Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 13

Alþýðublaðið - 15.06.1976, Síða 13
Marg- hleyptur milliliður Hvers vegna eru kvitt- anir gegn greiðslu á opinberum gjöldum aðeins merktar nafnnúmeri? Liggur Þér eitthvað á hjarta Hafðu þá samband við Hornið Halldór á Kirkjubóli leggur víst gjörva hönd á margt, eftir þvi sem bezt verður séð, allt f rá því að vera einskonar opinber setudómari ,j* listum, til brennivinsmála á ýmsum stigum, og nú síðast við að skýrgreina milliliði! Ekki er þó beint vitað, að hann hafi stundað listir framar öðrum-með árangri, nema ef til vill matar- lystina, og þekking á brennivíni mun talin f remur takmörkuð, nema af annarra sögn. Almennast mun talið, að milliliðir i viðskiptum, séu þeir, sem lifa af þvi, eða reyna það a.m.k., að kaupa unna vöru, leggja á hana ýmsan kostnað og selja hana siðan á hækkuðu verði þeim, sem dreifa til neytenda. Ekki veit ég, hvort Halldór man það, eða hefur máske aldrei heyrt, að ein af drif- fjöðrum, samvinnuhreyfingar- innar var i árdaga, að keppa að þvi að losa landsmenn undan hinum margumrædda heilsala- gróða o.s.frv. Þessar raddir eru, að visu, ekki eins háværar nú, þó ýmsum finnist það verðlag sé æði görótt og furðu litill munur á verðlagi samvinnuverzlana og kaupmannaverzlana, þvi miður, máske ekki sizt þar sem fyrrnefndar verzlanir eru einar um hituna. Þetta má vera ihugunarefni, svo sem eins og til aö gaumgæfa hvort endanlega hafi verið sigrazt á óhóflegum milliliða- kostnaði, eða einhver lifshátta breyting hafi orðið. Um það skal ekki fullyrt hér, en er vissulega merkilegt rann- sóknarefni. Hins vegar hygg ég fáa hafa varaö, að beinir kostnaðarliðir, ein og kaupgjald, kostnaður við flutninga og eðlilega dreifingu vara heyrðu undir milliliða- kostnað! Eftir sömu skýrgreiningu fer vist milliliðunum ekki fækkandi að dómi Halldórs á Kirkjubóli! Vissulega er það illa farið, að þessi kunnátta hans hefur verið slælega hagnýtt, og dettur mér þá helst í hug hin rúmlega aldargamla leit að týnda hlekknum (Sjálfsagt er að gera Halldóri það til geðs að kalla hann millilið), sem bæði forn leifa- og dýrafræðingar hafa leitað að, siðan þróunarkenning Darwins var viðurkennd. Þvi ekki að hagnýta sér visindunum til framdráttar hans einstöku fundvisi á þessu sviði? Það er hreint ekki vist, að hann þyrfti svo langt, eða lengi að leita! o. Sig. Jóhann Jónatansson, Seltjarnarnesi, hringdi til Hornsins og bað það að koma eftirfarandi á framfæri: ,,Hvers vegna eru kvittanir gegn greiðslu á opinberum gjöldum aðeins merktar nafn- númeri einstaklinga en ekki nafni þeirra og heimilisfangi? Mér f innst þetfa nokkuð bagalegt því ég tel mun auðveldara að rugla saman númerum heldur en nöfnum. Ég hef til dæmis hérna kvittun frá Bæjarskrifstofunni á Seltjarnarnesi, sem gefin er út á mitt naf n en þar er ekki mitt nafnnúmer. Þetta eru nú auðvitað mistök sem auðvelt er að fá leiðrétt, en er ekki öruggara að hafa nöfn manna á kvittununum heldur en nafnnúmerin? Eru kannske til einhver lög um þetta? Ég hef reynt að fá nafn mitt skrifað á kvittanirnar en það hefur jafnan aldrei gengið hávaðalaust. Eg veit um þó nokkra sem eru óá- nægðir með þetta fyrir komulag og mig langar gjarnan að fá upplýsingar um hvernig á þessu stendur.” Hornið grennslaðist yfir um þetta hjá bæði gjaldheimtu Heykjavikur og Gjaldheimtu Seltjarnarness. Þar fengum við þær upplýsingar aö þetta fyrir- komulag væri mun handhægara i sambandi við allt bókhald og sparaði einnig mikinn tima. Þegar gjöld eru greidd er upp- hæðin sem greidd er og nafn- númer greiðanda stimplað inn i sérstaka vél, sem aðeins getur numið tölur. Ef einhver vafi kæmi siðan i ljós er hægt að fletta upp á nafni og heimilis- fangi eftir nafnnúmerinu. Nafn- númerin eiga lika að vera mun öruggari, þvi meira virðist bera á þvi að ruglingur verði á nöfn- um og heimilisföngum. Þeir hjá gjaldheimtunum sögðust ekki hafa orðið varir við óánægju meðal manna i þessu sambandi og töldu enga ástæðu vera til breytinga, enda væri þetta öruggasta fyrirkomu- lagið. Jóhann Jónatansson verður þvi að sætta sig við að fá aðeins nafnnúmer sitt á greiðslukvittunum um ókomna framtið. Æ Ur dagbók blaðamanns BEÐIÐ EFTIR BLÆSTRI Sjaldan hefur landslýður ver- ið jafn rækilega búin komu eins manns til landsins, og þegar konungur sveiflunnar Benny Goodman steig fæti sinúm á is- lenzka jörð. Strax kvöldiö áður en snill- ungurinn skyldi koma, ku Jón Múli hafa tilft'ynnt i jazzþætti sinum, að nú væri Benny Goódman liklegast að leggja af stað i íslandsreisu sina. Varla var maður búinn að nudda stfrurnar úr augunum morguninn eftir, er þulur i morgunútvarpi tilkynnti , áð eftir stutta stund mundi konungur sveiflunnar lenda á Keflavikurflugvelli. Nokkru sið- ar fengum við eftir sömu leiðum að vita að ral væri kappinn lik: lega á leiðinni frá Keflavik til Reykjavikur. Siðan kom sambandsleysið. Og aum- ingja við sem ekki náðum i há- degisfréttirnar, biðum milli vonar og ótta eftir þvi, að siö- degisblöðin staöfestu óljósar fréttir útvarps. Skyldi hann ná klakklaust i áfangastað, eitthvað hræöilegt gæti gerzt, maður veit jú aldrei. Loks komu blööin, og sýndu okkur svo ekki varö um villzt aö snillingurinn væri kominn. For- siöumyndir, greinagóðar upplýsingar sem sögðu allt sem við þurftum að vita. Goodman ætlaöi i laxveiöar meö honum Ingimundi i Heklu, Goodman fékk áhuga á Islandi eftir að hafa rætt við mágkonu sina um land og þjóð. Sú ágæta kona sem við eigum nú svo mikið að þakka kom hingaöí fyrra sumar i nautgripahugleiðingum. Einnig var okkur sagt að Jón Múli hefði beðið i f jörutiu ár eft- ir þvl að berja þennan snilling augum. Svona var haldiö áfram þá tvo daga sem gáfust áður en tónleikarnir voru haldnir. Ekk- ert tækifæri var látiö ónotað til aö uppfræða landslýö um allt semmáligæti skipt til að varpa sem sönnustu ljósi á þessa goð- sögn jazztónlistarinnar. Og miðarnir, þeir seldust að sjálf- sögöu eins og heitar lummur, enda vissu menn nú nánast allt sem máliskipti um þennan stór- kostlega mann, og vantaði ekkert annað en að heyra í hon- um, til að fullkomna myndina. Stundin stóra. Laugardagurinn er runninn upp, klukkan er 8.30. Hér sit ég innan um þúsundir glaðbeittra landa, sem mættir eru timan- lega til leiks. Oti fyrir dyrum er baöbrúnkuveöur og við öll f hinu ákjdsanlegasta skapi. Stööugt fjölgar þeim sem ætla sér að hlýða á konúng sveiflunnar i kvöld. „Þarna kemur Gaukur- inn” heyrist sagt er maður nokkur og frú sigla inn gólfið. „Mikið gasalega er hún fix þessi i ljósu dragtinni,” segir kona sem situr skáhallt fyrir aftan mig, um leiö og hún hnippir i eiginmanninn, oröum sinum til frekari áréttingar. Hann þegir þunnu. hljóði. Svona liöa minúturnar, silast óendanlega hægt, og enn fjölgar i salnum. Það er oröið Iskyggilega þröngt, menn sitja nánast með nefiö ofan Ihálsmálinu á næsta manni fyrir framan. Spennan i and- rúmsloftinu eykst I réttu hlut- falli við hitastigið I salnum, og þeir sem eru annaðhvort of nið- ursokknir I eigin hugsanir eöa annarra, til að taka eftir þvi sem er aö gerast I húsinu eru skyndilega vaktir upp, er rödd úr hátalarakerfi hússins til- kynnir aö mönnum sé lika leyfi- legt á sitja á sviðinu. En þar eru á að gizka eitt hundrað stól- ar. Þaö hafa sennilega flestir haldiö eins og ég að þetta væru frátekin sæti fyrir „aristó- kratllð”! Þessvegna kemur þessi skyndilega uppljóstrun all flatt upp á menn. Nokkrar sekúndur stendur mannfjöldinn hreyfingarlaus, en svo ýtir sjálfsbjargarviöleitnin viö nokkrum, og þá er ekki aö sök- um aö spyrja. Þarna upphefst eitt ofboðslegt kapphlaup, og treðstnú hver sem betur getur. Þetta rólega fólk er skyndilega gripið æsingu sem býöur þvi aö krækja sér i góða stóla. Sá fljótasti lætur sig ekki muna um að enda sprettinn meö vel- heppnaðri fótskriðu eftir endi- löngu sviðinu. Það skal viöur- kennt, aö viö sem sitjum aftar- lega i húsinu og vitum að þetta er okkur fyrirfram tapaö kapp- hlauphöfum af þessu hina beztu skemmtan, sem styttir biðina allnokkuð. Um stundarfjórðungi áöur en tónleikarnir eiga að hefjast birtist á sviðinu maöur nokkur svartur á brún og brá. Þegar hann er búinn að vafstra þarni i nokkrar minútur, tillir hann sér að lokum fyrir aftan trommusettið. Er nú mikið rætt um það, hvaö þetta fyrirbrigði eigi að fyrirstilla. Þegar mann- kertið virðist endanlega stein- sofnað þarna á sviöinu, er þvi slegið föstu aö þetta hljóti að vera trymbillinn. Gefur þaö okkur talsveröa von um, að nú sé fariö að styttast 1, að snillingurinn stigi fram og þeyti nokkra tóna i tréverkiö. Þessi grunur okkar er staðfestur þeg- ar forsetinn gengur i salinn. Við stöndum næstum þvi öll upp, en varla erum við fyrr sezt, en sést til hvar maður einn hleypur við fót I kjölfar forsetans og er þar kominn sjálfur forsætisráð- herrann. Er nú sem menn viti ekki nákvæmlega hvernig þeir eigi að haga sér. Hvernig var það aftur, átti bara að standa upp fyrir forsetanum? Eða á aö standa upp bæði fyrir forsetan- um og forsætisráðherranum? Eða var það kannski þegar for- setinn og biskupinn komu sam- an? A endanum er það samdóma álit að ekki beri að standa upp fyrir forsætisráöherranum, og máliö afgreitt samkvæmt þvi. Þannig gekk þetta fyrir sig, það var beðiö og beðiö, allt eftir hvaö menn höfðu mætt snemma til leiks. Og hitinn I salnum var um það bil að gera útaf við menn. Hvort Benny Goodman var góöur? Jú sjálísagt var hann góður, — það hlýtur aö vera. Svona frægur maður hlýtur alltaf aö vera góöur, sama hvað hver segir. Og þó menn séu að röfla yfir því, að hann spilaði kannski ekki mjög mikið, þá er bara eins gott svoleiðis pakk at- hugi það, að við megum þakka fyrir aö svona stórmenni, nenni yfir höfuð að leggja það á sig að heimsækja jafn hrjóstrugt og afskekkt land og Island. Gunnar E. Kvaran

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.