Alþýðublaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 3 alþýðu- blaöíð Þriðjudagur 13. aprfl 1976. MAÐKA- SALAR MATA KRÓKINN Maðkurinn á 20 krónur! Maðkabændur eru nú farnir að bjóða vöru sina og finnst mörgum að verðið á möðkum hafi hækkað iskyggilega. Einn maðkasali upplýsti í samtali við Alþýðu- blaðið að verðið núua væri 20 krónur hver maðkur. 1 fyrra voru maðkar seldir á 10—15 krónur stykkið. Hækkunin nemur þvi allt að 100% og þótt margt hafi hækkað að undanförnu eru fá dæmi um slíkt stökk. Sala á maðki gekk vel i fyrra og þeir sem duglegastir eru við að rækta góða maðka geta haft af þvi umtalsverðar tekjur. —SG HITAVEITU SUÐURNESJA MIÐAR VEL Að sögn Ingólfs Aðalsteins- ' sonar hjá Hitaveitu Suðurnesja ganga framkvæmdir við liita- veituna eftir áætlun. linnið er að fullum krafti að lramkvæmdum i Grindavik, og verið er að bjóða út i fram- kvæmdirnar við 1. áfanga við framkvæmdir i Njarðvíkum og Keflavik. Framkvæmdir hafa gengið samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar voru og gert er ráð fyrir að Grindavik verði tengd við kerfið þann I. ágúst næstkomandi. Ennfremur sagði Ingólfur að ' kostnaður væri innan þeirra marka sem gert hefði verið ráð lyrir þegar til verks var gengið. A næstunni verður gengiö frá tilboðum i verkáfanga f Sand- gerði og i Gerðum, en gcrt er ráð fyrir aö heildarframkvæmdum Ijúki árið 1978. Kirkjuturn Hallgrims- kll kju er opinn á góð- viðrisdiiguni lra kl. 2-4 siðdegis. l aðan er einstakt útsýrii ylir borgina og nágrenni hennar að ógleymdum fjallahringnum i kring. Lyfta er upp i lurninn AÐEINS TUTTUGASTI HVER ÖKUMAÐUR N0TAR BlLBELTI! „Afleit niðurstaða umferðarkönnunar - og löggilding bílbelta því nauðsyn” — segir Árni Þór Eymundsson Eir.e Informotion des Bundesministers fór Veflcetvr Nicht tiur oul Sdineil- s.traften - bcsonders bei Stodifohrten sind Sickerheits- gurto iobensnolwencig. Denn mehr ois Trwei Dritfeí ollcf Unfóife mir Peisor.enschadon possieren im SlodNerkei'' Denicen Ste doran. Urtd (omen Sie ongesdtnolli. Þannig auglýsir vestur-þýzka samgöngu- ráðuneytiö notkun bílbelta. Likt og iþróttahreyfingin valdi á sinum tíma ,,trim" sem áróðursheiti á likamsrækt, þá hafa þýzkir valið hljóðið „klikk" sem hliðstætt áróðursorð fyrir bílbeltin. „Við könnuðum i slðustu viku hve notkun bilbelta væri almenn i innanbæjarakstri hér i Reykjavik. Það er enn ekki búið að fullreikna niðurstöður, en mérsýnisti fljótu bragði, að um 5% ökumanna noti bilbelti og er það mjög léleg útkoma,” sagði Arni Eymundsson hjá um- ferðarráði i samtali við Alþýðu- blaðið. Ami sagði að þessi útkoma væri ekki önnur en þeir hefðu búizt við. Hefðu könnunin náði tii um 8 þúsund bifreiða og hefðu beltin aðeins verið i notkun i um 400 þeirra. Löggilding nauðsyn. Arni Eymundsson sagði að- spurður að hann efaðist um að ástandið lagaðist og fleiri not- uðu beltin fyrr, en löggildingu þeirra hefði verið komið á. „Þaö hefur verið rekinn mik- ill og stanzlaus áróður fyrir notkun öryggisbelta i bifreiðum, en árangurinn er ekki betri en svo.að aðeins um 5% ökumanna nota bilbelti,” sagði Árni. ,,1 Kaupmannahöfn, þar sem notk- un bilbelta var lögleidd 1. janúar siðastliðinn, var fyrst 3ja mánaða reynslutimi eða aðlög- unartimi. Voru ökumenn þá ekki sektaðir þótt þeir væru staðnir að þvi að nota ekki öryggisbelti. Þeir fengu aðeins áminningu. Þetta takmarkaða aðhald virtist hins vegar nægja, þvi nýgerð könnun þar sýnir að 70% — 80% ökumanna nota þar nú öry ggisbelti. „Nú er reynslu- timanum lokið og eftirlitið og viðurlögin við brotum hert, svo ástandið þar ætti þvi enn að batna.” Frumvarp fyrir Alþingi. „Ég hald að þessi reynsla Dana,” hélt Árni áfram, „sýni okkur að löggilding bilbelta myndi stórauka öryggisbelta- notkun.” Að sögn Arna liggur nú fyrir Alþingi frumvarp frá tveimur þingmönnum um löggildingu bilbelta. Hefði frumvarp þetta komið til umsagnar umferðar- ráðs og hefði meirihlutinn þar verið sammála meginhugsun frumvarpsins og væri það von þeirra að frumvarpið yrði afgreitt fyrir þinglok og yrði að lögum. Þá var Ami að þvi spurður, hvaða undanþágur frá bilbelta- notkun kæmu til greina, ef af löggildingu yrði. „Ég tel að und- anþágur ættu að vera sem fæstai Til að mynda tel ég að lögreglumenn ættu ekki að fá undanþágur, þeir eigi að vera i bilbeltum sem aðrir, nema kannski i undantekningartilfell- um. Þá kæmi til greina að leigu- bifreiðastjórar með farþega, fengju undanþágur og auk þess póstbilar. Þá kæmu einnig til læknisfræðilegar undanþágur hjá fötluðum og öðrum.” Flestir löghlýðnir. Að lokum sagði Arni Eymundsson: „Flestir Islend- ingar eru löghlýðnir og myndu nota bilbelti ef notkun þeirra yrði aðlögum. Hins vegar er þvi ekki að neita að viss hópur myndi klóra i bakkann og vera án þeirra sem fyrr. En löggild- ing þeirra myndi i öllu falli stór- auka notkun þeirra og þá er megintilganginum náð.”—GAS. GAMMAGEISLAHNÍFURINN: HEILASKURÐAÐGERÐ ÁN ÞESS AÐ HAUSKÚPAN SÉ 0PNUÐ Losar sjúklinga við hræðsluköst og þvingunaráráttu Gammageislahnifurinn er orðinn að veruleika á Karó- linska sjúkrahúsinu, segir sænska blaðið Arbetet. Þegar er búið að gera aðgerð á fyrsta sjúklingnum með þess- um hnif og sú næsta fer fram innan skamms. Þegar liður að vori má reikna með að hnifurinn verði tekinn i fulla notkun. Þessi „aðgerð án blóðs” losar sjúklinga við hræðsluköst og þvingunaráráttu án þess að opna þurfi höfuðkúpuna. Aðferðin kallast einnig geð- ræn skurðlækning. Það byltingarkennda og nýja við þessa lækningaraðferð er einmitt það að aðgerðin er framkvæmd án þess að farið sé með nokkur verkfæri inn i heil- ann. Geislahnifurinn er þannig notaður, að geislum frá mis- munandi hornum er beint að á- kveðnum punkti i heilanum. Læknarnir telja að i þessum ákveðna punkti sé meinið að linna, og i skurðpunkti geisl- anna brennur ein eða fleiri taugabrautir i'sundur, og rýfur þannig ákveðnar boðleiðir. Einn þeirra sem standa að baki rannsóknunum á þessari aðferð er prófessor Lars Leskell. Hann segir: Það er of snemmt að leggja dóm á árang- urinn sem náðst hefur, en það sem við þegar vitum lofar góðu.” Vinnan við að þróa hnifinn hefur vakið mikla athygli lækna um viðan heim, og Laskeil pró- fessor er nýkominn úr fyrir- lestraierðalagi um Bandarikin þar sem liann greindi frá reynslu af sænsku rannsóknun- um. „Það skal haft i huga", segir Laskell, ,,að sjúklingarnir sem þessi aðferð er reynd á, em til- felli sem búið er að gefast upp á og allar þekktar aðferðir hafa verið reyndar við, en án árang- tirs. Sjúklingar sem búið er að stimpla sem vonlaus tilfelli. Þetta á fyrst og fremst við um sjúklinga sem haldnir eru þvingunarhugmyndum eða á- ráttu og þá sem fá ofsaleg hræðsluköst". Til undirbúnings þessari ný- stárlegu aðgerð framkvæmiii læknahópur Laskells 35 heila- skurðaðgerðir með gömlu að- ferðinni. Oll þessi 35 tilfelli voru álitin vonlaus, en árangur að- gerðanna varð sá að 25 þeirra sem undir hana gengust urðu heilbrigðir eða mun betri. \ onast menn nú til að geisla- skurðaðferðin sýni enn betriár- angur. segir blaðið Arbetet.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.