF Miðvikudagur 10. marz 1976 biaöið Á SKÍDUM SKEMMTI ÉG MÉR... Eysteinn Jónsson og Böðvar Pétursson eru sammála um það, að áhugi fólks á íþrótta- iðkun og útiveru hafi aukizt - en það mættu enn fleiri leggja stund á útiíþróttaiðkun Flestir eru þvi vafalaust sam- mála að Island sé velmegunar- riki. Þau eru ekki mörg löndin á jarðkringlunni, þar sem hagur einstaklingsins er jafn-góður og einmitt hér, og geta hagskýrslur fært sönnur á það. Almenningur hefur meiri tima og fjárráð til þess að stunda sitt áhugamál. Aldrei virðist þó vera brýnt nógu oft fyrir fólkinu, hversu mikil nauðsyn sé á útivist eða einhvers konar iþróttaiðkunum i þvi nútimaþjóðfélagi, sem við byggjum til að halda við þeirri hringrás á likamsstarfseminni, sem velmegunarþjóðfélag getur svo auðveldlega skaðað án þess að menn geri sér grein fyrir þvi. Hin svo kallaða „Trimm- herferð”, sem sett var á laggirnar fyrir nokkrum árum, var liður i baráttu gegn þessu nútimavandamáli. Ekki hefur verið haft hátt um þessa herferð að undanförnu, en augljóst er, að hún náði að einhverju leyti tilgangi sinum, þótt árangurinn hefði sjálfsagt getað orðið enn betri. Sund, skiðaiðkun og úti- legur hafa stóraukizt á siðustu árum, og er það ánægjulegt. Um þetta leyti árs flykkjast ibúar á Stór-Reykjavikur- svæðinu unnvörpum i skiða- löndin i nágrenni Reykjavikur. Aðstaðan þar til iþróttarinnar hefur einnig snúizt til hins betra á skömmum tima. Fólkið lætur heldur ekki þetta tækifæri ónotað. Um næstum hverja helgi er þar múgur og marg- menni, á öllum aldri, ungir sem gamlir, úr öllum þjóðfélags- hópum. Tveir þekktir náttúru- unnendur teknir tali. Einn þessara manna, sem fer i skiðalöndin i nágrenni Reykja- vikur hvenær sem tækifæri býðst, er Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra Fram- sóknarflokksins. Hann sést helgi eftir helgi uppi i Bláfjöll- um á svigskiðum sinum. Hann rennir sér ekki i kapp við timann heldur gerir hann þetta af einskærri ánægju af útilifinu. ,,Ég hef áratugum saman verið mikið fyrir skiðaiþróttina, og allt útilif, og engin breyting er orðin ennþá. Ég byrjaði samt ekki fyrr en þritugur að fara á skiði, en hef helzt ekki látið neitt tækifæri ónotað siðan. Útiveran hefur gert mér ómetanlegt gagn og ráðlegg ég hverjum sem er að stunda hana, eins og þeim framast er unnt.” „Aðstaðan hér á suður-vestur- horninu til skiðaiðkana hefur stórbatnað á siðustu árum og er að verða nokkuð góð. I Blá- fjöllum t.d. er oft mjög góður skiöasnjór langt fram eftir vori og þvi er hægt að stunda skiða- iþróttina hér sunnanlands mik- inn hluta ársins.” „Ég fer lika stundum að Skálafelli eða i Hveradali, eftir þvi hvernig á stendur. Nauðsyn- legt er að hafa alla þessa staði, þvi að mannfjöldinn er orðin svo mikill, sem sækir á skiði. Það þarf lika að gera meira fyrir þessa staði, eins og t.d. að fjölga skiðalyftum, sem helzt virðist vanta, t.d. i Bláfjöllum. Snjó- troðari er lika væntanlegur á næstunni, og mun tilkoma hans bæta aðstöðuna til muna.” „Fólk kann lika vel að meta það sem gert hefur verið og það skiptir þúsundum sem fer á skiði, þegar færi gefst. Ég geri mikið að þvi að hvetja fólk til að stunda skiði, þvi að það er mjög þýðingarmikið að vera úti á veturna og venjast islenzkri vetrarveðráttu, þannig að menn felli sig við hana,” sagði Eysteinn að lokum. Gönguferöir og útilegur ná sama tilgangi. Einn þeirra manna, sem ekkert tækifæri lætur ónotað til að ferðast um land vort og njóta útiveru, hvort sem er á vetri eða sumri, er Böðvar Pétursson hjá Bókaútgáfu Helgafells. Böðvar var áður kunnur knattspyrnu- maður i Fram. „Það er alveg nauðsynlegt fyrir fólk að stunda iþróttir eða útilif. Ég hef sjálfur mikla reynslu af hvoru tveggja og hefur þaðhaft mikil og góð áhrif á heilsu mina. Ég fer bæði i langar útilegur og svo stuttar, ef timinn er naumur. Mér er næstum sama hvert ég fer, bara ef ég get verið úti i göngu i náttúrunni. Þórsmörk, Kjölur, Snæfellsnes og Landmanna- laugar eru kannski mitt uppáhald.” „Það er lika ákaflega mikið, sem islenzk náttúra hefur upp á að bjóða, og þótt ég hafi farið i nær óteljandi skipti á suma staði er maður alltaf að sjá eitt- hvað nýtt, sem býr i náttúrunni. Ég veit að það eru margir, sem fara bæði með ferðafélögum og svo i lokuðum félagsskap.en það mætti samt gera enn meira af þvi.” Finn á mér mun, ef ég hef sleppt gönguferöum. „Ég get tekið sem dæmi, að ef ég hef ekki haft tima um nokkurt skeið til þess að stunda áhugamál mitt, þá finn ég á mér geysilegan mun. Ég verð fljótt þreyttari. Þess vegna verður maður að halda sér i æfingu við þetta tómstundargaman eins og iþróttamað'urinn En ef ég hef annars ekki tima til að fara i útilegur, skokka ég bara upp i Alftamýrarskóla á miðviku- dagskvöldum og fer á „Old Boy’s ” æfingar hiá Fram.” Þetta er álit tveggja manna á nauðsyn þess að stunda iþróttir og útilif til ánægju og heilsu- bótar og eru vist fjölmargir þeim sammála: Samt mætti I fólk gera enn meir af þvi en gert hefur verið, þvi hollustan, sem þessu er samfara, er enn meiri en menn gera sér grein fyrir. —ev—

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.