Alþýðublaðið - 01.06.1976, Page 8

Alþýðublaðið - 01.06.1976, Page 8
8 Þriðjudagur 1. júní 1976 æ- Umferðarráð tekur upp hanzkann fyrir bílbeltin: BfLBELTIÐ VAR EKKI NOTAÐ - þegar bifreiðinni hvolfdi í Eyjafjarðará Vegna fréttar í nokkrum fjöl- miölum um umferöarslys er varö aöfaranótt laugardagsins 29. mai á Eyjafjarðarbraut skammt framan við Kristnes er bifreið lenti á hvolfi út i Eyjafjaröará þykir rétt aö taka eftirfarandi fram. Viö rannsókn á slysi þessu hefur komið fram að fullvist er að bilbeltiö var EKKI SPENNT er slysið varð. ökumaður bifreiðar mun hins vegar hafa flækt sig i beltinu er hann reyndi að komast út úr bifreiðinni. Leiða má að þvi sterkar likur að þegar bifreiðin lenti á hvorfi i ánni hafi lykkja bltisins flotið upp vegna þess að beltið var ekki notað. Það er þvi algjörlega rangt sem komið hefur fram i frétt af atburði þessum að ökumanni hafi ekki tekizt að losa lásinn á bilbeltinu. , | Fréttir þærsem birzthafa, hafa þvi miður gefið alranga mynd af atburöi þessum og varða á engan hátt mat á varnareiginleikum bil- belta i umferðarslysum. Rannsóknir sérfræðinga hafa sannað að meiri likur eru á að bjargast þegar bifreið lendir i vatni ef ökumaður og farþegar nota bilbelti. —Umferöarráð Slysavarnir eru mál sem aldrei má setja á biðlistann! Tveir lesendur höfðu reyndar hringt til blaðs- ins áður en ofangreint bréf frá Umferðarráði barst okkur. Þar sem fullnægjandi skýring kemur fram af hálfu Umferðarráðs á þessu máli er óþarfi að vera að endursegja hér fyrir- spurnir lesendanna tveggja, en þær væru efnislega ámóta og á þá leið að viðkomandi yfir- völd voru spurð um hvort hér sannaðist ekki hve rangt það væri að lögbinda notkun bil- belta. Annar þeirra sem hringdu benti reyndar á að slys heföi oröið hér i borg fyrir ekki löngu. Þar hafi látiö lifið ungur og efnilegur pilt- ur þegar bifreið fór i sjóinn. Hann var ökumaður og var fastur i bil- belti. Einnig lézt i sama slysi ung stúlka, sem var farþegi í aftur- sæti. Aðeins framdyr voru á bif- reiðinni. Þaö er rétt aö taka undir þaö með þeim sem hringdu, að ein- hliða áróður leiöir aldrei sann- leika máls í ljós. Það verður að meta allar hliðar málsins, en ekki lögbinda fyrirfram ákveðna skoð- un og leita siðan að rökum sem styðja hana. Það er augljóst að menn eru slður en svo á einu máli um gildi bSbelta — en einnig hefúr verið bent á það að meira atriöi sé að setja það sem skilyrði fyrir þvi að bifreið fái skoöun að höfuðpúði sé á sætum. Þarna er þörf alvarlegrar um- ræöu, ekki aðeins rökræðu af þvi tagi, sem fyllir lesendadálka dag- blaðanna, heldur ráðstefnu sér- fróðra manna og með þátttöku löggjafans. Slysavarnir eru mál, sem aldrei má setja á biðlistann. Guðni Kolbeinssc Húsmóðir I Hólminum skriíar um ýmiss konar orö og orðatil- tæki sem komist I tisku og séu of- notuð. Fyrst fjallar hún um orðið „persónulega” og segir: „Oft er sagt sem svo: „Það er min skoð- un”. En ekki er það alltaf látið nægja, þvl æ oftar heyrist: „þetta ermin persónulegaskoðun”. Rétt eins og öllum finnist þeir þurf taka það fram að þeir tali < fyrir hönd einhvers fyrirtækis jafnvel rikisstjórnarinnar. I mjög góðri og—að ég he ' vel þýddri barnasögu, sem nýl var lesin i morgunstund, 1 þessi setning um litla stúl „Henni fannst persónulej; Betur hefði mér likað aö hej Fyrir nokkrum dögum birtist i brezka blaðinu The Daily Tele- graph grein um fangelsismál. Greinarhöfundurinn, Robert Kilroy-Silk, heldur þvi fram, að alltof margt fólk lendi i fangelsi I Bretlandi. Rökstuðningur greinarhöfundar er m.a. sá, að kostnaðurinn við rekstur fangels- anna sé mjög mikill, þau séu yfir- full og þess vegna sé ekki hægt að veita föngum viðeigandi meðferð. Stærsta ástæðan er þó sú, að mati höfundar, að mikill fjöldi þeirra, sem i fangelsunum lendir, eigi þar alls ekki heima. TIL h □ Fangelsin eru yfirfull Aldrei hafa verið jafn margir fangar i brezkum fangelsum sem nú, og þeim.hefur stöðugt farið fjölgandi. Arið 1960 voru 28.094 fangar i brezkum fangelsum. A þessu ári eru þeir orðnir 40.939 talsins og það þrátt fyrir ýmis- konar hliöarráðstafanir um meðferð fanga, sem teknar hafa verið upp á siðustu árum. Kostnaðurinn við rekstur fang- elsanna hefur einnig aukizt i Bretlandi. Meðalkostnaður fyrir hvern karlmann er nú 58 sterlingspund á viku, eða rúmlega 18.000,- krónur skv. núverandi gengi. Fyrir konur er þetta nokkuð hærra, eöa 74 sterlingspund, sem er rúml. 23.000,- krónur islenzkar á viku. Þá bendir höfundur greinar- innar á, að ekkert hafi verið gert til þess að koma til móts við þá hröðu aukningu, sem oröið hafi á fjöldh fanga. Afleiðingin sé sú, að flest fangelsin séu yfirfull og mjög erfitt að veita föngunum þá þjónustu og meðferð, sem æskileg sé. Brezku fangelsin geta, sam- kvæmt viðurkenndum normum sómsmálaráðuneytisins, tekið á móti 36.557 föngum. Þetta hús- næði hýsir þó i dag 40.939 eins og áður se^ir. Þessi fjöldi fanga, gefur þó ekki rétta mynd þar sem ástandið er sæmilegt i su fangelsunum en þeim lakara i öðrum. Fangel: borginni Leeds er byggt fyri fanga en þar er nú troðið im fönguin. Fangelsiö i Birminj er byggt fyrir 602 en þar eru 1.014 fangar. Svipað þess ástandið mjög vlða. Hlýtur maður að sjá að þessi fjöldi i gerir það að verkum að sta fangelsanna getur ekki meö i móti sinnt störfum sinum ei þeim er annars ætlað. □ Hverjir eiga heima í fangel Eftir að hafa rakið ás yfirfullum fangelsum bendir höfundur á ýmsar úrbóta. Hann segir að það fyrst og fremst þörf á að

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.