Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 3
biaXiö* Miðvikudagur 21. april 1976 FRÉTTIR 3 Alþýðubankinn: Aðalfundur í skugga dómsrannsóknar Athugun enibættisins á rann- sókn Alþýðubankamálsins er stöðugt haldið áfram. Hins vegar er ljóst að henni verður ekki lokið fyrir aðalfund bankans á laugardaginn, sagði Þdrður Björnsson rikissak- sóknari i samtali við Alþýðu- blaðið. A aðalfundinum verður fjallað um starfsemi bankans á s.l. áriog bankaráð kosið. Ljóst er, að það hlýtur að valda nokkrum erfiðleikum, að þegar fundurinn er haldinn liggur ekki fyrir hvort saknæmt atferli hefur átt sér stað í sambandi við hin umtöluðu útlán bankans né heldur hverjir beri þá ábyrgð ef um óeðlilega bankastarfsemi hefiié'verið að ræða. Gengur seint Rannsókn þessa máis hófst i desember og menn bjuggust ekki við öðru en henni yrði lokið fyrir aðalfund, en samkvæmt lögum skal hann haldinn í aprD. Rannsóknin hefur gengið seint, enda margir yfirheyrðir og málskjöl löng, sagði Guðmundur J. Guðmundsson varaform . Dagsbrdnar er blaðið hafði samband við hann. Guðmundur sagði að i frestun aðalfundarins hefði sér vitan- lega ekki verið til umræðu. Vist hefði verið betra að niðurstaða rannsóknarinnar lægi fyrir og menn staðið i þeirri trú þar til fyrir skömmu. Jafnframt benti Guðmundur á, aö þessi aðal- fundur gæti að sjálfsögðu boðað til fra mhaldsaðalfundar siðar ef ástæða þætti til. Einnig gæti það bankaráðsem kosið verður boðað til hluthafafundar þegar - fikvörðun rikissaksóknara iiggur fyrir. Draugagangur Þegar Guðmundur var spurður um kosningu bankaráðs vildi liann ekki tjá sig um það mál. Þó gat hann þess, að „mikill draugagangur væri á ferðinni” i sambandi við kosninguna. Það bankaráð sem kosið vcrður á laugardaginn skal siðan ráöa bankastjóra i stað þeirra sem látið hafa af störfum. Miklar bollaleggingar eru um bankaráðsmenn og bankastjóra og margir menn tilnefndir í þvi sambandi. SG Jólabrenni- vínið var ekki frá- dráttarbært Rikisskattanefnd sendi nýlega frá sér ritsem heitir: „Orskurðir kveðnir upp af rikisskattanefnd árið 1973. úrval” 1 formála að kverinu segir: „Með lögum nr. 10/1974 var svo fyrir mælt að rikisskattanefndslyldi gefa út úr- skurði sina, þá er hefðu almennt gildi. Er hér birt úrval úrskurða sem kveðnir voru upp árið 1973. Er hér fyrst og fremst um að ræða úrskurði um gjöld skv. lögum um tekjuskatt og eigna- skatt. Vakin er athygli á, að nokkrar lagagreinanna hafa tekið breytingum frá þvi að úrskurð- irnir voru kveðnir upp.” t kverinu eru birtir 64 úrskurðir um alls 48 atriði. Meðal atriða sem birtir eru úrskurðir um, má telja afföll, afturvirkni laga, eigin húsaleiga, fyrning, hækkun áætlunar risna, tekjur eiginkonu, vaxtagjöld og vinna við eigin ibúð. Lestur þessa bæklings má verða til leiðbeiningar fram- teljendum og einnig til þess að kærumálum fækkaði, enda eru úrskurðir þeir sem birtir erp, almenns eðlis og svara spurningum sem oft vakna þegar gjöld hafa verið lögð á. 1 ráði er að gefa bækling af þessu tagi út árlega i framtiðinni. Dæmi tekin úr kverinu: Tekjur eiginkonu: „Málsatvik eru þau að kærandi og eiginkona hans áttu 25% hlutafjár i fyrir- tæki- nokkru. Hafði eiginkona kæranda launatekjur frá fyrir- tækinu. Skattstjóri taldi að frá- dráttur vegna starfa konunnar takmarkaðist við hámark sam- kvæmt 3 málsgrein 3. greinar þ.e. 1/4 hluta af persónufrádrætti hjóna, en kærandi krafðist þess, að helmingur launatekna hennar kæmi til frádráttar. Rikisskattanefnd úrskurðaði að eignaraðild þeirra hjóna að fyrir- tækinu ein sér hefði ekki I för með sér að þau teldust eiga það að verulegu leyti i skjlningi 3. mgr. 3. gr. laganna um tekjuskatt og eignaskatt.” Risna: „Framteljandi krafðist frá- dráttar vegna jólaglaðnings til starfsfólks, en það var brenni- vinsflaska og/eða konfektkassi til hvers starfsmanns. Skattstjóri synjaði kæru með visan til, að jólagjafir og aðrar tækifærisgjafir væru ekki frá dráttarbærar til skatts sbr. ákvæði reglugerðar nr. 245/1963, og staðfesti rikisskattanefnd þann úrskurð. Frávisun / framtal ófullkomuð Málavextir voru þeir, að rekstrarreikningur kæranda 1971 sýndi verulegan rekstrarhalla. Skattstjóri neitaði kæranda um frádrátt vegna tapsins og var sá úrskurður kærður til rikisskatta- nefndar. Byggði kærandi kröfur sínar á, að hinn 31/12 1970hafi vörubirgðir verið oftaldar um kr. 1.500.000,oo. Rikisskattanefnd taldi, að kærandi hefði ekki gert full- nægjandi grein fyrir atvikum, enda hafi virzt af málatilbúnaði að bókhald hefði ekki verið með lögboðnum hætti, og skýrslugerö fyrri ára verið röng. Kærunni var vísað frá.” Aöstööugjald: Deilt var um hvort fyrirtæki, sem rak starfserbi sina að veru- legu eða öllu leyti utanbæjar væri aðstöðugjaldsskylt i Reykjavik. Hafði það einnig lögheimili sitt utanbæjar. Hins vegar hafði það þar skrifstofuaðstööu, sem nýtt var til ýmis konar erindreksturs fyrir aðalstöðvarnar, en rak ekki nema óverulegan hluta af atvinnustarfsemi sinni þar. Var aðstaða þessi ekki talin heimilis- föst atvinnustofnun eða útibú eftir 1. málsgrein A-liðar 40. greinar laga um tekjustofna sveitar- félaga og aðstöðugjalds- álagningin i Reykjavik felld niður. EB Orðsending til lesenda Vegna vandkvæða á dreifingu Alþýðublaðsins á helgidögum kemur blaðiðekki útá morgun, sumardaginn fyrsta, og einung- is siðdegisblöðin koma út á föstudaginn. Næsta tbl. Alþýðu- blaðsins verður þvi n.k. laugardag. Við biðjum lesendur blaðsins velvirðingar á þessu og viljum nota tækifærið til að skýra frá þvi að nú er verið að vinna að þvi að bæta dreifingar- kerfi blaðsins, en nokkur brögð hafa verið að þvi að blaðið hafi komizt seint og illa til skila. Auglýsingadeildin

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.