Alþýðublaðið - 10.03.1976, Blaðsíða 16
900 litasjónvarpstæki
hafa legið í vörugeymslum
frá því í nóvember
Innflutningsleyfi hefur verið veitt fyrir 100 tækjum
í nóvembermánuði síð-
ast liðnum voru litasjón-
varpstæki tekin af frí-
lista. Áður en sú ákvörð-
un var tekin höf ðu um 900
tæki verið pöntuð til lands
ins, og hafa þau legið óaf-
greidd í vörugeymslum.
Verðmæti þessara tækja
er um 70 milljónir króna.
Nú hef ur verið ákveðið,
að veita innf lutningsleyf i
fyrir 100 þessara tækja,
en um f ramhaldið er ekki
vitað.
—AG.
SKELLI-
NÖÐRU-
TIZKAN
Skellinöðrur ungu mann-
anna eru þeirra líf og yndi.
Margir hafa breytt hjólun-
um sinum og nú er i tizku að
hafa hátt stýri, eins og þessi
piltur hefur. En þar verður
að fylgja ýmsum reglum
um jafnvægi hjóianna og
fleira. Svo er að gæta sin í
umferðinni.
Lætur sér
fátt um
finnast...
Sumir telja það óheilla-
merki að ganga undir stiga.
Pilturinn á þessari mynd
lætur sig þó hafa það: jafn-
vel þótt stiginn standi við
Alþingishúsið. — Þessi
mynd er annars nokkuð vor-
leg, og ekki veitir af að létta
lundina i landhelgisstriði,
efnahagsvanda og annarri
óáran.
GAMLA F0LKIÐ AÐ K0M-
AST UNDIR (NÝTT) ÞAK
Borgarráð Reykjavikur sam-
þykkti á fundi sinum i gær, að
gefa F ra mk væm da nefnd
byggingaráætlunar fyrirheit um
lóðir i Breiðholti III undir 29
ihúðir fyrir aldraða.
Jafnframt var samþykkt að
veita Framkvæmdanefndinni
fyrirheit um lóöir undir félags-
miðstöð og bókasafn. Þar mcö
hillir undir lokaáfanga i smiði
ibúða á vcgum Framkvæmda-
nefndarinnar. Þegar fyrrncfnd-
ar 29 íbúðir hafa verið smiöað-
ar, hefur verið lokið viö 1250
ibúöir i þessum byggingaflokki
og upphaflegri áætlun lokið.
Siðustu ibúðirnar, sem lóða-
fyrirheit hafa vcrið gcfin um,
verða fyrir aldraða félaga
verkalýðshreyfingarinnar. Ætla
má, að i þessum áfanga vcrði
rcist litið einbýlishús eða par-
hús. —AG.
MIÐVIKUDAGUR
10. MARZ
alþýðu
blaðið
Frétt: Að ákvörðun
dómsmálaráðuneytisins
um að leita eftir hrað-
skreiðum fallbyssu-
bátum frá Bandaríkj-
unum, hafi komið eins
og þruma úr heiðskíru
lofti yfir Sjálfstæðis-
menn. Fréttin barst
fyrst til þeirra í fjöl-
miðlum.
Frétt: Að þessi
fyrrnefnda ákvörðun
dómsmálaráðuneytisins
hafi einnig komið
stárfsmönnum utan-
ríkisráðuneytisins mjög
á óvart. Utanríkis-
ráðuneytið fékk bréf
dómsmálaráðuneytisins
á eftir f jölmiðlum.
Lesið: í Vísi í gær-
morgun, að Alþýðu-
bandalagið muni nú
hafa gert Karvel
Pálmasyni tilboð um að
ganga í flokkinn. Hafi
Karvel verið boðið efsta
sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins í Vest-
f jarðakjördæmi, en
Kjartan Olafsson, rit-
stjóri skipaði það áður.
Hlerað: Að Magnús
Kjartansson, alþingis-
maður, hyggist ekki,
gefa kost á sér til fram-
boðs í næstu þing-
kosningum. — Að Kjart-
an Ólafsson, ritstjóri, sé
hugsanlegur arftaki
Magnúsar.
Lesið: í norska
Arbeiderbladet, að
íslendingar vilji fá að
ákveða einhliða þann
kvóta, sem fiskveiði-
samningur íslendinga
og Norðmanna eigi að
byggjast á. Fiskveiðar
Norðmanna á Islands-
miðum hafa verið um
2000 lestir á ári siðustu
árin.
Frétt: Að lífdagar
núverandi ríkisstjórnar
verði senn taldir. Ráð-
herrar telja, að síðustu
kjarasamningar muni
valda svo miklum efna-
hagsörðugleikum og
verðbólgu að ekki sé
ómaksins vert að kljást
við vandann.