Alþýðublaðið - 21.04.1976, Síða 20
Rætt við forseta Alþjóðasamtaka neytendafélaga:
MIÐVIKUDAGUR
21. APRÍL
Matvælaframleiðendur
að hverfa frá notkun
litar- og rotvarnarefna
„Matvælaframleiðendur hafa
á undanförnum árum reynt að
draga lir notkun hvers konar lit-
arefna, rotvarnarefna og ým-
issa „kemiskra” efna. Þetta er
meðaí annars afleiðing þess, aö
neytendur hafa gert kröfur um
að matvælum verð ekki spillt
með efnum, sem i flestum til-
vikum eru aöeins notuð til
að bæta útlit vörunnar”.
Þannig komst Willy van
Ryckeghem, forseti Alþjóða-
samtaka neytendafélaga, að
orði, er Alþýðublaðið ræddi við
hann fyrir skömmu. Ryckeg-
hem kom viö i Reykjavik á leið
sinni til Bandarikjanna frá
Belgiu. Hann er hagfræði-
prófessor við Vrije-háskólann i
Brússel og hefurum árabil tekið
virkan þátt i starfi Alþjóðasam-
taka neytendafélaga sem is-
lenzku Neytendasamtökin eiga
aðild aö.
Gæðin óbreytt!
Van Ryckeghem sagði, að sér
virtust vörugæði ekki lengur
aukast, þau stæðu f stað. Nefndi
hann f þvi sambandi bila, hvers
konar heimilistæki og húsgögn.
í þessum efnum virtust fram-
leiðendur vera komnir að mörk-
um tæknilegra framfara. Yfir-
lýsingar um aukna tækni og
meiri gæði væru oftar en ekki i-
myndun ein. Þetta ætti meðal
annars við um hljómflutnings-
tæki, þar sem verið gæti aö nál-
aroddum væri breytt, en öðru
ekki.
Neytendasamtök
almennings og
hins opinbera
Van Ryckeghem sagði, að i
hverju landi þyrftu aö vera til
tvenns konar neytendasamtök. 1
fyrsta lagi samtök áhuga-
manna, sem gerðu ýmsar at-
huganir og rannsóknir, veittu
lögfræðilega þjónustu og aðra
aðstoð, og i ööru lagi stofnun
hins opinbera, er fylgdi eftir
löggjöf um neytendamál. I
þessu sambandi gat hann þess,
að nauðsynlegt væri i flestum
löndum að setja mun ákveðnari
löggjöf um rétt neytenda gagn-
vart framleiðendum, þ.e. að
gera þá ábyrgarigagnvart eigin
framleiðslu.
Hafa starfað
i 16 ár
Alþjóðasamtök neytendafé-
laga hafa starfað siðan 1960. Fé-
lög i 100 löndum eru nú i þessum
samtökum, sem halda aðalfundi
á 2-3 ára fresti. 1 Haag vinnur
samstarfsnefnd, sem hefur
einkum það hlutverk að hafa
góð tengsl við sambandsfélögin,
gefa út fréttablað og upplýs-
ingarit. Þaðan er dreift ýmsum
fröðleik til allra aöildarland-
anna.
Athuga framleiðslu
fjölþjóðafyrirtækja
Van Ryckeghem sagði, að eitt
af helztu verkefnum Alþjóða-
samtakanna væri að fylgjast
með framleiðslu fjölþjóöafyrir-
tækja og fyrirtækja, sem seldu
vörur sinar um allan heim. Eitt
veigamesta verkefnið á þessu
sviði á siðari árum hefur verið
könnun á framleiðslu lyfja, sem
seld eru viða um heim.
Nefndi hann sem dæmi rann-
sókn á sterku fúkkalyfi, sem
læknar hafa gefiö við matareitr-
un. Þetta lyf hefur valdið biindu
hjá nokkrum sjúklingum i
Japan. Þegar farið var að
kanna málið kom i ljós, að
framleiðendur höfðu ekki látið
fylgja nógar leiöbeiningar um
notkun lyfsins, og i Japan höfðu
sjúklingar fengið þaö i of stór-
um skömmtum.
Við rannsókn, sem siðar var
gerð i fjölmörgum aðildarlönd-
um samtakanna, varð ljóst, aö
framleiðendur létu nægja að
senda ófullkomnar leiöbeining-
ar með lyfingu til þróunarland-
anna, en á vesturlöndum voru
leiðbeiningarnar fullnægjandi.
Fleiri sltk lyf hafa veriö athug-
uð.
Samtökin héldu sfðan blaða-
mannafund i Genf um máliö.
Skýrðu frá nafni verksmiðjunn-
ar, sem lyfið framleiddi og
kynntu Alþjóða-heilbrigðis-
málastofnuninni niðurstöðuna.
Kanna mengunarmál
Eitt af þvi, sem Alþjóðiisam-
tökin fylgjast með eru umhverf-
is- og mengunarmál. Þau safna
upplýsingum frá öllum aðildar-
löndum um hvaða reglur og lög
þar gilda. Það bezta og gagnleg-
asta er siðan bókfært og upplýs-
ingar um það sendar aðildarfé-
lögum.
Annað dæmi nefndi Van
Ryckeghem. Samt. iétu gera at-
hugun á notkun heyrnartækja i
fjölmörgum löndum hvað þau
kostuðu, með hvaða kjörum fdlk
fengi þau, hve stóran hlut hiö
opinbera greiddi af þeim og svo
framvegis. Upplýsingar væru
siðan dregnar saman og sendar
aðildarfélögum til frdðleiks og
notkunar i baráttu fyrir bættri
löggjöf. — Þá sagði hann, aö nú
færi fram könnun á almennings-
vögnum og þjónustu þeirra.
Starfið beinist
að 3ja heiminum
Van Ryckeghem sagði, að nú
beindist starf samtakanna eink-
um að þriðja heiminum. Þar
væri stór óplægður akur og neyt-
endavernd litil sem engin. Þar
er reynt að vinna i samvinnu viö
skipulagðar verkalýðshreyfing-
ar og vekja fólk til umhugsunar
um rétt sinn. Stjórnir Austur-
rikis, Hollands og Kanada hafa
lagt til starfsfólk, sem vinnur i
ýmsum löndum Suð-austur
Asiu.
Þar beinist athyglin einkum
að matvælum, en matvæla-
framleiðslan er viða mjög bág-
borin og hefur oft reynst lifs-
hættuleg. — Hann sagði, að i
starfi sinu reyndu Alþjóðasam-
tökin að komast hjá afskiptum
af stjórnmálahreyfingum, en
þau hefðu hins vegar haft sig i
frammi, ef starfsfólk neytenda-
samtaka hefðu orðið fórnar-
lömb stjórnmáladeilna.
Þannig hefðu þau meðal ann-
ars haft áhrif til þess að forystu-
mönnum neytendasamtakanna
i Grikklandi var sleppt úr fang-
elsum herforingjastjórnarinnar
fyrrverandi, en herforingjarnir
töldu þetta fólk hættulegt
stjórninni. Einnig hefðu Al-
þjóöasamtökin skorizt i leikinn,
þegar húsmæður i Madrid á
Spáni voru hnepptar i varðhald
fyrir að mótmæla hækkuðu
vöruverði.
Engin neytendasamtök
i Rússlandi
Van Ryckeghem sagöi, að það
færi þó ekki hjá þvl, að neyt-
endamál tengdust baráttu al-
mennings fyrir bættum lifskjör-
um. Þannig heföu samtökin til
dæmis haft náin tengsl við
Soares i Portúgal.
Þá gat hann þess, að þótt
neytendasamtök væru mjög
sterk og áhrifamikil viða i Vest-
ur-Evrópu, dragi úr mætti
þeirra eftir þvi sem austar
dragi i Evrópu. 1 Júgóslaviu,
Ungverjalandi og Póllandi eru
samtök, sem að nafninu til væru
i tengslum við alþjóðasamtökin.
1 öðrum Austur-Evrópulöndum
væru þau ekki til og þá ekki i
Rússlandi.
Eitt af framtfðarverkefnum
alþjóðasamtakanna kvað Van
Ryckeghem vera það, að fá
samþykkta á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna neytendalöggjöf,
sem gæti orðið fyrirmynd slikr-
ar löggjafar i öllum aðildar-
löndum samtakanna. Þá fyrst
hefði verulegur árangur náðst.
Vill birta nöfn
Þegar Van Ryckeghem var i
Reykjavik voru birtar upplýs-
ingar úr könnun sem islenzku
neytendasamtökin höfðu látið
gera á nokkrum matartegund-
um. — Honum var greint frá
niðurstöðu könnunarinnar, og
hann spurður hvað gert hefði
verið i hans heimalandi, Belgiu,
ef slíkt mái hefði rekið á fjörur.
— Hann sagöi, að auðvitað heföi
veriö greint frá niöurstöðu
slikrar athugunar og látið f ylgja
hvaða fyrirtæki heföu framleitt
slikar matvörur. Annars væri
könnunin marklaus og allir und-
ir grun og það væri lakara.
—AG.
alþýdu
blaöið
Tekið Eftir: Að um
nokkurt skeið hefur hvorki
hósti né stuna heyrzt fá
Ilannesi Jónssyni, útlaga-
stjórn i Moskvu.
Skyldi Einar Agústsson
hafa náð friðarsamningum
við útlagastjórnina?
LESIÐ: 1 „NEISTA” —
málgagni Fylkingarinnar,
sem gerzthefur stuðnings-
aðili að Fjórða alþjóða-
sambandinu (alþjóða-
sambandi Trotskíista)-að
Fylkingin hafi boðið
ýmsum róttækum vinstri
hópum samstarf um kröfu-
göngu 1. mai. Einingar-
samtök kommúnista
neituðu (eru það nú
einingarsamtök! segir
NEISTI), KSML (b)
neituðu lika. „En maó-
istarnir sátu ekki auðum
höndum”, segir NEISTI,
heldur „bræddu saman
grundvöll”. Um þann
bræðing segir NEISTI:
„Ekki þarf að fara
mörgum orðum um grund-
völl maóistánna. Hann er
venjulegur maóiskur
bræðingur með skiptingu
baráttunnar i alls kyns hólf
með risaveldakenningunni
og öllu tilheyrandi.”
Ja, hérna. Lifið verður
ekki léttara, þótt menn hafi
höndlað hann stórsannleik.
HEYRT: Að vera kunni,
að bilnúmeramálið verði
tekið upp til endurat-
hugunar á Alþingi, en eins
og kunnugt er mælti alls-
herjarnefnd neðri deildar
alfarið gegn þvi, að nýtt
kerfi bllnúmera yröi tekið
upp.
LESIÐ: í
DAGBLAÐINU, að
Kristinn ólafsson, toll-
gæzlustjóri, á allt eins von
á því, að nýtilkomin verð-
hækkun á áfengi og tóbaki
verði til þess, að smygltil-
raunir aukist að mun.
VEITT ATHYGLI: Þvi
klókindabragði Jóns Sól-
ness, formanns Kröflu-
nefiidár, að beita formanni
Alþýðubandalagsins,
Ragnari Arnalds, til
varnar fyrir nefndina í um-
ræðum um Kröflumálin á
Alþingi. Með þvi var Jón
aö sjálfsögðu að reyna að
draga kjarkinn úr Alþýðu-
bandalagsmönnum, sem
margir hverjir eru mjög á
móti Kröfluævintýrinu en
urðu að sitja á sér til þess
að lenda ekki i' opinberri
deilu við flokksfor-
manninn.
HEYRT: Að ólíklegt sé,
að tillögurnar um bann við
þorekveiðum I troll finni
náð fyrir augum sjávarút-
vegsráðherra. Matthias
Bjarnason mun vera
þeirrar skoðunar, að sUk
tilskipunarst jórn á
veiðunum sé það vit-
lausasta, sem hægt sé aö
gera — og láum við honum
ekki þótt hann telji svo
vera.