Alþýðublaðið - 19.06.1976, Blaðsíða 3
alþýðU'
fciaóið
Laugardagur 19. júní 1976
FRÉTTIR 3
- íslendingafélagið í
Höfn sér fyrir ýmsum
afþreyingaþörfum
landanS ytra
Islendingafélagið I Kaup-
mannahöfn hefur jafnan staðið
fyrir öflugri félagsstarfsemi i
þeim tilgangi aö treysta tengsl
þeirra islendinga, sem þar búa.
Aðalbækistöð félagsins er i húsi
Jóns Sigurðssonar forseta. Þar er
meðal annars að finna minning-
aribúð Jóns Sigurðssonar, bóka-
safn og ný islenzk blöö liggja þar
jafnan frammi.
Islendingafélagiö hefur beitt
sér fyrir veitingasölu i húsi Jóns
Sigurðssonar. Frá 1. júni til
ágústloka verður húsið opið frá
kl. 14-22 daglega. Eru landar
eindregið kvattir til að lita þar inn
og notfæra sér hinar frábæru
veitingar, að þvi er segir i frétta-
bréfi frá íslendingafélaginu. Hjá
veitingasölunni er einnig hægt að
fá reiðhjól til leigu.
Af öðrum merkum liöum á dag-
skrá tslendingafélagsins má
nefna fótboltaæfingar, sem munu
fara fram i Fællesparken á hverj-
um laugardegi i allt sumar.
Samband islendingafélaga og
námsmannafélaga i Danmörku
og Suður-Sviþjóð var stofnað i
Lundi 1.-2. mai sl. Aöalverkefni
félagsins er samstarf varöandi
ferðamál, upplýsingadreifing og
gagnkvæm hjálp viö menningar-
og félagsmál. 1 Sambandinu eru
eftirtalin félög: tslendingafélagið
i Arósum, Dansk-íslenzka félagið
I Alaborg, Félag islenzkra náms-
manna i Kaupmannahöfn,
tslendingafélagið i Kaupmanna-
höfn, Sænsk-Islenzka félagið i
Lundi og Félag Islendinga i
Óðinsvéum.
Fyrsta haustþing sambandsins
veður haldið i Arósum næsta
haust. AV
Stúkumenn
styðja Hauk
og Kristján
Á fundi, sem nú fyrir skömmu
var haldinn i framkvæmdanefnd
Stórstúku tslands, voru eftirfar-
andi atriöi samþykkt og send
Alþýðubiaðinu til birtingar.
Framkvæmdánefnd Stórstúku
fslands lýsir yfir stuðningi sinum
við Kristján Pétursson, deildar-
stjóra, i baráttu hans gegn smygli
á áfengi og eiturlyfjum.
Framkvæmdanefnd Stórstúku
islands (I.O.G.T.) fagnar þeim
aðgerðum menntamálaráðherra
að afnema vinveitingar á Eddu-
hótelum. Með þeim er stigið
heilladrjúgt spor i átt til
minnkaörar áfengisneyzlu og
einnig geta þessar aðgerðir ráö-
herrans oröiö öörum til hvatning-
ar og fyrirmyndar til þess að
stemma stigu við vinveitingum
þar sem þvi verður við komið.
— ÁV
■ l-&r. . .
S KIPMITG6RB RIKISIfÍS
m/s HEKLA
fer frá Reykjavik
þriðjudaginn 29. þ.m.
vestur um land i
hringferð.
Vörumóttaka þriðju-
dag til föstudags n.k.
á allar viðkomuhafnir
skipsins á Vestfjörð-
um, Norðurlandi og
Austfjörðum.
Sænsku kosningarnar
Gylfi Þ. Gíslason, for-
maður menningamála-
nefndar Norðurlanda-
ráðs.
Menningarmálanefnd Norður-
landaráðs hélt fund á Húsavik
s.l. þriðjudag og efndi til blaða-
mannafundar i Arnagaröi I gær
eftir að hafa lokið við að skoða
handritin i Arnastofnun.
Formaður nefndarinnar er
Gylfi Þ. Gislason og hafði hann
ræddar á blaðamannafundi menningarmálanefndar Norðurlandaráðs
Samnörrænu fjárlögin
á sviði menningarmála
einstætt samstarf
orð fyrir nefndinni i upphafi
fundarins. Skýrði hann frá þvi
aö samstarf Norðurlandanna á
sviði menningarmála væri öfl-
ugast og vlðtækast innan vé-
banda norrænnar samvinnu.
Samstarfið grundvallaðist á
sérstökum millirikjasamningi,
sem undirritaður hafi veriö i
Helsingfors árið 1971, en sam-
kvæmt honum eru meðal annars
samin samnorræn fjárlög um
útgjöld til menningarsam-
starfsins, og kvað Gylfi það
einsdæmiað fimm sjálfstæð riki
hefðu með sér þesskonar sam-
starf.
Menningarfjárlögin nema nú
um 1500 milljónum Islenzkra
króna og er þar veitt fé til meira
en 100 stofnana á öllum Norður-
löndunum, til dæmis til Norr-
æna hússins og Eldfjallarann-
sóknarstöðvarinnar i Reykja-
vik. A fundinum á Húsavik var
fyrst og fremst rætt um menn-
ingarfjárlögin fyrir árið 1978, og
ákvað nefndin að leggja megin-
áherzlu á aukna fjárveitingu til
Norræna menning.sjóðsins þeg-
ar nefndin hefur sameiginlegan
fund með menntamálaráöherr-
unum i lok september. Menn-
ingarsjóðurinn hefur I ár 180
milljónir til umráða, en um-
sóknir til hans um ýmis konar
styrkveitingar námu i ár ti-
falldri þeirri upphæð eða sam-
tals 1800 milljónir.
Norrænu þingmennirnir voru
lika spuröir um stjórnmál, til
dæmis voru sænsku þingmenn-
irnir spuröir hver myndi veröa
forsætisráðherra ef Palme tap-
aði kosningunum. Jafnaðar-
mennirnir sögöu að þeir skenktu
þvi ekki þanka, vegna þess aö
þeim dytti ekki I hug að það
gerðist. Hins vegar sagöi Per
Olav Sundmann, að skoöana-
kannanir bentu til þess aö borg-
araflokkarnir fengju meirihluta
og þá myndi eflaust sá þeirra
sem fengi fiest atkvæöi tilnefna
forsætisráðherra, en það yröi
eflaust miöflokkurinn eða Cent-
er Partiet.
Liðlega 50 erlendir
togarar innan markanna
Bretar notfæra sér
nú veiðiheimildir sinar
innan 200 milna mark-
anna til hins ýtrasta. t
gær voru 34 brezkir
togarar við landið og
þar af voru 29 að veið-
um, en það er
hámarkstala sam-
kvæmt samkomulag-
inu, sem gert var i
Osló. Togararnir halda
sig aðallega út af Vest-
fjörðum og Suðaustur-
landi.
Einnig eru að veiöum innan
200 milna 16 vestur-þýzkir
togarar, þrir belgiskir og þrlr
færeyskir. Samtals er þvi 51
erlendur togari að veiðum sam-
kvæmt leyfum innan land-
helgism arkanna og einnig
nokkrir bátar frá Noregi og
Færeyjum.
Að sögn Landhelgisgæzlunnar
auðyeldar það mjög allt eftirlit
með veiðunum að skipin til-
kynna daglega hvar þau eru
stödd og þarf þvi ekki að leita
þau uppi.
Varzla landhelginnar fer nú
mikið til fram úr lofti þar sem
unnið er að viðgerðum á nokkr-
um varðskipanna.
—SG
Verksummerki samvinnunnar
við Union Carbide máð út
Hópur fólks tók sig til og sáði
grasfræi i flögin, sem mynduð
hafa verið vegna fyrirhugaðrar
járnblendiverksmiðju á Grund-
artanga. Fólkið vildi með þessu
mótmæla þvi að þarna risi járn-
blendiverksmiðja. Þjóðhátiðar-
dagurinn var valin vegna þess
aö hann þótti vel til þess fallinn,
Jónas Arnason, alþingismaður,
forsprakki þeirra, sem töldu
timabært að fjarlægja verks-
ummerki fyrrverandi sam-
starfs islenzka rikisins og auð-
hringsins Union Carbide.
til aö minna á andstööuna viö
starfsemi erlendra auðhringa
hér á landi.
t ályktun sem hópurinn sam-
þykkti þar uppfrá segir m.a.:
„Stóriöjufrmakvæmdir hér
hljóta að vera ur sögunni þvi til
þeirra skortir nú lagaheimild”
Samningur sá, sem gerður
hefur verið mun kveöa á um að
reist verði verksmiöja, sem ts-
lenzka járnblendifélagið og Un-
ion Carbide standa i sameiningu
aö.
Hópurinn leit þvi svo á, að hér
væri verið að hylja ummerki um
starfsemi UC hér á landi, enda
væri hún nú úr sögunni.
Hópurinn tók niöur skilti, sem
sagði til um að hér væri verið að
reisa járnblendiverksmiðju og
stæðu ofannefndir aðilar að
þeim framkvæmdum. Að sögn
talsmanna hópsins var skiltið
orðin villandi heimild fyrir
ferðamenn og geröi það eitt að
rugla þá i riminu.
Að sögn framkvæmdastjóra
járnblendifélagsins verður þess
vart að vænta, að mál verði
höfðað enda væri sáning varla
skilgreind að lögum, sem lög-
brot. Aftur á móti mætti til
sanns vegar færa að þaö að fjar-
lægja skiltið væri lögbrot þótt
skiltiö hefði að visu mátt fara
vegna þessara breyttu að-
stæðna, sem nú blasa við. EB