Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 10

Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 10
lO UTILÍF Miðvikudagur 21. apríl 1976 alþýóu- blaóió SMABATAHÖFN I ) ELLIÐAVOGI / lAFSTÖÐUMYND l.ÁFANGl / iKvorbi : GERT EFTIR LOFTM. 1-iMO Dog* 16-3 '76 / ( *n Tetkn.nr: MÍ2 REYNIR VILHJALMSSOM GA>MIÍRKITEKT SomJlarlsm. JÓN hJjSWÖRNSSON TAKNIFR. ^OWHtS-Ii—VAL^tlrtRSSON VERKFR. REYKJAVIKURHOFN smAbAtahöfn FYRIR bAta elliðaArvog Umhverfið inn við Elliðaárvog hefur tekið talsverðum breyting- um á siðari árum. Þau svæði sem áður voru grasi gróin, hafa nú verið tekin undir ýmsar byggingar og verksmiðjur, sem sist eru til að gleðja augað. Má þar til dæmis nefna Malbikunarstöð, Pipugerð og Grjótnám Reykjavikur. Einnig er Vélamiðstöð Reykja- vikurborgar með geymsluhús- næði sitt viö voginn. Nú eru fyrirhugaðar enn frekari framkvæmdir við þennan stað, sem menn voru einu sinni svo bjartsýnir að kalla „griöa- stað Reykvikinga” og i þetta sinri er það smábátahöfn fyrir 2-300 báta sem koma skal þar. Til að bygging slikrar hafnar sé möguleg, verður að fylla talsvert upp i voginn og þá hljóta óneitan- lega að vakna ýmsar spurningar, svo sem hvort lifriki við Elliða- árvog stafi ekki hætta af slikum framkvæmdum og hvort mikil umferð báta um voginn verði ekki til að minnka laxagengd i Elliða- árnar. Blaðið hafði samband við Arnþór Garðarsson og leitaöi álits hans á málinu: Búið að vinna mikil spjöll á voginum. „Það verður varla hægt að reikna með neinum áhrifum með tiikomu smábátahafnarinnar nema þá neikvæðum”, sagði Arnþór.” Eirþað er þegar búið að vinna svo mikil spjöll á voginum að þó það kæmi höfn þarna til við- bótar, þá breytti hún sennilega litlu um dýralifið þar. „Það var mikill misskilningur, að minu áliti, þegar vogurinn var fylltur upp að hluta fyrir nokkr- um árum, þvi þá hurfu mjög frjósamar leirur og þar með allt fuglalif á þessu svæði. Og þar sem það er nú einu sinni komin hafnarstarfsemi þarna i nágrenninu, þá held ég að það væri æskilegast að þessu yrði öllu haldið innan ákveðins ramma, þvi annars yrði farið að krafsa i önnur svæði, sem til þessa hafa fengið að vera i friði og þau ef til vill stórskemmd. Það ber að mfnu mati að leggja rika áherziu á að lengjan inn að Gufunesi fái að vera i íriði, sagði Arnþór að lokum, því þar úir alit og grúir af lifi, sem yrði fljótt að hverfa ef hafnar yrðu einhverjar stórfelldar framkvæmdir þar.” Ekki réttur staður fyrir slika framkvæmd Ragnar Júliusson formaður fiski- og veiðiræktarráðs sagði i samtali við blaðið að hans mati væri smábátahöfn i Reykjavik nauðsyn, svo framalega sem hún væri skynsamlega staðsett, ,,en ég er ekki jafn sannfærður um að þetta sé rétti staðurinn fyrir slika framkvæmdrsagði Ragnar. „Laxveiðiá sem rennur um miðja höfuðborg er liklega eins- dæmi i heiminum og ef smábáta- höfnin á eftir að verða til þess að Elliðaárnar, perla Reykjavikur, ónýtast sem slikar, þá er verr farið en heima setið. Ég myndi heldur ekki þora að sverja fyrir að einhverjir áhugasamir smábátaeigendur laumuðust út fyrir það svæði sem þeim verður ætlað til siglinga, en þá eru þeir lika komnir út i miðja laxagengdina.” —JSS A uppdrættinum sést smábátahöfnin (merkt meö hring) og er fyrirhugað að siglingarleiðin út úr henni liggi undir brú og úti voginn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.