Alþýðublaðið - 10.03.1976, Síða 6
6 STJÖRNMAL
Miðvikudagur 10. marz 1976 himjffT
Trúnaðarmannaráð
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
FUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 10. marz
kl. 20,30 að Hótel Esju.
Fundarefni:
Iðnaðarmál, frummælandi Gissur Simon-
arson, húsasmiðameistari.
Allt Alþýðuflokksfólk velkomið.
Stjórnin.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Tónleikar
f Háskólabfói fimmtudaginn II. marz kl. 20.30.
Stjórnandi KARSTEN ANDERSEN
Einleikari GUÐNV GUDMUNDSDÓTTIR
A efnisskrá eru þessi verk:
Roussel: Bacchus et Ariadne
Stravinsky: h’iftlukonsert
Tsjaikovsky: Sinfónia nr. (i.
Aögöngumiðar I Bókabúö Lárusar Blöndal, Skólavöröu-
stig 2 og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austur-
stræti 18. _____________________________________
SI.NFC)Ml IILfC).MS\ FJT ISIWDS
|||| HÍKISt rWRHD
Framkvæmdastjóri
Ferðafélag tslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra
sem fyrst. Reynsla og þekking á ferðamálum og rekstri
fyrirtækja er nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu félagsins,
merktar „framkvæmdastjóri”, fyrir 20. þ.m.
Ferðafélag islands.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bllasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSS0NAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFNARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
*
Ekki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
B^l
ÞINGS-
ÁLYKT-
UNAR-
TIL-
LAGAN
64. Tillaga til þingsá-
lyktunar um setningu
löggjafar um jafnrétti
kynjanna.
Flm.: Gylfi Þ. Gisla-
son, Benedikt Gröndal,
Eggert G. Þorsteinsson,
Jón Árm. Héðinsson,
Sighvatur Björgvinsson.
Alþingi ályktarað fela
rikisstjórninni að láta
semja frumvarp til laga
um jafnrétti kynjanna.
Samtökum kvenna sé
veitt aðild að samningu
frumvarpsins. i frum-
varpinu skulu meginat-
riöi gildandi laga um
launajöfnuð kvenna og
karla, nr. 60/1961, og
laga um Jafnlaunaráð,
nr 37/1973, ásamt öðrum
gildandi lagaákvæðum
um slíktefni, sameinuð i
eitt frumvarp. Jafn-
framt þvi verði einstök
atriði endurskoðuð í Ijósi
fenginnar reynslu og
nánari ákvæði sett i
samræmi við eftirfar-
andi grundvallarsjónar-
mið:
1. Konum skal i reynd
tryggt algert jafnrétti á
við -karlmenn á öllum
sviðum þjóðlisins. Kon-
ur og karlar skulu eiga
jafnan rétt til vinnu og
menntunar.
2. Við ráðningu i
störf, flutning milli
starfa, skiptingu í launa-
flokka, veitingu orlofs
frá starfi eða uppsögn
skal óheimilt að miða
reglur eða ráðstafanir
við það hvort um karla
eða konur er að ræða.
Geti bæði karlar og kon-
ur gegnt starfi, er ó-
heimilt að miða auglýs-
ingu þess við annað
hvort kynið. Auglýsing
má ekki heldur gefa til
kynna að vinnuveitandi
óski þess að væntanleg-
ur starfsmaður sé frem-
ur af öðru kyninu en
hinu. Umsækjandi, sem
fær ekki stöðu, sem
hann hefur sótt um, get-
ur krafizt þess að vinnu-
veitandinn láti honum i
té skriflegar upplýsing-
ar um hvaða menntun,
reynslu og aðra hæfni sá
umsækjandi hafi til að
bera sem stöðuna hlaut.
3. Kveðið sé skýrt á
um að með sömu laun-
um fyrir sömu vinnu sé
átt við allar greiðslur og
hlunnindi, sem vinnu-
veitandi lætur af hendi,
og að launin skuli á-
kveða með sama hætti,
hvort sem um er að ræða
karl eða konu.
4. Konur og karlar,
sem starfa hjá sama
vinnuveitanda, skulu
eiga sama rétt til starfs-
menntunar og starfs-
þjálfunar ásamt orlofi
til þess að af la sér slíkr-
ar menntunar og þjálf-
unar.
5. Auglýsingar mega
ekki vera með þeim
hætti, að i ósamræmi sé
viö grundvallarregluna
um jafnrétti kynjanna,
né heldur þannig, að þær
særi siðf erðisvitund
annars hvors kynsins.
Jafnréttisbarátta er
annað og meira en það
eitt, að allir hafi jafnan
rétt fyrir lögum, jafnan
rétt til áhrifa á stjórn
landsins, jafnan rétt til
skólagöngu, jafnan rétt
til atvinnu við sitt hæfi
og jafnanrétttil að láta
skoðanir sinar i ljós.
Jafnréttisbárátta er
þáttur i almennri
mannréttindabaráttu
og nær einnig til jafn-
réttis milli ólikra kyn-
þátta, jafnrétti án til-
lits til búsetu, jafnrétti
án tillits til kynferðis
og þar á meðal launa-
legt jafnrétti kynja,
jafnrétti kynja til
menntunar og áhrifa,
til starfa, metorða,
virðingar og vegsauka.
Barátta fyrir jöfnum rétti
karla og kvenna hefur verið
mjög ofarlega á baugi hérlendis
sem erlendis á undanförnum ár-
um. Einnig i þvi máli hefur Al-
þýðuflokkurinn haft forystu.
Launa-
jafnrétti
Um langan aldur hafa störf
kvennaekki veriðmetin til jafns
við störf karla. Á þeim timum,
þegar landbúnaður var aðalat-
vinnuvegur islenzku þjóðarinn-
ar, voru vinnukonur aðeins hálf-
drættingar i' kaupi á við vinnu-
menn og þegar gerð samfélags-
ins breyttist, kaupstaðir og
kauptún tóku að myndast og
verkalýðsstéttin varð til, flutti
fólk með sér þessi óréttlátu við-
horf til starfa og verkalauna
kvenna úr sveitunum og i bæina.
En i bæjunum hvarf sá munur,