Alþýðublaðið - 15.06.1976, Page 10

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Page 10
10 Þriðjudagur 15. júní 1976 alþýðu- þlaöí4 skókerslun PETURS AHDUmOHAU er fluff að LMJGAVEGI Kvenskór, brúnir Karlmannaskór Verð frá kr. 3.990 Verð frá kr. 2.900 Póstsenduin. V________________________________ J HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJA- VÍKUR óskar að ráða: Hjúkrunarfræðinga við ungbarnaeftirlit, heilsugæzlu i skólum og heimahjúkrun. Ljósmæður við mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 22400. ui Til sölu Tilboö óskast í kaup á 2 malbikssilóum ásámt vagni, vagnbraut, spili og virum. Maibikssilóin eru frá 1965, meö lokum aö ofan og neöan og taka 70 tonn hvort. Útboösgögnin eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriöjudaginn 29. júni 1976, kl. 11 f.h. ___........ INNKAUPASTOFNUN REVKIAVÍKURBORGA'R Fríki'kjuvegi 3 — Sími 25800 v ! ÚTB0Ð Tilboð óskast I iarövinnu viö Lönguhliö 3, Reykjavik (milli Flókagötu og Úthllðar). Verkkaupi er Reykjavikurborg. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, föstudaginn 25. júni 1976, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR ( ■>, Fríkirfcjuvtgi 3 — Sími 25800 Eftirlitsmenn á sjó Sjávarútvegsráöuneytiö óskar aö ráöa eftirlitsmenn meö fiskveiöum. Veröur starfið einkum fólgið I þvi aö fara I róöra meö fiskiskipum til þess aö fylgjast meö aflasam- setningu og stærö fisks I afla meö tillögurétti eöa valdi til þess aö banna veiðar á afmörkuðum svæöum ef verulegt magn af smáfiski er I afla. Einnig aö fylgjast meö þvi aö settum regium um fiskveiöar og búnaö veiöarfæra veröi framfylgt. Laun veröa samkvæmt launakjörum starfsmanna rlkis- ins. Umsóknir um störf þessi ásamt upplýsingum um fyrri störf burfa aö berast ráöuneytinu fyrir 26. júnin.k. Sjávarútvegsráðuneytið 11. júnl 1976. Reykingar á með- gpngutímanum auka líkurnar á því að börn fæðist andvana Ófriskar konur sem reykja auka mjög lik- urnar á þvi að þær fæði andvana börn. Þessi staðreynd birtist i niðurstöðum rann- sókna sem gerðar hafa verið á meira en níu þúsund frönskum konum um 6 ára skeið. Hætti konur hins vegar að reykja snemma á meðgöngutimanum minnka likurnar stór- lega, að þvi er segir i niðurstöðum þessum. Niöurstööur þessara rann- sókna voru birtar á fimmtu Evrópuráöstefnunni um ung- FRAMHALPSSAGAN fjarlægur, lág og dauf umferöar- hljóö frá fjarlægri plánetu. Kyrröin i bakherberginu á O.J. Bar & Grill var þrungin viröingu. Andlit mannanna fimm mótuö af djúpri viröingu og hátlöleika, og allir brostu þeir. Út aö eyrum. Þeirstöröuá leiftrandi, brosandi steininn og brostu til hans. Kelp andvarpaöi. Hann sagöi: „Þarna er hann”. Hinir færöu sig á stólunum eins og þeir væru aö vakna af draumi og Murch sagöi: „Þetta hélt ég ekki, aö myndi gerast.” ,,En þarna liggur hann,” sagöi Greenwood. „Er hann ekki fallegur?” „Eg vildi, aö Maude heföi séö hann,” sagöi Chefwick. „Eg heföi átt aö taka myndavélina meö mér til aö taka myndir af honum.” „Mér finnst næstum leitt aö láta hann af hendi,” sagöi Kelp. Dortmunder kinkaöi kolli og sagöi: „Ég skil, hvaö þú átt viö. Viö höfum liöiö mikiö fyrir þenn- an stein, en viö veröum aö losna viö hann — og þaö strax. Þessi steinn gerir mig taugaveiklaöan. Ég er alltaf aö hugsa um, aö dyrnar gætu opnazt og milljón löggur hoppaö inn.” „Allar löggurnar eru aö lemja unglinga I miöborginni,” sagöi Greenwood. „Þaö er samt kominn timi til aö afhenda Dco steininn og sækja aurana,” sagöi Dortmunder. „Viltu aö viö förum þangaö saman?” spuröi Murch. „Ég er meö bllinn minn.” „Nei,” sagöi Dortmunder. „Fimm menn gætu vakiö athygli. Óg ef eitthvaö gengi úr skoröum yröi þóeinhver okkarlaus og gæti hjálpaö hinum. Þetta var þln vinna til aö byrja meö, Kelp, þú fékkst okkur hina meö, þii varst sá fyrsíi, sem majórinn talaöi viö. Og þú hefur látiö hann fá listana og svoleiöis. Viltu fara og láta hann fá steininn?” „Auövitaö,” sagöi Kelp. Hann var glaöur og hrifinn. ,,Ef þiö haldiö aö ég geti þaö.” „Murch getur ekiö þér, sagöi Dortmunder,” og viö veröum hér. Ef bölvunin, sem hvllir á honum byrjar aftur, gæti hún hitt hvern þann, sem steininn hefur. Viö skiljum þaö, ef eitthvaö kemur fyrir þig. Kelp var ekki viss um, hvort þetta væri róandi eöa ekki og meöan hann sat þarna og velti þvl fyrir sér, tók Dortmunder demantinn og setti hann I svarta flauelshylkiö. Hann rétti Kelp þaö, en hann tók viö þvi og sagöi: „Séum viö ekki komnir innan klukkustundar veit guö einn, hvar viö erum.” „Viö blöum þangaö til aö viö heyrum frá ykkur,” sagöi Dort- munder. „Þegar þiö eruö farnir hringi ég ti'. majórins og biö hann vm aö opna peningaskápinn.” „Gott,” Kelp stakk flauels- hylkinu i vasann, drakk bour- boniö sitt og stóö upp. „Komdu Murch.” „Ég ætla að klára bjórinn minn,” sagöi Murch. Hann átti hálf bágt með að taka stóra sopa. Loksgathann tæmt glasiö og stóö upp. „Tilbúinn,” sagði hann. „Viö sjáumst,” sagöi Kelp viö hina og fór út. Murch fylgdi á hæla hans, og þeir heyrðu hann segja: „Nú er það spurningin, hvort við eigum aö aka gegnum garöinn viö65thStreet eða...” Svo var lokaö. Dortmunder þurfti að fá tíu senta pcning lánaöan. Chefwick lét hann fá einn, og hann fór i simaklefann á barnum og hringdi i sendiráðið. Hann þurfti að tala við tvo menn, áöur en Iko kom loksins i simann, og þá sagöi hann: „Við afhendum vöruna i dag.” „Nei, er það?” Majórinn var greiniiega himinlifandi. „Það eru góðar fréttir. Ég var næstum von- laus.” „Það vorum viö ailir, majór. Þér vitiö, að það er greiðsla viö afhendingu?” „Auðvitað. Ég er með pen- ingana i peningaskápnum.” „Það er sá venjulegi, sem kemur með hann.” „Komið þið ekki allir?” Majór- inn virtist hafa orbið fyrir von- brigðum. „Mér fannst ekki rétt að koma allif i hóp. Þaö heföi kannski vakið athygli á okkur.” „Það getur verið,” sagði majórinn á báöum áttum. „Ég er viss um, að þetta fer allt vel. Takk fyrir, að þér hringduð, og svo bið ég bara eftir honum vini okkar.” „Gott,” sagði Dortmunder. Hann lagði á og fór út úr sima- klefanum. Rollo leit á hann, þegar hann var að ganga að bakherberginu. „Þú ert glaðlegur i dag.” „Þett er sannkallaður gleöi- dagur,” sagði Dortmunder. „Það litur ekki út fyrir, að viö þörfn- umst bakherbergisins þins á næstunni.” „Gangi ykkur vel.” „Takk,” sagöi Dortmunder og fór inn i bakherbergið til aö biða. 3. kafli. Venjulegi ibenviðarmaðurinn með endurspeglunar gleraugun opnaði fyrir Kelp, en hann visaöi honum ekki inn i hið venjulega herbergi. „Hæ,” sagði Kelp, þegar Jieir gengu ekki i rétt átt. „Billjardborð?” Hann lét eins og hann væri að leika með imynd- uðum kjuða. „Skrifstofan I dag,” sagði iben- viðarmaðurinn. „Nú? Já, þetta er vist óvenju- legur dagur. O.K.” Kelp létti raunar við þá tilhugsun, að nú gæti majórinn ekki sýnt honum fleiri brögð. Eða gat hann það? Ibenviðar- maðurinn opnaði dyrnar inn að skrifstofunni, og majórinn sat alls ekki við skrifborðið. Þar sat Prosker og hann sat þar eins og hann ætti allt, og hann brosti jafn- elskulega til Kelps og köngurló til flugu. Kelp nam staðar fyrir innan dyrnar, en hönd ýtti honum áfram. „Hæ!” sagði hann og snéri sér við, og íbenviöar- maðurinn, sem hafði elt hann, hafði lokað, og dregið upp skammbyssu úr vasanum, sem hann beindi að nefinu á Kelp. Kelp gekk aftur á bak inn i her- bergið og fjarlægðist byssuna. „Hvað gengur á ?” spurði hann, og þá kom hann auga á tvo svert- ingja I viðbót með byssur í hendi, sem stóðu við vegginn. Prosker skellti upp úr. Kelp leit illilega á hann „Hvaö hafiö þér gert við majórinn?” Nú sprakk Prosker alveg. „Við majórinn! Guð minn góður! Þið minnið á fóstur i móöurlifi! Hvað ég hafi gert við majórinn! Kelp gekk ógnandi eitt skref áfram. „Já, hvað hafið þér gert við majórinn? Hvað ætlizt þér fyrir?” „Ég tala fyrir hönd majórs- ins,” sagði Prosker rólegri. Hann hvildi hendurnar á skrifborðinu. „Ég vinn fyrir majórinn núna,” sagði hann, „og majórinn áleit rétt, að ég tæki að mér að útskýra fyrir ykkur staðreyndir lifsins. Hann áleit, að lögfræðingur gæti betur sagt allt af létta I stuttu máli. Þér getið svo skilað þvl til vina yðar. Annars á ég minn þátt i samsærinu.” „Samsærinu?” Kelp fann, hvernig byssurnar þrjár brenndu gat á hnakka hans, en skrattinn hafi það, ef hann ætlaði að sýna annaðen öryggi og reiöi. „Hvaöa samsæri?” spuröi hann. „Setjizt, Kelp,” sagði Prosker. „Viö þurfum að ræða ÞAÐVAREINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.