Alþýðublaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 13. apríl 1976. alþýöu- blaðiö Bréf um gæftaleysi í Grímsey var 11 daga á leiðinni! SJ skrifar frá Grimsey. Bréf þaðan eru all-lengi á leiðinni. Við fengum þetta bréf 6. april, en það er dagsett 25. marz, og hefur þvi verið 11 daga á leiðinni. Laukar vaknaðir i görðum. Eigi hefur plagað Grimseyinga fannkynngi i vetur, og er hér alauð jörð og laukar að vakna úr dvala i þiðviðrinu undanfarna daga. En þótt vetrarharka hafi eigi þjakað Grimseyinga i vetur, hefur gæftaleysi verið næstum með eindæmum, og má segja, að sliktástand hafiveriðalltfrá des- emberbyrjun. Gráslef^iuveiði ætti að vera hafin fyrir allnokkru, en sökum þrálátrar, hvassrar vestanáttar hefur verið ógjörningur að koma neti í sjó. Nú síðustu daga hafa flestir lagt nokkuð af netum sinum upp á von og óvon, en hrognkelsamiðin eru að mestu á grunnsævi við eyna. Um eða yfir 300 net em i notkun, ogmunu það vera helzt til mörg net á ekki stærra svæði. 13 bátar i Grimsey. Grimseyingar eiga 13 báta, og eru stærstu bátarnir 4 til 11 lestir, og munu 10 bátar stunda grá- sleppuveiðar. Einn bátur hefur verið á línuveiðum, þegar gefið hefur á sjó. 1 nokkrum róðrum hefur hann fengið ágætan afla á nýja loðnu, er sótt var til Húsa- vikur. Einn bátur héðan fór á vertið til Grindavikur. Oft strjálar samgöngur. Samgöngur við land eru oft strjálar i óstöðugri veðráttu. Flugfélag Norðurlands hefur á- ætlunarflug hingað tvisvar i viku, en stundum liða vikurnar án þess að hægt sé að fljúga. Póstbáturinn Drangur kemur hálfsmánaðarlega, en með Drangi er fluttur til eyjarinnar meginhluti þess varnings, er Grimseyingar þarfnast, þar á meðal allar mjólkurvörur. Vafa- laustþættimörgum súrti broti að fá slikar vörur aðeins hálfsmán- aðarlega. Ein verzlun er hér, úti- bú frá KEA. Ibúar eyjarinnar eru nú 90. — SJ Minnkandi atvinna ástæða blómlegs starfs leikfélaga? Árný skrifar: Ég minnist þess ekki að það hafi verið jafn mikil gróska i starfi áhugaleikhúsa um allt land lengi vel eins og verið hefur i vetur, en Timinn segir i frétt að nú hafi verið frumsýnd 50 leikrit á vegum áhugamannafélaga. Ég er nú komin af barnsaldri, þannig að ég minnist þess að leik- listarstarfsemi hafi verið með miklum blóma viða um sveitir, og það er vissulega ánægjulegt að það skuli vera farið að lifna svo- litið yfir starfi leikfélaganna. En hverjar skyldu nú ástæð- urnar vera? Mér hefur dottið i hug, að það hljóti að vera ein- hverjar ástæður fyrir þvi þegar fristundastarf eflist eftir áratuga vaxandi deyfð. Að minu viti er svarsins að leita i þvi, að það er farið að minnka um vinnu. Undanfarna áratugi hafa allir haft svo afskap- lega mikið að gera öllum Frá sýningu eins áhuga- mannaleikfélagsins i vetur: Leikfélag Sel- tjarnarness sýnir Hlauptu af þér hornin. stundum. Vinnukapphlaupið hefur orðið svo mikið, að það hefur enginn timi orðið aflögu til að stunda félagslif. En mér er sagt af kunnugu fólki, að i vetur hafi verið góð aðsókn á fundum margra félaga hér i Reykjavik, og eflaust er þá svipaða sögu að segja utan af landsbyggðinni. En máske á sjónvarpið ein- hvern þátt i þessu, og þá ef til vill útvarpið. Nú er mesta nýja- brumið farið af sjónvarpinu,, og það er helzt eldra fólk, sem situr heima við. Yngra fólkið kann orðíð aö velja og hafna, og sem betur fer er ekki það mikið lagt i sjónvarpsdagskrána að hún keppi um of við félagsstarfið. En efnið i sjónvarpinu er þó margt gott og fróðlegt og engin ástæða til að kvarta undan þvi. En ég vil hvetja fólk, sem á þess kost að sjá einhver af þeim leikritum, sem áhugamannafélög eiga eftir að sýna, þvi slikt veitir ógleymanlega kvöldstund. Þýðinguna gerði.. Þulur er.... Þessar seti ingar heyrum við hverju kvöldi þegar vi sitjum fyrir frama sjónvarpstækin. IViCli illlULllill dl efni sem sjónvarpið fly ur er erlent að upprur og með erlendu tali sei þarf að þýða. Upphafið: Myndin skoðuð. Ef upp koma einhvi vafaatriði í samban við þýðinguna þá er fle uppí„bibliu” þýðaram ,,The Random Houí Dictionary of Englis Language.” Kristmai Eiðsson og Stefí Jökulsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.