Alþýðublaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 17
alþýðU' biaðíA Miðvikudagur 21. apríl 1976 ÚR YMSUM ÁTTUM 17 LITIÐ NÝJA UNA ustu. Akvæði frumvarpsins um nýja háttu við skráningu bifreiða — sem alþingismenn hefðu fellt — hefði verið tilraun til bættrar þjónustu til handa viðskiptavin- . unum. það verður þó aö hllta úr skurði Alþingis og dóla áfram á gamla kerfinu og halda áfram umskráningum. Við lagfærum þó gamla kerfið og þær lagfæringar undirbúa jarðveginn fyrir nýtt kerfi.sem að minu mati hlýtur að koma til fyrr eða seinna,” sagði Guðni Karlason. Fjárhagsstaðan á veik- um grunni Að lokum var Guðni spurður að þvi hvernig fjárhagsstaða bif- reiðaeftirlitsins væri i dag. I fyrravetur var Bifreiðaeftirlitið mjög illa sett fjárhagslega, svo illa að simum fyrirtækisins var lokað i nokkra daga vegna van- goldinna skulda. Rétt fyrir ára- mótin siðustu var ástandið væg- ast sagt slæmt. Málin björguðust þó á siðustu stundu, til bráða- birgða. Það má reikna með sömu fjárhagserfiðleikunum i ár, ef ekkert óvænt kemur upp,” sagði forstöðumaður Bifreiðaeftirlits- ins að lokum. —GAS til ofsóknarfýsi á hendur flokkn- um! Mála sannast er auðvitað, að komi hlutur þeirra oftar en annarra upp i rannsóknum glæpamála, sem hér skal ekkert fullyrt um, liggur þá allt eins beint við að álykta, að af riflegri forða sé að taka. Má auðvitað um þann barlóm segja, að hver er kunnugastur sinu heimafólki. Fráleitt er hinsvegar, að kenna rannsóknarmönnum um slika framvindu. Það blæðir þar ekki Ur, sem engin æðin er fyrir hendi. Allt hið sama gildir um alla þá, sem hvetja og hafa hvatt til, að glæpamál séu rannsökuð til ‘hlitar og lögum verði yfir hina seku komið, en saklausir hreinsa ðir. Ahangandi þessu öllu er svo beinn áburður, þótt nafnlaus sé, að rannsóknarmennirnir noti óleyfilegar aöferðir við störf sin. Væri fótur fyrir sliku, ber það islenzkri réttargæzlu ófagurt vitni. Þvi heldur, ef lengi hefði svo til gengið. Alkunnar eru kvartanir Timans um þungar ákærur á hendur nUverandi dómsmála- ráðherra, og hefur þar til ýmissa ráöa verið gripið, sem siðferöisvottorð Ur Skagafirði eru óljúgfróðust vitni um m.a. Erfitt er að hugsa sér þyngri og alvarlegri ásökun á hendur yfir- manns dómgæzlu og réttarfars, en að hann láti viðgangast, vel má vera árum saman. löglaust atferii viðfanga,sem teknir eru i yfirheyrslur. Þykir mér ein- sætt, að bera fram hörðustu mótmæli við slikum áburði á hendur honum, hvaðan, sem kemur beint eða óbeint. Það má svo vera heimilisböl, sem þyngra sé en tárum taki. En ekki verða annarra flokka menn um það sakaðir. þótt framámenn Framsóknar- fiokksins hefðu öðrum þynnri eyru fyrir kvörtunum misferlis- manna, sem freistað væri að koma lögum yfir. ■iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiui| I Atvinnulýðræði og samvinno. — [ I Eddu-hótel á Isafirði. — I I Sumir eru jafnari en aórir". 1 SAM ÍVINNAN ,,Það er naumast umdeilan- legt, að fyrirtæki eiga gjarnan gengi sitt að þakka starfsfólki, sem öðlazt hefur þekkingu og reynslu i störfum sinum. Einnig mun óhætt að fullyrða að yfir- menn fyrirtækja meta oft ekki sem skyldi mikilvægi starfs- fólks sins. Þeir gera sér ekki grein fyrir, að þeir gætu hagnýtt sér enn frekar hæfni þess, báðum aðilum tilávinnings. Likindin til þess, að unnt sé að ná árangri með þessu móti eru meiri nú á dögum, vegna þess hve almenn menntun og sérþekking hefur aukizt hin siðari ár.” Þannig er komizt að orði i forystugrein i nýUtkomnu hefti Samvinnunnar, þar sem fjallað er um atvinnulýðræði og sam- vinnu. — Þar segir einnig: „Orðið atvinnulýðræði hefur oft heyrzt nefnt að undanförnu, en liklega gera ekki allir sér ijóst hvað i rauninni er átt við með þvi. Almennasta skýringin er sú, að með atvinnulýðræði sé stefnt að aukinni hlutdeild starfsfólks i stjórn fyrirtækja. Eins og oft vill verða <er tak- markið Ijóst, en hins vegar skiptar skoðanir hvaða leiðir beri að fara til að ná þvi”. Siðan er spurt: „Hvernig horfir atvinnulýðræði við sam- vinnuhreyfingunni?” — Og svarið er á þessa leið: „Þegar ieitað er svars við þessari spurningu, verður at greina á milli samvinnufyrirtækja, sem eru i eign fólksins sjálfs og bera hagsmuni þess fyrir brjósti, og einkafyrirtækja, sem æltað er að skila gróða i hendur fárra einstaklinga. t rauninni má segja, að atvinnulýðræði sé að nokkru leyti fólgið i sjálfri samvinnu- hugsjóninni, meira að segja einn af homsteinum hennar. Samvinnuhreyfingin hefur náð þeim árangri sem raun ber vitni vegna þess að forvigis- menn hennar trúðu á samstarf og samvinnu. Hreyfingin og fyrirtæki hennar eru talandi tákn um það, sem hægt er að fá áorkað með þvi einfalda ráði að eyða allri tortryggni og vinna saman. Innan skamms tima verður atvinnulýðræði vafalaust mjög á döfinni hér á landi, og það stendur samvinnufélögunum nær en öðrum að fjalla um slikt málefni ogtaka afstöðu til þess. Það verður einmitt gert á aðal- fundi Sambandsins næsta Eddu-hótel á ísafirði Ferðaskrifstofa rikisins hefur nú leigt heimavist og mötuneyti menntaskólans á ísafirði til að starfrækja þar Eddu-hótel i sumar. — Frá þessu segir i Vestfirska fréttablaðinu. Fyrirhugað er, að hótelið verði opið frá 15. jUni til 31. ágUst og eru állir samningar til- bUnirc Leigan er til eins árs, enda með öllu óvist hve mikill ferðamannastraumur verður til Vestfjarða. Frá þvi að smiði menntaskólans hófst hefur ver- ið stefnt að þvi að starfrækja þar hótel, en til þessa hefur staöið á mötuneyti, en þar sem það er nU tilbUið, hefur verið ákveðið að leigja til reynslu. Forstöðukona hótelsins hefur verið ráðin Sólveig Ingólfs- dóttir. — Engar breytingar þarf að gera á skólanum vegna hótel-rekstursins. [ggMj Sumir eru jafnari en aðrir I leiðara Vestra á tsafirði er fjallað um aðstöðu sveitar- félaga á Islandi og hún sögð misjöfn, og skyldur þær, sem þeim séulagðar á herðar engan veginn sambærilegar, enda þótt þau njóti sömu möguleika til tekna. Til dæmis eru tekin sveitarfélög á borð við Isafjörð annars vegar og sveitarfélög á borð við Kópavog og Seltjarnar- nes hins vegar. Síðan segir: „öll þessi sveitarfél. hafa sömu markaða tekjustofna samkvæmt lögum, þ.e. Utsvör, aðstöðugjöld, fast- eignagjöld og framlag Ur svo- kölluðum Jöfnunarsjóöi sveitar- félaga. En berum saman skyldur sveitarfélaganna. Isafjarðarkaupstaður, sem er i þessu tilviki ágætt dæmi um sveitarfélag á landsbyggðinni, sem hefur öðlazt kaupstaðar- réttindi, þarf að standa undir mjög mörgum þjónustuþáttum, sem fyrmefnd sveitarfélög í ná- grenni Reykjavikur, losna algjörlega eða að miklu leyti við. Má þar til dæmis nefna út- gjöld vegna hafna, sjúkrahúsa, dvalarheimila aldraðra, raf- veitna, framhaldsskóla og ýmissa fleiri liða, sem of langt yrði upp að telja. Otgjöld vegna þessara þjónustuþátta losna Kópavogur og Seltjarnarnes við vegna nálægðar sinnar við Reykjavik, en þessir kaupstaðir eru þó aöeins teknir hér sem ! dæmi um fýrmefndan aðstöðu- ! mun. Reykjavik sér fyrir þjónustunni Siðan heldur blaðið áfram og ! segir: „Reykjavik getur aftur á ! móti tekið á sig að sjá þessum ! kaupstööum fyrir fyrrnefndri ! þjónustu, án nokkurra aukaút- ! gjalda þessara kaupstaða, ! vegna sinna miklu tekna og tekjumöguleika umfram önnur sveitarfélög á Islandi.” Siöan eru nefndir nokkrir tekjuliðir Reykjavikur og i lok leiðara Vestra segir: „Lögunum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þarf að breyta á þann veg, að sjóðurinn jafni i reynd þann aðstööumun, sem sveitarfélög á Islandi bUa við, þannig, að íbUar þeirra sveitar- félaga, sem mestar skyldur eru lagðar á herðar, geti átt þess kost að búa við svipuð lifs- skilyrði i sveitarfélagi sinu og ibúar hinna fyrrnefndu sveitar- félaga, sem minni Utgjöld bera vegna sérstöðu sinnar.” Siðan er skorað á Samband islenzkra sveitarfélaga að beita sér fyrir lagabreytingu, þannig að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga geti i framtiðinni risið undir nafni. AG Hamragarðar Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.