Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 9
alþýðu-
Jblaðið
Miðvikudagur 21. apríl 1976
.9
Wilson kvaddi með brosi.
þvi var öll fjþlskyldan ákafir
stuðningsmenn Verkamanna-
flokksins.
— Mér var fyllilega ljóst, að
við vorum fátæk, sagði James
Callaghan i blaðaviðtali mörg-
um árum siðar. — Ég finn ekki
hjá mér neina löngun til þéss að
lýsa aðstæðum okkar. En þær
urðu til þess, að ég fór að hata ó-
réttlætið. Ég þoli ekki að fólk sé
kúgað eða á þvi troðið. Sem
stjórnmálamaður hefi ég gert
allt, sem ég hefi getað til þess
að liðsinna þeim, sem minna
mega sin. Þeir, sem átt hafa við
mikla erfiðleika að strfða, geta
ávallt komið til min með
hjálparbeiöni. Hins vegar þoli
ég ekki þá forréttindahópa, sem
hvorki fellur á blettur né
hrukka, en koma og biðja um
aðstoð. Ég á það til að vera
frekur og jafnvel dónalegur við
jafningja mina. En ég reyni að
vera varkár i umgengni viö þá
sem minna mega sin. Ég þekki
vandamál þeirra. Ég hef sjálfur
mátt finna fyrir þeim.
Frekar litlaus
ferill.
Sextán ára að aldri hóf
Callaghan störf hjá skattayfir-
völdum og i verkalýöshreyfing-
unni. Ferill hans er ekki litrikur
eða átakamikill. Honum hefur
þokað áfram, jafnt og þétt, en
rólega. Formaður verkalýðs-
félags, fastlaunaður starfs-
maður verkalýössambands,
foringi i sjóhernum á striðs-
árunum og þingmaður fyrir
- Verkamannaflokkinn frá árinu
1945.
Hann gegndi ýmsum minni-
háttar aðstoðarráðherraem-
bættum i rikisstjórn Attlees.
Siðar gerðist hann stuðnings-
maður Hugh Gaitskell i flokkn-
um, en gætti þess þó vel að
styðja ekki Gaitskell i innan-
flokksátökum, sem hann þóttist
Enginn af-
reksmaður,
en reynsl-
unni ríkari
James— Big Jim — Callaghan hefur nú náð hátindi
stjórnmálaferils síns, en það er síður en svo eftir-
sóknarvert embætti, sem honum hefur hlotnazt.
viss um, að Gaitskell myndi
tapa. Gallaghan hefur aldrei
verið gefinn fyrir „hugsjóna-
fræðilegar deilur”.
Blaðamenn, sem fylgjast með
stjórnmálum hafa sér til
gamans farið yfir allar at-
kvæðagreiðslur i brezka þinginu
frá 1949 til 1964. 1 137 skipti hafa
þingmenn Verkamannaflokks-
ins greitt atkvæði á móti yfir-
lýstri stefnu flokksins — stund-
um margir, stundum fáir. Að-
eins i tvö skipti var Callaghan
meðal „uppreisnarseggjanna”.
Þetta gefur góða mynd af
flokkshollustu hins nýja for-
sætisráðherra.
Callaghan hefur einnig reynst
búa yfir undraverðum hæfileik-
um til þess að komast klakk-
laust frá erfiöleikum. Hann var
valinn i skuggaráöuneytið strax
árið 1951 og var einn af fáum
þingmönnum, sem ávallt var
valinn i skuggaráðuneytiö á
hverju einasta ári á meðan
flokkurinn var i stjórnarand-
stöðu. Arið 1959 var hann valinn
i miðstjórn flokksins og hefur
setið þar siðan hvernig svo sem
vindar hafa blásið i flokknum á
þeim tima. Callaghan virðist
þvi hafa niu pólitisk lif.
Broguö reynsla úr
ríkisstjórnum
Það er margt hægt aö segja
um ráðherrastörf Callaghans —
og ekki allt jafn gott. Hann var
vægast sagt ekki sérlega góður
fjármálaráöherra. Eins og Wil-
son var hann þræll viðurtekinna
skoðana hagfræöinnar, sem
m.a. urðu til þess að gengisfell-
ingu pundsins var frestaö allt
aftur til ársins 1967. Þá var ekki
allt, sem hann gerði sem innan-
rikisráöherra, jafn vel heppnað.
Það var t.d. hann, sem bar fram
innflytjendalögin, sem miklum
deilum hafa valdiö og eru sann-
kölluð kynþáttamisréttislög —
a.m.k. i framkvæmd. Hins veg-
ar gekk honum mun betur að
fást viö írlandsmálin. Kaþólikk-
ar á Irlandi hylltu hann árið 1969
og jafnvel meirihluti mótmæl-
enda á trlandi treysti honum
fullkomlega jafnvel þótt mót-
mælendur væru andvigir um-
bótum hans og ósammála flestu
þvi, sem hann sagði.
James Callaghan veit betur
en flestir aörir brezkir stjórn-
málamenn, i hvaða átt al-
menningsálitið blæs. Hann veit
nákvæmlega, hvað hægt er aö fá
Verkamannaflokkinn til þess að
samþykkja og hann finnur á sér
hvað maðurinn á götunni hugs-
ar.
Það var Callaghan, sem gerði
uppreisn, þegar Wilson for-
sætisráðherra og Barbara
Castle, verkalýðs- og atvinnu-
málaráðherra, reyndu árið 1969
að setja lög um vinnumál i Bret-
landi, sem brezka verkalýðs-
hreyfingin vildi ekki styðja. Og
það var Wilson, sem varð að
draga i land. Það var lika
Callaghan, sem fann á sér hvert
viðhorf almennings var til 'ífna-
hagsbandalagsins árið 1970 og
þvingaði Wilson i hóp and-
stæðinga bandalagsins. Og það
var lika Callaghan, sem utan-
rikisráðherra samdi við EBE
um ný aðildarkjör fyrir Breta
árið 1975 og hafði svo þau áhrif á
afstöðu verkalýöshreyfingar-
innar og brezkra kjósenda, að
niðurstaða þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðildina var ótvi-
rætt jákvæð.
ihaldssamasti leiðtogi,
sem Verkamannaf lokk-
urinn gæti hafa valið.
A meðan Callaghan heldur
um stjórnartaumana i Bretlandi
er þess vart að vænta, að miklar
umbyltingar veröi þar i landi.
Astæðan er einfaldlega sú, að
hvað svo sem áróðursmeistarar
Verkamannaflokksins segja, þá
er Callaghan ihaldssamasti
leiðtogi, sem Verkamanna-
flokkurinn gæti hafa valið sér.
Þessi fyrrverandi sjóliösforingi
er ekki sáttur við byltingar.
íhaldsflokkurinn og leiðtogi
hans, Margaret Thatcher, eru
ekkert ánægð meö val Verka-
mannaflokksins á leiötoga. Það
er ekki gott fyrir neina stjórnar-
andstöðu að forsætisráðherrann
skuli vera eins konar persónu-
gerð Gallup-stofnun, sem ávallt
virðist vita, hvað fólkið vill.
James Callaghan er enginn
atkvæðamaður og þvi siður
neinn ræðuskörungur, en hann
heldur vel sinu i deilum i þing-
inu og kjósendum virðist hann
vera traustur maður og öruggur.
Enginn verður órólegur eða
finnur sig litinn kall i nærveru
Callaghans. „Stóri Jim hefur
heilbrigða skynsemi”, segir fólk
og heilbrigð skynsemi er enginn
„hættulegur” eiginieiki. Heil-
brigð skynsemi er i fáum orðum
sagt það, sem allir hafa — eða
halda sig hafa. Bretar hafa sem
sé fengið þann forsætisráð-
herra, sem þeir gjarnan vilja.
Hvort þeir hafi fengiö þann
forsætisráöherra, sem þeir
þarfnast, er svo önnur spurning.
James Callaghan - hin nýi forsætisráðherra Breta:
Með James. Callaghan
hafa Bretar fengið
reyndan pólitíkus sem
forsætisráðherra.
Callaghan er hvorki
ungur né ýkja spennandi.
Hann er nýorðinn 64ra
ára gamall. Hann hefur
aldrei mótað sósíalska
hugsun eða hugmynd í
orð, sem eru þess virði,
að eftir séu höfð.
Callaghan er fyrst og
fremst stjórnmálamaður
líðandi stundar, jafnvel
tækif ærissinni, sem
fengiðhefursittuppeldi á
sviði pólitískrar valda-
baráttu og klókinda-
bragða. Allt frá því
Verkamannaf lokkurinn
vann kosningasigur sinn
árið 1964 og til þess tíma
er gengi pundsins var
fellt árið 1967 var hann
TIL
ferminqan
GJAFA
Texas Instruments
vasatölvur
í úrvali
ARS
ábyrgð
HAGSTÆÐ VERD
P
PÓRf
SÍIVII SISDO-AniVILJLA'll
i
m/s Hekla
fer frá Reykjavík
mánudaginn 26. þ.m.
austur um land í hring-
ferð. Vörumóttaka mið-
vikudag og föstudag til
Austf jarðahafna, Þórs-
hafnar, Raufarhaf nar,
Húsavikur og Akureyr-
ar.
f jármálaráðherra. Inn-
anríkisráðherra var hann
frá 1967 til 1970. Þegar
Wilson flutti aftur inn í
ibúð forsætisráðherrans
að Downing stræti nr. 10 í
marzmánuði árið 1974
gerðist Callaghan utan-
ríkisráðherra og hefur
gegnt því starfi þar til
hann var valinn eftir-
maður Wilsons sem for-
sætisráðherra.
Enginn annar forsætisráð-
herra i sögu Bretlands hefur
jafn mikla reynslu að baki og
Callaghan. Macmillan var bæði
utanrikisráðherra og fjármála-
ráðherra, en aldrei innanríkis-
ráðherra. Churchill og Asquith
stjórnuöu bæði innanrikis- og
fjármálaráðuneytunum, en
aldrei utanrikisráðuneytinu.
Rab Butler var bæði innanrikis-,
fjármála- og utanrikisráðherra,
en hann varð aldrei forsætisráð-
herra. Heath og Wilson urðu
báðir forsætisráðherrar án þess
að hafanokkurn timaverið inn-
anrikis-, fjármála- eöa utan-
rlkisráðherrar.
„Þekki vandamál
láglaunafólksins af
eigin raun."
Upphaflega voru sex, sem
buðu sig fram til starfsins, sem
Callaghan hefur nú hreppt.
Hinir fimm nutu allir menntun-
ar við háskólann i Oxford. Þrir
þeirra höfðu verið formenn i
stúdentasamtökum og fjórir
þeirra höfðu lokið háskólaprófi
með bezta vitnisburði. Allir
þessir fimm eru afburðamenn
— slikir afburðamenn, að venju-
legu fólki liður hálfilla i návist
þeirra.
James Callaghan hefur einnig
haft kynni af háskólanum i Ox-
ford — en mikiö seinna á ævinni,
en hinir fimm. Ariö 1964 hóf
hann hagfræöinám þar. Þá voru
margir, sem gerðu grin að þvi
að sjálfur fjármálaráðherra
Bretlands skyldi innrita sig i
hagfræðinám i Oxford. En i
raun og sannleika er það hrós-
vert, að Callaghan skyldi hafa
gert það. Þeir, sem hlógu á
kostnað hans, auglýstu aðeins
með þvi menntunarsnobb sitt.
Nú er Callaghan sá eini I hópi
10—20 helztu leiðtoga Verka-
mannafólksins, sem sjálfur
hefur kynnst fátækt og neyð
(meðal leiðtoga ihaldsmanna er
næstum enginn, sem ekki hefur
alist upp við ofgnótt og alls-
nægtir). Faðir Callaghans, sem
var Iri og undirliðsforingi i sjó-
hernum, lézt þegar James, son-
ur hans, var aðeins niu ára að
aldri. Það var árið 1921. Móðirin
stóð ein uppi með barnahópinn
án þess að njóta nokkurs lifeyris
eða annars stuðnings. Arið
1923 þegar Bretland hafði
fengið sina fyrstu Verkamanna-
flokksstjórn, fékk hún i fyrsta
sinn á ævinni einhvern lifeyri.
Sú fjárhæö var ekki há, aðeins
10 shillingar á viku, en upp frá