Alþýðublaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR alþýöu- Laugardagur 19. júní 1976 blaoiö Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son.^réttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur I iausasölu. Alþingi hefur illilega brugðizt Alþingi hóf f yrir nokkrum vikum sitt langa sumar- leyfi og verður svo til hausts. Störf Alþingis eða starfsleysi, eftir atvikum — eru þó eðlilegt umræðu- efni manna. Og lengi verður í minnum haft með hverjum hætti yf ir lauk í vor, þegar langa og stranga næturf undi þurfti til þess að ræða z-frumvarpið, og tókst þó ekki að Ijúka því máli. Sigurður Líndal, prófessor, drap á það í sjónvarpsþætti á dögun- um, að íangur vegur væri frá því að Alþingi gegndi þætti, sem annars ætti að vera veigamikill í störf- um þess. Það héldi engan veginn uppi því eftirliti með opinberri stjórn- sýslu, sem þó væri nauð- synlegt. Til dæmis nefndi Sigurður Líndal málefni fyrirtækisins Grjótjöt- unn: það fyrirtæki hefur notið mikillar fyrir- greiðslu, en allur gangur þess virðist þó vera afar óljós. Og enn skrýtnara verður þetta þegar þess er gætt, að framámaður í þessu fyrirtæki er fóstur- sonur varaformanns bankaráðsins, en hann er hinn kunni f járaf lamaður Kristinn Finnbogason. Mál eins og þetta eru eflaust mýmörg, skipta tugum eða jafnvel hundr- uðum. Og þetta gerist meðan sofandi Alþingi virðist standa hjá, gap- andi og aðgerðalaust. Nú er auðvitað, á þessu stigi, ekkert hægt að fullyrða um þetta mál eða önnur. En hitt er víst— að eftir- liti er áfátt, að það er alls ekki fyrir hendi. Eigendur Landsbank- ans og annarra ríkis- banka eru skattgreiðend- ur í þessu landi, það hlýt- ur að vera rétt og ótvíræð krafa þeirra að þeir séu upplýstir um það, hvort verið er að braska með fjármuni þeirra, hvort útlánastarfsemin er eðli- leg eða óeðlileg. Og Al- þingi er eini aðilinn sem getur veitt þetta aðhald, sem getur krafizt svara. Skylda þess er að standa slíkan vörð. En Alþingi hefur lítt eða ekki gegnt þeirri skyldu sinni, því er ver og miður. í okkur skyldum lönd- um er hins vegar afstaða fólks til slíkra mála óðum að breytast. Þegar litið er til íhöndfarandi kosn- inga í Bandaríkjunum, þá er Ijóst að þeim, sem þar vegnar bezt, eru gagn- rýnendur opinbers sukks, brasks og bruðls. Þar virðist um sinn að minnsta kosti réttlæti og almannavilji fara saman. Hér á landi er því að vísu svo farið að verð- bólgan hef ur svo sljóvgað almenning í slíkum efrí- um, að menn kippa sér síður upp við mál af þessu tagi, þótt fýlan af þeim leki langar leiðir. En það er mál að linni. Það verður að taka bankakerfinu tak. Mál eins og Grjótjötunsmálið, sé það þess eðlis sem virðist, verða til þess að grafa undan stjórnkerf- inu, eyðileggja virðingu manna fyrir stofnunum í landinu, sljóvga skilning manna á réttu og röngu. Og hvað á hinn venju- legi maður að halda, sem fer til bankastjóra, til þess að fara fram á minni háttar og sann- gjarna f yrirgreiðslu, þegar hann fær neitun og tilvísun í slæma stöðu bankans, slæma efna- hagsstöðu yfirleitt, en les svo heima hjá sér um Grjótjötunn og grunar að hér sé síður en svo um neitt einsdæmi að ræða? Og hvað á þessi sami maður að halda um Al- þingi, sem virðist engan áhuga hafa á því að vita hvernig almannabönkum er stjórnað. Eru alþingis- menn ánetjaðir sukkinu? Eða eru þeir sljóir af nöðrum og almennari ástæðum? Hvað um það, þegar Alþingi kemur saman að nýju, þá verður það að taka bankakerfinu tak. Það er beinlínis skylda þess — skylda við sjálft sig og fólkið í landinu. —VG. !f L m Bankaráð ríkisbanka er hliðstætt stjórn hlutafélags 1 stórum sjónvarpsþætti, sem Ólafur Ragnar Grimsson stýrði ekki alls fyrir löngu, sagði Sigurður Lindal, lagaprófessor, eitthvað á þá leið, að Alþingi virtist fullkomlega vanrækja eftirlitsskyldu sina, til dæmis gagnvart bönkunum, og drap i þvi samba-di á málefni fyrir- tækisins Grjótjötunn. Alþýðu- blaðið hafði i gær sambahd við Sigurð Lindal. Við hvað áttirðu í um- ræddum sjónvarpsþætti? Að þvi er varðar þetta tiltekna mál, þá átti ég við blaðagrein, sem þá fyrir skömmu hafði birzt i Dagblaðinu — ég legg auðvitað ekki frekara mat á sannleiksgildi hennar — en þar kom fram að Landsbankinn hef- ur lánað þessu fyrirtæki mjög óvarlega. Þetta fyrirtæki hefur notið mikilla fyrirgreiðslna i bankanum. Alla vega virðast - segir Sigurður Líndal viðskipti bankans við fyrirtækið vera óljós. Svo kemur enn frem- ur i ljós að framámaður i fyrir- tækinu er fóstursour varafor- manns bankaráðsins, Kristins Finnbogasonar. Þetta virðist vera óeðlilegt og alla vega þarf að athuga rækilega hvað þarna er á ferðinni. En ég tók þetta mál einasta sem dæmi, slik mál eru efalitið mýmörg. Hvernig á eftirliti með bank- anum og stjórn hans að vera háttað? Bankaráð rikisbanka er hlið- stætt stjórn hlutafélags. Alþingi skipar það fyrir hönd hluthafa bankans, skattgreiðenda i land- inu. Bankaráð hefur eftirlit með stjórnun bankans, en Alþingi hefur aftur eftirlit með bankan- um — eða ætti að hafa það. Og þingmenn tala svo mikið utan dagskrár aö úr ræðustól á Al- þingi ætti að vera hægt að halda uppi virku eftirliti, ef áhugi væri fyrir hendi. í fyrsta sinn: Upp- sláttarbók fyrir heyrnarlausa Foreldra- og styrktarfélag heyrnar- daufra og Félag heyrn- arlausra hafa gengist fyrir útgáfu uppsláttarbókar fyrir heyrnleysingja. Auð- veldar þetta lofsverða framtak félaganna heyrnarlausu fólki mjög að læra þau tákn sem nauðsynlegt er að kunna til að geta tjáð sig auðveldlega. f formála segir, aö i ársbyrjun 1975 hafi verið hafist handa um söfnun tákna meðal heyrnleys- ingja. Var kosin samstarfsnefnd úr félagi heyrnarlausra og Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra til aö sjá um þessa útgáfu. Ungur heyrnar- laus piltur Vilhjálmur G. Vilhjálmsson var fenginn til að sjá um teikningar i bókinni, en Vilhjálmur stundar nám i Handíða- og myndlistarskólan- um. Þuriður Jónsdóttir kennari hafði umsjón með textavinnu. Alls söfnuðust um 700 íslenzk tákn. Auk þess voru fengin að láni 600-700 tákn frá Dönum og Svium og eru þvi i bókinni alls 1388 tákn. Táknin hafa öll veriö kynnt meðal heyrnleysingja og fengið viðurkenningu þeirra. Bók þessi, sem er bráða- birgðarútgáfu er hugsuð, sem uppsláttarbók fyrir heyrnleys- ingja, foreldra þeirra og alla þá sem áhuga hafa á málefnum heyrnleysingja. Siöast en ekki sizter þessvænzt að litið verði á bókina sem viðbótarframlag eða hjálpargagn við kennslu heyrnardaufra, eins og áður. sagði. Norrænt æskulýðsmót i Reykholti Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra og Félag heyrnarlausra hafa á undan- förnum árum unnið mikið og þarft starf f þágu þeirra, sem eiga við heyrnarleysi að striða. Næsta skref félaganna er, aö þau munu gangast fyrir Norrænu æskulýösmóti, sem haldið verður fyrir heyrnar- lausa i Reykholti 10.-17. júli n.k. Þangað kemur heyrnarlaust fólk frá öllum Norðurlöndunum. í fyrstu var fyrirhugað að 25 þátttakendur kæmu frá hverju landi, en vegna mikillar aösóknar hefur þeim fjölgað og verða þeir samtals um 140. Er þetta 11. æskulýðsmótið sem haldið er, en hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.