Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 3
FRÉTTIR 3 alþýóur blaóid Þriðjudagur 15. júní 1976 Stórbætt aðstaða til læknismeðferð- ar hjartasiúkra Nýlega barst Borgarspitalan- um i Reykjavik stórgjöf frá ónafngreindu fyrirtæki i Reykjavik. Er hér um að ræða bandarisk tæki til gjörgæzlu á V______________________________ hjartasjúklingum og eru þau mjög fullkomin að allri gerð. Hluta tækjanna er komið fyrir við rúm sjúklings og er sá hluti • ^ tengdur við hann. Siðan sendir tækið upplýsingar til miðstöðv- ar, sem staðsett er i vakther- bergi. bannig er hægt að fylgj- ast með liðan margra sjúklinga samtimis, en tækin sýna allar breytingar og truflanir sem verða á hjartslætti þeirra. Þessi búnaður kemur til við- bótar öðrum tækjabúnaði, sem þegar er til á Borgarsjúkrahús- inu, og bætir þessi höfðinglega gjöf stórlega alla aðstöðu til læknismeðferðar hjartasjúkl- inga. Tæki sem þessi eru talin kosta um 2 milljónir króna og sýnir þessi rausnarlega gjöf höfðings- lund og ræktarsemi fyrirtækis- ins i garð sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Nýkjörin stjórn og varastjórn Blaðamannafélagsins t i 1MJlflR jtiHUHfr \ YEAR GOOD 600 26 30 650 26 32 750 28 34 900 6/ 28 34 28 34 14 28 25 750 20 14 28 25 24 28 20 25 24 30 23 25 20 24 30 Hjólbaröaþjónustan, Laugav/egi 172 Simi21245 HFKLA Hf l^i EZ l\. nT. Laugavegil70—172 Simi 21240 EIGUM FYRIRLIGGJANDI EFTIRTALDAR STÆRÐIR AF dráttarvéla- og vinnuvéladekkjum, Á HAGSTÆÐU VERÐI. Helgi Ólafsson sigraði á skákmótinu „Skák í hreinu lofti” A sunnudagskvöldið lauk skákmóti Taflfélags Reykjavikur og Skák- sambands íslands. tJrslit urðu sem hér segir: I flokki 15 ára og eidri: 1. Helgi Ólafsson 9 v. (11 mögul.) ................. 68 1/2stig 2. Gunnar Gunnarsson 9 v.............................. 68,0 stig 3. Jónas Erlingsson 9 v.............................. 631/2stig 4. MargeirPétursson 8 1/2 v........................... 70,0 stig Kvennaflokkur: l.MargrétPonzi5v..................................... 50 1/2stig 2.Sóley Theódórsdóttirð v............................... 48 stig Flokkur 14 ára og yngri: 1 Jóhann Hjartarson 6 1/2 v. Þar sem vinningar eru jafnir, skera stigin úr um það, hver 'vann. bátttakendur voru 122. 110 luku keppni. —ATA— Guðfinnur R. Kjartansson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, afhendir viðurkenningarskjöl þeim sem sigruðu á skákmóti þeirra, sem mótfallnir eru samtvinnun tóbaks og iþrótta. Efst tekur Helgi Ólafsson við skjali, þá Margrét Ponzi og neðst Jó- hann Hjartarson. Aðalfundur Blaðamannafélagsins: Stuðningur við fréttamenn á ríkisfjölmiðlunum Aðal- fundur Blaðamanna- félags íslands var hald- inn á Hótel Loftleiðum um siðustu helgi. For- maður félagsins fyrir næsta starfsár var kosinn Einar Karl Haraldsson (Þjóðviljanum). Aðrir i stjórn voru kjörnir Friða Björnsdóttir (Timanum), Bragi Guðmundsson (Visi), Kári Jónasson (útvarpinu) og Björn Vignir Sigurpálsson (Mbl.). t varastjórn voru kosnir Atli Steinarsson (Dagblaöinu). Sæmundur Guðvindsson ( A1 - þýðublaðinu) og Guðjón Einars- son (Sjónvarpinu). Fundurinn lýsti yfir fullurn og eindregnum stuðningi við fréttamenn á rikisfjölmiðlunum i þeirri kjarabaráttu sem þeir nú heyja við rikisvaldið. A fundinum kom fram að hag- ur félagsins er nokkuð góður og reynt hefir verið að verðtryggja sjóði félagsins svo sem unnt er. Félagsstarf á siðasta ári var gróskumikið. samskipti við út- lönd voru aukin og félagsstarf hér heima var einnig með ágæt- um. Bragi sigraði á Winston mótinu Sigurvegari Winston skák- mótsins varð Bragi Halldórsson sem hlaut átta vinninga af niu mögulegum. Bragi er þekktur skákmaður og fyrrverandi Norðurlandameistari eins og kunnugt er. Annar varð fyrrverandi Islandsmeistari, Björn Þor- steinsson með sjö vinninga og þriðji i röðinni Guðni Sigur- bjarnarson sem einnig hlaut sjö vinninga. Alls hlutu 20 þátttak- endur verðlaun, sem voru afhent á sunnudaginn strax og úrslit voru kunn. A þessu Winston skákmóti kom það mönnum nokkuð á óvart, að ekki var hafður i frammi neinn áróður og er óhætt að segja aö það hafi vakið almenna ánægju. Var mikil stemmning á mótinu og öll aðstaöa eins og bezt verður á kosið. Við mótsslit þakkaði fulltrúi R.J. Reynolds keppendum fyrir þátttökuna og Rekstrarráögjöf h.f. fyrir framúrskarandi undir- búning og framkvæmd i mótinu. Verðlaun námu samtals 250 þúsund krónum. —SG

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.