Alþýðublaðið - 15.06.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Þriðjudagur 15.
júní 1976
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti slitið
Fyrir skömmu var
Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti slitið.
Athöfnin fór fram i
húsakynnum mennta-
stofnunarinar, er þetta
fyrsta starfsár skólans.
í ræðu Guðmundar
Sveinssonar skóla-
meistara, kom fram að
228 nemendur hefðu
hafið nám við skólann i
október siðast liðnum,
en námi vetrarins luku
209 nemendur.
I vetur starfaöi skólinn á
fjórum sviðum: Menntaskóla-
svið sem eru þrjár námsbrautir,
iönfræðslusVið sem eru tvær
námsbrautir, þá eru einnig tvær
námsbrautir á viðskiptasviði og
loks þrjár námsbrautir á sam-
félags-og uppeldissviði.
Auk þess sem að framan
greinir er gagnfræðabraut
starfrækt við skólann, er hún
einskonar aðfaranámsbraut.
67% hlutu framhalds-
einkunn.
Við námslok hlutu 67% nem-
enda einkunnir er tryggðu þeim
rétt til framhaldsnáms, en til
viðbótar hlutu 23% nemenda
rétt til að þreyta endurtöku próf
svo að tilskyldum einkunnar-
kröfum væri fullnægt, en i þeim
er miðað við þær kröfur sem
gerðar eru i reglugerð mennta-
skóla um flutning nemenda
milli námsára og námsáfanga.
Það voru þvi aðeins 10% nem-
enda sem stóðust ekki próf eða
fullnægöu kröfum til endurtöku-
prófa. Mun þessum nemendum
verða gefinn kostur á að fá nám
sitt i kjarna eða nám á kjörsviði
metið að fullu sé önnur hvor
heildin innan marka þeirra
krafna sem skólinn setur.
Hæstu einkunnir.
Hæstu einkunnir við skólann
hlutu eftirtaldir nemendur: A
menntaskólasviði, Þuriður
Gisladóttir, einkunnina 8.20; á
iðnfræðslusviði Einar Þor-
steinsson 8.00; á viðskiptasviði
Guðrún Ingibjörg Hliðar 8.12;
og á samfélags- og uppeldissviði
Helga Maria Carlsdóttir, eink-
unnina 8.47. Oll þessi fjögur
ungmenni fengu bókaverðlaun
frá skólanum sem viður-
kenningu fyrir ágætan náms-
árangur á þessu fyrsta starfsári
skólans.
Skólameistari færði nem-
endum, kennurum svo og
starfsliði öllu þakkir fyrir
árvekni, einhug og mikið vinnu-
framlag við erfiðar aðstæður.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir,
kennari við skólann, flutti ávarp
til nemenda. Að þvi búnu flutti
skólameistari skólaslitaræðu.
Mikill fjöldi nemenda og nær
allir kennarar skólans voru við-
staddir skólaslitin. —JEG.
209 nemendur luku námi
Fyrsti áfangi Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Nú
er unnið að byggingu annars áfanga. Þar mun
iðnfræðslusvið verða til húsa.
Mynd þessi var tekin i vélasal iðnfræðsludeildar
Fjölbrautarskólans i Breiðholti. í vetur var
deildin til húsa i Fellahelli en nú er unnið að
byggingu nýs húsnæðis fyrir deildina.
T0LUVERÐ BREIDD 0RÐIN I T0PPI IS
LENZKRA BRIDGEMANNA
tslandsmótið f Bridge,
sveitarkeppni, fór fram i Domus
Medica dagana 3—7. júni, að
báðum dögum meðtöldum.
Að þessu sinni voru átta
sveitir, sem höfðu unnið sér
þáttökurétt i undarnrásum fyrr
I vor.
Spltaðar voru 7 umferðir og
var barizt hart. Sú einkennilega
staða kom upp i lok mótsins, að
við sfðustu uinferð var hægt að
setja upp fræðilega möguleika
fyrir sigri einhvérrar af fimm
efstu sveitunum. Þetta mun
vera sjaldgæft, en sýnir aðeins
að töluverð breidd er orðin i
toppi islenzkra bridgemanna,
ber að fagna þeirri framvindu.
Hinsvegar var sigursveitin,
sveit Stefáns GuðjohnseBS, yfir-
leitt i fararbroddi ailt mótið og
tapaði ekki nema einum leik
með minnsta mögulegum mun
(9:11). i sveit Stefáns spiluðu,
auk hans þeir Simon Simonar-
son, Hörður Arnþórsson,
Þórarinn Sigþórsson og Hallur
Simonarson. Keppnisstjóri var
Agnar Jörgensen og Mótsjórn
önnuðust Ragnar Björnsson og
Tryggvi Gislason.
Hér er birt vinningatafia úr
mótinu, þannig að menn geti
skemmt sér við að athuga
frammistöðu keppenda úr ein-
stökum leikjum.
M Ó I S T A I I \
I. 2. 3. 4. 5. 6. 7. H. Stig ROO
1. Jón Baldursson ♦ /6 /J /0 /7 -2o 7 -3 Sé, z
Bóðvar Guðmunds ¥ * /6 /s 9 V /r 7 7 o s
j Olafur Gislason 7 ¥ ♦ 0 /6 2 3 // </3 1
Jóhann Þ Jonsson /o s 2o * 3 // /S r ~?2/ V
Bogga Steins H V /9- ♦ o -2 / V/ 8
Olafur H. Olafsson 0 /6 lf 6 2o * 3 ¥ /7 6
7 Hjalti Etiasson a y /7 S Zo /7 ♦ sr 82 3
8. Stefán J.Guðjohnsen n /3 <? /S /Z /é /S + /
íslenzkubættir Albýðublaðsins
eftir Guðna K olbeinsson
1 þessum þætti mun ég gera
að umtalsefni bréf frá Sigur-
birni Ketilssyni. Hann ræðir um
orðið allavegai merkingunni aö
minnsta kosti.Telur hann þetta
orð málspjöll og beri að útrýma
þvl. — Og ekki finnst Sigurbirni
aö nógu vasklega hafi verið
fram gengið f baráttunni gegn
orði þessu.
Hann segir:
„Ekki er mér kunnugt um að
Helgi J. Halldórsson hafi nema
einu sinni vegiö aö þessu orð-
skripiogþá meðþvieinu að lesa
uppfrábæra greineftir Þorstein
0., sem hann hafði einnig birt i
einu dagblaði. Hef ég þvi fyrir
satt aö sá ágæti maður, Helgi J.
Halldórsson, hafi gleymt einni
gullvægri reglu kennarans, sem
er endurtekningin.Þurfti ekki
gamli Cato að halda fjöbnargar
ræður með endinum: auk þess
legg ég til að Karþagó verði lögö
i eyöi; til þess að sú ósk hans
kæmist i framkvæmd? Ekki
fellur eik við hið fyrsta högg,
var sagt 1 gamla daga. Ef Helgi
J. heföi lesiö grein Þorsteins
eins og tiu sinnum i stað þess að
lesa hana einu sinni hefl)i hon-
um e.t.v. tekist að kveöa draug-
inn niður. Þurfti ekki Kjartan
litli á Fróðá að úthluta sels-
draugnum nokkrum vel völdum
höggum áöur hann hyrfi i jörð
niður, þaðan sem hann kom?”
Ef ég á að vera alveg hrein-
skilinn verö ég að viðurkenna að
ég nota enn þetta „orðskrlpi” i
minu daglega máli, og hygg
raunar aðútbreiðsla þess sé slik
aöerfitt verði að kveöa þaö nið-
ur, jafnvel með skeleggri bar-
áttu. — A hinn bóginn fellst ég á
sjónarmið þeirra Þorsteins ö.,
Helga J. Halldórssonar og
Sigurbjarnar og mun leitast viö
að venja mig af þessari notkun
orðsins. Þessi nýja merking er
óþörf og tungunni sist til prýði.
En ég áskil mér rétt til að nota
alla vega i merkingunni alls
konar; segja að á haustin sé
gróðurinn alla vega litur o.þ.h.
Sigburbjörn segir enn frem-
ur:
,,Að lokum langar mig til að
minnast á eitt orðasamband,
sem mér er mjög litið um gefið
ogvilbiðja þig að segja mér álit
þittá, en þaö er orðasambandið
fyrir utan. í endurminningum
Siggu litlu 1 Vefaranum mikla
segir Halldór Laxness:
„Aumingja gamli Snati, san
liggur fyrir utan skemmudyr”
o.s.frv. Þarna skilst mér aö sé
hin rétta notkun þessara orða:
fyrir utan dyrnar, andstæða
fyrir innan. En nú kemst þetta
oröasamband alls staðar að. t
einni af seinni tima ritgeröum
sinum segir Halldór um eii'.n er-
lendan höfand: „Fyrir utan
nokkrar skáldsögur skrifaði
hann nokkur leikrit.” Fer ekki
betur á að segja: Auk nokkurra
skáldsagna o.s.frv.
Maður er Eisar Sigurðsson,
stundum kallaður hinn riki, oft
gerður að umtalsefni I dagblöö-
um..Nú geta blaðalesendur átt
von á þvl einhvern daginn að
komi blaöagrein i skammastil
um þennan ágæta mann gæti
auðveldlega staðið þar: Fyrir
utan hús sitt 1 Vesturbænum á
Einar riki nokkra togara og vél-
báta. Tilvalið væri fyrir skóla-
nemendur að gera teikningu eft-
ir þessari málsgrein, raða bát-
um og togurum kringum i-
búðarhús Einars; og væri þá
málsgrein blaðsins rétt skilin.”
Hér er þvi til aö svara að
orðasambandiö fyrn- utan 1
merkingunni ,,að undanskildu”
er góð og gegn islenska. — Ari
fróði segir I formála Islendinga-
bókar: „En með þvi að þeim
likaði svo aö hafa eöa þar viður
auka, þá skrifaða eg þessa of ið
sama far, fyr utan áttartölu og
konungaævi...”
Mér finnst að allir jafnvel þeir
Ihpldsömustu ættu að geta sætt
sig við tólftu aldar mál.
„ALLAVEGAAÐ
MINNSTA KOSTI”