Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 16
16
AAiðvikudagur 21. apríl 1976 jlla&iö*
Rækjuverksmiðjan
Særún hf., Blönduósi
þakkar starfsfólki sinu og sjómönnum vel unnin störf og góða
samvinnu á liðinni rækjuvertið i Húnaflóa. Um leið hörmum við,
að aflahlutir og laun i landi hafa verið lægri en réttmætt var,
vegna opinbérrar ákvörðunar um aflaskiptingu. Fyrsti rækjubát-
ur frá Blönduósi varð t.d. að hætta veiðum i byrjun marz, þar sem
kvóti hans var þá fylltur.
Þrátt fyrir þetta er það ánægjuefni að hafa getað lagt nærri 30
millj. króna i gjaldeyrissjóð þjóðarinnar á þessari vertið og veitt
yfir 20 manns atvinnu.
Til glöggvunar birtum við hér yfirlit yfir kvöta liðinnar vertiðar i
Húnaflóa og einnig hvernig kvótinn ætti að vera, ef fylgt væri ný-
legum lagaákvæðum um samræmda vinnslu sjávarafurða:
Kvótaskipting Kvótaskipting
sjávarútvegs- ætti að
ráðuneytisins á liðinni vertið (1700 tonn): vera:
Særún h/f, Blönduósi (2 vinnsluvélar) 10% 25%
Meleyri h/f, Hvammstanga (1 vél) ►—* OO aR 12,5%
Rækjuverksmiðjan h/f, Skagaströnd 22% (2 vélar) Rækjuverksmiðjurnar Hólmavik 25%
og Drangsnesi (3 vélar) 50% 37,5%
Það er von okkar, að samvinna við starfsfólk og sjómenn verði
áfram ánægjuleg við aukna vinnslu á rækju, hörpudiski, grá-
sleppuhrognum og öðrum sjávarafurðum.
Andstaðan gegn upphafi þessa atvinnufyrirtækis á Blönduósi
virðist nú að nokkru að baki, og við stöndum sameinuð og öflug til
nýrrar sóknar.
RÆKJUVERKSAAIÐJAN SÆRÚN HF.
Blönduósi.
Grósleppuhrogn -
Söltuð þorskhrogn
Höfum trausta kaupendur i mörgum löndum að söltuðum grá-
sleppuhrognum og söltuðum þorskhrognum i verulegu magni.
Framleiðendur. Nú er markaðsástand hagstætt og þvi óþarfi að
selja framleiðsluna á lágmarksverðum.
Hafið samband við okkur, áður en þið festið framleiðslu ykkar
annars staðar.
Góð kjör og hæstu verð.
5 ára reynsla i útflutningi.
ÍSLENZKA ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐIN HF.
Eiriksgötu 19, Reykjavik. Telex 2214,
Simar 16260 og 21296.
Jan-Otto Andersson,
háskólakennari frá Abo, heldur fyrirlestur
i Norræna húsinu miðvikudaginn 21. april
kl. 20:30. Fyrirlesturinn verður fluttur á
sænsku og nefnist: ,.Förandringar av eko-
nomiska styrkeförhállanden i várlden”.
NORRÆNA
HÚSIO
TROLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu ;
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12 >
BIFREIÐAEFTIR
LEGGUR EKKI
KERFIÐ Á HILL
- þótt þingmenn
vilji halda sig við
gamla bílskrán-
ingakerfið
Alþingi Islendinga samþykkti á
fundi neðri deildar fyrir páska, að
fella á brott úr frumvarpi til um-
ferðarlaga það ákvæði að um-
skráningum bifreiðar yrði hætt og
eitt og sama bilnúmerið yrði á
sama bilnum meðan hann væri i
notkun, þótt svo að billinn skipti
um eigendur. Reyndar á eftir að
taka frumvarpið til þriðju um-
ræðu og einnig á það eftir að fara i
efri deild, en ekki eru taldar likur
á þvi að þessum dómi neðri deild-
ar verði hnekkt. Verður þvi
skráning bifreiða með sama hætti
og veriö hefur.
Mikið hefur verið um þetta atr-
iði umfarpsins deilt aö undan-
förnu og sýnist sitt hverjum. Alls-
herjarnefnd, sem hafði frum-
varpið til umfjöllunar, taldi
sparnaðinn og hagræðinguna af
þvi að breyta um skráningarkerfi
ekki nægilega til þess að réttlæta
breytta skipan mála.
,,Varð fyrir vonbrigð-
um”
Bifreiðaeftirlit rlkisins sótti það
hins vegar fast að nýju skráning-
arkerfi bifreiða yrði komið á. Hið
eldra væri þungt I vöfum og alls
ekki sambærilegt nýtlzku vinnu-
aðferðum.
Alþýðublaðið hafði samband
við Guðna Karlsson forstöðu-
mann Bifreiðaeftirlitsins og leit-
aði álits hans á afstöðu Alþingis
til málsins. ,,Ég fylgdist nú ekki
nógú gaumgæfilega með umræð-
um alþingismanna um þetta mál.
Ég get þó ekki neitað þvi að ég
varð fyrir miklum vonbrigðum
með úrslit atkvæðagreiðslunnar
um málið. Við hérna I Bifreiða-
eftirlitinu vonum þó að málið
verði tekuð upp aftur innan tiðar
og menn hafi þá áttað sig á hag-
ræðingunni, sem hinu nýja kerfi
fylgir. Það tekur ef til vill nokk-
urn tima að átta sig á kostum hins
nýja kerfis.”
Garnla kerfið áfram —
vonandi ekki lengi
Guðni sagði að Bifreiðaeftirlitið
væri þjónustufyrirtæki og sem
slikt, kappkostaði það að veita
viðskiptavinum sem bezta þjón-
GÖRÓTT
AAANNLÍF
Skeggöld og skálmöld.
Liðandi vetur hefur ekki verið
viðburðarsnauður, þó fáu hafi
verið að fagna af góðum tið-
indum.
Nú standa yfir, og hafa um
langa hrið gert, rannsóknir ein-
hverra fjölþættustu glæpamála,
er saga okkar kann frá að
greina. 1 þeim málum virðist
sem fátt sé til sparað af hálfu
glæpalýðsins, þegar jafnvel
mannsmorð eru ekki undan-
þegin I starfsemi hans.
Eflaust er það að vonum, að
rannsóknarmenn hafa verið
sparir á upplýsingar um hversu
þessi mál þróist i þeirra
höndum,en hittmun óumdeilst,
að heiðarlegt fólk hefur fyllzt
hryllingi viö þær strjálu upp-
ljóstranir, sem enn hafa orðið
hljóðbærar.
Menn vænta þess yfirleitt, að
þessum válegu málum ljúki á
þann hátt, að rannsóknir leiði
sekt hinna seku i ljós, svo að
ekki verði um villzt, en aðrir,
sem við kann að hafa verið
dreift ófyrirsynju, hljóti rétt-
mæta sýknu og fulla uppreisn.
Svo undarlega bregður þó viö,
að mitt i eölilegri fordæmingu
heiðarlegs fólks á afbrota- og
glæpakeðjunni, sem streitzt er
viö að upplýsa, er ein hjáróma
rödd, sem sérstaklega er látin
gjalla I tima og ótíma, til þess
að gera rannsóknarmenn
málsins tortryggilega.
Dagblaðið Tlminn má nú
kallast fara hamförum við að
níða þá, sem harðast standa I að
koma lögum yfir glæpalýöinn!
Þar er hvorki til sparað ágæt
ritfærni ritstjórans, né heldur
dylgjum um aö óþol þeirra, sem
krefjast skörulegri vinnubragða
I rannsóknarmálum, hljóti að
stafa af óvild á framsóknar-
mönnum! Jafnvel er ekki
skirrzt við, ef þrýtur mátt og
hugrekki til að skrifa óhroðann
undir nafni, sé rúm lánað fyrir
nafnlausar mannbrotsásakanir
á hendur Kristjáni Péturssyni
deildarstjóra og Hauki Guð-
mundssyni lögreglumanni.
Þannig er nú málum komið
um blaðið, sem hin alkunni
drengskaparmaður, Tryggvi
Þórhallsson eitt sinn ritstýrði.
Skyldi ekki einhverjum, sem
muna hann, þykja nóg um, og
minnast þeirra spaklegu orða,
sem honum hrutu oft úr munni
og penna: „Einsdæmin eru
verst”?
Vel mætti núverandi ritstjóri
láta sér hugkvæmast, þegar
hann ris upp af pallstrám sínum
frá þvi að róta I og gera sér mat
úr meintum ávirðingum liöinna
kynslóða, að þessir, sem nú
stefnir hann vopnum að, eru
ekki enn undir grænni torfu.
Þvi kynni svo að fara,, að
rýrari verði geislabaugurinn
um höfuð hans eftir viðskiptin
við þá, sem geta af sér hrundiö,
en hina, sem löngu eru nú hand-
an móðunnar miklu.
Hvort vorkunnarmál er, eða
ekki, má liggja hér milli hluta,
en ef til vill er skiljanlegt, að
orðrómsskáld séu öörum um-
burðarlyndari gagnvart sinum
iðglikum. Þessvegna þarf ekki
endilega að vera nein ráðgáta,
þótt undir skikkjulöf sllkra
safnistflokkur þeirra, sem hafa
það eitt þor, að ausa náungann
auri i skjóli nafnleysisins. Er
og það foma orðtak alkunnugt,
að sækist sér um likir!
Hér skal nú aftur vikið að
þeim umkvörtunum, sem mest
eru uppi hafðar af Tlm anum, að
framsóknarmenn verði einkum
fvrir barðinu á rannsóknum
Kristjáns Péturssonar og
félaga, og meta megi þaö þeim
I HREINSKILNI SAGT