Alþýðublaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 5
5, bla^fd*' Þriðjudagur 13. apríl 1976. Einkaaðilar sjá um rekstur þann, sem hið opinbera hefur nú með höndum - segja vinnuveitendur ist óeölileg útgáfa rikisvaldsins á verötryggðum rikisskulda- bréfum og happdrættislánum. Þvi telur fundurinn brýnt að skapa frjálsum atvinnurekstri * betri afkomu- og rekstrarmögu- leika og að auka áhuga almenn- ings og þátttöku i viðgangi at- vinnurekstrarins. Aðalfundurinn leggur i þvi sambandi til: 1. Að afskriftareglum hjá hin- um frjálsa atvinnurekstri verði breytt og þær gerðar ekki lakari en hjá hinu opin- bera. 2. Að flýtt verði tollalækkunum á öllum efnisvörum svo og vél- um og tækjum til framleiðslu. 3. Að Utgáfu verðtryggðra rikis- skuldabréfa verði hætt, og hið opinbera látið bUa við sömu lánamöguleika og hinn frjálsi atvinnurekstur. 4. Að kostnaðarveltuskattar verði felldir niður i þvi formi, sem þeir nU eru i, enda verði fyrirtækjum bUin slik starfs- skilyrði, að þau geti greitt eðlilega tekjuskatta. 5. Arður af hlutabréfum njóti sömu skattameðferðar og sparifé. 6. Að fram fari könnun á arð- semi opinbers rekstrar og verði einkaaðilum falinn rekstur, sem nU er i höndum hins opinbera, þar sem slikt reynist hagkvæmara. 7. Að komið verði á verð- bréfamarkaði. 8. Að ýmis þjónustugjöld hins opinbera, sem snerta at- vinnureksturinn sérstaklega, verði leiðrétt til samræmis við það, sem tiðkast i helztu samkeppnislöndum okkar. Til að fjármagna dýrar vegagerðarframkvæmdir hefur ríkissjóður tekið „okurlán” hjá þjóðinni — og þarf orðið að greiða fimm krónur fyrir hverja eina, sem hann tekur að láni. Aðalfundurinn leggur sér- staka áherzlu á, að nUverandi rikisstjórn standi við þá steínu- yfirlýsingu sina, að hrundið verði i framkvæmd nýrri verð- lagslöggjöf. Breytingarnar miði að frjálsu vali neytenda á vöru og þjón- ustu, heilbrigðri samkeppni og viðunandi arðsemi atvinnufyr- irtækja. Sett verði löggjöf um varnir gegn hringamyndun og samkeppnishömlum. Vinnumarkaður—vinnu löggjöf. Fundurinn leggur áherzlu á, að fullt samráð verði haft við aðila vinnumarkaðrins um allar breytingar á verðlagslöggjöf. Þá vekur aðalfundurinn at- hygli á þeirri nauðsyn, að endurskoða reglur um gerð kjarasamninga og sniðnar að þeim breytingum, sem orðið hafi á atvinnu- og þjóðlifshátt- um þau 40 ár, sem vinnulöggjöf- in hefur staðið. Sérstaka áherzlu leggur fundurinn á, að timinn, sem i hönd fer til þess að nýir kjara- samningar verða gerðir, sé notaður til undirbUnings og af- greiðslu á breytingum. er gætu orðið upphaf að friðsamlegri og samræmdari kjaraákvörðunum á vinnumarkaðinum en áður. Vinnuveitendasambandið lýs- ir sig fUst og reiðubUið til' að taka upp viðræður við ASl um gerð samskiptasamninga. varð- andi undirbUning og fram- kvæmd kjarasamninga, en hvetur til endurskoðunar á lög- um um sáttatilraunir og heimildum til vinnustöðvana. Verk- og tæknimenntun Þá itrekar aðalfundur VSf sameiginlega kröfu vinnu- markaðarins i siðustu kjara- samningum um að gert verði sérstakt átak i verk- og tækni- menntunarmálum og heitir á rikisstjórnina að standa við gef- in loforð i þeim efnum. verði að hraða þeirri undirbUningsvinnu og tillögugerð, sem mennta- málaráðuneytið hafi með hönd- um. GGÐU SPARISKÍRTEININ DÝR FJARÖFLUN óður skuldar lands- m 12 þúsund milljónir króna Vegna verðtryggingarinnar, sem orsakað hefur „visitölu- hækkun” á bréfunum, þarf rikissjóður ef hann ætlaði að greiða lánin upp nU að borga tvær krónur fyrir hverja eina, sem hann fékk að láni. Það er þvi með öllu Utilokað að rikis- sjóður gæti leyst öll bréfin til sin þótt hann svo vildi. Langmest af þvi lánsfé, sem aflað hefur verið með sölu verð- tryggðra spariskirteina ríkis- sjóðs og happdrættisskulda bréfa hefur varið til fram- kvæmda i orkumálum. Miðað við endurgreiðsluvirði lánanna er tæpur helmingur þeirra vegna framkvæmda i orku- málum — eða 5.042.9 milljónir króna. Við þá upphæð má svo bæta 196.9 milljónum króna, sem varið hefur verið til sveitarfélaga vegna hitaveitna og virkjana og 57.1 millj. kr., sem varið hefur verið til virkjunarrannsókna við Suður-Fossá. Ná?st stærsti framkvæmda- flokkurinn, em fjár hefur verið aflað til með þessum hætti, er vegagerð. Vegagerðarlán af andvirði seldra spariskirteina nema 1.426.7 milljónum króna miðað við endurgreiðsluvirði. en auk þess hefur allt andvirði seldra happdrættisskirteina runnið til framkvæmda i vega- málum, eða 2.032.8 milljonir króna. Samaniagt nema þvi verötryggð lán innanlands til vegagerðar 3.459.9 milljonum krona.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.