Alþýðublaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 10
lO STJÖRNMÁL Miðvikudagur 10. marz 1976
alþýóu-
blaðið
| alþýðu* Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Tæknilegur fram- kvæmdastjóri: Ingólfur Steinsson. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson. rni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- ;lýsingar: simi 28660 og 14906. Prentun: Blaða- : 800 krónur á mánuði og 40 krónur i lausasölu.
[lILLíXljH IRitstjórnarfulltrúi: Bjai jmúla 11, simi S1866. Aug Iprent h.f. Áskriftarverð
7
Er landið með
lögum byggt?
Herferðin gegn fornfálegu og ófullkomnu réttar-
kerfi hér á landi, sem Vilmundur Gylfason hratt af
stað með skrifum sínum og sjónvarpsþáttum, hefur
tvimælalaust f undið sterkan hljómgrunn hjá þjóðinni.
Grunsemdir um að ekki væri allt með felldu hafa lengi
verið á kreiki, en nú er komið svo, að þetta er orðið
stórmál og mun ekki þagna fyrr en veigamiklar
breytingar hafa verið gerðar á kerfinu og fram-
kvæmd dómsmála verður hafin yfir allan grun. Þá
fyrst verður aftur hægt að segja með góðri samvizku,
að réttarríki sé á íslandi.
Gallar dómskerf isins eru margir, og kom það f ram,
er dómsmálaráðherra fékkst til að ræða æsingalaust
um þessi mál á þingi í síðastliðinni viku, að hann varð
að viðurkenna marga þeirra, og ýmsir þingmenn
komu fram með gagnrýni á kerfið.
Einn versti galli kerfisins er hinn ótrúlegi seina-
gangur á afgreiðslu mála, bæði i rannsókn og fyrir
dómstólunum. Virðast íslenzkir lögfræðingar hafa
komizt uppáótrúlega klæki til þess að biðja um frest
eftir frest og bera þá einu eða öðru við, en dómarar
sýna alltof mikið ianglundargeð gagnvart þessu.
Fólkið, sem leitar réttar síns, verður harðast fyrir
barðinu á þessu sleifarlagi og þessari linkind í kerf-
inu, og getur þetta eitt oft skapað misrétti. Ekki er
víst að miklar lagabreytingar þyrfti til þess að laga
þennan galla, heldur breytingu á viðhorf um og vinnu-
brögðum lögmanna og dómara, og ef til vill nokkru
meira starfslið við rannsóknir.
Það er útbreidd skoðun meðal almennings, að dóms-
kerfi islands sé býsna duglegt við að hafa hendur í
hári litla fólksins, smáaf brotamanna og ungs fólks, er
leiðist út á villubrautir, en að stórlaxarnir sleppi. Víst
er, að þeir stóru í þjóðfélaginu hafa greiðari aðgang
að röskum lögfræðingum og geta fært sér i nyt sér-
þekkingu þeirra á öllum klæk jum og krókaleiðum. Slík
sókn eða vörn er alþýðu manna lokuð bók. Þá eru mik-
il brögð að þvi á sviði fjármála og skattamála, að
stöndugir borgarar komast upp með meira eða minna
misferli og skattsvik, sem venjulegt fólk mundi f Ijótt
að fá refsingu fyrir. Það ætti að vera dómsmálayfir-
völdum mikið kappsmál að eyða þessari útbreiddu trú
fólksins og komast fyrir orsakir hennar, því að tiltrú
borgaranna til þjóðfélagsins og réttarkerfisins er
hornsteinn heiibrigðs þjóðlífs.
Það er gamalkunnugf hneyksli í réttarkerfi, að
sömu menn skuli geta verið lögreglustjórar, sem stýra
rannsókn mála, síðan dómarar og jaf nf ramt f ara með
víðtæk umboðsstörf, er heyra undir framkvæmda-
valdið. Þetta á sér enn stað jafnvel í þéttbýlinu á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem dómurum hefur verið
fjölgað, og er það næsta óskiljanlegt. Nú á að gera
nokkra bragarbót með þvi að setja upp sjálfstæða
rannsóknarlögreglu ríkisins, og er það góðra gjalda
vert.
Fangelsismálin eru einnig hneyksli, eins og margir
hafa orðið til að benda á. Dómsmálaráðherrar hafa
verið hikandi i baráttu sinni fyrir umbótum -á þeim
málum og þingmenn einnig áhugalausir (með fáum
undantekningum), enda farið með þetta eins og
feimnismál. Á meðan er haldið áf ram að setja unga ó-
gæfumenn inn í úrelt fangelsi með síglæpamönnum
við þær aðstæður, að öll betrun er óhugsandi en nokk-
urn veginn víst, að þeir forherðast aðeins af vistinni.
Núverandi dómsmálaráðherra hefur blandazt inn í
umræður þessar og hef ur Framsóknarf lokkurinn tek-
ið mál hans upp sem pólitíska ofsókn, sem er alrangt.
Af þessu leiðir það furðulega ástand, að Tíminn er
eiginlega kominn í vörn fyrir glæpahyskið og svarar
með því að leggja Alþýðuflokkinn i einelti með for-
skrúfuðum ásökunum. Alþýðuf lokkurinn er sjálfsagt
ekki alfullkominn frekar en önnur mannleg samtök,
en það kemur þessu máli ekki við. Kjarni málsins er,
að uppvaxandi kynslóð Islendinga unir ekki lengur við
svo ófullkomið dómskerfi, að landsmenn eru ekki
jafnir fyrir lögum og ekki er kinnroðalaust hægt að
tala um réttarríki.
ÞAO ER YMISLEGT
SEM VIÐLAGA-
TRYGGINGIN BÆTIR
EKKI Á KÚPASKERI
SVO SEM SKEMMDIR
Á HAFNARMANN-
VIRKJUM, VATNS-
VEITU, HOLRÆSA-
KERFI OG GÖTUM
Fjórðungssamband Norðlend-
inga gefur reglulega út frétta-
bréf. bar er að jafnaði mikill
fróðleikur um málefni Norðlend-
inga — Siðasta fréttabréfi verða
hér gerð nokkur skil.
Reynslan af
viðlagatryggingunni
Alþingi samþykktiá siðasta ári
lög um viðlagatryggingu, sem
væri viðbótartrygging á eftir
brunatryggingu fasteigna og
lausafjár. Á þessum stutta tima
er komin veruleg reynsla á þessa
nýju tryggingu, og i ljós komnir
annmarkar hennar.
bað er komið i ljós, að trygg-
ingin bætir ekki tjón, sem rekja
má til veðurofsa, til dæmis er
vafasamt að tryggingin bæti tjón
af völdum flóðöldu, sem stafar af
veðri.
bvi hefur verið haldið fram, að
það ætti að vera hlutverk Bjarg-
ráðasjóðs að hlaupa hér undir
bagga. Búfé er ekki viðlaga-
tryggt. Ekki skemmdir á landi
eða tjón á opinberum mannvirkj-
um, sem ekki teljast til bruna-
tryggðra fasteigna.
Ekki bætur
á Kópaskeri
A Kópaskeri fást ekki bætur úr
viðlagatrygingu fyrir skemmdir
á hafnarmannvirkjum, vatns-
veitu, holræsakerfi og götum.
Gert er ráð fyrir, að hafnabóta-
sjóður geti samkvæmt lögum
greitt bætur til að lagfæra bryggj-
una, ef fjármagn er útvegað til
þess.
Um vatnsveitu og holræsakerfi
gegnir öðru máli. bað er engin
stofnun, sem bætir þær eignir.Svo
kemur i ljós, að eigin áhætta
hvers tryggjanda er 100 þús. kr.
Ekki er alveg ljóst hvernig túlka
á þessa eigin áhættu. Liklega
verður hún miðuð við hverja eign,
en ekki við hverja tryggingu.
betta gerir það ljóst, að rikissjóð-
ur verður að hlaupa hér verulega
undir bagga, þrátt fyrir viðlaga-
trygginguna.
Endurskoöunar þörf
Ljóst er, að endurskoða þarf
þetta tryggingakerfi, þannig, að
hverju tilviki verði tjón vegna
náttúruhamfara bætt með eðli-
legum hætti, án þess að til þurfi
að koma sérstök aðstoð.
bað er brýn nauðsyn, að þessi
starfsemi verði endurskipulögð i
ljósi staðreynda. bess er að
vænta að sveitarfélögin taki þetta
mál upp á ný i ljósi reynslunnar.
Ekki aftur
vetraratvinnuleysi
1 fréttabréfinu er f jallað nokkuð
um atvinnuhorfur. bar segir:
,,bað athyglisverða við saman-
burð á skráningu atvinnulausra á
Norðurlandi er, að aðeins fimm
iðnaðarmenn voru skráðir i
desember og sex i janúar. betta
sýnir, að sú stöðvun, sem spáð -
var i byggingariðnaði, er seinni á
ferðinni en reiknað var með.
Hætt er við að byggingariðnað-
urinn verði verkefnaminni á
næstavorien áður. Töluvert bar á
uppsögnum iðnaðarmanna i lok
janúar. Að venju voru allmargir
vörubifreiðastj. skráðir atvinnu-
lausir i desember og janúar.
Fjöldi sjómanna og verkamanna
á atvinnuleysisskrá var sami i
desemb. og janúar. Aukning var
á Akureyri, Sauðárkróki, Siglu-
firði, Hvammstanga, Blönduósi
og Hofsósi.
bað ánægjulega er, að á öðrum-
stöðum var þróunin jákvæð. Ekki
fer á milli mála að nú fara i hönd
þeir timar sem atvinnulif þarf að-
gæzlu við, ef ekki á að skapast
vetraratvinnuleysi á ný á Norður-
landi.
- greint frá nokkrum atriðum úr frétta-
bréfi Fjórðungssambands Norðlendinga
Frá Kópaskeri.