Alþýðublaðið - 28.05.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.05.1976, Síða 3
FRÉTTIR 3 biamð" Fimmtudagur 27. maí 1976. Iceland Shipping kan tjene 200 mill. pá Reksten Skipsreder Hilmar Reksten har har Iceland Shipping krav pá 300 Fyrirtæki kennt við ísland braskar í Noregi Fyrirtæki að nafni „Iceland Shipping” hefur keypt fjár- skuldaábyrgðir aöupphæð um 300 milljónir norskra króna af skipa- útgerð Rekstens i Noregi. Reksten sem er eigandi að stórum tankskipum og frakt- skipum á nú við mikla fjárhags- erfiðleika að etja og keypti „Ice- land Shipping” þessar ábyrgiir fyrir um 30—40% af nafnverði þeirra og mun hafa borgað um 100 mill jónir norskra króna fyrir þær. Fjárhæð sú er um 3,2 milljarðar ef mæld er i Islenzkum krónum. 6.400 milljóna kr. gróði „Iceland Shipping” gerir ráð fyrir þvi að skipafloti Rekstens komist i gagnið innan skamms, en það þýðir aðReksten verður að greiða ábyrgðirnar fullu verði og þannig verður hagnaður „Iceland Shipping” um 200 milljónir norskra króna, eða um 6,4 milljarðar islenzkra króna. Hilmar Reksten útgerðar- maður neitar þvi að hann eigi hlut I „Iceland Shipping” og segist ekki munu hafa nein áhrif á þær ákvarðanir sem teknar verða af þvi fyrirtæki um framtlð hans, Norsk skattayfirvöld leita nú að 500milljónum norskra króna sem virðast hafa horfið úr reikning- um hjá Reksten-útgerðinni og hefur það valdið þeim miklum heilabrotum. íslenzkt fyrirtæki? Blaðið reyndi að afla sér upp- lýsinga um fyrirtækið „Iceland Shipping”, en það er ekki skráð i firmaskrá hér né heldur I fyrir- tækjaskrá Hagstofu tslands. Engin skip munu heldur vera skráð I eigu þess hér á landi og ekki verður séð að það hafi haft nein umsvif hér. Skattayfirvöldum þætti þó trú- lega feitur biti ef fyrirtækið væri á einhvern hátt I islenzkri eigu. EB Skrifstofa Samvinnuferða opnuð: Förum ekki af stað með gný og lúðrablæstri „Stofnun ferðaskrifstofu samvinnumanna á nokkuð langan aðdraganda”, sagði Erlendur Einarsson, forstjóri SIS og stjórnarformaður ferðaskrifstofunnar við blaða- menn, þegar ferðaskrifstofan var opnuð að Austurstræti 12 i fyrrakvöld. ,,Það er ekki ætlun okkar”, hélt Erlendur áfram, ,,að fara af stað með neinum gný eða lúðrablæstri. En við vonum, að endingin verði þvi betri. bó við beitum okkur nú i upp- hafi fyrir sólarlandaferðum, er siður en svo, að við gleymum tslandi. Við munum beinlinis leggja áherzlu á, að auka ferða- mannastraum til tslands og ferðir landsmanna um landið. Að öðru leyti er á dagskrá okkar almenn feröaþjónusta, auk fyrirgreiðslu við samvinnu- menn. Við munum og kappkosta að hafa sem bezt samband við flugfélög, og stilla veröi þjónustu okkar eins i hóf og mögulegt er. Fyrst um sinn eru Spánarferðir á dagskrá og siöar feröir til Portúgal og Kanari- eyja. Barna- og fjölskyldu- afsláttur veröur veittur af ibúðaverði. Ráðstefnuhald fyrir innlenda og erlenda er einnig á okkar dagskrá”. Aðspurður um lengd feröa- laga, svaraöi Erlendur Einarsson þvi til, að samkvæmt nýjum gjaldeyrisákvæðum, fengju menn ákveðria upphæð úr að spila, niður væru lagðar sýningarferðir, en að öðru leyti væri það undir ferðamönnum komið, hvað gjaldeyrir þeirrra entist. Skrifstofan byði nú þriggja vikna feröir og ferðir til Portúgal tækju 15 daga. Framkvæmdastjóri hinnar nýju ferðaskrifstofu er Böðvar Valgeirsson, sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins i Hamborg. Alþýðubandalagið: MIKLAR VÆRINGAR VEGNA FORMANNSKJÖRS í REYKJAVÍK Hátíðarfundur á aldarfjórðungs- afmæli Krabba- meinsfélagsins A mánudaginn er ráðgert að fram fari formannskjör i Alþýöu- bandalagsfélagi Reykjavikur. Kjör formanns hefur valdið mikl- um deilum innan Alþýðubanda- lagsins og er áberandi gllmu- skjálfti hjá forystumönnum bandalagsins. Þröstur Ölafsson er núverandi formaður félagsins og hefur reynst flokksforystunni óþægur ljár i þúfu. Ráöamenn Alþýðu- bandalagsins vilja aö Reykja- vikurfélagið sé fjarstýrt frá flokksforystunni og eru þvi al- gjörlega mótfallnir, að félagið efni til pólitiskra funda og ræði mál sem forystan er ekki búin að ákveða hvaða afstöðu skuli taka til. Telja ráðamenn að slikt geti leitt til klofnings. Núverandi stjórn mun hafa skorað á Þröst Ölafsson að gefa aftur kost á sér I sæti formanns. Vill stjórnin að félagið starfi sjálfstætt og efni til pólitiskrar umræðu um mál. Þröstur mun hafa hug á að halda áfram en ótt- ast jafnframt.aðþarsem hann er starfsmaður Mál og Menningar muni deilur i þvi fyrirtæki dragast inn i Reykjavikurfélagið. Hjalti Kristgeirsson hefur verið nefndur sem formannsefni flokksforystunnar á þeim for-1 sendum að hann sé jábróðir* Ragnars Arnalds og fleiri i þeim innanflokksdeilum sem geysa vegna Málsog Menningar. Einnig mun hafa verið stungið uppá öddu Báru Sigfúsdóttur sem for- manni. _sg Krabbameinsfélag íslands á 25 ára afmæli á þessu ári. Af þvi til- efni efnir félagið til sérstaks hátiðar- og kynningarfundar i Domus Medica við Egilsgötu, föstudaginn 28. mai kl. 17 að loknum aðalfundi. Mun formaður félagsins, próf. Ólafur Bjarnason, rekja sögu þess, en ávörp flytja 'neilbrigðismálaráðherra, Matt- hias Bjarnason: dr. med. Jón Sigurðsson fv. borgarlæknir og Alfreð Gislason læknir. Ráðstefna um kra bba meins læknin ga r Laugardaginn 29. mai verður svo haldin ráðstefna um krabba- meinslækningar. Hefst hún kl. 10.15 i Domus Medica. Tveir is- lenskir læknar, sem eru við sér- fræðistörf erlendis á þessum sviðum, þeir Sigurður Björnsson og Þórarinn Sveinsson, flytja þar framsöguerindi um framtiðar- skipulag lyfja- og geislameðferð- ar á illkynja æxlum á Islandi. Verða erindin flutt fyrir hádegi. Eftir hádegi hefjast hringborðs- umræður, sem Hrafn Tulinius, yfirlæknir, stjórnar. Þátttakend- ur i þeim eru auk Sigurðar og Þórarins: Gauti Arnþórsson yfir- læknir, Guðmundur Jóhannesson yfirlæknir, Hjalti Þórarinsson, prófessor, Kolbeinn Kristófersson prófessor, Ólafur örn Arnarson læknir og Sigmundur Magnússon dósent Vantar ykkur vinnukraft? Það blæs ekki byrlega i atvinnu- málum námsmanna um þessar mundir. Kristinn Friðfinnsson hjá atvinnumiðlun stúdenta tjáði okkur, að á skrá hjá þeim væru nú um 80 manns. Þó hefðu þeir brýnt fyrir mönnum, að láta ekki skrá sig nema þeir væru algjörlega von- lausir umaðfánokkra vinnu. Sagði hann, að það væru að jafnaöi þrir um hvern bita sem byðist, og það sem af er, hefði þeim tekizt að útvega um 25% þeirra vinnu sem til þeirra hefðu leitað. Það sem reynst hefur þeim hjá atvinnumiðl- uninni hvað erfiðast, er, að þau fáu atvinnutilboð sem borizt hafa eru mörg hver þess eðlis, að beðið er um sérhæfðan. starfskraft, sem oft reynist erfitt að finna. „Þetta gengur sýnu ver en i fyrra og það gæti fariðsvo, að þeir, sem ekki hafa þess sterkari fjárhagslegan bakhjarl, þurfi hreinlega að taka sér fri frá námi ef ekki rætistúr, ogþaðfljótlega” sagöi Kristinn. Atvinnurekendum skal hér með bent á, að simi at- vinnumiðlunar stúdenta er 15959. „Þetta gengur vægast sagt hörmulega”, sagði Ingólfur Gislason hjá atvinnumiðlun menntaskólanna. „Hjá okkur eru núna um 200 manns á skrá, og þeim fjölgar dag frá degi. Það sem af er hefur okkur aðeins tekizt að útvega um 30 manns fasta vinnu og öðrum 50 ihlaupavinnu i skemmri tima, sérstaklega er erfitt að útvega kvenfólkinu vinnu, það er hreint ekki einleikið.” Aðspurður um hvað menntaskólanemar tækju til bragðs ef ekki rættist úr, sagði Ingólfur, að sumir væru að reyna að komast 1 sveit á gömlu staðina, þar sem þeir hefðu verið áður, hinir yrðu að reyna að fleyta sér i gegnum næsta vetur með hjálp frá aðstandendum, eða þá hrein- lega að hætta námi. Simi atvinnumiðlunar mennta- skólanna er 82698. —gek - þá eru vinnufúsar hendur lausar, og símarnir eru 82698 og 15959

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.