Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 7
bSaSfö1' Miðvikudagur 21. apríl 1976
FRÉTTIR 7
OSTA- OG SMJORSALAN
ENDURGREIDDI 60 MILL-
JÓNIR KR.Á SÍÐASTAÁRI
Innvegid rojólkurmagn 1974 -1975
—— 1974
milljón •—• 1975
litra
14
13
12
11
10
9
e
7
6
5
jan feb mar opr mai jún júl ógu »ept okt nóv des
Myndin sýnir árstíðasveiflur i mjólkurframleiðslunni
árin 1974 og 1975. Reynt hefur verið að vega móti
sveiflunni með þvi að greiða hærra mjólkurverð á
haustin og fram eftir vetri, en það hefur ekki borið nógu
góðan árangur eins og Ijóslega sést á myndinni.
A siöastliönu ári minnkaöi inn-
vegiö magn mjólkur til mjóikur-
samlaganna um 3,9% eöa i 111,5
millj. kg úr 114,9 millj. kg. áriö
áöur.
Minnst var mjólkin i febrúar,
eöa 6 millj. kg en mest i júli um
13 millj. kg.
Til þess aö reyna aö draga úr
þessari árstlöasveiflu hefur veriö
greitt hærra verö fyrir mjóikina á
haustin og fram eftir vetri, en
þrátt fyrir þaö hefur ekki tekizt
aö draga úr sveiflunni. Þaö má
litiö út af bregöa svo ekki veröi
mjólkurskortur hér á landi
mánuöina október til mal.
Ef innveginni mjólk væri skipt
á ibúa þessa lands þá heföu komiö
312 kg fhlut hvers á slöastaári, en
áriö 1969 komiö 469 kg i hlut.
Ariö 1974 voru mjólkurfram-
leiöendur 3700, en voru 3100 i
fyrra. Meöalársframleiösla jókst
þvi á árinu um tæplega 5000 kg
hjá hverjum framleiöenda.
230 litrar á
mann
Af mjólkinni fóru tæpar fimm-
tiu milljónir litra beint til neyzlu
en 58,5 milljónir litra fóru til
vinnslu.
Sala mjólkurafuröa gekk vel á
árinu og voru birgðir nærri á
þrotum I árslok.
Seldar voru 1492 lestir af
smjöri, en það var 508 lestum
minna en áriö á undan, en af ost-
um seldust 1925 kg og var það 107
lestum meira en áriö áöur.
Ostaneyzla tvöfaldast
Ostaneyzlan hefur nærri tvö-
faldast frá árinu 1968 og var i
fyrra 6 kg á hvert mannsbarn.
A sl. ári var hafin framleiðsla
tveggja nýrra tegunda af ostum,
þ.e. hnetuostur og paprikuostur
og féllu þær báöar vel i geð neyt-
anda A næstunni mun svo koma
enn ein ný tegund á markaö.þaö
er piparostur.
útflutningur
Otflutningur mjólkurvara dróst
verulega saman á árinu, einkum
eftir mitt sumar og stöövaöist
reyndar aö mestu. M.a. reyndist
ekki unnt aö afgreiöa aö fullu upp
i geröa samninga um sölu á osti
til Bandaríkjanna, en þangað
hefur verið seldur óöalsostur og
hefur hann fengið góöar viötökur.
Þegar smjörið hvarf
Um sl. áramót voru til i landinu
320 lestir smjörs og um 600 lestir
af ostum. Smjöriö hvarf eins og
dögg fyrir sólu þegar þaö varö
heyrinkunnugt aö veröhækkun
væri i nánd.
Þvi hefur oröiö aö skammta
smjör i verzlunum allt frá þvi
fyrstu viku af marz.
A timabilinu janúar—marz
varð smjörsalan nærfellt
helmingi meiri en hún var sömu
mánuði 1 fyrra.
Ostabirgðir i landinu er til sem
svarar 2 1/2—3 mánaöa neyzlu og
er það taliö hæfilegt miöaö viö að
nú fer i hönd aöalframleiöslu-
timabil fyrir osta.
Menn skyldu þvi ekki óttast ost-
skort.
Á tlmabili sm jörsölunnar
miklu, sem ofan greinir, jókst
sala á ostum um tæp 13%.
60 milljónir
endurgreiddar
Rekstur Osta- og Smjörsölunn-
ar gekk vel á siðasta ári og var
verðmæti heildarsölunnar 2.161
milljón króna, en þaö er um 370
milljónum meira en var áriö
áöur.
Reksturskostnaður var 3,5% af
veltu ársins og er þaö svipað og
var árið 1973, en áriö 1974 var
kostnaöurinn 3%.
Fyrirtækið endurgreiddi rúmar
60 milljónir af umboöslaunum til
mjólkursamlaganna, en á áriö
1974 voru endurgreiddar 38,4
milljónir króna.
Nýbygging á
teikniborðinu.
Lokiö er aö mestu hönnun á
væntanlegri nýbyggingu fyrir
Osta- og Smjörsöluna. Hefur
byggingunni veriö valinn staöur á
Bæjarhálsi i Reykjavik.
Aætlaöur kostnaöur viö bygg
ingu þessa nýja húss er 250—300
milljónir króna og er það miöaö
við verölag þaö sem nú er i gildi.
—EB
Uggvænlegt útlit í úrgreiðslu
á fjármagnsþörf bænda!
- segir Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS
„Samvinnuhreyfingin er
mjög uggandi um, að sómasam-
lega geti tekizt að leysa þann
fjármagnsskort sem fyrirsjáan-
legur er I landbúnaöinum,”
sagöi Erlendur Einarsson, fór
stjóri Sambands isl. samvinnu-
félaga i spjalli viö blaöiö.
„Bændur hafa veriö i fjár-
svelti til sinna framkvæmda,
þótt nokkur lán hafi fengizt.
Samvinnufélögin hafa eftir
föngum reynt aö brúa biliö með
lánastarfsemi unz framleiöslu-
vörur t.d. sauöfjárbúa lægju
fyrir. Sú gifurlega hækkun, sem
nú er nýlega orðin á áburöi, auk
annarra hækkana og almennrar
verðbólgu, mun veröa ofurefli
viö aö fást, nema til komi veru-
leg aöstoö frá hinu opinbera i
einhverri mynd.
Iönfyrirtæki Sambandsins
standa nú i fjárfrekum fram-
kvæmdum og við teljum
markaðsaðstöðu góöa bæöi
austan hafs og vestan.
Okkar mat er að á þaö lag
þurfi að ganga, sem auövitaö
þýöir aö minna er aö miöla. Hér
er hinsvegar um aö ræöa tæki-
færi sem verður að nota.
Nei, útlitiö er vægast sagt
dökkt eins og stendur”, sagöi
Erlendur Einarsson aö lokum.
Bókafregn
Almenna bókafélagið hefur
sent á markaðinn 5. bindi af
fjölfræðibókaflokki sinum.
Þettabindi fjallar um jörðina,
og lýsir i stórum dráttum hug-
myndum Vesturlandabúa um
jörðina, sem við byggjum frá
þvi menn tóku að gera sér
heimsmyndir, sem um er vitað,
fyrir þúsundum ára.
Hér er drepið á landafræði i
ljósi fomra og nýrra land-
könnunarferöa, og hvernig
smám saman núverandi
heimsmynd mótast.
En jarðfræöin er hér langýtar-
legast rakin, og sýnt með mynd-
um og máli, hvernig menn læra
smátt og smátt að lesa á bók
náttúrunnar. Margháttaöan
fróðleik um islenzka náttúru er
hér að finna, enda er Islarid eitt
af forvitnilegustu löndum
jarðar i jarðfræðilegum efnum,
og Islendingar eiga einnig sinn
þátt, sem kunnugt er i jarð-
fræðilegum uppgötvunum.
Húseigendur
athugið!
Við viljum hérmeð vekja athygli á, að
allar breytingar á húsum, bæði á notkun
þeirra og útliti, eru háðar sérstöku sam-
þykki byggingarnefndar.
Einkum skal benda á, að við að breyta
gluggum húsa t.d. fella niður pósta,
breyta þau oft mjög um svip, og ber þvi
skýlaust að sækja um leyfi til þeirra
breytinga.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu byggingarfulltrúa Skúlatúni 2, 2.
hæð.
Byggingarfulltrúinn i Reykjavik.
Auglýsing
um lögtök vegna fasteigna-
og brunabótagjalda í Reykjavík
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald-
heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt
fógetaúrskurði, uppkveðnum 17. þ.m.
verða lögtök látin fram fara til tryggingar
ógreiddum fasteignasköttum og bruna-
bótagjöldum, samkvæmt 2.kafla laga nr.
8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, en
gjalddagi þeirra var 15. jan. og 15. april
s.l.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða
látin fram fara að 8 dögum liðnum frá
birtingu þessarar auglýsingar, verði þau
eigi að fullu greidd innan þess tima.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík,
17. april 1976
Frá Ljósmæðraskóla
íslands
/
Samkvæmt venju hefst kennsla i skólan-
um hinn 1. okt. n.k.
Inntökuskilyrði:
Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20
ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja
nám. Undirbúningsmenntun skal vera
gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf.
Krafizt er góðrar andlegrar og likamlegr-
ar heilsu. Heilbrigðisástand verður nánar
athugað i skólanum.
Eiginhandarumsókn sendist skólastjóra
skólans i Fæðingardeild Landspitalans
fyrir 1. júni 1976. Umsókn skal fylgja
læknisvottorð um andlegt og likamlegt
heilbrigði, aldursvottorð og löggilt eftirrit
prófa. Umsækjendur eru beðnir að skrifa
greinilegt heimilisfang á umsóknina, og
hver sé næsta simastöð við heimili þeirra.
Umsóknareyðublöð fást i skólanum.
Upplýsingar um kjör nemanda:
Nemendur fá laun námstimann. Laun
þessi eru ákveðin i hlutfalli við laun ljós-
mæðra.
Fæðingardeild, 20. april 1976
Skólastjórinn