Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 11

Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 11
biaóíð* Miðvikudagur 21. apríl 1976 ÚTILÍF 11 Nánast Sk f m m 1« . líkur... INGEMAR STEN- MARK VAR KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR NORÐURLANDA Ingemar Stenmark er án efa einn bezti og vinsælasti iþrótta- maður Svia, og hafa þó Sviar úr stórum hópiafreksfólks að velja. Þessi tvitugi piltur var i siðasta mánuði kjörinn iþróttamaður Norðurlanda á fundi formanna Samtaka iþróttafréttamanna Noröurlandanna, sem haldinn var I Gautaborg. Þótt það sé sæmilegur titill, er hann samt ekki sá stærsti sem þessi frábæri skiðamaður krækti sér i á árinu. Þar ber hæst sigur hans i „World Cup”, eða Heims- bikarkeppninni i alpagreinum, en sú keppni stóð yfir i allan vetur og var háð i löndum beggja vegna Atlantshafsins. Þar skaut hann aftur fyrir sig mörgum af frægustu skiðamönn- um heims nú siðari ár. Við heim- komuna til Sviþjóðar —- eftir að hafa tekið við heimsbikarnum i Kanada — var honum fagnað sem þjóðhetju, og hefur hann siðan orðið að fara i felur til að forðast ágang landa sinna og annarra. Stenmark er fyrst og fremst frábær svig-og stórsvigsmaður. Er það samróma álit sérfræðinga að enginn svigmaður hafi aðra eins tækni og hann i svigbraut- inni, en það nægir samt ekki allt- af. Almennt var talið að hann myndi hljóta olympiumeistara- titilinn i svigi á OL i Innsbruck i vetur, og voru margir tilbúnir að veðja aleigu sinni á það. En þegar i brautina var komið var álagið slikt á Stenmark, að allt fór úr skorðum. Honum tókst þó að ná sér á strik i siöari umferðinni og hljóta þriðja sætið — eða brons- verðlaunin. Hann lét „gulltapið” ekki á sig fá og var eins og áður jafn hlýlegur i viðmóti við kepp- endur og áhorfendur enda er hann i þeirra augum nánast goði likur... )RI HIRÐINGU MA EIGA NAÐINN ARUM SAMAN Nýtizku skiði þarf ekki að spenna þegar þau eru lögð til hliðar. Skiðin eru byggð með kjarna úr plasti og tré eða málmi og halda laginu án þess að þau séu fergð á nokkurn hátt. Það eina sem þú þarft að gera er að þurka af skiðunum með rökum klút og koma þeim siðan fyrir á þurrum stað. Ef botninn er skemmdur Ef botn skiðanna hefir skémmztérekki úr vegi að gera við hann áður en skiðin eru lögð til hliðar. Flest svigskiði eru með plast- botn úr svonefndu P-tex. Það er auðvelt að gera við rispur og holur sem verða á þessari plast- húð. 1 flestum verzlunum færð þú litla P-tex stauta, þeir bráðna auðveldlega og er bráðið plastið látið driúpa i skemmd- irnar. Þú nærð beztum árangri ef þú hreinsar rispuna vel áður en þú dreypir plastinu i. Þegar plastið hefir náð að storkna strýkurðu yfir með finum sandpappir. Þess ber að geta að ekki hafa öll skiði botn úr P-tex, og bezt er að ganga úr skugga um hvers kyns er áður en viðgerðin hefst. Bindingar á svigskiðum þurfa ekki neinnar sérstakrar með höndlunar við , en ágætt er að bera dálitla feiti á bæði hæl og táöryggið. Viðvörun: Pakkaðu ekki skiðunum inni plast yfir sumar- mánuöina. Ef raki kemst aö verður slikur umbúnaður til þess eins aö málmhlutar ryðga. Stálkantar og bindingar geta jafnvel eyðilagzt á ekki lengri tima en 6-7 mánuðum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.